Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 9. nóv. 1989 27 sjónvarp FINIMTUDAGUR 9. nóvember Stöö 2 kl. 22.10 SAGAN AF TONY CIMO (Vengeance; The Story of Tony Cimo) Bandarísk sjón va rpsmynd Gerö 1986 Leikstjóri Marc Daniels Adalhlutuerk Brad Dauis, Roxanne Hart, Brad Dourif. Þetta er dálítið hrottaleg mynd, seg- ir af manni sem tekur lögin í sínar hendur til að hefna fyrir foreldra sína sem voru myrtir á ógeðfelldan hátt. Myndin er vart nema í meðal- lagi. Kannski meira ofbeldi en gæði á ferðinni. FÖSTUDAGUR 10. nóvember Sjónvarpið kl. 22.10 MÓNA LÍSA **** (Mona Lisa) Bresk bíómynd Gerö 1986 Leikstjóri Neil Jordan Adalhlutuerk Bob Hoskins, Cathy Tyson, Michael Caine. Ein af perlum breskrar kvikmynda- listar hin síðari ár. Bob Hoskins var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni og myndin hlaut að auki Gullpálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes, stærstu verðlaun kvikmyndaheimsins. Hoskins leikur smákrimma sem fær það verkefni, eftir að hann iosnar úr fangelsi, að vera bílstjóri hjá rán- dýrri yfirstéttarmellu. Hann er fremur einfaldur náungi en smám- saman kemst hann að einu og öðru um undirheima Lundúnaborgar og líf konunnar sem hann vinnur hjá. Galdurinn við myndina er öðru fremur sá að áhorfandinn veit aldrei meira en Hoskins sjálfur og er þess vegna stöðugt að komast að nýjum sannindum líkt og hann. Cathy Ty- son þykir sýna frábæran leik, en þetta var fyrsta mynd hennar, og Mi- chael Caine er í einu sínu besta hlut- ■ verki í seinni tíð sem stórglæpamað- ur. Glæsileg mynd á alla kanta. Frek- ar fyrir fullorðna. Stöö 2 kl. 22.15 HINGAÐ 0G EKKI LENGRA ***’A (Gal Young 'Un) Bandarísk bíómynd Gerö 1979 Leikstjóri Victor Nunez Adalhlutuerk J. Smith-Cameron, Dauid Peck, Dana Preu. Ódýr mynd sem þykir hafa heppn- ast með miklum ágætum. Gerist á bannárunum og segir af ekkju sem býr á búgarði í Flórída. Til hennar kemur maður, sjarmerandi náungi, sem heillar hana upp úr skónum og áður en hendi er veifað eru þau gengin í það heilaga. Það kemur þó fljótlega í ljós að maðurinn hefur annan mann að geyma en fyrst virt- ist og hann ætlar að notfæra sér að- stæður með því að reisa bruggverk- smiðju á landareign eiginkonu sinn- ar. Henni fellur það ekki allskostar en hreyfir ekki mótmælum frekar, þegar hinn fláráði eiginmaður hótar einfaldlega að yfirgefa hana. Mynd- in fær góða dóma hjá Maltin bless- uðum, þrjár og hálfa stjörnu. Aðal- lega fyrir góðan leik aðalleikara, góða lýsingu á bannáratímabilinu og afbragðsframmistöðu heima- manna sem leika í myndinni. Stöö 2 kl. 00.00 UPP FYRIR HAUS ** (Head over Heels) Bandarísk bíómynd Gerö 1979 Leikstjóri Joan Micklin Siluer Adalhlutuerk John Heard, Mary Beth Hurt, Peter Riegert, Kenneth McMillan. Mynd um þráhyggju. Ungur maður verður ástfanginn af giftri konu sem er viðskila við eiginmann sinn um stundarsakir. Konan snýr aftur til eiginmanns og barna en ástin lætur ekki að sér hæða og ungi maðurinn neitar að gefa ást sína til giftu kon- unnar upp á bátinn. Hún snýst þó fljótlega upp í þráhyggju og tekur á sig ýmsar óskemmtilegar myndir. Maðurinn veit af því að geðrænir kvillar hafa verið algengir í ætt hans og tekur að óttast um geðheilsu sína í kjölfarið. LAUGARDAGUR 11. nóvember Stöð 2 kl. 20.45 MAÐURINN SEM BJÓ ÁRITZ (The Man who lived at the Ritz) Bandarísk kuikmynd í tueimur hlutum Gerd 1988 Leikstjóri Desmond Dauis Adalhlutuerk Perry King, Leslie Caron, Cherie Lunghi, Dauid McCallum, Sophie Barjac Patac- hou o.fl. Myndin ku hefjast árið 1927 þegar ungur Bandaríkjamaður, Philip Weber, kemur til Parísar og ætlar sér að leggja stund á myndlist. Hann sest að á Ritz-hótelinu, einu því allra besta og frægasta í Parísarborg. Elli- ær ættingi hans heldur honum nefnilega uppi og Philip þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af lífinu og stundar hið ljúfa líf óspart meðfram myndlistinni. Svo bregður hinsveg- ar við í myndinni að Þjóðverjar gera innrás í Frakkland og hertaka París, síðari heimsstyrjöldin í algleymingi, en þetta gerist hins vegar á fimmta áratugnum og Philip hefur því búið á Ritz-hótelinu í meira en áratug. Hann lendir í næsta herbergi við Herman Göring, einn af æðstu mönnum þriðja ríkisins, en höfuð- stöðvar þýska hersins voru á Ritz-hótelinu. Göring er ekki aðeins stríðsmaður, hann hefur líka áhuga á myndlist og sankar að sér mynd- um meistaranna af frönskum söfn- um ófrjálsri hendi. Síðari hlutinn verður sýndur á þriðjudagskvöldið næstkomandi. Sjónvarpið kl. 21.40 0FURMENNIÐIII *» (Superman 3) Bandarísk bíómynd Gerd 1983 Leikstjóri Richard Lester Adalhlutuerk Christopher Reeue, Richard Pryor, Jackie Cooper, An- nette O'Toole, Robert Vaughn, Margot Kidder. Sú versta af Súperman-myndunum. Fær lægstu einkunn hjá Maltin, eina og hálfa stjörnu. Ekki vitglóra í öllu peningaflæðinu, til að koma grínist- anum Richard Pryor inn í myndina var skrifaður sérstakur kafli um tölvusnilling sem gefur vonda manninum óafvitandi möguleika á að sigrast á Súperman. Upphafsat- riðið er laglegt en kemur bara því miður úr allt annarri mynd ef að lík- um lætur. Slökkvið. Stöð 2 kl. 23.10 SAMNINGUR ALDAR- INNAR ** (Deal of the Century) Bandarísk bíómynd Gerd 1983 Aöalhlutuerk Cheuy Chase, Sigourney Weauer, Gregory Hines. Mynd sem reynir að þræða ákaflega erfiðan meðalveg, nefnilega að vera spennumynd með gamansömu ívafi. Á reyndar að vera einhvers- konar háðsádeila á efnið, þ.e. alþjóð- legt vopnasmygl og -sölu. Chevy Chase leikur vopnasölumann sem reynir að selja löndum þriðja heims- ins annars flokks vopn. Hann hagn- ast vel á þessum viðskiptum en babb kemur í bátinn þegar vopna- birgðirnar eru sprengdar í loft upp. Sölumaðurinn kemst undan en lendir fljótlega aftur í enn verra klandri. Þessi mynd er því miður af- ar misheppnuð, í henni eru nokkur fyndin tilsvör en það er líka allt og sumt. Handritið er misheppnað að mestu, veit ekki í hvaða átt á að stefna. Maltin gefur næstlélegustu einkunn, tvær stjörnur. Sjónvarpið kl. 23.45 FLAGÐIÐ (Wicked Lady) Bresk bíómynd Gerö 1983 Leikstjóri Michael Winner Aöalhlutuerk Faye Dunaway, Alan Bates, John Gielgud, Denholm Elliott. Ensk hefðarkona lifir tvöföldu lífi, hún hegðar sér sómasamlega á dag- inn en á næturnar gerist hún harð- svíraður stigamaður og rænir öllu sem hönd á festir. Myndin er slöpp, afspyrnu að því er Maltin segir. Samt eru í henni margir af bestu leikurum Breta, sjálfur John Gielgud og svo bæði Bates og Elliott, sem eru með- al þeirra alira bestu á hvíta tjaldinu. En það dugar víst ekki alltaf til. Stöð 2 kl. 2.10 HITI *** (Steaming) Bresk bíómynd Gerö 1985 Leikstjóri Joseph Losey Adalhlutuerk Vanessa Redgraue, Sarah Miles, Diana Dors, Patti Loue, Felicity Dean o.fl. Nafn myndarinnar er dregið af því umhverfi sem hún gerist í. Nokkrar konur hittast reglulega í gufubaði og ræða leyndarmál sín, gleði og sorgir. Myndin er gerð eftir leikriti Nell Dunn sem vakti athygli á sínum tíma en myndin nær ekki að skila verkinu nógu vel. Það er sérstak- lega húmor leikverksins sem missir sín í myndinni og það má ekki ger- ast. Annars er þetta alls ekki slæm mynd, hún er vel leikin af nokkrum helstu leikkonum Breta. Kannski er hún þó merkilegust fyrir það að þetta var síðasta mynd leikstjórans og einnig síðasta mynd Díönu Dors, þeirrar þekktu kynbombu fyrri tíma. dagbókin hennar Aldrei hefði ég trúað því að engin mús gæti verið milljón sinnum verri en margar mýs. En þannig er það nú samt. (Þetta minnir mann soldið á gátuna, sem Addi bróðir er með á heilanum þessa dagana. Hún er svona: Hvort er betra sönn ham- ingja eða ostasamloka? Svar: Osta- samloka. Ekkert er nefnilega betra en sönn hamingja og ostasamloka er betri en ekkert! Eða þannig...) Það hefur sem sagt engin mús fundist hjá ömmu á Einimelnum, þó öll familían hafi verið á fullu við að leita alla síðustu helgi. Músaskítur- inn í gluggakistunni var hins vegar engin ímyndun og ekki heldur mýsl- urnar, sem hoppuðu og skoppuðu fyrir framan heimilishjálpina. Og þær geta ekki hafa sloppið út, svo einhvers staðar hlýtur að vera meiriháttar músafelustaður. En þangað til hann finnst ætlar amma ekki að stíga fæti sínum aftur inn á Einimelinn. Henni datt náttúrulega ekki í hug að flytja til einhverra af þessum óteljandi vinkonum sínum, sem hún talar hvort sem er við í símanum all- an liðlangan daginn. Nei, hún flutti auðvitað til okkar. Ekki nóg með það. Hún heimtaði mitt herbergi, þannig að ég neyðist til að sofa á sóf- anum í stofunni. (Mamma ætlaði að láta mig sofa á dýnu inni hjá Adda bróður, en ég hefði nú ekki orðið eldri. Glætan, maður... Ég fengi ör- ugglega martröð á nóinu við að sofa innan um öll skrímslin og hermenn- ina, sem hann er með upp um alla veggi. Þetta barn er ekki eðlilegt!) Ég er samt ekkert hress með að vera í stofunni, en þakið ætlaði af húsinu þegar ég bauðst til að búa bara ein á Einimelnum þangað til mýsnar fyndust. Meira að segja amma, sem getur verið voða líbó, sagði að þetta kæmi ekki til mála. Það yrðu örugg- lega standandi partý hjá mér og þá myndi húsaverðið í götunni hrynja og henni yrði kennt um allt. Ég reddaði þessu hins vegar með því að bjóðast til að vökva fyrir hana, svo ég er alltaf með lykilinn og get stol- ist þangað inn með nokkra krakka, ef mér sýnist! Það er verra með ástandið heima. Amma og mamma hafa aldrei verið neinar perluvinkonur, en núna eru þær sko komnar í stríð. Amma vals- ar ein á heimilinu allan daginn og er búin að færa öll húsgögnin til eftir sínum eigin smekk, þegar mamma kemur heim úr vinnunni. Svo leitar hún að styttum og dóti, sem hún hefur gefið pabba og mömmu í jóla- og afmælisgjafir en þau hafa lokað inni í skáp, og stillir þessu upp út um allt. Og á kvöldin situr hún sem fast- ast inni í stofu, þó konur komi i heimsókn til mömmu, þannig að allt er gjörsamlega á suðupunkti. Það er verst að pabbi skuli ekkert skipta sér af þessu, en ég held að hann sé bara skíthræddur við þær báðar og þori ekki fyrir sitt litla líf að halda með annarri hvorri. (Mamma myndi hætta að sofa hjá honum, en amma myndi hóta að láta Fríðu föðursyst- ur erfa Kjarvalsmálverkið, sem hann er svo hrifinn af!) Þess vegna er þetta orðið spursmál um líf og dauða að finna mýsnar sem fyrst og kála þeim, áður en mamma og 'amma kála hvor annarri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.