Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 6

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 19. júlí 1990 oftast nær að þeir sem eru teknir eru ósköp venjulegir menn, sem kannski ætla sér ekki annaö en aö drýgja mjólkurpeningana. Það sem fær þtá út i smyglið er ósköp einfaldlega vonin um skjót- fenginn gróða. Það er lireyfi- aflið." Um gagnkvæman skilning var farmaðurinn áðurnefndi einnig sammála. ,,Það er skilningur á báða bóga. Þetta er einfaldlega happdrætti og ekkert of mikill æsingur í gangi hjá þeim sem eru tekn- ir. Og þeir í Svarta genginu eru svo sem mannlegir, það skapast engin óvild. Þeir hafa hjá sér einn og einn djöfuls dóna, en yfirleitt ríkir eðlileg- ur og mannlegur sveigjan- leiki í samskiptunum." Og alltaf eru að finnast nýir felustaðir. Smygl hefur fupd- ist í frárennslislögnum, gufu- kötlum, smíðaborðum, vatnsþrýstikútum, olíutönk- um, undir klósettum og svo framvegis. Það er ekki úr vegi að segja að e.k. einvígi eigi sér stað; smyglarar finna nýj- ar og nýjar leikfléttur sem leitarmenn smám saman uppgötva. Menn vita aldrei hversu oft smyglararnir hafa hrósað sigri, en það hafa leit- armenn æ oftar gert hin síð- ari ár. Gámarnir höfuð- verkur númer eitt Innan sjó- og farmanna- stéttarinnar eru menn sam- mála um að stærsti höfuð- verkur Svarta gengisins nú séu gámarnir. „Þeir eru ein- faldlega svo margir, gámarn- ir. Þeir hafa ekki mannskap til að fara yfir öll skip í öllum höfnum. Líttu bara á Sunda- höfnina; gámarnir eru svo margir að þú getur ekki einu sinni talið þá og þeir eru síð- an alltaf á ferð og flugi. Þeir verða að gera stikkprufur eða loka allri höfninni, sem getur verið ansi erfitt fyrir þá.“ Tollgæslan hefur leyfi til að opna innsiglaða gáma og hef- ur náð ákveðnum árangri með stikkprufum — og alltaf er eitthvað um ábendingar. En hverjir eru það sem segja Svarta genginu frá smygli? Það vildu yfirmenn leitar- deildarinnar ekkert tjá sig um. „En innan sjó- og far- mannastéttarinnar eru til „viðræðugóðir" menn. Þetta er yfirleitt hið mesta pukur innan skipshafna og ekki hverjum sem er hleypt að. Abendingar koma gjarnan frá mönnum sem hafa verið útilokaðir, en kannski ekki síst frá mönnum sem hafa verið reknir," sagöi sjómaður við blaðið. Aðhaldið virkar með stöðugri pressu Þrátt fyrir gámavandamál- ið eru viðmælendur blaðsins í sjó- og farmannastéttinni sammála um að árangurinn sé töluverður hjá „Svarta genginu". „Þetta er að sönnu ógn- vekjandi lið sem heldur smyglurum í stöðugri pressu. Það má alltaf reikna með þessum mönnum, þeir geta birst fyrirvaralaust á hvaða krummaskuði sem er. Ég er sannfærður um að pressan er nægileg til að halda smygli að talsverðu leyti niðri, því áhættan er mikil. Það er sannast sagna stórhættulegt að hlaupa í land með poka — Svarta gengið getur verið á bak við ómerkta bíla eða fal- ið á bak við gáma. Örsjaldan hefur síast út um ferðir þeirra, en það breytir litlu. Það er ennþá viðloðandi klíkuskapur í almennu toll- gæslunni, en þeir eru harðir í Svarta genginu." Það eru aðallega konur á miðjum aldri og eldri sem eru fastráðnar í heimilishjálp. (Mynd úr safni). Reykjavíkurborg finnur nýja túlkun á samningum KJARASKERÐING í HEIMILISHJÁLP Lausráðid starfsfólk við heimilishjálp hjá Reykjavíkurborg getur átt von á kjaraskerðingu á næstunni. Borgin hefur hingað til greitt tímaráðnu fólki í heimilishjálp laun fyrir rauða daga alman- aksins á sama hátt og fastráðnum. Pessar greiðsl- ur byggja á hefð en eru ekki hluti af samningum Starfsmannafélagsins Sóknar við Reykjavíkur- borg. Peir einstaklingar sem fá þessa afgreiðslu í dag munu halda henni, en nýráðnir verða fyrir nýrri túlkun Reykjavíkurborgar á samningunum. EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR „Rökin fyrir þessu standast bara alls ekki. Dagsbrúnar- maður að grafa skurö á viku- ráðningu fær þá frídagana borgaða, en konurnar okkar sem eru að hugsa um gömlu mennina á tímakaupi, eiga ekki að fá þá,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir hjá Sókn. „Við trúum ekki öðru en að þetta fari allt saman vel og borgin sjái að sér. Það verður fundað um þessi mál eftir sumarfríið og við vonum að óvissutíminn verði ekki langur." Um 500 manns starfa viö heimilishjálp á vegum Reykjavíkurborgar. Rúmlega helmingurinn hefur tíma- ráöningu og er oftast í hluta- starfi. Heimilishjálp er dæmi- gert kvennastarf og oft hefur verið erfitt að fá fólk til þess- ara starfa. Fastráðningu við heimilishjálp hafa helst kon- ur á miðjum aldri, en í tíma- vinnunni er gjarna skólafólk sem vinnur með náminu, húsmæöur sem vinna hluta- starf og aðrir sem stunda þetta í íhlaupum, stundum fyrir ættingja. Þeir sem hafa tímaráðningu vinna allt frá tveimur tímum á viku upp í fullt starf. Heimilishjálp er láglaunastarf og algengt að fólk endist aðeins skamman tíma í þessari vinnu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fé- lagsmálastofnun Reykjavík- urborgar hefur gengið þokkalega að fullnægja þörf- inni fyrir heimilisþjónustuna í ár. Astæðan fyrir því að auð- veldara er að fá fólk felst ekki í bættum launakjörum, því launin hafa ekki breyst, en starfsfólk Félagsmálastofnun- ar telur að almennt ástand á vinnumarkaði hafi haft þau áhrif að fleiri leiti þangað um vinnu. 40.000 krónur á mánuði Heimilishjálp er láglauna- starf, byrjunarkaup án starfs- reynslu er 40.321 kr. á mán- uði. Eftir margra ára starfs- reynslu og þátttöku í nám- skeiðum er hægt að ná há- markskaupi sem er 55.946 krónur á mánuði. Venjuleg laun kvenna sem náð hafa 36 áraaldrieru 51.592 kr. á mán- uði. Tímakaupið er frá 295—311 krónur á tímann og borgar sig því í sumum tiifell- um að vera lausráðinn. Ekki fengust neinar skýr- ingar á fyrirætlunum borgar- innar um kjaraskerðingu tímaráðinna við heimilis- hjálp. Reykjavíkurborg telur sig vera að glíma við mis- skilning, því að í rauninni hafi aldrei átt að borga tímaráðn- um fyrir frídaga, þó nú sé komin hefð á það fyrirkomu- lag. Jón Kristjánsson, yfir- maður launadeildar sem sér um samningana við Sókn, er í sumarfríi og aðrir töldu sig ekki geta svarað neinu um þetta mál. „Eðlilegt að vera lausráðin“ Sóley Kristinsdóttir hjá Félagsmálastofnun segir að ráðningarnar í heimilishjálp séu afar fjölbreyttar og í mörgum tilfellum henti laus- ráðning bæði atvinnurek- anda og launþega mun betur en fastráðning. „Mörgum hentar vel að vera í hluta- starfi, jafnvel mjög litlu og það er ekki hægt að vera fast- ráðinn ef maður vinnur bara tvo eða fjóra tíma á viku. Það er líka algengt að fara í heim- ilishjálp fyrir stuttan tíma og skipti á starfsfólki eru algeng. Þegar fólk er að byrja að vinna er heppilegt fyrir báða aðila að byrja á tímaráðn- ingu. Við þetta bætist að þær konur sem eru fastráðnar verða alltaf að vera í fullu starfi. Þær fara þá inn á önnur heimili ef gamla fólkið sem þær eru hjá fer af heimili sínu um stundarsakir vegna sjúk- dóma eða af öðrum ástæð- um," segir Sólveig. Af þessum ástæðum telur Sólveig hvorki trúlegt né eðlilegt að fast- ráðningar eigi eftir að verða algengari í heimilishjálp en

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.