Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 09.11.1989, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 9. nóv. 1989 25 spáin 5. nóvember—11. nóvember (21. murs~20. upril) Þetta er vikan til aö huga að nýjum verkefn- um og áhugamálum. Reyndu aö brjótast undan heföinni og taka djarfar ákvaröanir en jafnframt yfirvegaðar. Fólk i áhrifastöðum mun reynast betur en vænst var. Lán til ein- hverskonar framkvæmda mun ekki veitast erfitt að fá. (21. u/iríl—20. rnui) Þér mun líða mun betur þessa viku en um langan tíma og öryggiskennd og sjálfsálit vaxa til muna. Reyndu að horfast í augu við vandamálin, þú getur ráðið við þau. Þegar þú ert búin að taka ákvörðun skaltu standa við hana. Aldrei að víkja. (21. muí—21. júni) Viðskilnaður við einhvern innan fjölskyld- unnar verður þér sár. Reyndu að einbeita þér að þeim tima þegar þið verðið aftur saman en ekki að þeim tima sem þið verðið sundur. Viðskiptin munu ganga áfallalitið en samt er hætta á að reynt verði að blekkja þig. Skrifaðu ekki undir neinskonar samning og ekki kaupa neitt af sölumönnum sem ganga á milli húsa. (22. júni—22 júli) Eitthvað óvænt kemur upp á í tilfinningalif- inu og liklegast gerirðu þér ekki alveg grein fyrir hvert þú átt að snúa þér til að leysa úr málinu. Þetta á sérstaklega við þá sem eru einstæðir, þeir sem eru giftir geta rætt málin opinskátt við maka sina en einstæðingarnir verða að gæta sin mun betur. (2.1 júli—22. úgúst) Það verður ábatasamt í fleiri en einum skiln- ingi að umgangast vinnufélagana meira en áður i þessari viku. Þú þarft sennilegast á hjálp að halda undir helgina með óvænt verkefni og það er þvi gott að eiga góða að. Vinsemd og skilningur eru allt sem þarf. (23. úgúst—23. sept.) Einbeitnin mun eitthvaö bregðast þér á næstu dögum. Vertu viss um að grandskoða allt sem þú sendir frá þér. Ef þú þarft að svara spurningum eða taka próf gættu þá vandlega að þvi að lesa spurningar kirfilega yfir. Hinsvegar gætirðu orðið heppinn og gert góð og óvænt kaup i verslunarleiðangri sem kannski var ekki við búist aðfarinn yrði. (2.1. sepl.—24. okt.) Þessi vika er einstaklega góð til að setja lokapunktinn á verkefni sem þú hefur verið að vinna við. Sérstaklega er þessi vika góð þeim sem vinna einhverskonar sköpunar- vinnu eða vinnu þar sem krafist er listrænna tilþrifa. Þú ert skapandi og hefur efni á að taka djarfar ákvarðanir. Peningar skipta minna máli en fólk, hafðu það alltaf i huga. cÆ ■Uvi (24. okt—22. nóu.) Peim hugmyndum sem þú setur fram verö- ur aö öllum líkindum vel tekiö, hvort sem þaö er heima viö eöa í vinnu. Nú er hiö allra þokkalegasta tækifæri til aö prófa sig áfram meö nýja hluti. Ekki efast um eigin hæfni eöa vandvirkni. Ef vandamál skjóta upp koll- inum skaltu reyna aö ræöa þau við einhvern nákominn. (23. nóv.—2l. des.) Pað er rómantík í stjörnunum. Hún mun birt- ast óvænt svo haföu allar klær úti til komast að því hver þaö er sem mun veita rómantík inn í líf þitt. SláÖu fólki gullhamra jafnvel þó svo þú þurfir aö leggja eitthvað á þig til aö finna eitthvað fallegt að segja. Treystu á aö- stoö vina þinna til að hjálpa þér áfram veg- inn. m ^ (22. des.—20. jan.) Feröalög ættu aö reynast þér ómaksins v þessa vikuna, bæöi andlega og veraldle Fólk frá fjarlægum löndum mun veita gleöi og vikan er hreint afbragö til aö ví út viðskiptin. Líklegast mun þér græö eitthvert fé. Mundu þó eftir aö bókales veitir ánægju umfram allt annaö. Ekki fó lestrinum fyrir stundargróða. (21. junúur—10. febrúur) Þér mun veitast erfitt að dylja tilfinningar þinar og skoðanir i þessari viku. Eitthvað kemur upp á sem veldur því að þér hættir til að missa stjórn á skapi þínu. Reyndu að hemja þig, fara vel að fólki, ekki krefjast neins af þvi heldur biðja það kurteislega um eitthvað sem þig vanhagar um. (20. (ebrúur~20 murs) Draumur sem þig dreymir aðfaranótt laug- ardags eða sunnudags hefur ríkari merkingu og sterkari skírskotun til atburða i lífi þínu en þú gerir þér fulla grein fyrir. Farðu yfir þenn- an draum i huganum og einbeittu þér að þvi að skilja hann. Fólk væntir endanlegrar ákvöröunar frá þér i erfiðu máli. í framhjáhlaupi Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður og Ijóðskáld Vildl verða atvinnumaður í fófbohfa — Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Þaðeruforeldrarmínir, Rúnar og Helga." — Án hvers gætirðu síst ver- ið? „Fólks." — Hvað finnst þér leiðinleg- ast? „Að raka mig." — En skemmtilegast? „Þessi kemur þægilega á óvart. Ætli það sé ekki að upp- götva sífellt fegurri staði á Is- landi." — Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Dramb og kjaftasögur." — Manstu eftir einhverri ákvörðun sem breytti miklu fyrir þig? „Þessi er erfið. Ætli það hafi ekki verið þegar ég ákvað að fara til Ellerts B. Schram og biðja hann um starf á Vísi sem ég fékk." — Við hvað ertu hræddur? „Kynþáttafordóma." — Hvenær hefurðu orðið glaðastur á ævinni? „Það eru sem betur fer nokkur augnablik. Þegar börnin mín fæddust, þegar bækurnar mínar komu út og alltaf þegar ég er bú- inn að koma mér fyrir í nýju hús- næði." — Ef þú þyrftir að skipta um starf, hvað vildirðu helst taka þér fyrir hendur? „Ætli ég myndi ekki vilja vera atvinnumaður í fótbolta." — Áttu þér draum sem þú vilt upplýsa? „Að áhugi fólks á bókmennt- um verði í samræmi við lestur þess." lófalestur Ekki ber mönnum allskostar sam- an um merkingu þess að dreyma lækni Sumir segja að sé maður heilbrigður boði það veikindi eða aðra erfiðleika að dreyma lækni. Aðrir telja það fyrir batnandi ástandi. En öllum ber saman um að sjúklingum sé læknisdraumur fyrir góðu. Alkunnar eru frásagnir um það þegar sjúklinginn dreymir að ókunnur læknir vitji hans — stundum læknar álfafólks eða fram- liðinna — og vaknar með endurnýj- að þrek og bjartsýni. Sumir telja slíka drauma fremur vitranir, en hvort heldur er, þá eru þeir alþekkt fyrirbrigði. Það var ekki jafnfjölmennt í heil- brigðisstéttunum áður fyrr eins og nú og hlutverk þeirra því skýrt í vit- und fólksins. Að dreyma Ijósmóður hefur alltaf verið talið góður draum- ur (nema nafn hennar sé mjög slæmt). Dreymandinn fær nýja möguleika og nýjar vonir. Eins og Ijósmóðir kemur til manns þegar nýtt líf fæðist. Að dreyma sig vera Ijósmóður er sömuleiðis gott draumtákn. Oft rætist slíkur draum- ur bókstaflega. Margar þekktar ljós- mæður hafa sagt frá draumum sem þær dreymdi um ljósmóðurstörf, löngu áður en til þess kom í vök- unni. Þær voru þá gjarna við fæð- ingar hjá álfkonum eða slíkum dul- arverum. Og fengu blessun þeirra að launum. Ef til vill hefur ungu stúlkunum verið leyft að skyggnast um stund yfir á annað svið lífsins, verið bent á að velja sér ævistarf. Álfkonublessunin fylgdi þeirn á langri starfsævi, gaf þeim sjálfs- traust og kjark og sængurkonunum öryggi. Það er ekki ónýtt að dreyma slíka drauma. Stundum dreymir mann aftur í tímann og þykist þá taka á móti barni sem seinna hefur orðið eitt- hvert af mikilmennum sögunnar. Slíkir draumar eru táknrænir og benda til þess að dreymandinn muni vinna á svipuðu sviði og per- sónan sem hann þóttist taka á móti í draumnum eða berjast fyrir líkum hugsjónum. Að dreyma Ijósmóður dapra eða veika er fyrir vonbrigðum. Að finna eða vera gefnir lyklar af Ijós- móður eða á heimili hennar er fyrir börnum. Sumir segja draum um fæðingu vita á brúðkaup en aðrir tengja nýtt barn nýjum vonum og tækifærum, enda tengist hann oft draumum um Ijósmæður. Grasa- læknar eru einnig jákvæð draum- tákn. Ef manni þykir þeir tala við sig er ráð að fara að orðum þeirra. Steinunn Eyjólfsdóttir Þessi stúlka er nokkuð sjálfstæð — upp að vissu marki — og hefur að öllum líkindum staðið snemma á eigin fótum. Hún er svolítið list- ræn. Hæfileikar hennar liggja á málasviði og upp úr 21 árs aldri fer hún í nám. Hún ætti að nýta sér vel næstu tvö til þrjú ár þar á eftir. Næstu fjögur ár geta orðið við- burðarík í einkalífi þessarar ungu stúlku, hvað varðar þroska, stefnu og framkvæmdir. Töluverðar breytingar verða á fjölskyldumál- um hennar á þessum sömu árum og hún gæti þurft að hugsa sig vel um, ef um bindingu yrði að ræða. Þetta er ástríðufull persóna, sem vill njóta lífsins og hafa það dálítið náðugt. Hún hefur tilhneig- draumar Líknaöi mundin mjúka þín mér þá undin blœddi... Káinn ingu til að láta berast með straumnum og þarf þess vegna mikla hvatningu, t.d. í námi. Á seinnihluta ævinnar mun þessi kona svo dragast að trúmálum í einhverri mynd. Afdrifaríkasta tímabilið í lífi hennar verða árin í kringum 2010. AMV ENGILBERTS

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.