Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 19
19 Fimmtudagur 19. júlí 1990 NÆSTA Stórmyndin um Dick Tracy kostaði þrjá og hálfan milljarð króna og nú vona framleiðendur að teiknimynda- spæjarinn holdi klæddur geri það jafngott og Batman í fyrra. um teiknimyndapersónuna Dick Tracy hefur nú verið frumsýnd erlendis og vona framleiðendur að Tracy-æði (sbr. Batman, Súperman o.fl.) grípi um sig í kjölfarið. í sept- embermánuði hefjast sýning- ar á þessari dýru kvikmynd hér á íslandi, en þekkingar- ieysi Evrópubúa á Tracy spæj- ara gæti valdið því að „æðið“ yrði ekki jafnútbreitt og vonir standa til. EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR Það kostar engan smápening að búa til „stórmyndir" í Hollywood. Af nýlegum kvik- myndum má t.d. nefna að Die Hard II kost- aði 92 milljónir dollara og Total Recall 87 milljónir dollara. Og þegar um svo svimandi upphæðir er að ræða er auðvitað eins gott að fjárfestingin skili arði. Fyrir skemmstu var byrjað að sýna mynd- ina Dick Tracy í kvikmyndahúsum fyrir vestan haf og tvær vikur eru síðan sýningar hófust í Bretlandi. Kostaði myndin 62 millj- ónir dollara, eða um þrjá og hálfan milljarð króna, og nú bíða aðstandendur hennar með öndina í hálsinum eftir því hvaða móttökur hún fær hjá kvikmyndahúsagestum. Þó er kannski ekki beinlínis rétt að segja að þeir ,,bíði“. Framleiðendurnir, Walt Disney-fyr- irtækið, sitja nefnilega ekki auðum höndum heldur gera allt sem í þeirra valdi stendur til að kynda undir ,,Dick Tracy-æði“ í stíl við ýmis fyrri ,,æði“ — t.d. kennd við kappana Súperman og Batman. Hver er þessi Dick Tracy? Segja má að myndin um Dick Tracy sé hug- arfóstur leikarans og kvennabósans Warren Beattys, sem bæði leikstýrir henni og leikur aðalhlutverkið — og mun eiga að fá litlar 40 milljónir dollara fyrir vikið. (Beatty er raunar orðinn 53 ára gamall og telja margir erlendir kvikmyndagagnrýnendur hann alltof gaml- an í hlutverk spæjarans. Þeir segja, að til- raunir til að fela hrukkur og aukakíló heppn- ist einfaldlega ekki.) Hann hefur róið að því öllum árum síðastliðin fimm ár að myndin yrði gerð, þar sem hann hefur frá barnsaldri verið mikill aðdáandi teiknimyndapersón- unnar Dick Tracy. Warren Beatty er ekki einn um að dást að Dick Tracy. Flestir Bandaríkjamenn kannast við þessa teiknimyndasögu og vita einhver deili á spæjaranum og þeim pörupiltum, sem hann á í höggi við. Þetta á hins vegar ekki við annars staðar í heiminum og stendur það kvikmyndinni ef til vill eitthvað fyrir þrifum í Evrópu. Það hefði í það minnsta þurft að kynna forsögu persónanna snemma í mynd- inni, en það er ekki gert nægilega og hafa gagnrýnendur á Bretlandi t.d. fundið að því Madonna tekur sig vel út í gervi frá fjórða áratugnum, þó ekki sé hún beinlínis eft- irmynd persónunnar „Breathless Mahoney" í teiknimyndasögunum. Svona lítur vondi karlinn „Pruneface" (Sveskjuandlit) út — annars vegar í teiknimyndasögunum og hins vegar í kvikmyndinni. í umfjöllun eftir frumsýninguna þar í landi þann 6. júlí síðastliðinn. (I stuttu máli má segja að Dick spæjari sé góði gæinn og allir hinir vondir!) Óþekkjanlegar stórstjörnur Þekktir leikarar voru ekkert sérlega áfjáð- ir í hlutverk í myndinni. Beatty er hins vegar Ljóti karlinn „Flattop" (Flat- haus) verður til. Warren Beatty í hlutverki góða spæjarans Dick Tracy. þekktur fyrir að geta talað menn til og þann- ig tókst honum að fá til liðs við sig menn eins og Robert De Niro, James Caan, A1 Pacino, David Bowie, Dustin Hoffman og Dick Van Dyke. Þeir eru hins vegar gjör- samlega óþekkjanlegir á hvíta tjaldinu, eftir að förðunarmeistarar höfðu farið um þá höndum og með ýmsum ráðum gert þá sem líkasta frummyndunum, þ.e.a.s. teikni- myndapersónunum. Þar með er myndin orðin ein allsherjar gáta og er tilgangurinn auðvitað m.a. sá að kynda undir forvitni og áhuga á verkinu. Be- atty er líka sagður hafa íhugað að fá Ronald Reagan til að leika einn „ljóta karlinn", en af einhverjum ástæðum varð þó ekki úr því. Madonna slær í gegn En það eru ekki bara karlhlutverk í mynd- inni. Dick Tracy á t.d. ljúfa kærustu og svo er glæpakvendi nokkurt sífellt að reyna að af- vegaleiða þennan heiðarlega og hálftrúlof- aða spæjara. Það er söngkonan Madonna, sem leikur þá síðarnefndu, og þurfti hún að keppa um hlutverkið við þekktar leikkonur eins og Melanie Griffith, Kathleen Turn- er, Michelle Pfeiffer og Kim Basinger. Það hefur hins vegar tæpast spillt mikið fyrir henni að vera í ástarsambandi við höfuð- paurinn, Warren Beatty. Raunar er val Madonnu í hlutverk „Breathless Mahoney" álitið alveg snilldar- legt. Ekki svo að skilja að hún sé svo frábær leikkona, heldur sökum þess að hún mun laða að myndinni unga áhorfendur, sem aldrei hafa heyrt minnst á Beatty og félaga. Kvikmyndagagnrýnendur bresku blað- anna eru hrifnir af Madonnu í þessu hlut- verki. Segja þeir hana taka sig sérlega vel út í gervinu og að kvikmyndatökuvélin „elski haná', eins og það er orðað í Sunday Ex- press. Bónorðið tók 18 ár Kærasta spæjarans er leikin af Glenne Headly, en hlutverkið er ekki stórt. í teikni- myndunum var Tracy mjög lengi að bera upp bónorðið. Hann byrjaði á því árið 1931 (sama ár og teiknimyndasagan hóf göngu sína), en lauk því ekki fyrr en árið 1949! Glæpakvend- ið, sem Madonna leikur, er hins vegar ekki lengi að átta sig á þessari óttalegu óákveðni, sem hrjáir spæjarann. Hún spyr hann beint út: „Ætlar þú að reyna við mig eða þarf ég að gera allt?‘ Eins og fyrr segir er myndin um Dick Tracy væntanleg til íslands í september og verður væntanlega frumsýnd samtímis bæði í Bíó- höllinni og Bíóborginni í Reykjavík. Enn sem komið er hefur lítið verið fjallað um hana í íslenskum fjölmiðlum, en þeim mun meira erlendis. Þar er einnig byrjað að selja alls kyns varning tengdan kvikmyndinni, líkt og venja er orðin með stórmyndir. Fram- leiddir hafa verið margir munir með mynd- um af Dick Tracy, svo sem bolir, úr, kaffi- krukkur, barmmerki og fleira. Og þeir, sem vilja hræða vini og kunningja, geta keypt andlitsgrímur með eftirlíkingu af förðun Ijótu karlanna og er „Pruneface" („Sveskju- andlit") víst vinsælastur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.