Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 24
tO'I Uvölli 24 Fimmtudagur 9. nóv. 1989 annars konar viðhorf ANDSTREYMI Fle*t eigum við eitthvað ván- talað viö okkar innri mann og kjósum, a.m.k. í sumuin tiivik- uin, að eiga kost á að notfæra okkur sjónarmið annarra séu þau einföid, jákvæð og likieg til þess að stuðla að frekara sjálfsuppeldi. Fólk í nútíma- þjóðfélagi getur vel hugsað sér að styrkja og örva manngildi sitt með stuðningi innsæis og hyggjuvits. Fúslega skal viðurkennt að slík sjálfsrækt kemur vitan- lega ekki í stað hefðbundinna leiða, sé þeirra frekar þörf. Sumt sem venjulegt fólk þarf að takast á við er þess eðlis, að alls ekki er hægt að fella það undir vandamál; frekar verk- efni sem vinna þarf skipulega úr. Rétt er að taka fram, að fræðilegar upplýsingar eru í mörgum tilvikum bráðnauð- synlegar og þjónusta sérfróðra ekki síður. f þessum þáttum verður hins vegar reynt að stuðla að upp- byggilegum ábendingum sem að sjálfsögðu falla undir til- raunir sem gætu aukið trú á sjálfsrækt og ábyrgð okkar sjálfra á eigin gæfu. Slíkt gæti auðveldlega hentað flestu and- lega beilbrigðu fólki sem viil vinna sjálft að eigin framförum og trúir að í þeirri viðleitni gæti dulhyggja komið að ein- hverjum notum. Ég hef fallist á, auk almennra hugleiðinga um sálræn sjónarmið, að gera til- raun til að rey na að svara hugs- anlegum fyrirspurnum les- enda um þau mál sem brenna í sálinni hverju sinni, en teljast þó ekki vandamál, heldur tíma- bundið erfitt ástand innri manns. í þjóðfélaginu rikir oft ring- ulreið og alltof mikil veraldar- hyggja, sem gerir það að verk- um að við beinlínis þráum and- .lega uppörvun og vissu um það, að við séum ekki að missa sjónar á raunverulegum verð- mætum. Verðmætum sem koma innan frá og auka and- legar framfarir og vellíðan. Góður vilji, innsæi og hyggju- vit eru líka eiginleikar sem eiga rétt á sér ef fólk kýs að nota sér þá til að stuðla að eíg- in leiðsögn. Bréf skulu merkt fullu nafni og kennitölu. Nafnleynd verð- ur og fulium trúnaði heitið, en þið veljið dulnefni sem bréfið verður kennt við Þau bréf ganga fyrir sem uppfylla þessi skilyrði. Á einhverjum sviðum þurfa flestir að fara í gegnum erfiðleika í lífinu. Flestir líta á andstreymi sem ólán. Við fréttum iðulega af hvers konar ógæfu annarra og finnst stundum lítið til koma. En ef örðugleikar grípa um sig i okkar sjálfra lífi, þá er ekki um að villast, að ólán er þar á ferðinni að okkur finnst. Og við kvörtum og kvörtum hátt. Þetta er í rauninni ekki ósvipað því, þegar nemandi kvartar í skóla undan ákveðnu fagi, sem hann á erfitt með að læra. Það verður í huga hans ólánsfag. Það má vissulega bera þetta saman, því hvað er líf okkar annað en skóli með mismunandi já- kvæðum eða neikvæðum verkefn- um að vinna úr? Og af hverju er trúlegast að við lærum mest í lífinu? Ætli það sé ekki einmitt andstreymið, sem okkur þykir svo óréttlátt. Erfiöleikar lífsins eru einmitt tækifæri til að taka fram- förum og sýna betur en nokkuð annað hvað í okkur býr. Hvað er það sem til dæmis hefur gert íslenska sjómenn fræga? Það er meðal ann- ars það, að þeir með lífi sínu í orðs- ins fyllstu merkingu hafa orðið að sigrast á ýmsum aðstæðum, sem starfi þeirra fylgja. Þeir hafa oft orð- ið að starfa við hörmulegustu skil- yrði, en samt ekki bugast. Sem eldri mönnum verður þeim tíðrætt um, að það voru einmitt torveldar kring- umstæður sem gerðu þá að sterkum og sönnum einstaklingum, en ekki meðlæti lífsins. Við skulum ekki harma örðug- leika lífsins, því án þeirra verður enginn andlega stór. Auk þess eflast þrautseigja og þrek við hverja raun ef rétt er á haldið. Það er því mikill misskilningur hjá mætum manni, sem vel hefur komist af í lífinu, þeg- ar hann segir: „Ekki ætla ég að láta krakkana mína ganga gegnum þær hörmungar sem ég hef mátt þola í mínu lífi, svo mikið er víst." Þessum manni er ekki Ijdst, að ef honum hefur vegnað vel, þá er það ekki síð- ur að þakka þeim torfærum sem urðu á vegi hans en því sem auð- veldara reyndist að leysa. Þess vegna er stefna hans gagnvart börn- um sínum að þessu leyti röng. Fólk á ekki að vanmeta hæfni sína til að takast á við þyngri þætti lífsins, eins og við værum eitthvað betur sett andlega í eilífri sól! Höfnum ekki skýjabökkum dag- legs lífs. Það birtir að lokum, en ekki án óþæginda, sem eru oftast undan- fari sólar. Enginn verður óbarinn biskup. Jóna Rúna Kvaran midill mun skrifa reglulega pislla í Pressuna um sálrœn sjónarmiö og svara fyrir- spurnum frá lesendum um vanda- mál af öllu tagi sem kunna aö brenna á sálinni. Bréf til Jónu Rúnu skulu merkt fullu nafni og kennitölu en nafn- leynd er heitid ef óskað er. Utanáskriftin er: Pressan — Jóna Rúna Kvaran, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Ritstj. kynlífsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdálkurinrt, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. KYNLÍFSBÆKUR í GEGNUM TÍÐINA Löngu áður en meðferð kynlífs- vandamála (sex therapy) varð sér- grein höfðu einstaklingar leitað að upplýsingum og ráðum í bókum um kynlíf, en slíkar bækur hafa ekki alltaf legið á lausu. Kristín Ástgeirsdóttir hefur kannað fræðslu um takmörkun barneigna á íslandi á árunum 1880—1960 og kemur þar ýmislegt fróðlegt í Ijós. Til dæmis kom fyrsta bókin ætluð almenningi, sem gerði getnaðar- vörnum rækileg skil, út árið 1928. Vertu aldrei ein meö karlmanni Ungar stúlkur á íslandi upp úr aldamótunum síðustu vissu kannski það eitt um samskipti karls og konu að „stúlkur ættu aldrei að vera einar með karl- manni, fyrr en þau væru gift“. Náttúran kenndi allt sem þurfti og heilbrigt fólk var talið hafa með- fædda vitneskju um hvernig sam- ræði karla og kvenna atvikaðist. Á tímabilinu 1931—1950 kom kippur í útgáfu bóka og bæklinga um kynferðismál og heilsufræði, en flestar bókanna hvöttu til tak- mörkunar barneigna eða ræddu vandamál kynlífsins. Á tíu ára tímabili, á árunum 1940—‘50, komu út sex bækur um kynferðismál. Kristín skrifar að sennilega hafi íslenskum læknum þótt ríkja hið versta „ástand" í kynferðismálum á meðan styrj- öldin stóð yfir og því nauðsynlegt að efla fræðsluna. Bækurnar báru nöfn eins og „Heilsufræði handa húsmæðrum", „Heilsurækt og mannamein", „Raunhæft ástalíf" og „Hjónalíf", og var fræðslunni aðallega beint til kvenna í hjóna- bandi. Ánœgjuhlutverk samlífsins Bækur sem gefnar voru út um kynlíf eftir 1960 endurspegla það sjónarmið að ánægjuhlutverk samlífsins, ekki bara æxlunarhlut- verkið, skipti líka máli. Sjafnar- yndi (Joy of Sex) kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1972 en árið 1978 hér á landi. Erlendis var hún metsölubók í fjölda ára og er vitn- isburður um breytta tíma. í þeirri bók var nær hvaða atferli sem er í samlífinu sagt eðlilegt svo fram- arlega sem báðir aðilar væru sáttir við það. Samhliða útgáfu bóka sem fjöll- uðu um hvernig pör gátu lifað betra samlífi fóru að koma út sjálfshjálparbækur fyrir þá, sem vildu yfirvinna ákveðin kynlífs- vandamál. Kvenréttindabaráttan studdi vilja kvenna um að þær fengju meira út úr samlífinu og bækur um kynfullnægju kvenna fóru að koma út. Á þessum tíma fóru líka að koma út bækur um kynreynslu karla og rit fyrir ýmsa hópa með „sérþarfir". En voru aðferðirnar sem settar voru fram í bókunum nógu árang- ursríkar og var farið eftir þeim? Enginn veit í raun og veru hversu gagnlegar þessar bækur hafa ver- ið við aðlækka tíðni kynlífsvanda- mála. Flestir sem starfa að kynlífs- ráðgjöf og meðferð kynlífsvanda- mála líta þó á þessar bækur sem hentug tæki til að efla þekkingu skjólstæðinganna, samhliða ráð- gjöf. Tjáskipti og tilfinningar Innihald kynlífsbóka virðist hafa gengið í gegnum visst breyt- ingaskeið. Fyrst var áherslan á getnaðarvarnir, þá ánægjuna og loks tilfinningar. Bækur sem er verið að gefa út í dag, eins og „Un- aður kynlífs og ásta" (Skjaldborg 1989), gefa þessar breyttu áherslur til kynna. Fjölbreytni skiptir meira máli en tækni. Tjáskipti meira máli en fjölbreytni. Með tilkomu alnæmis og þeirri uppgötvun að góð sambönd sjá ekki um sig sjálf er almenningur að taka eftir að samlíf snýst ekki um aðferðir held- ur tilfinningar sem snerta lífsfyll- ingu í heild sinni. Bæði karla og kvenna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.