Pressan - 28.06.1990, Side 28
PRESSU
■ að er sælt að vera sigurveg-
ari. Ýmsir sjálfstæðismenn í borg-
arstjórn munu hafa áhuga á að láta
kné fylgja kviði í kjölfar kosninga-
sigursins í nýafstöðnum borgar-
stjórnarkosningum. Þeir láti sér
ekki nægja að hafa fengið 10 af 15
borgarfulítrúum og 4 fulltrúa í flest-
um 5 manna nefndum heldur séu
þeir nú að bollaleggja að þrengja
enn frekar að minnihlutanum.
Þannig eru nú uppi hugmyndir
meðal sjálfstæðismanna um að
hækka laun sinna manna, sem
gegna formennsku í nefndum, og
lækka laun áheyrnarfulltrúa minni-
hlutans í borgarráði. Þeir munu að
auki vera að velta því fyrir sér að af-
nema rétt áheyrnarfulltrúanna E_l-
ínar G. Ólafsdóttur, Kristínar A.
Ólafsdóttur og Sigrúnar Magn-
úsdóttur til að kalla inn varamann
í sinn stað þegar þær forfallast. En
þar með er ekki öll sagan sögð. Þeir
hafa nefnilega líka orðað það að
varaborgarfulltrúi geti ekki verið
varamaður borgarráðsfulltrúa.
Þetta myndi með öðrum orðum
þýða það, miðað við núverandi skip-
an borgarráðs, að Guðrún Agústs-
dóttir gæti ekki tekið sæti Sigur-
jóns Péturssonar í borgarráði ef
hann veiktist eða tæki sér sumar-
leyfi. Það sama myndi einnig gilda
um varafulltrúa Elinar G. Ólafs-
dóttur og Sigrúnar Magnúsdótt-
ur, en þær verða borgarráðsfulltrú-
ar síðar á kjörtímabilinu. Flogið hef-
ur fyrir að þeim mislíki það háttalag
varaborgarfulltrúa að vera með
bókanir og tillögur í borgarráði. . .
Þ
að varð enginn smáhvellur
þegar Júlíus Hafstein, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, var sakað-
ur um lóðabrask vegna úthlutunar
borgarinnar á lóðinni Lágmúla 6 til
fyrirtækis hans Snorra hf. Mikið
var talað um að Snorri hf. hefði selt
flest sín umboð til O. Johnson og
Kaaber og því spurt hvort nýja hús-
ið ætti að hýsa símsvara fyrirtækis-
ins. Það kom fram í PRESSUNNI í
nóvember sl. að Júlíus hefði í raun
selt Herði Jónssyni, byggingar-
stjóra framkvæmdanna, lóðina, en
formlegheitin ættu að bíða þar til
nýbyggingin yrði fokheld. Hún er
löngu orðin fokheld og húsið enn á
nafni Snorra og Ólafs H. Jónsson-
ar, en aftur á móti kemur fram í ný-
legu Lögbirtingablaði að um sama
leyti og húsið varð fokhelt hafi Júli-
us og Hörður stofnað ásamt Krist-
jáni og Jóni Knútssonum, Jóni
Ivarssyni og Magnúsi Hilmars-
syni hlutafélagið Actus. Þetta er
inn- og útflutningsfyrirtæki með 2,5
milljóna króna hlutafé, þar sem
framkvæmdastjóri og prókúruhafi
er borgarfulltrúinn Júlíus . . .
Þ
rátt fyrir krepputal í ýmsum
eru ekki allir svartsýnir á landinu.
Þannig mun ný tískuverslun
verða opnuð á Laugavegi 101 ein-
hvern næstu daga. Þar verður á
boðstólum vandaður franskur kven-
fatnaður og nafn verslunarinnar
verður í stíl við fatnaðinn: Gala . . .
L
■ Hann var lítt hrifinn skip-
stjórinn á hinu konunglega skipi
Brittaníu þegar hafnsögubátur
rakst utan í skipið og rispaði það.
Brittanía var vel iökkuð eins og
menn sáu og skipstjóranum varð
svo mikið um, að í stað þess að klífa
niður kaðalstigann og skamma
þann sem stýrði hafnsögubátnum
notaði hann til þess gjallarhorn.
Buldu því ansi hressileg blótsyrði yf-
ir nágrenni Ægisgarðs. . .
d______________________
Guðbjartsson, skipaði nýveriö
nefnd sem á að annast endurskoð-
un reglugerðar um ökukennslu og
ökuréttindi. Skipan þessarar
nefndar vekur athygli fyrir tvær
sakir; annars vegar að forveri Óla Þ.
Guðbjartssonar, Halldór Ásgríms-
son, skipaði sams konar nefnd sem
skilaði áliti í mars 1989 og hins veg-
ar vekur val á nefndarmönnum eft-
irtekt. Þar eru borgaraflokks-
menn í miklum meirihluta og er for-
maður nefndarinnar Sigurður
Jónsson, aðstoðarmaður dóms-
málaráðherra. Aðrir í nefndinni eru
Guðmundur Ágústsson, þing-
maður Borgaraflokksins, Guðjón
Andrésson, forstöðumaður próf-
deildar Bifreiðaskoðunar íslands,
en mikill styr stóð um ráðningu
hans fyrir skemmstu, Sigurður
Gíslason ökukennari og Ragn-
heiður Davíðsdóttir, ritstjóri og
fyrrum lögreglukona. Við val á
nefndarmönnum var ekki haft sam-
band við Ökukennarafélag ís-
lands en þó tengist verksvið nefnd-
arinnar starfssviði félagsins að
miklu leyti. Munu félagar í Öku-
kennarafélaginu ekki ýkja hrifnir af
því að framhjá þeim hafi verið geng-
ið. Þá mun ekki alveg ljóst hvort
verksvið hinnar nýju nefndar er að
endurskoða störf fyrri nefndar,
sem skilaði góðum og ítarlegum til-
lögum, eða hvort hefja á vinnuna
alla upp á nýtt. Þykir þessi nefndar-
skipun nokkuð táknræn fyrir bákn-
ið, nefnd á nefnd ofan . . .
/ - •/•/•
LADASAMARA;
FKMKIFSBÍLL í UHBRR VFKBI
/
1
\
' LA DA SA MA RA er glæsi-
lega útfærður framdrifsbíll,
sem hefurverið á götum
\ landsins síðan árið 1986,
_ hefur sýnt að þörfin fyrir
fjölskyldubíl, meðþeim
eiginleikum sem þessi bíll'
\'------, býryfir, ermikil. -
\Tökumgamla bílinn uppínýjan1
og semjum um eftirstöðvar.
\ ‘ ' \ '/ I . ' • V ^
_ Opið laugardaga frá kl. 10-14.
• x ’ \ « .
nmtum
Staðgr. verð
1200 SAFÍR 4ra g ...345.268,-
. 1500 STATION 4ra g 429.763,-
1500 STATION 5ra g 452.711,-
1500 STATION LUX 5 g 467.045,-
1600 LUX 5g 454.992,-
1300 SAMARA 4 g., 3 d... 452.480,-
» 1300 SAMARA 4 g., 5 d... 492.349,-
- ‘1500 SAMARA 5 g„ 3 d.. 495.886,-
*1500 SAMARA-LUX 5 g„ 3 d. 507.714,-
\ ‘1500 SAMARA 5 g„ 5 d.. 523.682,-
*1500 SAMARA-LUX5 g„ 5 d. 542.029,-
1600 SP0RT 4 g 678.796,
1600 SPORT 5 g 723.328,-
* „Metallic" litir kr.l 1.000 -
Nýjung!
BONDABRIE
lítill ostur með sterk áhrif
MUNDU EFTIR OSTINUM