Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 11

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. júlí 1990 PRESSU MOL&R b 'andaríska vikuritið National Enquirer greindi fyrir skemmstu frá afar merkilegum atburði. Sagði blaðið að 7 ára gömul stúlka með dulræna hæfileika hefði bjargað lífi móður sinnar, þar sem hún fann á sér að mamman væri með krabba- meinsæxli í lunga. Samkvæmt frá- sögn blaðsins fullyrtu læknar að konan væri heil heilsu, en stúlkan linnti ekki látunum fyrr en æxlið fannst og það var fjarlægt. Telpan er nefnd með nafni og sögð heita Er- ica Wirtensen, en móðirin er köll- uð Elsa Wirtensen — og þær eru sagðar búa á Kópaskeri! Læknir konunnar er nefndur dr. Gunnar Magnusson, en þessi- gagnmerka grein er rituð af einhverri Ingrid Olafssen. National Enquirer er raunar þekkt fyrir að fara ekki alltaf með rétt mál og virðist þetta vera ein af þeim fréttum blaðsins, sem ekki ber að trúa eins og nýju neti. . . Hbúar í nágrenni Furugrundar í Kópavogi fá bráðlega aftur mat- vöruverslun í hverfið, en nú er nokk- uð liðið frá því að Grundarkjöri var lokað. Heyrst hefur að strax í næstu viku verði opnuð verslun í húsnæði Grundarkjörs við Furu- grund 3, en ekki vitum við hvaða kaupmaður mun ráða þar ríkjum í framtíðinni... 'ins og vitað er hefur Lýður Friðjónsson í Vífilfelli dregið sig út úr Sýn og einnig hætt afskiptum af Arnarflugi og sagt sig úr stjórn félagsins. Þetta mun vera í anda nýrrar bandarískrar viðskipta- stefnu, back to basic. Stefnan sú gengur út á að viðskiptamenn snúi sér að frumgrein sinni, þ.e. því sem þeir kunna og þekkja, en séu ekki að grauta í öllu mögulegu öðru líka. . . f I yrir dyrum stendur vígsla 29 nýrra raðhúsa á vegum Verka- mannabústaða í Reykjavík (VBR), en húsin eru milli Krumma- hóla og Norðurhóla. Saga þeirra framkvæmda er orðin allsérstök. í skilmálum deiliskipulags fyrir þetta svæði, frá því í desember 1988, var m.a. gert ráð fyrir því að þeir einir gætu keypt íbúðir þarna sem orðnir eru 60 ára og eldri. Þar var einnig gert að skilmála, sem ekki síður þykir óvenjulegt, að svæðinu skyldi úthlutað til „eins byggingaraðila", sem selja ætti íbúðarhúsin og að það væri Reykjavíkurborgar að velja byggingaraðilann. Borgin var ekki í vandræðum með að finna byggingaraðila; samdi fljótt og vel við Armannsfell og voru menn ekki að ómaka sig við útboð eða þess háttar. Húsin voru svo hönnuð með þarfir aldraðra í huga og gert ráð fyrir sérstöku 160 fermetra hverfishúsi í hverfinu miðju með félagsaðstöðu í samræmi við skil- mála. í samráði við Samtök aldr- aðra voru síðan send yfir 3.000 bréf til öldunga borgarinnar og þeim boðið að kaupa íbúðir á svæðinu. En þá kom upp kyndug staða; eftir- spurnin varð svo til engin! Hvorki er talið að verðlagið né staðsetningin hafi höfðað til hinna öldruðu. Þá fyrst kom VBR inn í spilið og keypti húsin fyrir tæpu ári á 212 miiljónir króna að núvirði eða á 7,3 milljónir hverja hinna 90 fermetra íbúða. Stjórn VBR reyndi, eðli málsins sam- kvæmt, að bjóða öldruðum umbjóð- endum sínum íbúðirnar til kaups og tókst að fá fimm eða sex slíka kaup- endur. Allar hinar íbúðirnar keypti síðan fólk undir sextugu þótt skipu- lagsskilmálum hafi aldrei verið breytt. Sem og hafa allar áætlanir um sérstakt hverfishús verið lagðar til hliðar. . . b. 'reytingar hafa orðið á þætt- inum Reykjavík síðdegis á Bylgj- unni. Hefur Haukur Hólm frétta- maður nú tekið við af Sigursteini Mássyni sem hefur séð um þennan magasínþátt að undanförnu. . . 11 hlusta á Aðalstöðina, 10% á rás 1, 9% á rás 2, 5% á Bylgjuna og 0,7% á Effemm. Því virðist sem Að- alstöðin sé að sækja í sig veðrið hvað varðar hlustun hjá fólki á aldr- inum 30—70 ára ... f k I yfir skemmstu fékk Aðal- stöðin atvinnulausa viðskiptafræð- inga til að gera fyrir sig skoðana- könnun í Kringlunni. Níuhundruð manns á aldrinum 30—70 ára voru spurðir hvaða útvarpsstöð þeir teldu leika bestu tónlistina og sam- kvæmt upplýsingum frá Aðalstöð- inni lenti hún þar í fyrsta sæti. Þegar spurt var um hlustun á kvöldin milli klukkan átta og tólf sögðust 11% alt hlaðborð, heitt hlaðborð, ættarmót, afmæli og víkingar. Skíðaskálinn í Hveradölum stát- ar af þessu öllu saman yfir sumar- tímann. Nú hefur skíðaskálinn þar að auki ráðið til sín hinn endalaust klassíska Hauk Morthens, og mun hann skemmta með söng á hverju sunnudagskvöldi það sem eftir er sumars. Með Hauki eru hljómlistar- mennirnir Guðmundur Stein- grímsson og Carl Möller. . . A EIGIN BIF REIÐ TIL EVRÓPU Hugsaðu þér ferðafrelsið. Og möguleikana. Þú getur ekið vítt og breitt um Skandinavíu eða suður til Evrópu án þess að eyða stórfé í að leigja bíl. Með Norrænu getur fjöl- skyldan farið á ódýran og þægilegan hátt með sinn eigin bíl þangað sem hana langar. Þegar þú ferð á þínum eigin bíl - með Norrænu slærðu tværflug- ur íeinuhöggi. Þannig má eðaEvr- ópu. Þú ræður ferðatímanum og getur farið hvert á land sem er. Frá Bergen liggja leiðir til allra átta í Skandinavíu. Há- fjallafegurð Noregs og undirlendi Svíþjóðar er skammt undan að ógleymd- um borg- u m ""Iiiiiiiiiiiiiiiiiiii • □iiii................ J^^nfí- sameina ferð um ísland á leiðinni til Seyðisfjarðar og utanlandsferð til Norðurlanda eins og Ósló og Stokkhólmi. Frá Svíþjóð er hægur vandi að komast með ferju yfir til Finn- lands og skoða þúsund vatna landið eða hina fögru höfuðborg, Helsinki. Frá Hanstholm í Danmörku liggja leiðir um Jótland til Kaupmannahafnar, ef vill og áfram um Skandinavíu, eða suður til Þýskalands og blasir Evrópa þá við í öllu sínu veldi. Við látum þig um ferðaáætlunina en flytjum hins vegar fjölskylduna og bílinn yfir hafið á þægilegan en óvenju skemmtilegan hátt. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN AUSTFAR HF. SMYRIL-LINE ÍSLAND N0RRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN LAUGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK FJ^RÐARGÖTU 710 SEYÐISFIR0I SIMI 91-62 63 62 SÍMI 97-211 11 WÆ Kodak WW*. i ■ i ■ i i ■■ i i i I rri ...........III ■■■ ri Þú færð myndirnar á 60 mínútum. jj GÆÐAFRAMKOLLUN L ■ l LJ. Opnum kl. 8.30 ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ miminiiinimimnim LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Laugavegi 178 - Sími 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) iimimmiiiii'mimiiiiim

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.