Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 31

Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 31
Fj-rpffltudítgyr^S. desami>ert1388-) sjonvarp hefdarkonu. En þaö gengur á ýmsu. Myndin fékk átta óskars- verðlaun á sínum tíma, m.a. fékk Harrison verðlaun fyrir leik, Cukor fyrir leikstjórn og myndin var valin sú besta. Það gefur ekki öllu tryggari skemmt- an fyrir alla fjölskylduna. Stöð 2 kl. 00.40 VISTASKIPTI * * Trading Places Bandarísk, gerð 1983, leiksljóri John Landis, aðalhlutverk Dan Aykroyd, Eddie Murphy, Raiph Bellamy, Don Ameche. Segir frá ríkum köllum sem ríf- ast stöðugt um það hvort erfðir eða umhverfi hafa meiri áhrif á mannskepnuna. Til að komast að hinu sanna ákveða þeir að gera tilraun. Kippa fótunum undan velstæðum kaupsýslu- manni og setja götustrák í hans stað. Gott leikaralið bætir upp ómarkvissa leikstjórn og hálf- slappan söguþráð, sem m.a. inniheldur aukaþráð um górillu sem er út í hött. Myndin er á hinn bóginn oft nokkuð fyndin, eins og fyrr segir einkum vegna þess að leikararnir gera það besta úr því sem fyrir hendi er. MÁNUDAGUR 26. desember Annar dagur jóla Stöð 2 kl. 12.55 MAÐURINN SEM SKAUT JÚLASVEININN The Man Who Shot Christmas Bresk, leikstjóri Diana Patrick, aðalhlutverk Cherie Lunghi, Jim Broadbent, Clive Arrindeli Sviðið er Lundúnir og það er jólakvöld. Austur-Þjóðverjinn Ralph handfjatlar dularfulla sendingu sem honum er ætlað að fara með til Saudi-Arabíu. Þetta er skjalataska sem hefúr að geyma vandlega innpökkuð fálkaegg. Þannig er upphafs- atriði myndarinnar, en það sem á eftir fer segir frá afdrifum áðurnefnds manns og sendingar- innar. Spennumynd með nýstár- legu ívafi. Stöð 2 kl. 13.20 MAÐURINN FRÁ FANNÁ ***" The Man from Snowy River Bandarísk, gerð 1982, leikstjóri Ceorge Miller, aðalhlutverk Kirk Douglas, Sigrid Thornton, Terence Donovan. Mikill gamaldags vestri, byggður Geðlæknir (Fonda) kemur í klaustrið og rannsakar hvort nunna sé sakhæf. Abbadísin (Bancroft) segir að nunnan kannist hvorki við getnaðinn né barnsburðinn. Andrúmsloft klaustursins er kæfandi og geð- læknirinn kemst að því full- keyptu þegar hann reynir að komast til botns í málinu. Aðal- hlutverkin þrjú þykja afar vel af hendi leyst. Höfundur leikrits- ins, John Pielmeyer, skrifaði handritið að ntyndinni. Sunnudagur 25. desember Stöð 2 kl. 20.45 HALLDOR LAXNESS Ný íslensk heimildarmynd um ævi og verk Halldórs Laxness. Stöð 2 hefur gert þessa þætti, en þeir eru tveir, í sam- vinnu við forlag Halldórs, Vöku/Helgafell. Miklu efni var safnað, bæði utanlands og inn- an. Fyrri hlutinn fjallar um æsku, uppvöxt og þroskaár skáldsins og lýkur u.þ.b. er heimsfrægðin barði að dyrum. Með hlutverk Halldórs fara Guðmundur Ólafsson, Lárus Halldór Grimsson, Orri Huginn Ágústsson og Halldór Halldórs- son, dóttursonur skáldsins. Leikstjóri og stjórnandi upp- töku er Þorgeir Gunnarsson en handritið skrifaði rithöfundur- inn Pétur Gunnarsson. Kvik- myndatöku annaðist Snorri Þórisson og margir lleiri koniu við sögu. Síðari hluti myndar- innar verður sýndur á nýársdag. á áströlsku frásagnarljóði um viljasterkan ungan mann sem ræður sig í vinr.u hjá kúabónda sem er að byggja upp stórveldi og verður ástfanginn af dóttur hans. Einföld mynd en mjög skemmtileg og myndatakan hreint afbragð. Nokkrar stór- brotnar senur þar sem villtir hestar leika aðalhlutverkið. Ríkissjónvarpið kl. 15.00 GULLSANDUR /slensk, gerð 1984, leikstjóri Ágúst Cuðmundsson, aðalhlut- verk Pdlmi Gestsson, Edda ■ Björgvinsdóttir, Arnar Jónsson, Jón Sigurbjörnsson, Borgar Garðarsson. Myndin fjallar öðrum þræði um innrás hermanna á Skeiðarár- sand, þar sem hópur þeirra er staddur við einhverjar ótil- greindar mælingar. Saman við þetta blandast eldmessa síra Jóns, sem fræg er orðin í sög- unni. Verður einskonar tákn- mynd einhvers sem flæðir yfir og stöðvast illa eða aldrei. Sá kvittur kemst á kreik að Kan- arnir séu að leita gulls á sandin- um. Myndin er fremur hæg og ljúf og nær ekki upp neinni dramatískri spennu. Margt hins- vegar ágætlega gert, en átaka- leysi, bæði til líkama og sálar, gerir að verkurn að myndin er Iítt eftirminnileg. Rikissjónvarpið kl. 16.30 SVIKAPRINSINN Þýsk, gerð 1986. Ævintýramynd, byggð á sögu eftir Williant Hauff þar sem segir frá skraddara sem tekst að dulbúa sig sem prins og verður þar með aðalerfingi mikilla auð- æva. Það eru þó ekki allir sem trúa honum og lögð erfyrir hann þraut til úrlausnar sem á að sanna sekt hans eða sakleysi. Stöð 2 kl. 16.45 GREYSTOKE - GOÐ- SÖGNIN UM TARZAN * * * Greystoke — The Legend of Tarzan Bresk, gerð 1984, leikstjóri Hugh Hudson, aðalhlutverk Christopher Lambert, Andie McDowell, Cheryl Campbell, James Fox, Nigel Davenport, Rulph Richurdson. Metnaðarfyllsta Tarzanmynd sem gerð hefur verið. Hér er vikið aftur að upprunalegri bók Edgars Rice Burroughs um dreng sem kemst á land úr skipsskaða, elst upp hjá öpum en Belgi nokkur finnur hann og kemur honum aftur til Eng- lands, hvar hann á að erfa mikil auðævi. Myndin gengur best upp í frumskóginum, þar sem makalaus förðun á stóran hlut að máli. Einhvern veginn er Englandshlutinn ekki jafnsterk- ur. Ralph Richardson, einn af stærstu leikurum Breta á þessari öld, fer þarna með sitt síðasta hlutverk en hann lést skömmu eftir að vinnslunni íáuk. Stöð 2 kl. 22.35 AGNES RARN GUÐS Agnes of God Bandurisk, gerð 1985. Fræg mynd gerð eftir enn fræg- ara leikriti sem m.a. hel'ur verið sýnt hér á landi i Iðtió. Segir frá ungri nunnu (Tilly) sem eignast barn sem síðan finnst kyrkt. Stöð 2 kl. 00.10 ÞRÁHYGGJA **** Compulsion Bundarisk, gerð 1959, leikstjóri Robert Fleischer, uðalhlufverk Orson IVelles,' Diuna Varsi, Dean Slockwell, Bradjörd Dillman. Mynd sem byggir á sannsöguleg- um atburðum um tvo átján ára yfirstéttarunglinga á þriðja ára- túgnum sem afráða, spennunnar vegna, að fremja hinn l'ull- komna glæp. Eitthvað l'er úr- skeiðis og þeir eru sterklega grunaðir. Á el'tir l'ylgja tilheyr- andi réttarhöld. Sterk persónu- sköpun, snjöll cndursköpun um- hverfis þessa lirna og snjöll atriði úr réttarsalnum eru há- punktar myndarinnar. Mánudagur 26. desember Rikissjónvarpið kl. 22.35 DJAKNINN íslensk sjónvarpsmynd eftir Egil Eðvarðsson. Myndin er byggð á hinni þekktu þjóðsögu um Djáknann á Myrká. Hér er um að ræða nútímasögu sem gerist í Reykjavík í dag — þó eiga persónur og atburðarásin sjálf sér sterkar hliðstæður í þjóðsögunni. Aðalpersónurnar eru Dagur og Gugga, ungt og ástfangið fólk. Kvöld eitt ætla þau saman á grímuball og þó Dagur farist af slysförum kentur hann samt að sækja hana. Leikstjóri er Egill Eðvarðsson, aðalhlutverk leika Valdimar Örn Flygenring, María Ólal's- dóttir og Guðrún Ásmunds- dóttir. Á undan sýningu myndarinn- ar ræðir Ólafur Ragnarsson við leikstjórann.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.