Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 12

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 19. júlí 1990 80 ár frá því berklahælic RÓMANTÍK OG SKÁL / ár eru 80 ár liðin frá því berklahæli var sett á stofn að Vífilsstöðum. Staðurinn hefur nú löngu lokið því hlutverki sínu og berklar teljast ekki lengur heilbrigðisvandamál á íslandi. En þeir voru það sann- arlega og ófáir einstaklingar voru rifnir burt úr hringiðu daglegs lífs og sendir til dval- ar á Vífilsstöðum — oft lang- tímum saman. Margir áttu þaðan ekki afturkvæmt. Dauðinn var því sífellt nálæg- ur en í skugga hans þreifst engu að síður fjölskrúðugt mannlíf, ríkt af rómantík og skáldskap. EFTIR INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR í 19. aldar rómantík er fátt ljúfsárara en ástfangið og óhamingjusamt skáld sem deyr úr tæringu. Þessi mynd kann að hafa verið huggun gegn þeim harmi að sjá ungt og efni- legt fólk verða berklum að bráð. Og það var ekki svo sjaldgæfur atburður því árlega lét- ust 200—240 manns úr berklum á árunum 1926—30, þegar sjúkdómurinn var sem skæðastur. Þetta myndi samsvara um 550 manns á okkar dögum. „Sorgin heimsótti alla jafnt“ Berklar voru margs konar og ekki allir smitandi. Lungnaberklar voru langalgeng- astir og af þeim var mest smithætta. Þeir voru það sem kailaðist tæring og dregur nafn sitt af því að fólk með lungnaberkla létt- ist mikið. Sjúkdómurinn á sér langa sögu hér á landi en um síðustu aldamót jókst út- breiðsla hans mjög. í B.S.-ntgerð um berkla- veikina eftir Kristjönu Ó. Valgeirsdóttur kemur m.a. fram að ástæðunnar sé án efa að leita í miklum flutningum fólks úr sveit í þétt- býli. Var húsakostur oft mjög lélegur og þrifnaður erfiður en við slíkar aðstæður var smithættan mest. Hlutfall berklasjúklinga var t.d. nokkuð hátt í sjávarþorpum og hjálp- aðist þar allt að; þröngbýli, lélegt húsnæði, vosbúð og talsverð samskipti við erlenda að- ila sem oft báru með sér smit. Fátæku fólki mun hafa verið hættast við smiti en góð efni voru þó engin trygging gegn hvítadauða, eins og berklar voru líka nefndir. Á Vífilsstöðum varð fólk að deila kjörum þó ólíkt væri að ætt og uppruna. Að- alheiður Bjarnfreðsdóttir þingkona lýsir þessu m.a. í endurminningabókinni Lífs- saga baráttukonu sem Inga Huld Hákon- ardóttir skráði. Aðalheiður lenti á berkla- hælinu árið 1949, þá fátæk verkakona úr Vestmannaeyjum og þriggja barna móðir. Segist hún fram að því hafa litið á allt yfir- stéttarfólk ,,.. .sem algjöra andstæðinga, eða að minnsta kosti sem fyrirbrigði, sem mig varðaði ekkert um og ekki kæmi til greina að hafa samúð með. En á Vífilsstöðum var fólk úr öllum stéttum, og allir áttu um sárt að binda . .. Ég fór að skilja Tómas: sál- um mannanna svipar saman í Súdan og í Grímsnesinu. Sorgin heimsótti alla jafnt...“ Hælið sem menntasetur Flestir þeirra sem smituðust voru á aldrin- um 15—30 ára. Fólk í blóma lífsins. Ein þeirra var Sigurveig Guðmundsdóttir, fyrrver- andi kennari í Hafnarfirði. Hún fékk ung berkla í bakið og kom fyrst á hælið árið 1924, þá 14 ára gömul. Var hún þá eitt sumar á barnadeild hælisins. Þremur árum síðar var hún lögð inn aftur og þá í eitt ár. Eftir dvölina á Vifilsstöðum lá leiðin á Kópavogs- hælið þar sem hún var rúmliggjandi hátt á þriðja ár. ,,Þar lá ég í gifsi, mátti aldrei rísa upp og ekki snúa mér við. Ég fylgdist með veröldinni í gegnum spegil sem ég hafði við rúmið en hann speglaði það sem sást út um gluggann á stofunni minni. Ég kunni alla steinana í Kópavoginum þegar þeir komu upp á fjöru og alla tindana á Trölladyngju. Þetta var leiðinlegur tími. En Vífilsstaðir, það var góður tími," segir Sigurveig og það vottar fyrir fjarlægri eftirsjá í röddinni. Sigurveig hefur skrifað frásögn af hælis- vistinni sem birtist í Tímariti Máls og menningar árið 1964, en þar líkir hún dvöl- inni við lýðháskóla. „Þarna var gott bóka- safn, fjöldi vel gefins fólks úr öllum lands- fjórðungum — og þessi mikli tími til alls, sem mann langaði til að kynna sér af þeim góðu hlutum sem þarna voru á boðstólum, þrátt fyrir þjakandi mein og nábýli við dauðann." Sigurður A. Magnússon rithöfundur slær á svipaða strengi þegar hann lýsir dvöl móður sinnar á hælinu í bókinni, Undir kal- stjörnu. „Mamma hafði notað tímann eftir föngum til að mennta sig árin tvö á Vífils- stöðum. Hún hafði kynnst skemmtilegu fólki sem hún sagði mér frá og var búin að fá ný áhugamál sem virtust hafa fært henni lífsfyll- ingu.“ Þeir sem höfðu fótavist á hælinu höfðu meira af tíma en flestu öðru því lítið var við að vera og þeir gátu ekkert farið. Meðferð þeirra var aðallega fólgin í legum og göngum á víxl. Gönguferðir í hrauninu voru vinsælar og hafa væntanlega gefið fólki gott tækifæri til að spjalla saman. Við hælið voru sérstakir leguskálar og segir Sigurveig að allir, sem það gátu, hafi átt að liggja þar þrjá tíma á dag undir berum himni til að hvíla lungun og auka mótstöðuaflið. „Við lágum í góðum svefnpokum en það var voðalega kalt að fara ofanl þá um hávetur. Legutímanum var ekki sleppt nema það væri stórviðri.'1 Sú lækn- jngaaðgerð sem helst var svo framkvæmd Ástin og rómantíkin blómstraði á hælinu en hún var eins og hrævareldur, örlítið villuljós sem gaf lífinu og dögunum lit. Flestir sem smituðust af berklum voru á aldrinum 15—30 ára. En bjartsýnin var óbilandi og sjúklingarnir reyndu að hafa það gagn og gaman af hælisvistinni sem þeir gátu. Allar myndir með greininni eru úr myndasafni Sigurveigar Guðmunds- dóttur og eru þær teknar á Vífilsstöðum 1927—28. Á Öskudaginn var alltaf hald- inn grímudansleikur á Vífilsstöðum. Þessi ungi maður hefur búið sig upp sem trúó i vilefni dagsins. var að fella saman lungu, ýmist með því að „blása", „brenna" eða „höggva". Aðeins þeir veikustu voru höggnir enda hafði aðgerðin í för með sér líkamslýti. Rifbein voru fjarlægð og brjóstholið fellt öðrum megin. Blómlegt listalíf Þegar Sigurveig var á hælinu voru þar um 200 sjúklingar og þar af um 100 með fótavist. Flestir hinna ungu voru haldnir óbilandi bjartsýni og reyndu að hafa það gagn og gaman af dvölinni sem þeir gátu. „Það er ekki hægt að tala um hælið án þess að minnast á tónlistarlífið þar," segir Sig- urveig. „Samtíða mér á hælinu var maður sem bókstaflega menntaði þennan hóp í tón- list. Hann hét Gunnar Sigurgeirsson og var af miklum tónlistarættum frá Akureyri. Hann ætlaði sér að verða píanóleikari og var alltaf að æfa sig. Svo var þarna tenórsöngvari frá Dalvík sem hét Tómas Baldvinsson. Hann hafði feikilega fallega rödd. Þeir spiluðu oft og sungu fyrir okkur. Gunnar spilaði m.a. Beethoven og þarna heýrði ég Tunglskins- sónötuna spilaða í fyrsta sinn og fannst óskaplega mikið til koma. Þegar ég var á barnadeildinni heyrði ég líka í fyrsta sinn sunginn einsöng. Það var Lóa Hjaltested sem söng en hún var þá sjúklingur á hælinu." Tónlistargyðjan var vissulega í hávegum höfð en skáldskapargyðjan átti þar líka verð- uga fulltrúa. Stefán frá Hvítadal var n.k. hirðskáld berklasjúklinganna. Hann hafði sjálfur dvalið á hælinu og, eins og Sigurveig segir, „haft svo mikil áhrif á karlmennina sem voru þar samtíða honum að þeir voru allir að reyna að yrkja í hans stíl. Skáldskap- ur Stefáns gekk þarna manna á meðal því þarna var á ferðinni skáld sem hafði hlotið sömu örlög og við. Við sungum gjarnan Ijóð Stefáns og eins þýðingu Hannesar Hafstein á ljóði Bellmans um tæringuna. Það var mjög vinsælt." „Okkar aðaláhugamál var að dansa“ Kristmann Guðmundsson rithöfundur var um tíma á hælinu og sat löngum stund- um og skrifaði. Sagði hann hverjum sem heyra vildi að hann ætlaði að verða frægt skáld. Mun hann ekki hafa skapað sér neinar vinsældir út á þær yfirlýsingar. Hann lýsir þessum tíma m.a. í skáldsögunni Ármann og Vildís, sem og í endurminningabók sinni Isold hin svarta. Um heimspekilegar sam- ræður hans og vinar hans, Guðmundar Hoit, í gönguferðum og legutímum, farast honum svo orð: „. . .það voru svo sem engir smámunir, sem við ræddum um, heldur sjálf tilveran, sköpun og þróun lífsins, ásamt Drottni allsherjar." Trúmál voru mikið til umræðu á hælinu rétt eins og annars staðar í þjóðfélaginu á þessum tíma. Segir Sigurveig að eldra fólkið hafi oft deilt hart um þessi mál og ýmist að- hyllst guðspeki eða spíritisma. „Við unga fólkið hlógum bara að þessu — við höfðum engan áhuga á trúmálastandi. Okkar aðal- áhugamál var að mega dansa." Vegna mæði, bakveiki og annarrar líkamlegrar áþjánar var dans ekki mjög vel séður af yfirmönnum

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.