Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 19
19 Fimmtudagur 9. nóv. 1989 Spaugileg efvik í tollinum í undanförnum greinum hef ég skýrt fró mólum, sam tilheyra skuggahliðum þíóðlífsins, •n oft gorast óvmnt atvik við rannsóknir sakamála; jafnvol alvarlogustu mál geta tekið á sig dramatiskar og spaugilogar myndir. Nokkur slik atvik. som loiddu til uppljóstrunar mála, vorða til umfjollunar i þossari groin. EFTIR KRISTJÁN PÉTURSSON Nokkur ungmenni höfðu iagt saman allháa fjárupphæð til kaupa á kannabisefnum. Einn þeirra fór ut- an að kaupa efnið og varð að ráði að hann póstsendi það til íslands í tafl- borði. Þegar það kom til landsins fann leitarhundur fíkniefnaiögreglunnar það á pósthúsinu. Þar var ákveðið að taka efnið í vörslu lögreglunnar, en taflborðið var limt aftur með sterku trélími. Daginn eftir kom móttakandi taflsins á pósthúsið og kvittaði fyrir móttöku pakkans. Var síðan fylgst með ferðum hans viðs- vegar um borgina og var þá lögregl- an orðin ýmsu vísari um félaga hans. Að iokum fóru þeir ailir heim til hans, en samkomuiag var þeirra á miili að vera allir viðstaddir upp- töku pakkans. Þegar þeim hafði loks tekist að opna taflborðið blasti aðeins við þeim bréfmiði, sem var kvaðning um að þeir ættu að mæta strax hjá fíkniefnalögreglunni. Þeir horfðu hver á annan undrandi og ráðvilltir, en þá er bankað á útidyrn- ar og inn ganga tveir lögreglumenn: ‘„Gott kvöld piltar, það er ánægju- legt að sjá ykkur alla hér saman- komna, við eigum samleið til stöðv- ar,“ sagði lögregluvarðstjórinn, sem skrifað hafði kvaðninguna. Sjéii- J varp Fyrir nokkru var verið að rannsaka innflutning á verulegu magni fíkniefna, en erfiðlega gekk, eins og oft vill verða, að fá hinn grunaða til aö játa verknað sinn. Á borði rannsóknarlögreglunnar lá af tilviljun auglýsingablað með sjón- varpsskjá. Hinn grunaði sat and- spænis lögreglumanninum við borðið og varð mjög starsýnt á blað- ið. Eftir nokkra stund segir hann allt í einu: „Hvernig vissir þú þetta?" Lögreglumaðurinn var ekki alveg með á nótunum en sagði drýginda- lega: „Við höfum okkar aðferðir við að upplýsa svona mál." Það er skemmst frá að segja, að hinn grun- aði viðurkenndi umtalsvert magn af fíkniefnum í samskonar sjónvarps- skjá og myndin var af á borðinu. Óvænt en tímabær játning það. Þekktur fíkniefnasmyglari og dreifiaðili var í gæsluvarðhaldi, en hann var m.a. þekktur fyrir ýmsa klæki og mótþróa. Yfirheyrslur gengu dögum saman og neitaði hinn grunaði stöðugt að skýra frá af- setningu efnis, vildi reyna í lengstu lög að halda félaga sínum utan máls- ins, en til hans hafði ekki náðst. Þeir áttu báðir hvíta, hælaháa skó, skreytta allskyns útflúri. Eitt sinn sem oftar, þegar verið var að færa hann fyrir dómara úr fangaklefanum, sá hann skó eins og sína fyrir utan dyr á fangaklefa inn- ar á ganginum. Honum varð star- sýnt á skóna og spurði hver væri þar innandyra. „Við gefum nú ekki upp- lýsingar um gesti okkar, en af skón- um má ráða hver þar er geymdur," sagði lögreglumaðurinn. „Nú, hver andskotinn, eru þeir búnir að ná honum?" sagði fanginn um leið og hann gekk inn um dyrnar hjá dóm- aranum. Þar játaði hann verknað sinn og m.a. hlutdeild félaga síns í smyglinu, en hann virtist þess full- viss, að þeir einir ættu svo sérstæða og skrautlega skó. Svo var þó ekki, umræddir skór tilheyrðu allt öðrum fanga. Þegar honum síðar meir varð Ijóst að þetta voru ekki skór félaga hans varð honum að orði: „Að skórnir skyldu verða mér að falli.“ „Sök bítur sekan með ýmsum hætti,” sagði dómarinn og glotti. Kertin Stuttu fyrir jól vorum við sem oft- ar að kanna innflutning á fíkniefn- um með pósti til landsins. Við höfð- um ákveðna aðiia í huga og þegar við loks fundum sendingu til eins þeirra ákváðum við að grandskoða innihald pakkans. Þegar við vorum í miðjum klíðum að skoða varning- inn, sem reyndist vera tvö gríðarstór kerti, hálsklútur o.fl., þá fór raf- magnið af. Móttakandi pakkans var að sjálfsögðu viðstaddur. Ég ákvað að kveikja á kertunum, svo við sæt- um ekki þarna í myrkrinu, síðan lukum við leitinni, án þess að finna neitt ólögmætt. Síðan ræddum við saman um daginn og veginn og bið- um þess að rafmagnið kæmi aftur. Eitthvað fannst mér hann órólegur, en gat ekki gert mér grein fyrir ástæðunni. Skyndilega varð mér lit- ið á kertin og sá þá að þau voru að springa í þvert, rétt fyrir ofan miðju. Mér verður litið framan í sessunaut minn og sé að hann starir án afláts á kertin. Allt í einu stendur hann upp og spyr hvort hann megi ekki fara með dótið. „Allt nema kertin, ég þarf á þeim að halda," sagði ég og brosti vingjarnlega til hans. Sprung- an á kertunum hafði nú gliðnað nokkuð. „Ég held nú bara að kertin séu að detta í sundur, við getum skipt þeim bróðurlega á milli okkar, þú getur tekið efrihlutana," sagði ég. „Nei ég vil fá neðripartana," sagði hann. Þá fyrst fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu, en lét þó ekki á því bera í fyrstu. „Þetta eru ilmkerti, það er að koma þessi fína lykt, en efnið í þeim er lélegt," sagði ég og fylgdist með viðbrögðum hans. „Nei alls ekki, þetta er svartur Nepal (hass),“ sagði Skémir Samviskusemi hann og tók um höfuðið. „Þeir fram- leiða svona kerti og selja í Austur- löndum fjær, setja bara vax utan á hassið til að reyna að plata hund- ana.“ Mjög hafði verið brýnt fyrir toll- gæslumönnum að skoða vandlega öll efni, sem bærust í pósti og ætla mætti að væru fíkniefni. Eitt sinn sem oftar er verið að handleika eitt- hvert duft, er móttakanda þess bar að garði. Tollgæslumaðurinn lykt- aði af efninu og drap fingri ofan í það eins og hann hefði í hyggju að bragða á því. „Hvern andskotann ertu að gera maður? Þú ætlar þó ekki að fara að éta hana ömmu mína,“ sagði hann örvæntingarfull- ur svip. ,,Æ, Æ liggur svona i þessu, guð blessi hana,“ sagði þessi sam- viskusami tollgæslumaður. Þeir mættu nú merkja betur jarðneskar leifar fólks, sagði annar tollgæslumaður sem þarna var staddur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.