Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 5
•SSi' .vön .0 lupsbjínimR ■ Fimmtudagur 9. nóv. 1989 5 Gudrún Finnbogadáttir, fréttamadur Press- unnar, og Fahad Jabali Ijásmyndari fóru til Austur-Þýskalands í sídustu uiku og fylgdust meö mótmœlaaögeröum í tueimur borgum. Einnig uoru tekin viötöl viö tatsmenn og for- sprakka mótmœlenda í Austur-Berlín og hk Leipzig. VORIÐ KOM í OKTÓBER Á ailli frjáls mrkaiar sg fim éra étatlimar ar« 30 ár. í VMtar-Barlfai hafa hogmyoéaríkir kapítalistar k*gar Imoiíí app risasténsai Moaskiltaai sooi oaglýsa Oarbatslafmdka. hgar koarii or oastar fyrir Bsrlíu- anaérioa sra gstaaoglýsiogar sasggtaoi ftarri sg fé- tsklsgri sn ^or gsriast í Rsykjavfk é sjsoada éro- Nú hafa austanvindar frels- isins líka náð til Austur-Þýska- lands og valdið á örskömm- um tíma mikilli ólgu í öllu þjóðfélaginu. Eina frelsið sem fólkið hefur þó enn fengið þegar þetta er skrifað er í rauninni frelsi til fundahalda, en það nægði til þess að nú rís upp hver hópurinn á fætur öðrum og krefst réttinda. Áð- ur en svo gat orðið urðu ýms- ir hausar að fjúka. Nokkrir eru þegar foknir; Erich Honecker flokksformaður og hinn hataði Karl Eduard Schnitzler, áróðursmaður flokksins, eru horfnir af sjón- arsviðinu. „Sendið Schnitzler í Muppet-Show,“ hrópuðu kröfugöngumenn í Aust- ur-Berlín og Leipzigbúar vildu senda hann í þræla- vinnu í brúnkolanámum sem eru skammt utan við borgina. Það eru skiptar skoðanir um Egon Krenz, eftirmann Honeckers. Söngvarinn og skáldið Wolf Biermann, sem vísað var úr landi fyrir mörg- um árum, kallar hann „bjart- sýnan hálfvita", en Hans Modrow, flokksritari í Dres- den, er á öðru máli: „Mið- stjórnin kaus hann,“ segir hann, „þá er hann rétti mað- urinn. Það getur ekki annað verið." Breskur blaðamaður kall- aði Egon Krenz „hard-drink- ing hard-liner“. Almenningur treystir honum ekki, eins og glöggt kom fram í viðtölum PRESSUNNAR við andófs- menn í Berlín. Það er ekki vegna þess að hann drekki of mikið, heldur vegna þess að hann er sagður bera ábyrgð á fölsun kosningaúrslita, árás lögreglu á friðsamlega mót- mælasamkomu og hann sendi kínverskum yfirvöldum heillaóskaskeyti eftir atburð- ina í júní. Það er Ijóst að dag- ar hans munu líka brátt taldir ef hann reynir að hindra framgang þeirra umbótaafla \ sem nú geysast fram á öllum vígstöðvum. En Egon Krenz og flokks- bræður hans hafa áratuga- reynslu í að laga sig að að- stæðum og margir þeirra kvarta nú, loks þegar það er leyfilegt, yfir göllum kerfis- ins. Og þá er manni spurn; hvar voru þeir eiginlega allan þennan tíma mennirnir? !

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.