Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 21

Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 9. nóv. 1989 21 PRESSU ffl morgun, föstudag, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýlegt leikrit eftir Alan Ayckbourn. Nefn- ist verkið Lítið fjölskyldufyrir- tæki og leikur Arnar Jónsson að- alhlutverkið. Dóttir hans er leikin af ungri stúlku, sem ætti að eiga auð- velt með að lifa sig inn í hlutverkið. Hún er nefnilega engin önnur er raunveruleg dóttir Arnars, Sólveig Arnarsdóttir. Það eina sem upp á vantar er að mamma Sólveigar, Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstýri verkinu svo þetta verði ekta „fjöl- skyldufyrirtæki". Svo er þó raunar ekki, því stjórnin er í höndum Andrésar Sigurvinssonar. . . Þ ingflokksformaður Alþýðu- flokksins, Eiður Guðnason, varð fimmtugur síðastliðinn þriðjudag og bauð af þvi tilefni til veislu, eins og afmælisbarna er siður. Fjöldi fólks heiðraði Eið á þessum tímamótum og fékk hann ógrynni af gjöfum, blómum og skeytum — og að sjálf- sögðu einnig heillaóskir i ræðu- formi. Afmælisjöf þingkvenna Kvennalistans til Eiðs vakti mikla athygli, en þær gáfu honum áskrift að kvennablaðinu Veru. . . HaixiMfc hrauiuanna uro hruvsasjtítótónu HESÍTA HFTT SA Út er komin bókin ,,Hestaheilsa“ eftir Helga Sigurðsson dýralœkni. Bókin er fyrst og fremst hugsuð sem haridbók fyrir hestamenn um hrossa- sjúkdóma, þegar þeir þurfa hennar nauðsynlega við eða sem liður i frœðslu hestamanna á sviði hrossa- sjúkdóma. Þetta er fyrsta bókin sem gefin er út hér á landi er fiallar ein- göngu um sjúkdóma i hrossum. Tiep 60 ár eru liðin siða n hliðstœð bók um sjúkdóma í búfé var gefin út og var henni œtlað að auka þekkingu bœnda á þessu sviði. Bókin skiptist í 31 kafia, þar sem fiallað er um hin ýmsu sjúkdóms- vandamál er tengjast hestamennsk- unni. Bókinni er œtlað að upplýsa um orsakir, einkenni og helstu atriði meðferðar hinna ýmsu sjúkdóma. Megináhersla er lögð á fyrirbyggj- andi aðgerðir. Bókin er prýdd fiölda mynda og teikninga. Eiðfaxi hf., tímarit um hesta og hesíamen nsku, gcfur bókina út og er bókin framlag útgáfunnar að bœttri umgengni við hross í landinu. ii r heimi bókanna fregnum við að Mál og menning sé að fara að gefa út söguna af Pappírs-Pésa. Bókin verður gerð eftir kvikmynd- inni um Pappírs-Pésa, sem kvik- myndafélagið Hrif gerði og sýnd var í ríkissjónvarpinu á nýórsdag 1989. Mun ætlunin vera að endur- sýna þá mynd i ríkissjónvarpinu skömmu fyrir jólin og eftir áramót mun sjónvarpið taka til sýningar nýjar sjónvarpsmyndir um pappírs- strákinn . . . ^•Tinn þeirra nýju rithöfunda sem skjóta upp kollinum á þessu ári er Sigríður Gunnlaugsdóttir. Sig- riður hlaut verðlaun í skáldsagna- samkeppni IOGT fyrir söguna sem nú kemur út og ber heitið Lífs- þræðir. . . Listaverk eftir Seljum á nœstu dögum 12 grafíkmyndir eftir ERRÓ á sérstaklega hagstœdum kjörum. Myndirnar eru allar áritaöar og númeraöar. Opiö daglega frá kl. 14 til 17 og á laugardag frá kl. 11 til 17. MINJALIST Ármúla 23 - Sími: (91) 678181 M TROOPER ISUZU Hið þekkta tímarit „Four Wheeler“ í Bandaríkjunum hefur nú, fjóröa órið í röð, valið Isuzu Trooper hagkvæmasta og besta fjórhjóladrifs jeppann, af 10 ó markaðnum. Veró frá kr. 1.692.000,- stgr. Veró frá kr. 1.925.000,- stgr. ISUZU TROOPER er spqrneytinn seiw ffólksbill — sterkbyggóur jeppi 2,6 I. 1 15 ha. bensínvél m/beinni innspýtingu 2,8 I. 100 ha. dísilvél með forþjöppu og beinni innspýtingu. Fjöórun | Mjúk og þægileg sjálfstæð fjöórun að framan og blaðfjaðrir að aftan. Mál i m/m Lengd 4,075/4,425 - Breidd 1,650 - Hæð 1,800 - Lengd milli hjóla 2,300/2,650 - Hæð undir lægsta punkt 225. Stadlaóur búnaóur: Aflstýri - Framdrifslokur - Tregðulæsing á afturdrifi - Sam- læsing á hurðum - Rafdrifnar rúðuvindur (LS gerð) - Sport- felgur - Rafhituð framsæti (LS gerð) - Utvarp m/segulbandi - Háþrýstiþvottur fyrir aóalljós - Dagljósabúnaður. □ H BiLVANGUR st= Höfðabakka 9, símar 687300 - 674300 (bein lína)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.