Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 10
10 pólitisk þankabrot Fimmtudagur 9. nóv. 1989 VIKUBLAÐ Á FIMMTUOÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjórar Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 1000 kr. á mánuði. Verö í lausasölu: 150 kr. eintakið. PRESSAN MEÐ MÓTMÆLENDUM í AUSTUR-ÞÝSKALANDI Sögulegir atburdir eiga sér staö í Austur-býskalandi. Milljónir austur-þýskra borgara taka þátt í mótmælaað- geröum og krefjast stjórnmálaumbóta. Tugþúsundir not- færa sér aukiö ferðafrelsi og flýja vestur fyrir járntjald. Hiö kommúníska stjórnkerfi landsins er að falli komiö. í dag birtir PRESSAN frásögn fréttamanns blaðsins úr hringiðu mótmælanna í Austur-Berlín og Leipzig. Fréttamaður og ljósmyndari á vegum PRESSUNNAR voru á ferð í Austur-Þýskalandi í síðustu viku og hittu m.a. nokkra forsprakka mótmælahreyfingarinnar að máli. Það vekur athygli í frásögn blaðamannsins að stór- ir hópar mótmælenda safnast saman í kirkjum. Þær eru miðstöð mótmælendanna og þar safnast andófsmenn saman til að halda í kröfugöngur. Fréttamaður PRESSUNNAR hitti þrjá andófsmenn sem staðið hafa aö mótmælunum frá byrjun að máli í Gethsemanekirkjunni í Austur-Berlín. Þar lýsa þeir árás- um lögreglu á mótmælagöngur og fangelsunum fjölda manns. Þeir lýsa aðferðum andófsmanna og baráttumál- um. í Leipzig hitti fréttamaður PRESSUNNAR m.a. einn helsta upphafsmann mótmælanna þar í borg, sem hafa vakið heimsathygli. Séra Christian Fúhrer flutti aðalræð- una á miklum mótmælafundi sem greint er frá í blaðinu í dag auk þess sem birt er viðtal við prestinn um upphaf baráttunnar, inntak hennar og markmið. Upplausnin í Austur-Þýskalandi er meðal stærstu heimsfréttanna þessa dagana. í ítarlegri frásögn og við- tölum fréttamanns PRESSUNNAR beint af vettvangi at- burðanna er varpað Ijósi á tímamótaumbrot í kommún- istaríkinu þar sem harðlínumenn falla fyrir umbótasinn- um og milljónir mótmælenda krefjast aukins frelsis og umbóta. hin pressan Meira menningartal! Oft er ég ekki viss um hvort er meira vandamál, efna- hagsvandi þjóðarinnar eða allt efnahagsmálaumtalið. Hin eilífa umfjöllun, sýknt og heilagt, í tíma og ótíma, í fjöl- miðlum og á mannamótum , hefur gert viðfangsefnið svo óaðlaðandi að allt venjulegt fólk er löngu hætt að taka eft- ir hvort vel gengur eða illa. Búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar fyrir þess- ari umræðu og svo þegar eitt- hvað kemur upp á, sem kynni að vera umræðuvert, þá drukknar það í efnahagsvaðl- inum sem ekki virðist ætla að taka nokkurn enda. í samræmi við þessa hefð ætti þessi pistill frekar að heita efnahagsleg þankabrot en pólitísk þankabrot. Of lengi hefur okkur virst að þau einu mál sem orðum er á eyð- andi séu efnahagsmál. Að vísu fáum við örlítið hlé þeg- ar t.d. útfærsla kvótakerfisins í fiskveiðum tekur hug okkar allan á Fiskiþingi, en alltaf getum við treyst því að innan ekki svo mjög langs tíma falli umræðan i sama gamla efna- hagsfarveginn að nýju. Man nokkur lengur hvort fram hefur farið hressileg skólamálaumræða hér á landi eða t.d. umræða um vís- indastefnu? Lyktaði þeirri umræðu svo, að einhvers staðar var mótuð stefna sem stjórnmálaflokkur eða ein- staklingar eru að reyna að hrinda í framkvæmd? Mála- flokkarnir þar sem viðfangs- efni eru órædd og óútkljáð eru svo margir að miklu brýnna væri að eyða kröftun- um í þá umræðu en fækka stundunum sem fara í efna- hagsmálin. Auk þess eru efnahagsmálin svo jarðbund- in vísindi að sjaldnast er að vænta nokkurrar hugljómun- ar af þeim bæ. „Ef okkur tekst oð tokmarko efnahogs- málaumræðuna og helst koma henni inn í þrönga hópa sérvitringa, þá er viðbúið að a.m.k. stjórnarfarið yrði flestum þolan- legt/' Bolli Héðinsson Efnahagsmál greina sig um margt frá öðrum málaflokk- um því að þar ráðast svo margar stærðir og gjörðir af utanaðkomandi aðstæðum, sem stjórnvöld á okkar litla landi hafa ekki minnstu möguleika til að hafa áhrif á. Hvort sem er vaxtahækkun eða aflabrestur þá ráðum við litlu þar um. En í þeim mála- flokkum þar sem við getum haft áhrif, þangað virðist um- ræðan ekki beinast. Oftsinnis er kvartað yfir að á íslandi sé ekki búandi vegna stjórnarfars og veður- fars. Ég er sannfærður um að ef okkur tekst að takmarka efnahagsmálaumræðuna og helst koma henni inn í þrönga hópa sérvitringa, þá er viðbúið að a.m.k. stjórnar- farið yrði flestum þolanlegt. Um veðurfarið verðum við að vona að lausn finnist á ein- hvern tíma í framtíðinni. Skipasmíðarnar eru ein þessara atvinnugreina sem áhöld eru um hvort borgar sig að halda úti hér á landi. En líkt og aðrar atvinnugrein- ar í þessari sömu aðstöðu skekkja útlendingar myndina svo með niðurgreiðslum til sinna skipasmíða, að ef þeirra nyti ekki við, þá léki ekki vafi á að uppsöfnuð kunnátta íslenskra skipa- smiða og verklagni yrði ómetanleg við hönnun og gerð skipa til siglinga í norð- urhöfum. Á meðan málum háttar svo að fiskiskipaflotinn er alltof stór, þá mættu nýsmíðar og endurbyggingar fara fram i auknum mæli innanlands þó greiða þyrfti meira fyrir skip- in. Þetta gerum við neytend- ur daglega með glöðu geði í kaupum okkar á daglegum nauðsynjavörum. Þessar nauðsynjar standa lands- mönnum til boða erlendis frá fyrir brot af því sem þær kosta hér á landi, svo út- gerðarmönnum væri ekki vorkunn heldur. (Að vísu eru takmörk fyrir því hversu mik- ið við neytendur viljum borga og fari t.a.m. framleið- endur landbúnaðarvara ekki brátt að taka af fullri festu á hinum háa framleiðslukostn- aði í landbúnaði, þá brestur þjóðina langlundargeðið og krafan um innfluttar vörur verður stöðugt háværari.) En það sem skiptir máli, þegar um er að ræða að borga meira fyrir vöruna hér á landi en hún þyrfti að kosta innflutt, er spurningin um hvort ástandið sé ekki alveg örugglega bara tímabundið, en alls ekki viðvarandi. Þó svo að ný Vestmannaeyja- ferja gæti kostað einhverjum hundruðum milljóna meira smíðuð innanlands, umfram það sem býðst frá útlendum skipasmíðastöðvum, ættum við hiklaust að taka innlenda tilboðinu. Við getum nefni- lega litið svo á að islenskur skipasmíðaiðnaður búi nú við nokkurs konar reynslu- tíma sem standi út árið 1991. Árið 1992 hafa þjóðir Evr- ópubandalagsins lofað að hætta að styrkja iðnaðar- framleiðslu sína, þ.á m. skipa- smíðaiðnað. Á því ári má einnig gera ráð fyrir að Pól- verjar verði ekki lengur sam- keppnishæfir í skipasmíðum þar sem pólitískar umbætur þar í landi, ásamt auknum launakröfum, munu gera skipum þaðan erfiðara um vik á samkeppnismörkuðum. Komi í ljós að íslenskur skipa- smíðaiðnaður geti á árinu 1992 keppt við evrópskar skipasmíðar hefur hann sjálf- ur sannað tilverurétt sinn. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að mjög miður væri ef þekking sú og reynsla sem byggð hefur verið upp í innlendum skipasmíðaiðnaði undanfarna áratugi hyrfi, að- eins tveimur árum áður en iðnaðurinn loksins fær tæki- færi til að keppa á jafnréttis- grundvelli við óríkisstyrktan skipasmíðaiðnað nágranna- landanna. Úr því sem komið er eru tvö ár ekki langur tími til að borga fáeinum krónum meira en minna af skattpen- ingum landsmanna, ef við megum vera viss um að greiðslunum Ijúki þá í eitt skipti fyrir öll. „Röndótta Reykjanes" — Fyrirsögn í Timanum „Ragnar Kjartansson berst hart" — Myndatexti i DV um Hafskips- málið „Sjálfstæöismenn vilja halda þátttökudyrum opnum" — Millifyrirsögn i fréttaljósi DV um afstöðuna til EB „Ósköp máttlaus öræfaþriller um fróman unglingahóp sem vinnur strið við nokkur Rambófrík. Vélbyssur í Þórs- mörk" — Úr kvikmyndagagnrýni Morgun- blaðsins „Július túlkar vidhorff sjúv- arúft vegsrúðherra ” — Fyrirsögn í Tímanurn út af gagnrýni Júlíusar Sólnes hagstofuráðherra á Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra „Atvinnulausir 190" — Fyrirsögn í Morgunblaðinu „Fagmannlegt innbrot i Jað arsbakkalaug" — Fyrirsögn i DV „Föstudaginn 3. nóvember œtlar Jón Kr. Snœhólm, formadur u-nefnd- ar SUS, að mœta á léttan rabbfund um hugmynda- frœði” — Flokksauglýsing í Morgunblað- inu „Hörkulegur arekstur" — Fyrirsögn í DV á frétt um bílslys „Þeir eru með þumalputft- ana í tœkjunum,# — Fyrirsögn á frétt limans um bága þjónustu Pósts og sima „Gef skít í þau lög sem heimila aðeins búnaðarfélagskerfið" — Gunnar Bjarnason, fyrrv. hrossa- ræktarráðunautur, ÍTimanum vegna deilna um númerakerfi kynbóta- hrossa „Tuttugu aurar fyrir vænginn" — Fyrirsögn á frétt i Morgunblaðinu um eyðingu vargfugls „Frjósemi íslenskra kvenna óx i fyrra" — Úr frétt i DV „Zsa Zsa rakar saman fé og grýtir brauði í fólk" — Fyrirsögn i Morgunblaðinu „En það er fleira fiskur en ýsa" — Víkverji í Morgunblaðinu „Lengi hefur verið vitað að fjöl- miðlafólk hefur gengið í bland við tröllin og talið að því sjálfu bœri nokkuð af því sviðsljósi sem leikur um hetjur frétta og þátta” — Garri í Timanum r-. „Hver er munurinn á fjármál- um á heimil þinu og fjármál- um IBM?" — Fyrirsögn í Timanum

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.