Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 19. júlí 1990 bridcpe Blekkiígjafir eru iðja sem ætti að stunda í hófi ef hún á að ná til- gangi sínum. Vandinn er að finna réttu stundina: Ef okkur tekst að tæla sagnhafa til dæmis þarf að varast að afvegaleiða félaga i leið- inni. Spil vikunnar sem kom upp í rúbertu veitti mér ómælda ánægju. ♦ K98 V 974 ♦ G103 ♦ ÁKD10 ♦ 653 ♦ ÁD10742 VAKD10 V 2 ♦ 852 ♦ 64 •¥•953 ♦ 8762 ♦ G ' V G8653 ♦ ÁKD97 •Í.G4 NS á, norður gefur og opnunin er 1-lauf. Makker 1-spaði og suður krafði með 2-hjörtum. Pass virtist mér tilvalið á vesturspilin, byrjun- in lofaði góðu og enn betri tíð virt- ist í vændum. Sú varð reyndin. Norður gaf 2- grönd, suður sagði frá tígullitnum og norður velti í 3- hjörtu. Allt skynsamlegar sagnir en suður brást nú þegar hann valdi hjartageimið. Nú gat ég lagt sögn í belg með dobli. Eg spilaði út spaða-6, félagi fékk á drottningu og sendi tromp til baka af talsverðri slægð, suður lét lágt spil og mér virtist augnablikið tilvalið til að fórna drottningunni, félagi fyndi vart fyrir blekking- unni en þið getið ímyndað ykkur áhrifin ásagnhafa. Hanntrompaði spaðaframhaldið og spilaði trompi hvergi banginn, lágu þau ekki 3—2? Samningurinn hrundi nú eins og spilaborg. Eg hirti öll trompin og átti enn spaða til að koma makker mínum inn, sem þýddi fjóra slagi í viðbót í vörn- inni. 6 niður doblaðir á hættunni gáfu 1700 og til að strá salti í sárið krafðist ég 100 í bónus fyrir tromp- hámennina! Suður gat sjálfum sér um kennt að tryggja sig ekki fyrir áfallinu. Ekki að reyna að sleppa einn nið- ur, heldur að sætta sig við átta slagi með því að fara í tígulinn og vera þannig skrefi á undan vörninni. skok Önnur heimsókn til Parísar Þegar Morphy kom til Banda- ríkjanna vorið 1859 var honum tekið með kostum og kynjum eins og fyrr er getið og honum haldnar miklar og glæsilegar veislur. Kalla mátti að Bandaríkin stæðu á önd- inni, svo mikill var ákafinn við að hylla þennan unga snilling. Til greina kom að hann settist að í New York til að stunda þar lög- fræðistörf en ekki varð af því, heima í New Orleans biðu móðir hans og aðrir nákomnir ættingjar eftir honum. En hann var ráðinn til þess að rita þætti um skák í dag- blað sem þá var í miklum metum í New York: THE NEW YORK LEDGER. Þar skýrði hann skákir úr hinu fræga einvígi La Bour- donnais við Macdonnell. Ekki urðu ritstörf hans mikil fyrirferðar og féllu dálkarnir niður áður en langt leið. Morphy var snjallari við að tefla en að rita um skák. Hins vegar var þá þegar farið að skrifa bækur um Morphy. Þar reið fyrst- ur á vaðið Löwenthal, en nokkru síðar kom út í Þýskalandi bók eftir Max Lange. Fleiri rit komu í kjöl- farið á ýmsum tungum og eru þær bókmenntir orðnar miklar að vöxtum. Þar gnæfir hæst bók sú er ungverski stórmeistarinn Geza Maróczy skrifaði um Morphy á þessari öld, þar sem hann birtir allar skákir undramannsins með ítarlegum og vönduðum skýring- um. Eftir að Morphy kom heim til New Orleans kom andleg bilun hans smám saman í Ijós. Hún lýsti sér sem ofsóknarótti á þröngu sviði, en heilbrigður virtist hann að öðru leyti. Um þetta hefur tals- vert verið ritað, en erfitt er að geta sér til um orsakir. Sumir hafa leit- að þeirra í framkomu Stauntons við Morphy, telja að sárindin hafi búið um sig í honum og valdið þeirri óbeit sem hann smám sam- an virtist fá á skák. Einnig er hugs- anlegt að þrælastríðið hafi haft einhver áhrif, Morphy var þar á öndverðum meiði við flesta granna sína í Suðurríkjunum. Hann ferðaðist til Evrópu árið 1863 er stríðið stóð sem hæst og dvaldist í París nokkra mánuði Þar var hann ófáanlegur til að tefla opinberlega en tefldi smá- vegis Við vini sína, einkum Arnous de Riviére sem var einn af fremstu skákmönnum Frakka þá og næstu árin. Hér kemur ein þeirra skáka er þeir tefldu þá: Riviére — Morphy 1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Rf6 Þessi byrjun er ýmist kölluð tveggja riddara tafl eða prússnesk- ur leikur, líklega vegna þess að henni eru fyrst gerð rækileg skil í hinni miklu handbók Bilguers. Ýmis afbrigði hennar eru afar flók- in og búa yfir vandamálum sem enn hefur ekki verið greitt úr. 4 Rg5 Hér er einnig oft Ieikið 4 d4 og er sú leið kennd við Max Lange, þýskan skákmann er rannsakaði hana rækilega á nítjándu öld. 4 - d5 5 ed5 Ra5 6 d3 Þetta var algengt á nítjándu öld, en nú er oftast leikið 6 Bb5+ 6 — h6 7 Rf3 e4 8 De2 Rxc4 9 dc4 Bc5 10 h3 0-0 11 Rh2 Rh7 12 Rd2 f5 13 Rb3 Bd6 14 0-0 Bxh2+ 15 Kxh2 f4! 16 Dxe4 Rg5 17 Dd4 Rf3 + ! 18 gf3 Dh4 19 Hhl Bxh3 20 Bd2 Hf6 og hvít- ur gafst upp. Morphy að tefla við Riviére. krossgátan HúÐPOKt'^ KfiLL fóörup Bilua/ M£IKu8 T/ þHKKT r " FLU&A tapaa " M'flkMUfí' ÍK bCiAp SKO.0N LfíLfí&A Kj'fídt HP/Efí- AST SVél É mmM n, 0 i (? UMOfíntS- STAP/fí fíLLTAF n 1 b HfíSifíKA KDFAST SVfifí Æ'íjMAR L'itill m RfíOfíP miaod fJÖLDt |H^Ml | HA&- HZuifoTT s í ' í: LfíPPA 10 'OTTAST QlLfíBAfí OFd y /AdAST 1 m /? Gbe fí/rr - -//ISA r> jýlÝjý þtGfíR V T'll/01 13 QfítP- ir/A M fír/rtS- rffífd k/A&6a WM JLAm3 ; I qh'ok 'tim Húd- ir/Gufí 11 dflFtis ‘ÖttLAGA- ■W PoPrt 5' KÚQtfí < Wíííí m, K 8M C'ATÆK H &AT PÍP- KMAfí. h ysKdi S L t 1 1 úUúfuk 'pHu'oB F, E L A Gt UfíHT GíáFu. 'lL'fíT SF-T1 Uíúi 'W% m a DfítlFA s ‘fíLPflST :wz ft rfi iim HA&fí- fífíi > f t HOku. lii/tfít IS P'fíPS 1 WFTOGAÓt Kyfíte EKKI QACd- mv L.F-&U ti PSILA U II PurWfAf BPíaKA ú GLoG&aR, jo'JcHM gjjgg M/rtrJK- Afíl :VW uTfiKT vm 2 KJfífTufí MULDUÉ. (fí r/tKl GíA LG( l TurJGf Fu&l r> ZV lvkt Eir/S GAGrJ Tu-NGA 'tf.pt H? - TfíYLLT 12 'fíTT FU'oTAÚ TTGV. 1 ÍPtMftA 'tflfí'OTT/t- FkLAfí b ■ KfflMPfí SPIL f/íí )fí 3 /Sö Mftfí. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 17 18 19 20 21 22 Verölaunakrossgáta nr. 94 Skilafrestur er til 28. júlí og í verölaun er sú margslungna skáld- saga Guðbergs Bergssonar Leitin að iandinu fagra, sem Mál og menning gefur út. Utanáskriftin er: Pressan — krossgáta nr. 94, Ár- múla 36 Reykjavík. Dregid hefur verid úr réttum lausnum á krossgátu nr. 92. Málshátt- urinn sem myndadi lausnarordin er Kapp er best með forsjá. Vinningshafinn er Sólveig M. Magnúsdóttir, Álfaskeiði 74, 220 Hafnarfirði. Fœr hún senda bókina Hverjum klukkan glymur, eftir Ernest Hemingway. 12 13 14 15 16

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.