Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 9. nóv. 1989 bridge Spilarar hafa lengi deilt um það hvort ástæða sé til að nota „Stay- man"-sagnvenjuna móti opnun á 1-grandi þegar haldið er á jafn- skiptri hendi með nægan styrk í geim, en aðeins fjóra ræfla í öðr- um hálitnum. Stundum eru aðeins 9 slagir verkanlegir þótt 4-4-hálitasam- lega sé fyrir hendi og þess eru einnig dæmi að sjálf leitin gefi andstöðunni of mikil færi og auð- veldi vörnina. I spili vikunnar hafði vísinda- leiðin vinninginn. En af einu dæmi verður engin ályktun dreg- in. * 6432 VÁ6 4 ÁG92 4.G85 4»DG5 y DG1093 ♦ 4 4» K1073 4ÁK87 VK42 ♦ K763 4» Á4 S gefur, allir á, og opnar á 1-grandi (16—18). Margir myndu nú án efa lyfta beint í 3-grönd á * 109 V 875 Í4 D1085 4»D962 norðurspilin, sem í þetta sinn tapast nær örugglega. En norðri er nákvæmnin í blóð borin og hann valdi að þreifa fyrir sér með 2-laufum, og hækkaði 2-ja spaða svarið í fjóra. Vestur lét ekki freistast til að leita að stungu með vísan tromp- slag og út kom hjartadrottning. Tekið í blindum og lauf látið fara á sjöu vesturs. Aftur hjarta, unnið á kóng. Laufás, hjarta trompað og lauf trompað heim. Tígulkóngur og meiri tígull og þegar vestur fylgdi ekki lit var nían látin úr borði. Austur fékk slaginn og átti nú engan mótleik. Tígull upp í gaffalinn gefur spilið og hið sama gildir ef hann spilar laufi í tvöfalda eyðu. Sígilt dæmi um vel heppnaða einangrun lita að hluta; vörnin á hæsta tromp en nær ekki að hirða síðustu trompin, annað í blindum og hitt á hendi sagnhafa. skák Handbók Bilguers Sjöstirnið lét margt til sín taka og varð fljótlega þekkt meðal skákmanna víða um Evrópu. Menn komu úr ýmsum áttum til fundar við þessa ungu og áhuga- miklu menn. Frá Englandi kom sagnfræðingurinn frægi Buckle, en hann var einn af snjöllustu skákmönnum Breta. Frá Ung- verjalandi komu meistararnir Grimm, Löwenthal og Szen. Einn gestur kom alla leið austan úr Rússlandi: stærðfræðingurinn og taflmeistarinn Jaenisch. Og árið 1847 stofnuðu félagarnir fyrsta þýska skáktímaritið, Deutsche Schachzeitung, elsta skáktímarit heims er enn kemur út. En fleira markvert liggur eftir þá félaga. Einn yngsti maðurinn í hópnum var Rúdolf von Bilguer (1815—’40), gáfaður eldhugi. Hann fékk hugmynd að nýstár- legu skákriti, vönduðu og veiga- miklu, þar sem framsetning væri skýrari og ítarlegri en áður hafði þekkst. En Bilguer hafði sýkst af berklum og honum auðnaðist síðari hluta ritsins var fjallað um endatöfl. Þessi bók var um 500 síð- ur, þar af var fjallað um taflbyrjan- ir á um 370 síðum, en afgangurinn var helgaður endatöflum. Annað eins rit hafði ekki fyrr verið gefið út, enda varð bókin eins konar biblía skákmanna um alla Evrópu, og ýmsar aðrar handbækur og kennslubækur í öðrum Evrópu- löndum voru eftir henni sniðnar. Handbók Bilguers kom út í mörg- um útgáfum, aukin og endurbætt, síðasta heildarútgáfaárið 1916. Þá útgáfu annaðist skákmeistarinn frægi Carl Schlechter ásamt mörg- um aðstoðarmönnum. Fáum ár- um síðar var gefin út viðbót við Bilguer og sá Hans Kmoch um hana. Á myndinni er sýndur þriðjung: ur síðu úr Handbók Bilguers. í efstu línunum eru fyrstu sex leik- irnir í þeirri byrjun sem til athug- unar er. Síðan greinast leiðir: sjö afbrigði eru sýnd, hvert í sinni línu og öll rakin fram til 14. leiks, leikir svarts og hvíts á brotaformi. Smáu 746 Erstes Buch. 1. Gruppe. 1. Verteidigung. fi, Eröfínung. Daa Kfinigsgnnibit. (§ 1.) 1. WetU: e2—e4 Schirsrz: e7—e5 4.WeiB: Lfl—c4 Schwarz: Lf8-g7 2. 12—f4 é&—f4: 5. 0—0 • d7-d6! 3. 8gl—f3 ' g7-g5 6. d2—d4 h7—hfi! 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. (o2-o3) Lc4-f7f> Sf3-gfif' 1 Sgö-n Sf7-h8f Ddl-f3 Kgl-bl 8g8-o7‘ Í4g3:t Ke8-Í7: Kf7g6 Dd8-d7 Lg7-h8: g3-h2f Lh8-g7‘ n. Sf3-gfi:!* Kgl-hl Lc4-f7f Lí7-e6f Le0-f7t Lol-gö:! g3-h2f h6-gö: Ke8-d7 ’ Kd7-e8 Ke9-d7 o7-c67 12. ... Sf3-h4 Sh4-f3:* Ddl-f3: Lc4-f7f Df3-hfi e4-efi g5-g4!* Í4-Í3 g4-I3: 0-0 Kg8-h8 Se7-g8 dð-eo:1* 13 Ddl-b3 Sbl-a3‘* Lc4d3 Lcl-d2 Ld3-c2'4 Db3-c4 Tftl-el Sb8-c6“ Dd8-e7 Sg8-f0 Sffi-hö1* 0-0 a7-að Kg8-h8 De7-d8“ 14. - g2«3'* Xc4-b3IT Tfl-f2 Lb3-nf h2-g3: Kgl-h2 Lf7-eðf Sb8-d7 Sd7-b6 Lc8-h3 I4g3: K«8-d7‘* Dd8-e7 Lh3-c0 De7-eð: 15. *2-g3“ Lol-f4: Ddl-f3: Sbl-d2 Tftl-el e4-e5 d4-efi: Dd8-e7! g5-g4" g4-I3: Sb8-c6 Lo8-d7 0-0-0 d0-e5: h0-hfin 16. ... 8bl-o3 Sa3-o2 . Lo4-d3 b2-b3** 1.2-h3*4 c3-c4 Tfl-el »7-»8“ Lc8-e6 Sg8-Í6 Sb8-d7 Sd7-b6“ Sfö-hfi Sh5-g3*4 ekki að vinna að þessu verki nema skamma hríð áður en hann féll í valinn, aðeins tuttugu og fimm ára að aldri. Vinir hans voru hrifnir af hugmyndinni og héldu verkinu áfram. Bókin kom út árið 1843 — Handbuch des Schachspiels — Handbók skákarinnar, og Rúdolf von Bilguer var skráður höfundur hennar, þótt honum entist ekki aldur til að Ijúka verkinu. Þetta mikla verk varð undirstöðurit í skákfræði, þar var safnað á einn stað megninu af þekkingu manna á þessu sviði. Taflbyrjanir voru skrásettar í fyrri hluta bókarinnar og tefldar skákir til skýringar, en í tölurnar sem standa við suma leik- ina vísa til athugasemda og skýr- inga sem komið er fyrir neðar á siðunni en ekki sjást hér. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 CATHERINE Verdlaunakrossgáta nr. 59 Skilafrestur er til 21. nóvember og utanáskriftin er Pressan, kross- gáta nr. 59, Ármúla 36,108 Reykjavík. íverölaun er bókin Vertu sæll Hamilton eftir bresku skáldkonuna Catherine Cookson, sem Bókhlaðan gaf út. Dregiö hefur veriö úr réttum lausnum 57. krossgátu og upp kom nafn Ingibjargar Halldórsdóttur, Ásgarði 12 í Reykjavík. Hún fœr senda bókina Konur og völd eftir Má Kristjónsson, sem Skjaldborg gaf út. Vct|u # Hamilto,, M’rgfaJdur fiMmiulnifiin í

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.