Pressan - 11.05.1989, Síða 16

Pressan - 11.05.1989, Síða 16
16 Fimmtudagur 11. maí 1989 sjúkdómar og fólk ELUN Ég var um daginn staddur í litlum bæ og brá mér inn í apótek til að kaupa plástur. Þar sem ég stóð í röðinni og beið eftir afgreiðslu veitti ég athygli gömlum manni, sem var rétt fyrir framan mig. Hann var með fulla körfu af alls konar vítamínum, A og E, B og C, auk hvítlauksbelgja og Ginseng-hylkja. Hann komst að búðarborðinu og fór að ræða við lyfjafræðinginn í hálfum hljóðum urn þessi lyf sem hann var að kaupa. — Þetta heldur mér síungum, sagði gamli maður- inn og hló gleðivana hlátri. Maður verður einhvern veginn að verjast Elli kerlingu, svo hún felli mann nú ekki í fjölbragðaglímu lífsins eins og Þór forðum, hélt hann áfram. Þetta var maður á sjötugsaldri, hann var alltof feitur, þreytulegur og daufur til augnanna, fingurnir voru gulir af langvinnum reyking- um. — Svo verð ég að taka þessa belgi og E-vítamínið út af náttúr- unni, sagði hann, og hélt áfram að tína upp úr körfunni alls konar belgi og töflur af öllum stærðum og gerðum til að tryggja sér eilífa æsku. Elíf œska í pilluformi Frá örófi alda hefur mannkyn sóst eftir eilífri æsku. Á öllum öld- um hafa menn bölvað þeim örlög- um að eldast og hrörna. í Eglu er skýrt frá síðustu dögum Egils Skalla- grímssonar, hvernig hann verður gamall og fótfúinn og dettur eitt sinn í návist kvenna. Þær hlógu dátt að fallinu, en Grímur bóndi mælti þá: — Miður hæddu konur að okk- ur, þá er við vorum yngri. Egill kvað þá fræga vísu: Vals hef ég váfur helsis / Váfallur er ég skalla / Blautur erum bergis fótar / borr, hlust er þorrin.(Eða á nútímaís- lensku: Höfuð mitt riðar tii. Mér hættir til að detta á skallann. Lim- urinn er orðinn linu og heyrnin er farin). Það er skiljanlegt að menn hræðist þessa þróun. Þess vegna hafa alltaf verið uppi sniðugir biss- nessmenn, sem selja cilífa æsku á flöskum eða í pillum. Reyndar má í ævagömlum bókmenntum lesa um slíka töfradrykki. í grísku goða- fræðinni færði Heba, gyðja æsk- unnar, dóttir Seifs, guðunum ódá- insveigar (nektar), sem einmitt veittu eilífa æsku. Líkaminn hrörnar með árunum En ellin færist yfir hægt og bít- andi, hvað svo sem gert er eða tekið inn, frumur líkamans eldast, sumar hverfa og starfshæfnin minnkar. Meltingarfærin vinna ekki úr fæð- unnieins og áður, frumurnarí lung- unum annast súrefnisskiptin ekki nægilega vel, hjartavöðvinn slapp- ast og nýrnafrumurnar standa sig ekki við þvagmyndunina. Það er ekki hægt að stöðva þessa þróun, en á hinn bóginn er mögulegt að gera ýmislegt til að halda sér í góðu formi miklu lengur en áður var tal- ið. Það verður aldrei hægt að fram- leiða eilífa æsku og taka inn með morgunmatnum, en hver mann- eskja getur gert margt til að ná betri tökum á Elli kerlingu og skáka henni. Þegar sjúklingar mínir biðja mig um undralyf til að halda sér ungum segist ég því miður ekki hafa yfir slíku lyfi að ráða, en á hinn bóginn eigi þeir að fylgja ákveðn- um ráðleggingum sem hjálpi þeim að viðhalda æskunni eins lengi og unnt er. Einu sinni bjó ég til slíkan lista og læt hann fylgja hér með. 1. Ekki reykja. Sígarettur stytta líf og lífslíkur. Þær valda krabba- meini og auka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Auk þess valda sígarettur minnkandi úthaldi og stuðla þannig að verri líðan. 2. Borðið næringarefnaríkan mat og haldið ykkur í kjörþyngd. Það er sérlega þýðingarmikið að fitna ekki í ellinni. Offita þýðir aukaerfiði á hjarta og lungu svo og liði líkamans, auk þess sem hún hefur neikvæð áhrif á sjálfsvirð- ingu og vellíðan. Þess vegna ráðlegg ég fólki að minnka fituneyslu, skera alla sýnilega fitu af kjöti, minnka við sig smjörát og rjómadrykkju. Það er klókt að minnka allt sykur- át, spara við sig sætar kökur og sætt kaffi og neita sér að mestu um sæl- gæti. Eg ráðlegg alltaf trefjaríkan mat, eins og gróft brauð og ýmsa ávexti, og mikið grænmeti. Slíkur matur er hollur og kemur í veg fyrir ýmsa þarmasjúkdóma, hefur góð áhrif á hægðir og eykur þannig lífs- nautnina. Hvað varðar vítamín-át ráðlegg ég multivítamín daglega auk 200—400 eininga af E-vítamíni og 250—500 mg af C-vítamíni. Þessar ráðleggingar eru fremur byggðar á tilfinningu fyrir ýmsu sem ég hef lesið um vítamín en bein- hörðum vísindum. Ég er ákaflega vantrúaður á taumlausa vitamín- neyslu þar sem alls konar litskrúð- ugar töflur eru stýfðar úr hnefa. Hvítlaukshylki eru allra góðra gjalda verð, en ég hef mun meiri trú á lækningamætti og hollustu hvít- lauksins sjálfs eins og hann kemur fyrir á grænmetisborðum verslan- anna. 3. Haldið ykkur í góðri likam- legri og andlegri þjálfun. Það er aldrei of seint að hefja líkamsþjálf- un. Hún hefur góð áhrif á beina- byggingu, starfsemi lungnanna og hjartans, eykur úthald og þol, lækkar kólesterólmagnið í blóðinu, minnkar magn streituhormóna og lækkar blóðþrýsting. Það er best að byrja líkamsþjálfunina varlega t.d. með gönguferðum og sundi, en fara síðan yfir í meiri áreynslu eins og hlaup og leikfinti. Ég ráðlegg fólki að halda sér í formi með því að reyna á líkamann ekki sjaldnar en þrisvar í viku, ekki skemmri tíma en 20 mín. í senn. Líkamleg þjálfun hefur marga kosti aðra en að bæta heilsufar; sjálfsvirðing eykst og við- bragðsflýtir og snerpa verða betri og meiri, betur gengur að halda kjörþyngd. Auk þess á eldra fólk að halda andanum við; lesa, fara í leikhús og taka þátt í iífinu, fara á námskeið, læra ný tungumál og ferðast til ókunnra landa. Það er ótrúlega skaðlegt fyrir andlegt atgervi að leggja árar í bát og gefast upp. And- legur sljóleiki, sem stundum er kall- aður kölkun, stafar oftar en ekki af sinnuleysi, fólki fer að standa á sama, heldur að enginn taki neitt mark á því og gefst upp og einangr- ast. Ég hvet fólk til að þora að gera breytingar og hafa kjark til að tak- ast á við ný viðfangsefni. Slíkt við- heldur eilífri æsku. 4. Farið reglulega í læknisskoðun og eftirlit og komi einhver vanda- mál upp farið þá til læknis. Ég hef margoft séð eldra fólk með alvar- lega sjúkdóma, sem fengu að þróast alltof lengi vegna þess að ekki var farið til læknis í tæka tíð. 5. Eignist nýja vini á öllum aldri. Ég hef aldrei verið hrifinn af þeirri tilhneigingu að aldursskipta þjóð- félaginu þannig að eldra fólk búi í sérstökum húsum, yngra fólk ann- ars staðar og miðaldra fólkið á enn einum staðnum. Eldra fólk á að vera sem mest með öðru fólki og hika ekki við að eignast nýja vini og kunningja. Einangrunin býður heim alls konar andlegum og líkam- legum kvillum. Einmanaleikinn og hrörnunin eru bandamenn. 6. Fáið nægan eðlilegan svefn. Það er mikilvægt að sofa eðlilegum svefni. Margt eldra fólk sefur á dag- inn og hefur svo áhyggjur vegna þess að nætursvefninn styttist þá eitthvað. Slíkt er eðlilegt, en því miður fara margir að taka svefnlyf, sem hefur slæm áhrif á andlegt og líkamlegt atgervi. Svefnlyfin sljóvga og gera fólk óstyrkt á fótunum. Eldra fólk á að forðast svefnlyf í lengstu lög og reyna heldur að ná eðlilegum svefni eftir öðrum leið- um. 7. Farið varlega með alkóhól og akið aldrei bíl undir áhrifum. 8. Notið alltaf öryggisbeltin í bílnum og minnkið þannig líkurnar á því að slasast illa í slysi. 9. Takið því sem að höndum ber af bjartsýni og reynið að hafa já- kvæða afstöðu til sjúkdóma og ým- issa áfalla. 10. Síðast en ekki síst. Standið vörð um lífsnautnina. Hvað er langlífi? spyr Jónas Hallgrímsson í frægu kvæði, og svarar í næstu hendingu: Lífsnautnin frjóva. Alls konar lífsnautnir, eins og gott kyn- Iíf, holl líkamshreyfing, góður mat- ur, ferðalög, lestur góðra bóka, leikhúsferðir og mannleg tengsl, viðhalda eilífri æsku mun betur en alls konar lyf. Hafið því gaman af lífinu, við eigum bara þetta eina líf og fáum aldrei annað. Ef tekst að lifa í einhverju sam- kvæmt þessum ráðleggingum má fresta ellinni og gera hana léttbær- ari en ella. En enginn má sköpun renna, og öll endum við ævina ein- hvern tímann hvað svo sem við ger- um. Eða eins og Hallgrímur sálugi Pétursson segir í frægurn sálrni: Innsigli öngvir fengu / uppá lífs- stundu bið, / en þann kost undir gengu / allir að skilja við. En við berum þrátt fyrir allt ábyrgð á eigin elli; hvernig hún er, hvernig okkur líður og hvað gerist. Ungur íslenskur listmálari, Sigurður Arni Sigurðsson, sýnir í París. Skýin eru óþrjótandi uppspretta í tilefni tvö hundruð ára afmælis frönsku stjórnarbyltingarinnar hefur risið nýtt, veglegt óperuhús við Bastillutorgið. Það verður opn- að með pomp og pragt 13. júlí nk. Bygging þessa mikla húss hefur gert það að verkum að hverfið í grennd vð Bastilluna, sem áður var fremur óhrjálegt, er nú að komast í tísku og er nú talið vera upprennandi lista- mannahverfi borgarinnar. Þangað hafa ótal listamenn flust á síðustu árum og einu sinni á ári opna þeir vinnustofur sínar almenningi. Antoine Candau er einn þeirra fjölmörgu framsýnu listaverkasala sem opnað hafa gallerí í þessu hverfi. í sýningarsal hans við rue Keller var þann 17. apríl opnuð sýn- ing á verkum 10 nemenda í virtum listaskóla skamnit utan Parísar. Einn þeirra er ungur íslendingur, Sigurður Árni Sigurðsson. Við tókum Sigurð tali á opnunar- daginn. Hvernig hefur námi þínu verið háttað? „Ég lauk nánti við málaradeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands haustið 1987 og fór þá beint hingað til Parísar og hóf strax nám við Ecole Nationale d‘Art de Cergy. Þetta er tiltölulega ungur skóli, stofnaður fyrir um það bil tíu ár- um. Ég held ég megi segja að þessi skóli sé frjálslegri en gerist og geng- ur með listaskóla hér í Frakklandi. Kennararnir eru ekki eins kúgað- ir af franskri myndlistarhefð og oft vill brenna við. Það má segja að andi „konsepts- ins“ svífi yfir vötnunum í skólan- um, enda kemur það vel í ljós á þessari sýningu. Hér er það hugmyndin á bak við verkið sem er aðalatriðið, en ekki hvernig það er unnið!‘ Hver er hugmyndin að baki verkinu sem þú sýnir hér? „Þessi mynd er einföld upplifun á formum. Ég tefli fram tveimur formum sem mér finnst skemmti- leg. Annað er krókódíll en hitt ský. Ég nota ský mikið í verkum mínum. Þau eru síbreytileg og lögun þeirra því „óendanleg". Skýin eru mér óþrjótandi uppspretta hugmynda. Þau svífa í loftinu en eru úr vatni. Hér set ég fram ský á móti krókódíl, sem er líka að mestu Ieyti vatn og lifir í vatni. Ég hef í rauninni ekkert fleira um myndina að segja. Það er hægt að ræða endalaust um myndir þegar þeim er lokið, en það kemur verkinu sjálfu oft lítið við.“ Hver eru framtíðaráformin? „Ég vona að ég geti haldið áfram að vinna að myndlist og það er gott að vinna að henni hér. Éf eitthvað er að gerast í myndlistinni þá kemst maður í kynni við það hér í París. Ég kann mjög vel við mig og vona að ég geti verið hérna sem lengst." VIDTAL OG MYND: GUORÚN FINNBOGADÓTTIR

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.