Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 2

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 2
2 c- Firrlrfiíiid^uF 19: föíí léðó KRISTIN BOGADOTTIR LJÓSMYNDARI PRESSU ÓMAR FRIÐRIKSSON Lifvana poppara veittar nábjargir. Kristinn T. Haraldsson rótari dregur popparann úr sviösljósinu og á afvikinn stað, blæs upp vindsæng í snarheitum, færir hann úr skóm og jakka og leggur hann til í svefnpoka. Kristinn sigraöi glæsilega í þessari keppnisgrein. Blandað á ferö. Hilmar Hólmgeirsson og Ágúst Ágústsson hristast í rútusæti á 70 km. hraöa og blanda vodka í kók handa fimm manna hljómsveit. Kókflöskurnar voru drukknar niður í axlir og síöan fylltar upp meö vodka. Hilmar beitti brögöum, saup á vodkanu og spýtti því síðan ofan í kókiö og fór meö sigur af hólmi. Var haft á orði aö þessi aöferö dugi aöeins þegar hljómsveitin sjái ekki til. velkomin i heiminn 1. Foreldrar: Sigríöur Ágústa Gunnlaugsdóttir og Þóröur John Sæmundsson. Drengut fæddur 9. júlí, 54 sm og 4260 g. 2. Foreldrar: Katrín Andrésdótt- ir og Gunnar Kristjánsson. Stúlka fædd 6. júlí, 53 sm og 3780 g. 3. Foreldrar: Kristjana Ólöf Fannberg og Gestur Helgason. Drengur fæddur 9. júlí, 53 sm og 3900 g. 4. Foreldrar: Þórkatla Mjöll Hall- dórsdóttir og Morten Fenne- foss. Stúlka fædd 6. júlí, 53 sm og 3760 g. 7. Foreldrar: Herdís Stefáns- dóttir og Sigurður Magnússon. Drengur fæddur 8. júlí, 54 sm og 4040 g. 5. Foreldrar: Hrefna Rós Sig. Wiium og ívar Jóhann Hall- dórsson. Stúlka fædd 9. júlí, 52 sm og 3340 g. 8. Foreldrar: Kristín Hafsteins- dóttir og Ólafur H. Sigurjóns- son. Drengur fæddur 11. júli, 53 sm og 16 merkur. 6. Foreldrar: Hrafnhildur Bergs- dóttir og Þröstur Júlíusson. Drengur fæddur 10. júlí, 51 sm og 3620 g. 9. Foreldrar: Margrét Runólfs- dóttir og Siguröur Rafn Jó- hannsson. Drengur fæddur 11. júli, 54 sm og 4344 g. Tónlistarmenn voru aö vonum áberandi meðal gesta á rótara- gleðinni á Hótel Sögu og fylgdust vel með frammistööu sinna rótara uppi á sviði. * Jón Olafsson Bítlavinur og orgelleikari flutti minni íslenskra Grúpp-pia frá gullöldinni á hátíöarhöldunum. Hér er hann á tali við Eggert Þorleifsson leikara. RÓTARADAGURINN 1990 Rótaradagurinn 1990 var haldinn hátíðlegur á Hótel Sögu sl. sunnudagskvöld að undirlagi Stuðmanna. Meðal viðburða var rótþrautakeppni þar sem landskunnir rótarar glímdu við ýmsar þrautir rótarastarfsins. Meðal keppnisgreina má nefna Botnaboðhlaup en þar fóru yngri rótarar með nauman sigur af hólmi. Keppnin fólst í að þekktir magnaraverðir hlupu með þyngsta hluta hljóðmögn- unarkerfis þvert yfir salinn. í greininni Blandað á ferð var keppt um að blanda vodka í kók handa fimm manna hljóm- sveit á 70 km. hraða. Þar sigraði Hilmar Hómgeirsson hinn gamalreynda rótara Ágúst Ágústsson. Kristinn T. Haralds- son sigraði með yfirburðum í keppnisgreininni lífvana popp- ara veittar nábjargirnar, við mikinn fögnuð utanríkisráð- herra og ráðuneytisstarfsmanna sem voru þarna í stórum hóp- um að hvetja sinn mann en Kristinn starfar nú sem bílstjóri ráð- herra. Þá voru nokkrir virtir rótarar heiðraðir sérstaklega og af- hentar heiðursorður fyrir vel unnin störf. Heiðurslistann skipa: Gunnar Þjóðólfsson Simfóníurótari, Ágúst Ágústsson Hljómarótari, Kristinn T. Haraldsson Júdasarrótari, Hjalti Hafsteinsson Þursarótari, Einar Gunnarsson Nátt- úrurótari, Randver Jónsson Haukarótari, Stefán Jóns- son Flowersrótari, Þorvarður Guðmundsson Brimklóar- rótari, Kolbeinn Agnarsson og Kjartan Agnarsson Flo- wersrótarar. Auk þeirra voru nokkrir yngri rótarar heiðraðir en þeir eru: Hilmar Hólmgeirsson Sálinni hans Jóns míns, Bjarni Friðriksson Stuðmönnum og ÓIi Oder Sykurmolunum, sem jafnframt var útnefndur Víðförlasti rótarinn. Bjarni Friðriksson var svo sérstaklega útnefndur Kynþokkafyllsti rótarinn. Að lokum tóku svo Stuðmenn við og léku fyrir dansi og sungu heiðursróturum lof.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.