Pressan - 11.05.1989, Qupperneq 9
Fimmtudagur 11. maí 1989
9
REYKJAVÍKURBORG KAUPIR 17 NÝJAR TOYOTUR FRAMHJÁ UMBOÐINU
VIÐSKIPTI
VIÐ ÓSKRÁÐ FYRIRTÆKI
Reykjavíkurborg hefur fest kaup á 17 Toyota-fólksbifreiðum sem keyptar
eru af heildverslun M.Ó. Ólafssonar. Þetta er i fyrsta skipti sem opinberir aðil-
ar líta framhjá bifreiðaumboðum við bílakaup. Toyota-umboðið gerði einnig
tilboð í bílana en talið var að munaði 85 þúsund krónum á verði umboðsins og
því verði sem heildverslunin bauð á hvern bíl. Borgarráðsmenn sem sam-
þykktu tilboðið töldu sig sýna hagkvæmni í þessum bííakaupum og hafa spar-
að borginni tæplega 1,5 milljónir kr.
„Við gættum þess að greiða ekki
krónu í þessum bílum fyrr en við af-
hendingu," segir borgarráðsmaður
í samtali við PRESSUNA. Að sögn
hans urðu forráðamenn Toyota-
umboðsins æfir þegar Ijóst varð að
Reykjavíkurborg hafði gengið
framhjá þeirra tilboði og sendu bréf
25 ára
heildsalí
bauð bet-
ur en um-
boðið
gerð af Toyota Corolla 1300 á verði
sem var um 40 þúsund kr. hærra en
verð Guðmundar. Því var ekki held-
ur sinnt af borginni.
Þegar opinberir aðilar kaupa bíla
er æviniega óskað eftir tilboðum
frá bifreiðaumboðunum, ýmist til
einstakra umboða eða fram fer al-
Ekkert út-
boð fór
fram
umtalsverðan hagnað af umsýsl-
unni. í Þýskalandi eru bifreiðavið-
skipti flókinn frumskógur og ekki
mögulegt að festa kaup á bílum á
töluvert niðursettu verði og flytja
þá til landsins án þess að sniðganga
innflutningsreglur.
í samtali við PRESSUNA þver-
Reiði i
stjórn Bil-
greina-
sam-
bandsins
Fyrirtækið sem annaðist þessi
viðskipti við borgina, heildverslun
M.O. Ólafsson, finnst hins vegar
hvergi skráð. Fyrir fjórum árum var
til fyrirtæki með þessu nafni sem
var sameinað Vélorku hf. í Reykja-
vík og síðan lagt niður. Fyrirtækið
er því hvergi á skrá í dag en á bak við
þessi viðskipti við Reykjavíkurborg
stendur 25 ára Reykvikingur, Guð-
mundur Kr. Guðmundsson, sem
hefur nokkuð fengist við bílavið-
skipti og bifreiðainnflutning.
Kaupir hann bílana beint frá Þýska-
landi og verða fyrstu sex bílarnir að
öllum líkindum afhentir Véiamið-
stöð borgarinnar í næsta mánuði.
í samtali við PRESSUNA kvaðst
Guðmundur vera að stofna eigið
fyrirtæki undir þessu nafni og
Toyota-
umboðið
hótaði að
veita enga
þjónustu
vegna
þessara
bila
hygðist færa það á skrá sem sitt
einkafirma er fengist við inn- og út-
flutning. „Ég náði bara betra verði
en umboðið,11 segir hann en vildi
lítið greina frá þessum viðskiptum
að öðru leyti. „Það er rangt að það
hafi munað 85 þúsund krónum á
þessum bílum. Þessi tegund kostar
ekki nema 640 þúsund og því mun-
arekki nemarúmlega40 þúsund kr.
á hvern bíl. Umboðin leggja bara
þeim mun meira ofan á verðið,“
segir hann.
Aðeins umboð veita
verksmiðjuóbyrgð
Bifreiðaumboðin veita að lág-
marki eins árs verksmiðjuábyrgð á
öllum nýjum bílum sem þau seija. í
þessu tilfelli hvílir ábyrgð bílanna
17 á Guðmundi. Að sögn Sigfúsar
Jónssonar, forstjóra Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkurborgar, tek-
ur heildverslunin á sig árs ábyrgð á
bílunúm. Guðmundur heldur því
þó fram að hann fái eins árs verk-
smiðjuábyrgð með kaupunum. Það
er hins vegar útilokað að aðrir en
skráð umboð geti veitt slíka ábyrgð
til kaupenda.
til borgaryfirvalda þar sem þeir
hótuðu að veita enga varahluta-
þjónustu vegna þessara bila. Upp-
hersla og ryðvörn eru undan-
bragðalaust innifalin í verði bif-
reiða sem keyptar eru í umboði.
Upphersla kostar venjulega á bilinu
10—30 þúsund. Vélamiðstöð borg-
arinnar hefur aftur á móti sitt eigið
verkstæði og telur sig geta annast
þetta sjálf. Bogi Pálsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Toyota-umboð-
inu, vildi ekkert tjá sig um málið
þegar þangað var leitað.
40 þús. kr.
mismunur
Bílarnir sem hér um ræðir eru af
gerðinni Toyota Corolla 1300árgerð
1989. Innkaupastofnun Reykjavík-
urborgar hafði milligöngu um
kaupin fyrir Vélamiðstöð borgar-
innar og hefur borgarráð staðfest
þessi kaup. Toyota-umboðið bauð
bifreiðina á 695 þúsund krónur en
Guðmundur bauð lægra, eða á kr.
610 þúsund. Heildarviðskiptin
hljóða upp á 10 milljónir og 370
þúsund. I tilboði Toyota var miðað
við XL-gerð af þessari tegund en
Guðmundur býður Standard-teg-
und, sem er nokkru ódýrari. Toyota
hafði ekki slíka tegund til afhend-
ingar en kvaðst einnig geta boðið þá
mennt útboð. Nú hefur borgin hins
vegar vikið frá þessari reglu. Ekkert
útboð átti sér stað vegna bílanna 17
sem borgin kaupir nú. Flest bif-
reiðaumboðin vissu því ekkert um
þessi kaup en borgin hafði sam-
band við Toyota-umboðið til að
leita tilboða þar. Af einhverri óút-
skýrðri ástæðu vissi Guðmundur
einnig um þetta og lagði sitt tilboð
frani.
Á stjórnarfundi Bílgreinasam-
bandsins, sem haldinn var í vik-
unni, voru þessi viðskipti tekin til
umræðu og voru stjórnarmenn
ákaflega óhressir með það fordæmi
sem borgin sýnir með því að snið-
ganga umboðin með þessum hætti.
„Grái
markaðurinn,/
Það hefur færst mjög í vöxt á síð-
ustu árum að einstaklingar taki að
sér að flytja inn nýja og notaða bíla
og bjóði þá á lægri kjörum en um-
boðin veita. Af viðtölum við ýmsa
sem komið hafa nálægt slíkum við-
skiptum má ráða að algengt er að
samið sé við seljanda erlendis um
að setja lægra útflutningsverð á
reikninga og greiða seljandanum
mismuninn út í hönd. Síðan eru að-
flutningsgjöld hér greidd skv. þeim
reikningi og bílarnir boðnir til sölu
á lægra verði en umboðin geta
boðið. Verðmunurinn er það mikill
að innflytjandinn kemur út með
tók Guðmundur fyrir að hann
hefði þurft að beita brögðum.
Hann hefði einfaldlega náð betra
verði en Toyota-umboðið. Borgar-
ráð leit einnig svo á, þegar það bar
tilboðin saman, og ákvað að taka
tilboði heildverslunar M.Ó. Ólafs-
sonar. Það telst þó ný stefna hjá
hinu opinbera að eiga í bifreiðainn-
kaupum í gegnum einstaklinga og
framhjá umboðunum. Og ekki er
það síður óvenjulegt að eiga í slík-
um viðskiptum við fyrirtæki sem
hefur verið lagt niður og var hvergi
til skráð þegar tilboði í nafni þess
var tekið. „Bílaviðskipti af þessu
tagi í Evrópu ganga undir nafninu
„grái markaðurinn“ meðal þeirra
sem fást við slík viðskipti," segir
viðmælandi nokkur sem staðið hef-
ur í umsvifamiklum bifreiðainn-
flutningi.
Engin
verk-
smiðju-
ábyrgð
þegar
ekki er
keypt hiá
skráðu
bilaum-
boði
ff
Veljum aðeins það
hagstæðasta"
segir Hersir Oddsson, forstjóri Véla-
miðstöðvar Reykjavíkurborgar.
„Tilboð heildverslunarinnar er
603 þúsund á bíl. Þar sem upp-
hersla er ekki innifalin reiknum
við okkur 7 þúsund krónur á bil
sem vinnu á okkar eigin verkstæði
og því verður heildarupphæðin
610 þúsund,“ segir Hersir Odds-
son, forstjóri Vélamiðstöðvar
Reykjavíkurborgar.
„Tilboð Toyota-umboðsins
miðaðist við Toyota Corolla af
XL-gerð, sem er betur búin en
Standard-gerðin sem við kaupum
af heildversluninni. Þeirra tilboð
var því hærra eða 655 þúsund og
fullbúinn með ryðvörn, útvarpi
o.s.frv kostaði slíkur bíll úr um-
boðinu 695 þúsund. Við bárum
þetta verð saman við hitt og mis-
munurinn í heild fyrir alla bílana
17 er því 1.445.000,“ segir Hersir.
Aðspurður vissi hann engin
deili á heildsölunni sem ákveðið
var að skipta við.
„Vissulega vill borgin kaupa af
umboðunum og við höfum átt
gott samstarf við þau. En við
reynum alltaf að kaupa á sem hag-
stæðustu verði og í þessu tilfelli
varð þetta ofan á.
Það er líka tiltölulega auðvelt
fyrir okkur að kaupa bíla að utan
með þessum hætti, því við rekum
eigið verkstæði, og ég fæ ekki séð
að útvegun varahluta verði vanda-
mál því varahlutir fást svo víða,“
segir hann. Kvað hann bílana
verða notaða af starfsmönnum
borgarinnar í ýmsum þjónustu-
störfum.