Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 9. nóv. 1989 Stan igveiðimenn ótl rasl ásælt ii Ú1 tlendi ng< 3 í veiðiár SVISSLENDINGUR VILL FÁ HAFRALÓNSÁ LEIGÐA Það verður æ algengara að útlending- ar taki islenskar veiðiár á leigu. í Þistil- ffirði og nágrenni eru þrjár ár alfarið i höndum útlendinga, Haffralónsá, Hölkná og Deildará. Útlendur leigutaki Haffra- lónsár falaðist efftir 10 ára leigusamn- ingi. Erindinu var synjað en leigusamn- ingur til þriggja ára framlengdur. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON Þaö er Svisslendingur aö nafni Doppler sem er í fyrirsvari þeirra út- lendinga sem leigja árnar þrjár við Þistilfjörð. Doppler kynntist Hafra- lónsá fyrir allmörgum árum þegar Guðjón Styrkársson lögfræðingur var með ána á leigu. Arið 1983 tók Doppler Hafralónsá og Hölkná á leigu og Deildará bætti hann við i vetur. Þá er sami maðurinn leigu- taki að Haukadalsá skammt frá Búð- ardal. íslenskir stangveiðimenn óttast að ásælni útlendinga leggist á eitt með stöðugt hærra verðlagi um aö gera almenningi illmögulegt að stunda veiði í íslenskum ám. A nýaf- stöðnum aðalfundi Landssambands stangveiðifélaga voru árnar við Þist- ilfjörð nefndar sem dæmi um hvert stefndi. Geðugur maður og forríkur Ralf Doppler er af heimamönnum í Þistilfirði sagður geðugur maður og sterkefnaður. Hann heldur hér til mestanpart sumars og veiðir svo til eingöngu í Hafralónsá. Hann dvelur með eiginkonu og tveim dætrum í glæsilegu og vel búnu veiðihúsi skammt frá ánni. Mæðgurnar renna líka fyrir fisk. Doppler situr einn að Hafralónsá. Samningar sem hann gerði við veiðiréttarhafa Haukadalsár, Hölknár og núna síðast Deildarár voru jafnframt fyrir hönd annarra Svisslendinga sem kunna að meta íslenskar laxveiðiár. Auk Dopplers sjálfs eiga einir fjórir landsmenn hans aðild að samningunum. Þeir félagar selja síðan erlendum veiði- mönnum aðgang. Yfir sumarið koma reglulega laxveiðimerin frá Sviss og Þýskalandi til að stunda veiðiskap í þessum þremur ám. Lítið er um að Islendingum séu seld leyfi, en þó var það gert í einhverjum mæli í sumar og einkum í Hauka- dalsá. íslenskur maður, Torfi Ásgeirsson, aðstoðar Doppler og félaga í sam- skiptum við Islendinga. Torfi er um þessar mundir í Sviss. Tæpar tvær milljón- ir á óri Samningarnir um leigu á ánum við Þistilfjörð eru áþekkir. Þeir eru gerðir til þriggja ára í senn með ákvæðum um framlengingu. Fyrir utan beinar peningagreiðslur leggja leigutakar til fjármagn til að byggja veiðihús. Veiðihúsin eignast bænd- urnir þegar níu ár eru liðin frá því samningur var undirritaður. Hafralónsá er Doppler svb kær að hann fór fram á 10 ára leigusamning í fyrra og bauðst til að greiða allt fyr- irfram. Marinó Jóhannsson, for- maður veiðifélags Hafralónsár, seg- ir félagið hafa hafnað bón Dopplers og framlengt samninginn um þrjú ár. Að sögn Marinós greiðir Doppler 44 þúsund svissneska franka á ári .fyrir Hafralónsá, eðaum 1,7 milljón- ir króna. Ársleigan fyrir Hölkná og Deildará mun vera áþekk. Meira að hafa upp úr útlendingum Til skamms tima voru ár á norð- austurlandi ekki ýkja eftirsóttar af Islendingum. Munaði mest um fjar- lægðina frá suðvesturhorninu og lé- legar samgöngur. Til dæmis var ekki farið að veiða á stöng í Deildará fyrr en árið 1957. Eftir því sem stangveiðimönnum fjölgaði og verð á veiðileyfum hækkaði jókst eftirspurnin og ekki þótti lengur tiltökumál að ferðast um landið þvert og endilangt til að komast í laxveiði. Stangveiðimenn eru ekki par hrifnir af því að útlendingar komist yfir íslenskar veiðiár. Rafn Hafn- fjörð, fráfarandi formaður Lands- sambands stangveiðifélaga, sagði á nýafstöðnum aðalfundi að ef fram héldi sem horfði myndu íslendingar nánast verða útilokaðir frá laxveiði- ám. Þær væru ýmist leigðar útlend- ingum eða verð á veiðileyfum svo himinhátt að aðeins fáeinir forstjór- ar stórra fyrirtækja hefðu efni á að kaupa þau. ,,Eg skil sjónarmið stangveiði- manna," segir Jóhann Hólmgríms- son, einn af veiðiréttarhöfum Deild- arár, ,,og auðvitað hef ég samúð með landanum. En menn telja sig hafa betra upp úr útlendingum og ég býst við að það sé ástæðan fyrir því að árnar eru leigðar þeim.“ Það eru samt ekki eingöngu út- lendingar sem taka ár við Þistilfjörð á leigu í heilu lagi. í vor gerðu þeir Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Kjartan R. Jóhannsson, stjórnarfor- maður Asiaco, Magnús Ólafsson læknir og Garðar Svavarsson leigu- samning um Sandá. Þeir lánuðu meðal annars Svalbarðshreppi pen- inga til að kaupa jörðina Flögu, sem á tæplega 40 prósent af veiðiréttin- um. Helmingshækkun næsta sumar Það er ekki aðeins ásælni útlend- inga sem hrellir stangveiöimenn. Fyrirhugað er að setja virðisauka- skatt á sölu veiðileyfa. „Virðisaukaskatturinn þýðir að verð á veiðileyfum hækkar um helming, miðað við það sem nú er. Veiðiréttarhafar hækka leyfið um 25 prósent vegna verðbólgu í ár og ef virðisaukaskatturinn bætist við nemur hækkunin 50 prósentum," segir Rafn Hafnfjörð. Stangveiðimenn ætla ekki að láta viröisaukann ganga yfir sig hljóða- laust. Þeir benda á að rétt eins og íþróttir eru undanþegnar skattinum ætti veiðiskapurinn að vera það líka. „Það eru um 60 þúsund íslending- ar sem stunda reglulega stangveiði. Þetta er heilsusamleg útivist og ég skil ekki að ráðamenn ætli að halda þeirri stefnu til streitu að leggja virð- isaukann á veiðileyfi," segir Rafn. ■' ,>V C-*. ' w:~ ->• ’ - ••v'- '•’

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.