Pressan


Pressan - 09.11.1989, Qupperneq 23

Pressan - 09.11.1989, Qupperneq 23
Fimmtudagur 9. nóv. 1989 23 7 XJ>7\yí /^/ <?/ <r/// / /r> 7” ^//^2 ^/0/2 . 77>/^í A?o/^/ / /// Tls/^/^^/s’ / //í?z>a/ ///^zaf/z^/ zYr> Z/c/ /z7cz zz<7 a/z - ^/?í?zV> ^é?zzz///z^z z? /z> zz zz zz Z*<ÍZ /? <?z .S'X? z> /zz /.v/zzzz<?>v op^ ^o//z\s/ <rz<^> /zoz' zzz'/ /r><rzz: Þegar Tom Fox kom fyrst til íslands, árið 1985, var það ekki i þvi skyni að setjast hér að. Þá dvaldi hann hér i vikutima á vegum Kennaraháskóla Íslands og hafi honum þótt ísland likt einhverjum stað sem hann þekkti var það helst Montana i Bandarikjunum. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON Ári síðar kom hann hingað aftur til starfa í hálft ár á vegum Kennara- háskólans og ári eftir það flutti hann síðan til íslands til að setjast hér að. Hér er hann enn og margir þekkja hann sem eitt af nýjustu andlitunum í sjónvarpsauglýsingum okkar; Tom er maðurinn sem virðir fyrir sér listaverkin á Hótel Holti. Tom fæddist í Fíladelfíu í Banda- ríkjunum árið 1937, en flutti snemma til Madison t Viscons- in-fylki, þar sem hann bjó öll sín æskuár. Hann lagði fyrir sig stærð- fræði á fyrri háskólaárum sínum og endaði þann feril með því að kenna börnum í sjö ár. Hann yfirgaf kennsluna og að afloknu doktors- prófi árið 1972 fór hann út í rann- sóknir á sviði menntamála: „í þau tólf ár sem ég vann við rannsóknir kenndi ég einnig við háskólann í Visconsin," segir hann. ,,Eg rann- sakaði aðallega breytingar á kenn- aranámi í háskólum víðs vegar um Bandaríkin. Verið var að breyta náminu til að gera kennara færari um að takast á við kennslu ýmissa minnihlutahópa samfélagsins." Skemmtilegt að kenna 10—12 ára börnum ,,Ég kenndi börnum í sjö ár á sjö- unda áratugnum. Ég hafði af því mikla ánægju, enda voru þetta spennandi tímar. Tíu til tólf ára börn eru mjög skemmtileg. Þau eru rétt á milli þess að vera börn og unglingar. Það sem hæst ber hjá börnum úr þessum aldurshópi eru hugmyndir þeirra um lífið og tilveruna og þau eru opin fyrir hvers konar upplýs- ingum. — Það kann að vera að þessi róstusömu ár með mótmælum í há- skólanum í Madison hafi einnig haft áhrif á börnin. Þau höfðu til dæmis mikinn áhuga á að fást við hug- myndir, en það er það sem veitti mér svo mikla ánægju í þessari kennslu." En Tom hætti í kennslunni og sneri sér að frekara námi: ,,Ég hætti kennslu og fór í meira nám, því mér fannst ég aldrei skilja eða geta út- skýrt hvað var eiginlega að gerast með börnunum þegar þau voru að vinna hugmyndir sínar. Ég hélt auð- vitað að ég myndi snúa aftur til að kenna börnum, en ég gerði það ekki fyrr en í vetur. — Ég hafði jafnmik- inn áhuga á rannsóknum og kennsl- unni og þótti heldur hlaupa á snær- ið fyrir mér þegar mér var boðin staða við háskóla í Bretlandi árið 1984, að kenna kennurum rann- sóknaraðferðir." Háskólinn var stað- settur í Norwich í Englandi og þar kynntist Tom nokkrum íslendingum frá Kennaraháskólanum, sem leiddu hann upphaflega hingað. Ritstjóri á kvennablaði Tom kom hingað sumarið 1986 til að halda námskeið fyrir kennara Kennaraháskóla íslands, en sneri aftur til Bandarikjanna hálfu ári síð- ar til að gerast ritstjóri við kvenna- tímarit: „Ég var heppinn. Fyrir til- viljun varð ég ritstjóri blaðsins og ég varð að læra margt, því ég var eini karlmaðurinn sem vann við blaðið. Tíska, heilsufar kvenna, konur í við- skiptum, konur sem voru að fást við athyglisverða hluti var meginefni blaðsins. Það kom mér á óvart hve bakgrunnur minn nýttist mér vel í þessu starfi. Að starfa með greina- höfundum er ekki ósvipað og að vinna með háskólanemum; ræða hugmyndir og hvernig blása megi lífi í þær á prenti." Tom hafði ferðast víða áður en hann kom hingað og fannst náttúra íslands engu öðru lík: „En það kom mér á óvart hve margt kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Eitt af því sem mér finnst líkt með Islending- um og Bandaríkjamönnum er við- horf þeirra til vinnunnar. Þeir ganga til vinnu sinnar með svipuðu hugar- fari, sem einkennist af miklum krafti og áræðni." Tvær tegundir íslendinga: konur og karlmenn Þegar Tom er spurður hvernig hann myndi lýsa íslendingum segist hann aðgreina konur og karlmenn: „Þar sem ég bý með íslenskri konu hef ég óhjákvæmilega kynnst fleiri konum en körlum hérna," segir hann. „Mér finnst konur og karl- menn hér ótrúlega ólík miðað við stærð þjóðfélagsins. íslendingar lýsa sjálfum sér sem lokuðum. Einn- ig er talað um að hér séu menn alltaf að bera sig saman við aðra. Mér finnst þessi lýsing eiga frekar við karlmennina en konurnar. Karl- mennirnir eru þögulli, halda sínum málum fyrir sig og í þeim býr meiri samkeppnisandi en í konum. Það er ríkara í karlmönnum að bera Island saman við aðrar þjóðir og hvernig þeir standi sig á hinu og þessu svið- inu. Konurnar eru hins vegar mun opnari að mínu mati; þær segja frá því við hvað þær eru að fást, hug- myndum sínum, döryggi og tilfinn- ingum. Mér hefur reynst auðveldara að eignast konur að vinum hér en karlmenn. Ég hef enn ekki komist til botns í hvers vegna þessi munur er. í Englandi er einnig mikill munur á körlum og konum, en þar eru það konurnar sem eru einangraðar." En tilgangurinn með komu Toms hingað í upphafi var ekki eingöngu sá að annast kennslu: „Þegar ég kom hingað upphaflega haustið 1986 starfaði ég við Kennaraháskól- ann við rannsóknir þar sem fjallað var um framtíð kennaramenntunar á Islandi. Það var þó ekki eini til- gangurinn með komu minni hingað til lands. Ég var að skrifa bók og taldi ákjósanlegt að sinna því starfi fjarri stöðunum sem ég fjallaði um. Ég lauk þessari bók á árinu og hún heitir „Beyond Education". Hún fjallar í stuttu máli um það fyrirbæri þegar kennari eða leiðbeinandi vill að nemandinn nái lengra i skilningi sínum eða færni á einhverju sviði en hann hefur sjálfur gert." Tom segir að sér hafi verið ljdst að allar aðferð- ir sem hann kunni hafi verið gagns- lausar, hann hafi orðið að leita nýrra ieiða og um það fjalli bókin. Bandarisk /islensk spennusaga Vart hafði Tom skilað af sér þeirri bók er hann hófst handa við þá næstu; skáldsögu sem gerist hér á landi: „Það hefur verið aðalvinna mín á þessu ári að skrifa þessa skáldsögu. Ég vonast til að geta sett hana á markað bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Þegar ég skrifa sé ég fremur fyrir mér íslenska lesend- ur en erlenda. Bókin verður spennusaga, sýnir ímynduð við- brögð íslendinga og útlendra gesta við dularfullum atburðum. Aðal- sögupersónan er auðvitað maður um fimmtugt, sem er búsettur fjarri heimalandi sínu," segir Tom og kím- ir. „Að vísu hef ég lagt handritið til hliðar — í bili. Þessa dagana vinn ég að lítilli rannsókn fyrir mennta- málaráðuneytið. Jafnframt er ég að leggja drög að nýrri bók sem byggð er á sömu hugmynd og sú sem ég lauk við fyrr á árinu. En hún verður almennari og í víðara samhengi." Erffitt að læra islensku Að mati Toms hefur tvennt breyst frá því hann tók ákvörðun um að búa hér: Allur kostnaður hefur auk- ist til muna og möguleikar á hluta- starfi minnkað. Vinnudagur hans er því langur. Hann skrifar yfirleitt frá klukkan sex á morgnana fram á miðjan dag, en þá fer hann út að vinna fyrir saltinu í grautinn. Á þeim rúmlega tveimur árum sem hann hefur búið hér hefur hann komið víða við, til dæmis skúrað hjá Flugleiðum, Myndlista- og handiða- skólanum, skrifað auglýsingatexta, kennt við Kennaraháskólann og Ameríska skólann: „En ég varð að finna starf sem neyddi mig til að tala íslensku. í þeim tilgangi fór ég að aðstoða á kaffihúsinu „10 dropar" við Laugaveginn." Þegar ég spyr hvort hann hafi þá fengið tækifæri til að læra íslensku á kaffihúsinu svarar hann hlæjandi: „Þar er gott að vera og þar hef ég eignast góða vini. Sú vinátta hefur leitt til þess að við þurfum mikið að ræða saman — og þær samræður fara fram á ensku! Ég hef því eignast góða vini, en ekki lært neitt í ís- lenskunni nema hvað ég skil hvern- ig gestunum hefur likað kaffið! Enn get ég lítið talað þótt ég skilji tals- vert. Ég er sjálfum mér gramur fyrir að vera ekki áræðnari í að reyna og læra af mistökunum, því það er eina leiðin til að læra mál. Ég vildi að ég gæti kennt einhverju öðru um en sjálfum mér!" segir hann og hlær dátt. Úr ritstörfum yffir i þjónsstarffið Lífsstíll Toms hér á landi hefur því verið gjörólíkur því sem hann átti að venjast í Bandaríkjunum og á Bret- landi. Þegar ég spyr hvort sú um- breyting hafi ekki verið erfið svarar hann: „Að slíta sig frá rannsóknar- verkefni og fara að skúra var nokk- uð erfitt. Hins vegar finnst mér eðli- legt að standa upp frá handriti og taka þátt í daglegri vinnu. Ég veit ekki hvers vegna." Fyrirsætustarfið fyrir Hótel Holt segir hann hafa komið til fyrir tilvilj- un: „Á árinu 1988 var auglýsinga- stofa Kristinar að leita að nýju and- liti fyrir timaritaauglýsingu og fann mig. Þetta hlutverk var mér algjör- lega framandi, en það vandist fljótt," segir hann glettnislega. „Sjónvarps- auglýsingin kom hins vegar þannig til að hringt var í mig frá kvik- myndagerðarfélagi og ég beðinn að taka þátt í sjónvarpsauglýsingu fyrir Hótel Holt. Þeir hringdu klukkan hálfníu að morgni og spurðu hvort ég væri til í að leika í sjónvarpsaug- lýsingu. Þegar ég spurði hvenær ætti að taka hana upp var svarið: „Núna!" Ég slökkti á tölvunni minni og fann jakkaföt föður mins sem móðir mín hafði sent mér þegar hann dó. Þannig varð ég bissness- maður á Hótel Holti," segir hann og er augsýnilega skemmt. íslendinaar uppteknir aff starffi og ffjölskyldu Hann er ekki viss um að hann vilji búa stöðugt á lslandi en segist þó gjarna vilja eiga heimili sitt hér: „Ég hef áhuga á að ferðast um, búa um tíma í öðrum löndum og skrifa." — Þegar ég spyr hann hvort honum finnist mikill munur á að koma hing- að sem gestur eða til dvalar svarar hann: „Já, það er gjörólíkt. Þið takið á móti gestum með óvenjulega opnu hugarfari, — ekki bara kurteisi heldur raunverulegri gestrisni. Af einhverjum ástæðum finnur maður meira fyrir því að vera útlendingur þegar maður hefur sest hérna að. ís- iendingar eru mjög uppteknir af vinnu sinni og fjölskyldu. Það getur því verið erfitt fyrir útlending að mynda tengsl og fá sess í lífsmynstri íslendinga. En ég er heppinn að eiga aðgang að „minni" fjölskyldu hér. Það hlýtur þó líka stundum að vera erfitt að lifa i svona miklu ná- vígi við fjölskyldu í eins litlu samfé- lagi, þar sem allir telja sig vita allt um alla. Ég er hreint ekki viss um að þið gerið það. Mér er oft tjáð af ein- um hvernig annar er eða hvað hann hugsar. Síðan tala ég við hann sjálf- ur og kemst að raun um að hann hugsar og er eitthvað allt annað en mér var sagt! En mér finnst að ís- lendingar taki mjög vel á móti út- lendingum og spurningin „Hvað finnst þér um ísland?" sannar kannski best að ykkur er ekki sama hvernig á ykkur er litið. Englending- ar myndu aldrei spyrja þessarar spurningar um sitt land. Þeir vita hvernig það er," segir Tom og hlær. Hef aldrei hitt islenskan „uppa## I fari Islendinga er tvennt sem Tom þykir sérstaklega jákvætt: „í fyrsta lagi það að margir Islendingar hafa búið erlendis, annaðhvort við störf eða nám, og eru því víðsýnir. Annað sem mér finnst heillandi í fari íslendinga — og það er nokkuð sem þið ættuð að hlú að — er ein- lægnin. Hvort sem þið eruð hlé- dræg eða opin, þá eruð þið aldrei að leika. Það er áberandi lítil yfirborðs- mennska í fari fólks hér, a.m.k. þeirrar kynslóðar sem ég hef kynnst. Kannski breytist þetta með yngri kynslóðinni ..." Eru „upparnir" þá ekki yfirborðs- kenndir? „Ég veit það ekki, ég hef ekki hitt þá við skúringarnar!"

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.