Pressan - 09.11.1989, Page 6

Pressan - 09.11.1989, Page 6
6 Austur-Berl Fimmtudagur 9. nóv. 1989 HANDTÖKUR OG FANGELSANIR Viðtal við andófsmenn sem tekið hafa þátt í mótmælaaðgerðum frá upphafi í G«ths«man*kirk|unní lékk IréHamaSur PRESS- UNNAR vital viS þr|á andéfsmvnn ssm takið hafa þátt í métmcelunum frá upphafi; Mik* fitz, Cardu Ehrlich og Waltar Bvchar. — Hvenær hófust að- gerðirnar fyrir alvöru? Gerda Ehrlich: „Það má segja að þær hafi byrjað 8. júní. Þá kom hingað stór hóp- ur fólks úr öllum stéttum þjóðfélagsins og á öllum aldri og ræddi niðurstöður kosn- inganna sem fóru fram 7. maí en þar fékk eini listinn sem var í kjöri 98% atkvæða. Það var ljóst að niðurstöðurnar voru falsaðar og þetta fólk sem gaf upp nafn og heimilis- fang mótmælti þessum föls- unum og sendi yfirvöldum mótmælin. Þar var óskað eft- ir endurskoðun á niðurstöð- um kosninganna. Enn hefur ekkert svar borist við þessu bréfi, sem var undirritað af 900 manns. Þegar Ijóst var að ekkert svar myndi berast var ákveðið að safnast saman sjö- unda hvers mánaðar, annað- hvort í kirkjunni eða á götum úti, til að mótmæla þessari framkomu. Þannig byrjuðu fyrstu mótmælaaðgerðirnar í Berlín." — Voru þær látnar af- skiptalausar af yfirvöld- um? Mike Titz: „Nei, það voru margir teknir höndum og fangelsaðir. Það stóð ekkert um það í blöðunum en frétt- irnar bárust manna á milli. Þegar Ijóst var að ekkert lát yrði á fangelsunum ákváðum við að halda mótmælavöku til að vekja athygli á þeim. Þetta var 2. október og síðan þá hefur kirkjan verið opin dag og nótt og logað stöðugt á kertum til að minna á póli- tísku fangana, sem hafa verið barðir og niðurlægðir og dæmdir í hraðréttarhöldum án verjenda." — Svo kom til átaka 7. október? Waiter Becher: „Já, þá voru haldnar stórar mót- mælagöngur í Berlín og Leipzig. Þá voru líka mjög margir teknir höndum og lög- reglan réðst á fólk með kylf- um, bæði mótmælendur og saklausa áhorfendur, og barði það niður. Lögreglan umkringdi kirkjuna, þeir voru með lögregluhunda og vatnsbíla. Þann 8. október var lögregl ulið hér fyrir utan og tók marga fasta. Mörg hundruð manns voru teknir höndum. 23. október var hér gífurlegur mannfjöldi í kirkj- unni. A sama tíma var í Leipz- ig farin stærsta mótmæla- ganga sem farin hefur verið í þessu landi síðan í uppreisn- inni 1953. Það er sagt að þar hafi verið 300 þúsund manns. Lögreglan hélt þá að sér höndum og síðan hefur ekki komið til átaka.“ — Hver er skýringin á því? Gerda Ehrlich: „Fjöldi mótmælenda var svo gífur- legur. Það var ljóst að hér voru ekki á ferðinni „nokkrir óeirðaseggir" eins og blöðin sögðu í fyrstu." — Fyrir hvaða umbótum eruð þið að berjast? Gerda Ehrlich: „Náðun allra pólitískra fanga. Umbót- um í dómskerfinu sem er frumskógur. Breytingum á stjórnarháttum. Það er ekki eðlilegt að forseti ríkisráðsins sé kosinn ævilangt. Við vilj- um frjálsan fréttaflutning. Reyndar hafa orðið ótrúlegar breytingar á því síðustu daga. Það hafa birst greinar í blöð- um sem hefðu verið óhugs- andi fyrir fjórum vikum. Við berjumst fyrir ferðafrelsi, frjálsum verkalýðsfélögum MIÐSTÖÐ ANDÓFS- MANNA og það eru líkur til að þar ná- ist árangur innan skamms. Harry Tisch, forseti AI- þýðusambandsins, FDGB, verður sennilega settur af, en ákvörðun verður tekin 17. nóvember." — Hverjir eru helstu nyj tniælahópar n ir? Gerda Ehrlich: „Það má nefna Neues Forum, Demo- kirkja er miðstöðin og hún er alltaf opin öllum, jafnt á nóttu sem degi.“ — Hvað finnst fólki hér um Egon Krenz? Mike Titz: „Við erum tor- tryggin gagnvart honum. Hann var ábyrgur fyrir kosn- ingafölsununum sem komu mótmælunum af stað. Hann hefur komið sér undan að Walter Becher: „Fólkið dáir hann. Þegar hann kom hingað í byrjun október voru göturnar sem hann fór um fullar af fólki sem klappaði fyrir honum enda þótt ekki hefði verið tilkynnt hvar hann færi um. Mjög margir ganga um með barmmerki með mynd af honum sem tákn um umbótakröfur okk- Þegar maður nálgast Cathsemanekirkjuna, sem er í verkamanna- hverfinu Prenzlauer Berg, verður manni fljét- lega Ijést að jmtta er eng- in venjuleg kirkja því það er stöðugur straumur félks inn eg át um kirkju- dymar. Það hefði a.m.k. þétt évenjuleg sjén I Austur-Pýskalandi fyrir fáeinum árum. Kirkjan er ár rauðum tígulsteini eg vik innganginn eru vasar eg pottar mek blémum. Fyrir framan hana er strengdur berki sem á stendur ak báik sé ak leyfa kröfugönguna 4. Inni í anddyrinu eru líka blóm í vösum og meðfram veggjunum. Fjöldi fólks er í kirkjunni þegar fréttamaður PRESSUNNAR kemur þar inn. Þetta fólk er á öllum aldri og það er erfitt að geta sér til um úr hvaða þjóðfélagsstétt það er. Jafnréttishugsjónin hefur þurrkað út þann mun. Andlitin eru alvarleg og fólk- ið talar í hálfum hljóðum. Allir veggir, bæði í anddyri kirkjunnar og inni í henni sjálfri, eru þaktir bréfum, myndum, orðsendingum og ýmiskonar yfirlýsingum. Þegar nánar er að gáð sést að hér eru opin bréf til yfirvalda, Ijóð, þ.á m. mörg eftir Bert- old Brecht. Hér eru líka teikningar og Ijósmyndir frá mótmælaaðgerðum víösveg- ar um landið. Þvert yfir einn vegginn er breiður borði sem á stendur: Sósíaldemó- krataflokkurinn, sem var stofnaður fyrir skömmu. Undir borðanum er bréf dagsett 28. október, frá rit- höfundinum Stefan Heym, sem lengi hefur verið á bann- lista yfirvalda vegna gagn- rýni sinnar. Bréfið endar á þessa leið: „.. .viö munum treysta þeim þegar múrinn veröur landamœri en ekki martröö. . . þegar fjölmiölar sýna heiminn eins og hann er en ekki eins og einhver vill aö hann sé... þegar embœttis- menn ríkisins eru orönir þjónar fólksins en ekki herrar þess og yfirboöarar. Svo ein- falt er þaö". Fréttamaður Pressunnar í hópi mótmælenda í Austur-Berlín að kvöldi 31. október. Lög- regian stöðvar mótmælagönguna á Magdalenubrú. kratischer Aufbruch, SDPD, die Arche, Demo- kratie Jetzt og marga fleiri. við viljum marga flokka, ekki eins flokks stjórn." — Er Gethsemanekirkj- an miðstöð þessara hópa? Gerda Ehrlich: „Já, það má segja það. Auðvitað eru fundir annars staðar en þessi svara til saka í þvi máli. Það var líka hann sem bar ábyrgð á árás lögreglunnar á fólkið 7. og 8. október. Hann lýsti líka á sinum tíma ánægju sinni með atburðina í Kína. Nei, þjóðin ber ekki traust til hans.“ — Gorbatsjof er mjög vinsæll hér, er það ekki? MÓTMÆLI Á ALEXANDERTORGI Um kvöldið safnast saman hépur félks á Alexander- •orginu í miðri Austur-Berlín. Það á að ganga að tékkneska sendiráðinu og afhenda métmœlaskjal vegna fangelsunar andéfsmanna í Prag. Mótmælendur taka að safnast saman á Alexandertorgi í Austur-Berlín kl. 20 þann 31. október. Margir halda á kert- um og það ríkir þögn. Til göngunnar er boðað með miðum sem prentaðir voru á sprittfjölritara sem er sjaldséður og dýrmætur grip- ur í þessu landi, þvi þess hef- ur verið gætt að fólk komist ekki í slík áróðurstæki. Mið- arnir eru svo látnir ganga og það er hringt í ættingja og vini og þannig berast boðin frá manni til manns á örstutt- um tíma. Á torginu eru nokkur hundruð manns en þegar gangan leggur af stað stækk- ar hún mjög ört og fyrr en varir telur hún nokkrar þús- undir mótmælenda. Margir halda á kertum og það ríkir þögn. í öllum svona göngum er mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir ólæti og það er þaggað niður í hávaða- sömum unglingum. Við könnumst við nokkur andlit úr Gethsemanekirkj- unni frá því fyrr um daginn. En forystumennirnir og þekktu andlitin fara ekki fyrir göngunni undir kröfuborð- um, eins og menn eiga að venjast á Vesturlöndum. Kannski er þetta fólk búið að fá ofnæmi fyrir skipulögðum göngum sem eru því e.t.v. tákn hins almáttuga og al- vitra flokks og ríkisins sem tekur að sér forsjá einstakl- ingsins. Það er gengið framhjá rauða ráðhúsinu, sem er merki borgarinnar og þar sem lögreglan beitti kylfum sínum gegn fólkinu fyrir hálf- um mánuði. Þegar komið er út á miðja Magdalenebrúna yfir ána Spree er þar fyrir röð vopnaðra lögreglumanna sem lokar brúnni. Þeir eru um hundrað talsins og að baki þeim eru um tuttugu herbílar og a.m.k. einn vatns- bíll með slöngum. Það upphefjast orðaskipti á milli göngumanna og lög- reglu en það er enginn æsing- ur í mönnum, enginn ótti heldur. Það heyrast athuga- semdir eins og ,,wð viljum aö þetta fari friösamlega fram“\ og ,pgriö ekki lögreglunm"\ Eftir um það bil hálfrar klukkustundar japl og jaml á brúnni býður lögreglan mála- miðlun. Sendinefnd verður hleypt í gegn með því skilyrði að hinir fari heim og göngu- menn samþykkja það. „Á morgun er annar erfiður dag- ur," segir lögreglumaður og það er hlegið. Þeir ætla greinilega að hittast aftur á morgun. ar. Hann vísaði okkur veginn. Við viljum svipaðar umbætur og hann hefur verið að gera í Sovétríkjunum." — Er Karl Eduard von Schnitzler óvinur fólksins númer eitt? „Walter Becher: „Já. Hann er mjög hataður. Hann var helsti áróðursmeistari flokksins og var með þátt í sjónvarpinu sem hét Der schwarze Kanal. Nú er hann farinn sem betur fer. Hann var hræðilegur hræsn- ari og hrokafullur með af- brigðum. Hann níddi kapítal- ismann og Vesturlönd í sjón- varpinu á hverju kvöldi en átti sjálfur húseignir í Vest- ur-Berlín.“ — Hvað segið þið um kröfugönguna miklu sem búið er að leyfa á laugar- daginn 4. nóv.? Mike Titz: „Þetta verður ekki kröfuganga, að mínu áliti. Ef menntamenn eða listamenn biðja um kröfu- göngu, þá fá þeir hana en við ekki." — Hverjir eru „við“? Mike Titz: „Verkamenn. Ég er verkamaður. Ég vil að kröfurnar komi frá verka- mönnum en ekki öllum stétt- um þjóðfélagsins. Ég vil ekki að sagt verði að það hafi að- eins verið menntamenn sem vildu breytingar. Við höfum sótt um leyfi fyrir kröfugöng- um en verið neitað." — Fyrir hverju berst þinn hópur? Mike Titz: „Fyrir því að pólitískir fangar verði látnir lausir. í kvöld ætlum við að mótmæla fangelsun andófs- manna í Tékkóslóvakíu. Við komum saman á Alexand- er-torgi og göngum að tékkn- eska sendiráðinu. Við verð- um örugglega stöðvuð af lög- reglunni." — Eru komnar upp deil- ur á milli þessara mörgu hópa mótmælenda? Mike Titz: „Nei, við erum sammála. Við ræðum allar aðgerðir og það mega allir heyra hvað við segjum. Ég vona að sem flestir „Stasi- menn“ hafi verið hér á með- al okkar." („Stasi": Staats- sicherheit; leynilögreglan.)

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.