Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. júlí 1990 13 á Vífilsstöðum var stofnsett TÆRINGIN Flýt þér, drekk út! Sjá dauðinn búinn bíður, brandinn sinn hvessir, dokar þröskuld við. Hræðstu samt ei. Hann aftur burtu liður, ef til vill gefur nokkur stundargrið. Á Tæringin fer loks með fjörið þitt veika. ^ Flýt þér að leika! Still þína strengi, kveð um vorsins klið. C. M. BELLMANN ÞÝD. HANNf^MFSTEIN hælisins. Sigurveig lýsir þessu svo: „Áðeins einu sinni á ári máttum við halda dansleik, sem sé á Öskudaginn. Þá gekk nú mikið á. Við dönsuðum tískudansinn Charleston eins og við ættum lífið að leysa. Alltaf annað slag- ið vorum við að reyna að stelast til að dansa en slíkt gekk illa, því að músíkin kom oftast upp um okkur." Sjálf átti Sigurveig að vera í miklum leður- bol til að hlífa bakinu. Hann var úr stífu leðri eins og hnakkur og ekki gott að dansa í hon- um. ,,Þá var ég stundum að fela hann inni í skáp og dansa svo bollaust og svo þegar hjúkrunarkonurnar komu inn þá reyndu strákarnir að skýla mér fyrir þeim." Ástin eins og hrævareldur Það virðist samdóma álit þeirra sem dval-, ist hafa á Vífilsstöðum að ástin og rómantíkin hafi leikið þar stórt hlutverk. Þannig segir Kristmann: ,,Það hefur löngum verið orð á því gert, að Amor litla sé uppsigað við Hvíta- dauða. Ekki veit ég, hvað satt er í því, en svo mikið er víst, að unga fólkið á hælinu leit hýru auga hvert til annars, eins og ungt fólk gerir alls staðar, þar sem það kemur saman." Ástin blómstraði en Sigurveig segir að hún hafi verið eins og hrævareldur, örlítið villu- ljós sem gaf lífinu og dögunum lit. „Fólkið var alltaf að skjóta sér hvert í öðru, en það var allt í sérstökum stíl. Stelpa og strákur voru par einn daginn og svo lagðist kannski annað hvort þeirra, og þá var tryggðin ekki meiri en það, að hitt nennti ekki að heim- sækja þann sem lá. Það var kjörorð hjá okk- ur að alltaf mætti fá annað skip og annað föruneyti. Svo voru lesin kvæöi og Ijóð í Dalakofastílnum og grátið og elskað í ljóðum þó fólk nennti ekki að heimsækja hvert ann- að í veikindum," segir Sigurveig með glettni í röddinni. Sjálf varð hún ástfangin af tenór- söngvaranum Tómasi „en þetta var allt í nítj- ándualdar stíl og hlaut því að fara illa“. Tóm- as lést tveimur árum eftir að þau kynntust. Málfríður Einarsdóttir sýnir enga róm- antíska tilburði þegar hún lýsir „tildragelsi" fólks á hælinu í bók sinni Samastaður í til- verunni. Segir hún að fólk hafi þurft að kyss- ast á göngunum þar sem engin „cosy corn- ers" hafi verið í húsinu, eins og hún orðar það:....fundust mér hreinustu bágindi fyrir fólkið að þurfa að norpa þarna í trekknum á almannafæri og stöðugum umgangi við þetta bráðnauðsynlega starf, sem stundað var af því meiri áfergju sem líkurnar virtust minni til að því yrði sinnt lengi úr því sem komið var." Pegar mamma hvarf Það er heldur enginn ljómi eða birta yfir minningum Málfríðar frá hælinu enda fund- ust henni veikindin „vond" og spítalinn „öm- urlegur". Hún lýsir komu sinni á spítalann á þann veg að þá hafi verið ,,. . .fyrir í hverju rúmi hræðilegar konur. Öll rúmin full af þessu. Þær voru á ýmsan hátt hræðilegar, sumar hræðilega horaðar, aðrar með hræði- legan roða, sumar hræðilega geðvondar, all- ar óvinsamlegar, héldu mig ekki eiga að vera til og aldrei átt að verða til“. Upplag, aldur og aðstæður hafa — ef að líkum lætur — ráðið miklu um afstöðu fólks ti! hælisvistar. Það var auðvitað ólíku saman að jafna, ungu, bjartsýnu fólki sem engu var bundið eða konum og körlum sem urðu að yfirgefa börn og bú og jafnvel leysa upp heimilið. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og þá- verandi maður hennar voru bæði send á Víf- ilsstaði frá þremur ungum börnum. Einni dóttur sinni kom Aðalheiður í fóstur, annarri varð hún að koma fyrir á upptökuheimili og „sumargamlan drenginn minn þurfti ég að skilja eftir á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Hann hafði tekið berklabakteríuna. Talin var hætta á, að hún færi í höfuðið á honum, og var þá ólíklegt að hann héldi lífi. Nærri má geta að mér leið ekki vel þegar ég kom á berklahælið". Móðir Sigurðar A. Magnússonar var send á hælið frá fjórum ungum börnum, sem olli þeim ekki síður en henni ómældum þjáning- um. Sigurður var þá sjö ára. „í minningunni er hvarf mömmu ekki tengt neinum tiltekn- um viðburði, ekki einusinni kveðjustund- inni, ef nokkur slík stund rann upp. Kannski fór hún án þess að kveðja okkur til að valda sem minnstu raski." Kaldranalegt skopskyn Þó berklar færu ekki í manngreinarálit og ekki væri liægt að ásaka fólk sjálft fyrir að verða sér úti um sjúkdóminn, þá fylgdi hælis- vist ákveðin fordæming. „Þegar maður var búinn að vera á Vífilsstöðum þá var maður merkt manneskja," segir Sigurveig. „Þegar fólk var að sækja um vinnu og sagðist vera nýkomið af hælinu, þá þurfti ekki að ræða það meir. Eg man líka eftir því að stuttu eftir að ég kom af hælinu fór ég með mömmu í hús. Þá sá ég að húsfreyjan tók kaffibollann sem ég hafði drukkið úr og laumaði honum til hliðar og hefur líklega ætlað að sjóða hann. En það var engin furða. Það var eng- inn óhultur." Sigurveig segir að vegna þessa hafi sjúk- lingar á hælinu haft ákveðna vitund um að þeir væru sérstakur þjóðfélagshópur. „Þeirri vitneskju fylgdi oft kaldranalegt gaman. Það voru líka ortar vísur og kvæði og allt var það í fremur grallaralegum gamantón." Hún seg- ir mér eftirfarandi skrýtlu sem gekk á hælinu og var lögð í munn landlækni. „Allir bestu menn landsins hafa verið berklaveikir. Ég var berklaveikur og sonur minn var berkla- veikur." Hún segir mér líka sögu af rúmlega fer- tugri ekkju sem lá á hælinu og var að deyja. Prófessorinn kemur til hennar og hún segir: „Get ég ekki fengið lánaða saumavél?" „Og hvað ætlið þér að gera við saumavél?" spyr prófessorinn. „Ég ætla að sauma mér kjól." „Kjól?" segir prófessorinn og hún jánkar því. „Jæja, jæja, við skulum sjá til," segir hann þá og fer. Sólarhring síðar var hún dáin. „Að þessu hlógum við — svona gat maður verið. En við urðum að tileinka okkur ákveðið við- horf til dauðans. Hann var í stöðugri návist og þó það væri deyjandi fólk í næstu rúmum þá mátti maður ekki láta það á sig fá. Stund- um var dauðinn léttir en auðvitað gat hann líka verið mjög átakanlegur." Rannsóknir og lyfjagjöf Árið 1922 voru sett berklalög og talar Sig- urveig um þau sem „algert stórvirki. Fyrir þann tíma þurfti fólk að borga með sér á hæl- inu ef það gat, annars varð sveitin að greiða. Ef engin greiðsla barst var fólk sent heim, jafnvel þó það væri fársjúkt." Með berklalög- unum var fólki tryggð ókeypis vist og læknis- hjálp á hælinu en með allt annað varð það að leita til ættingja eða sveitar. Þegar berklarannsóknir urðu almennar um 1940, var hægt að finna sjúklinga áður en þeir fóru að smita og veita þeim viðeig- andi meðferð. Við þetta fækkaði berklatil- fellum. Það var þó ekki fyrr en eftir 1950, þegar lyfjagjöf hófst fyrir alvöru, sem berkl- ar hættu að vera heilbrigðisvandamál. Þeir eru þó alls ekki útdauðir á Islandi því enn greinast að meðaltali um 20 tilfelli á ári, þar af 4 af smitandi lungnaberklum. Flestir | þeirra eru komnir yfir sextugt og hafa að öll- J um líkindum fengið bakteríuna í sig á unga aldri. En Vífilsstaðir þjóna nú öðrum sjúk- lingum með annars konar lungnasjúkdóma. Þakið er hrunið af leguskýlinu og sú reynsla og sá heimur sem fylgdi hælinu verður bráð- um ekki til nema á bókum. Berklahælið a Vífilsstöðum var tekið i notkun árið 1910. Húsið var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni en hann var sjalfur berklaveikur og lést a hælinu á besta aldri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.