Pressan


Pressan - 09.11.1989, Qupperneq 4

Pressan - 09.11.1989, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 9. nóv. 1989 Ofilræði —7 af Garra Hr. ritstjóri Tímans. Elsku Indriöi minn. Jæja nú er ég kominn í sveitína í heimabyggö Snorra, þú veist sem skrifaöi á húöir Svignaskarðs, og mér líöur voöa vel. Allir eru voða góöir viö mig og ég er svona einsog aö reyna að vera voöa góöur viö alla þó þaö gangi nú ekki alltaf einsog í sögu. Ég sofnaði í gærkvöldi, einsog svo oft áður, og svaf værum blundi alveg þangaötil ég vaknaði. Þetta veit ég að þér þykir vænt um að heyra. í svefnrofunum var ég svona einsog aö hugsa um það hvaö mér þykir nú undurvænt um allt og alla og ekki síst þig, sem ég hef alla tíö dáö, virt og elskað aö því marki sem er viö hæfi þegar karlmenn eiga í hlut. Það er alveg meö ólíkindum hvaö manni getur orðið hlýtt til allra, bæöi manna og málleysingja. Ástæöan til þess aö ég er að skrifa þér, elsku vin- ur, er sú aö í blaðið sem þú ritstýrir skrifar stundum greinarkorn höfundur sem hvorki er þér né þínu ágæta blaði, Timanum, samboðinn. Ég veit að þú ert önnum kafinn maöur svo mig grunar aö það hafi farið framhjá þér aö þessi huldu- maður er stundum aö hella úr skálum skapvonsku sinnar viö hliöina á leiðaranum. Huldumaöur segi ég, vegna þess aö þessi dálka- höfundur skrifar undir dulnefninu „Garri" og not- færir sér ósjaldan nafnleyndina til aö ausa kúknum úr sálarfylgsnunum og yfir fólk og fénaö, menn og málefni, og óhugsandi að varpa skítnum aftur til fööurhúsanna, einfaldlega vegna þess aö enginn veit hver Garri er. Garri þessi hefur að undanförnu veriö ákaflega bitur og sár útí lífið, tilveruna, komma, svía, leikkon- ur sem komnar eru úr barneign og nú síðast mig auman, sem hef aö vísu gert mig sekan um aö veröa sextugur, halda uppá þaö með kaffitári, lím- onaöi og tertusneið fyrir vini og vandamenn. Þetta finnst Garra hiö versta mál, ekki merkilegra en þaö nú er, svo þú sérö, Indriði minn, að hann gengur ekki heill til skógar þessi dálkahöfundur sem búið hefur um sig viö hjartabrjóstið á þér undir dulnefni og sennilega án þess að þú hafir hugmynd um það. Losaðu þig viö Garra, elsku Indriði minn, losaðu þig viö hann af blaðinu og undan handarjaðrinum á þér, áður en hann fer aö hafa áhrif á marglofaða rit- snilld þína fyrir hverja þú ert kominn í heiðursflokk rithöfunda og á framfæri íslensku þjóðarinnar, sem viröir þig og dáir aö verðleikum. Þaö hefur löngum þótt hin versta fúlmennska, í blaöamennsku, að vera með persónulegt skítkast undir dulnefni og gæti dregiö aö því að þú yrðir, sem ritstjóri TTmans, að svara fyrir geðvonskulegt og smekklaust svartagallsraus Garra, þó allir viti aö maöur af þínum kalíber er í engu sálufélagi við þennan laumupenna, sem sumir telja aö sé á breyt- ingaskeiöinu og eigi þess vegna í umtalsverðri lík- ams- og sálarkrísu. Svo losaðu þig viö Garra, áðuren þú verðurgerð- ur ábyrgur fyrir skrifum hans sem ritstjóri Tímans. Semsagt þegar ég var aö vakna í morgun var ég í þessu líka sólskinsskapi, líklega vegna þess aö ég var nýstiginn uppúr sextugsafmælinu þar sem allir voru svo undurgóðir viö mig að þaö hálfa heföi ver- iö nóg. Ég fékk hlýlegar kveðjur úr öllum áttum og engan skæting. Og ég var svona einsog farinn aö gera því skóna aö líklega væri ég ekki eins marghataður einsog ég á þó áreiðanlega skiliö. Og í svefnrofunum var ég einmitt aö lofa gæsku gjafarans þegar konan mín hnippti í mig meö svo- felldum oröum: — Hefurðu séö þetta? Svo rétti hún mér blaðið sem þú ritstýrir og sjá; var ekki Garri þar og kominn meö orðréttan gullald- artexta eftir mig í upphafi greinarinnar viö hliðina á leiöaranum. Ég ætla ekki aö segja þér hvaö ég naut þess aö sjá ritsnilld mína tróna í TTmanum á besta staö. Vakna, gera á sér morgunverkin, klæöa sig, éta eða reyna aö stilla sig um að éta, fara á klóið, hátta aftur, reyna að sofna, sofna svo, vakna aftur, klæða sig, hátta aftur, sofna, vakna, sofna, og það svona einsog eina tilbreytingin ef maður skyldi aldrei vakna aftur. Aldrei neitt að ske. Alltaf sama höktið. Áöur en ég las lengra þakkaöi ég forsjóninni stutt- lega fyrir skarpskyggni greinarhöfundar, aö sjá hve kjarnmikill þessi texti er, enda upphaf aö grein um rafmagnsleysi í höfuðborginni. En fljótlega dró aö því í þessum pistli aö Garri tæki til viö iöju sína og aö þessu sinni meö því aö hreyta skætingi í mig og mína nánustu aö því er virðist nokkurnveginn að tilefnislausu. Svona furðulegt ólundarraus um konuna mína, bróöur hennar og mig og inní þessar trakteringar sáldrað léttum skít. Og þegar ég fór aö leita aö því, hvaö þaö væri nú eiginlega sem ég og mitt fólk heföi til sakar unnið, sá ég ekki betur en glæpurinn væri sá aö Dagblaðið Vísir, sem Garri kallar hrossablaöiö DV, haföi birt myndir úr afmælinu mínu. Aö þessu gat ég auðvitað ekki annaö en skelli- hlegið, af því ég hef nú svo góða lund, öfugt viö Garra. Og það skrítna var aö ég hélt áfram aö vera í sól- skinsskapi og veistu hversvegna, elsku Indriði minn. Einfaldlega vegna þess aö mér þykir svo undur- vænt um lífið og tilveruna og elska mannfólkið, alla meö tölu, aö þér meðtöldum, kæri vinur. Og þaö stórkostlegasta var þó aö þessi skap- vonskulega ritsmíö Garra skyldi skrifuð undir dul- nefni, því svo lengi sem ég veit ekki hver Garri er get ég haldið áfram aö láta mér þykja vænt um allt og alla og lofa guð fyrir að vera laus viö þá sálarkvöl sem hlýtur að vera því samfara aö hatast viö fólk. Vertu svo margblessaður. Konan og börnin biöja að heilsa. Þinn Flosi. P.S. Losaðu þig viö Garra. ÖLL ALMEnn EARSEÐLASALA OQ SKIPULAGNinQ FERÐA PERSÓnULEG ÞJÓnUSTA NORRÆNA FEItt>ASKRIFSTOFAN HF. LAUGAVEGI 3, REYKJAVÍK SÍMI 91-626362 TELEFAX: 91-29460 I V/FJARÐARGÖTU, SEYÐISFIRÐI • SÍMI 97-21111 TELEFAX: 97-21105

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.