Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 25

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 19. júlí 1990 25 sjúkdómar og fólk Getnaðarvarnir Árið 1929 kom út hjá Nútíma- útgáfunni bókin Hamingjusamt hjónaband og takmörkun barn- eigna eiftir Michael Fielding með formála eftir H.G. Wells. í bókinni er rakið á myndrænan hátt af hverju fólk reynir að takmarka barneignir sínar. En aðferðirnar sem bókin lýs- ir til að takmarka barneignir eru ekki margar. Höfundurinn ræðir um „örugga tímabilið" sem þó er engan veginn öruggt, vegna þess að fæstir vita hvenær konan er í mestri hættu. Onnur aðferð sem doktor Fielding minnist á er „coitus inter- ruptus", en þá dregur karlmaður- inn liminn úr leggöngum konunnar, áður en sáðlát verður og reynir þannig að koma í veg fyrir þungun. Höfundurinn telur þessa aðferð ákaflega óörugga og erfiða í með- förum. Höfundurinn bendir á tvær aðferðir til getnaðarvarna, sem fólk geti notað með einhverjum árangri, þ.e. gúmmíhettuna og hattinn (pessar) og svo smokkinn, (con- dom). Þessar aðferðir ráðleggur liann að nota með sæðisdrepandi kremi eða áburði. Hann kallar sáð- frumurnar stöðugt sæðisdýr sem sýnir hversu hættulegar hann telur frumurnar vera. Þessi litla bók sýnir glögglega vandræði forfeðra okkar og -mæðra sem áttu erfitt með að njóta kynlífs eins og við teljum eðli- legt vegna skorts á nothæfum eða handhægum getnaðarvörnum. Saga getnaöaruarna Mannkyn hefur um aldir leitað eftir einhverjum ráðum til að koma í veg fyrir barneignir. Á gömlum egypskum papyrushandritum frá 1850 f.Kr. er mælt með krókódíla- mykju, sem notuð skuli sem hetta ásamt hunangi upp í leggöngin. Kín- verjar ráðlögðu konum að taka inn margs konar málma eins og kvika- silfur eða blý til að forðast þungun. Menn gerðu sér hettur úr alls konar efnum og vættu svampa í margs konar vökva og stungu í leggöngin; blönduðu saman jurtum og öðrum efnum sem drepa áttu sæðisfrum- urnar. En árangurinn var ærið mis- jafn. íslensk þjódtrú um getnaöaruarnir Ef hjón vildu ekki eignast börn á Islandi átti annað hvort þeirra eða bæði að gera skinnsprettu á annan kálfann og láta þar ögn af kvikasilfri og græða svo fyrir, samkvæmt þjóð- trúnni. Önnur ráð til að takmarka barneignir voru einkum ætluð kon- unni. Hún á að: 1) taka legið úr ungri geit, sem aldrei hefur fengið og bera það á sér innan klæða, 2) drekka hrútshland, 3) taka fræin af túnsúru og bera þau í litlum poka við vinstri nára. Ein aðferðin var að vekja með konunni óbeit á samförum. Þá átti að taka sköndulinn af gömlu nauti og þurrka hann og steyta í duft. Þetta átti að blanda í vín og gefa konunni og gera hana þannig frá- bitna allri lostasemi. Nýrri aöferöir Þær getnaðarvarnir, sem eru að- gengilegastar ungu fólki eru pillan og smokkurinn og lykkjan. Pillan eða lykkjan eru langbestu varnirnar fyrir þá sem lifa reglulegu kynlífi, en smokkurinn þegar um stöku kyn- mök með löngu millibili er að ræða. Getnaðarvarnapillan kom á mark- aðinn á 7da áratugnum og milljónir kvenna um allan heim hafa notað hana sem getnaðarvörn. Það voru þeir læknarnir Gregor Pincus og John Rock sem þróuðu fyrstu pill- una, sem þeir reyndu fyrst á konum á Haiti og í Puerto Rico. Árangurinn var sláandi, þunganir minnkuðu um 96% hjá þeim konum sem tóku þátt í rannsókninni og eftir það hélt pill- an innreið sína í milljónir svefnher- bergja um allan heim. í pillunni eru kvenkynshormón, annaðhvort östrogen og progesteron í ákveðnu magni eða einungis pro- gesteron. Pillan hindrar myndun og losun stýrihormónanna frá heila- dinglinum og stöðvar þannig egg- losið. Progesteron hefur áhrif á slímhimnur legsins og kemur í veg fyrir að þær vaxi og geti tekið við frjóvguðu eggi og auk þess verður slímið í leghálsinum þykkara og sáð- frumur eiga erfitt með að komast upp í legið. Menn hafa reynt að finna þá blöndu sem nær tilætluðum árangri með sem minnstu hormóna- magni. Aukaverkanir af pillunni hafa mikið verið til umræðu; liðlega 150 milljónir kvenna um allan heim hafa notað pilluna reglulega undanfarna áratugi, svo mikið er búið að rannsaka áhrif hennar og aukaáhrif. Langflestar konur virð- ast þola pilluna ágætlega en notkun hennar krefst samviskusemi og ákveðni. Líkamleg langtímaáhrif pillunnar virðast lítil en hún hefur haft gífurleg áhrif á líf og stöðu kvenna á síðustu áratugum og gert þeim kleift að stjórna frjósemi sinni betur en áður var mögulegt. Hún hefur auðveldað konum að skipu- leggja líf sitt og fresta barneignum til að ná ákveðnum markmiðum, mennta sig og berjast til valda í sam- félaginu, en jafnframt lifa því kynlífi sem þær sjálfar kjósa, án ótta við ótímabæra þungun. Smokkurinn Smokkurinn á sér gamla sögu, og er talið að Gabriel Fallopius, læknir á 15du öld hafi fundið hann upp. Fyrstu smokkarnir voru gerðir úr þörmum dýra en nútímasmokk- urinn er úr gúmmíi, sem rúllað er uppá liminh rétt áður en samfarir hefjast. Smokkurinn er ódýr getn- aðarvörn, sem hefur marga kosti, menn eru fljótir að setja hann á sig, hann hefur engin áhrif á líkams- starfsemi eins og pillan og rétt not- aður smokkur er mjög örugg getn- aðarvörn. Helstu gallar eru, að ákveðin tilfinning fyrir snertingu glatast í samförunum, og mörgum finnst óþægilegt að setja á sig smokk rétt áður en þeir byrja. Smokkurinn hefur fengið nýja þýð- ingu á tímum alnæmis og annarra sjúkdóma sem smitast við kynmök og er góð vörn gegn slíku og hver karlmaður sem hefur samfarir við sér ókunnan rekkjunaut ætti að hafa verju við hendina. Kona á líka að krefjast þess, að karlmaður sem hún ætlar að sofa hjá og þekkir ekki, setji upp smokk. Lykkjan Lykkjan er lítill hringur eða vafningur úr plasti og kopar sem settur er uppí legið til að koma í veg fyrir að þungun geti átt sér stað. Það voru tveir menn sem uppgötvuðu lykkjuna, þeir W. Oppenheimer í Israel og Tenrei Ota frá Japan. Lykkjan er sett upp í gegnum leg- hálsinn og skilin eftir í leginu. Allar lykkjur hafa smáþráð sem hangir út fyrir leghálsopið og niður í leggöng- in svo konan getur sjálf þreifað eftir að lykkjan sé á sínum stað. Lykkjan er nokkuð örugg getnaðarvörn og ákaflega þægileg vegna þess að konan þarf ekki að hafa af henni neinar áhyggjur, eftir að læknirinn er búinn að koma henni fyrir. Skipta þarf um lykkju á 1—2ja ára fresti. Ekki er vitað með vissu, hvernig lykkjan kemur í veg fyrir þungun, en talið er, að frjóvgað egg geti ekki sest innan í legslímhimnuna þegar lykkjan er þar fyrir. Lykkjan hefur ákveðna ókosti, stundum dettur hún út, sumar konur hafa óþægindi af lykkjunni, eins og blæðingar og verki, og konur geta fengið sýkingu í legið. Stöku sinnum verða konur þungaðar þrátt fyrir lykkju, svo hún er ekki eins örugg og pillan. Áhrif getnaöaruarna Öruggar getnaðarvarnir síðustu áratuga hafa gjörbreytt allri kyn- hegðun á Vesturlöndum og afstöðu fólks til kynlífs. Alnæmisumræðan hefur haft ákveðin áhrif á kynlífs- hegðunina en pilla/lyickja/ smokkur hafa gert fólki kleift að stjórna frjósemi sinni betur en nokkru sinni hefur verið kleift. Nú- tímafólk ætti að setja sig í spor for- feðra okkar og -mæðra sem nutu forboðinna ávaxta af trjám ástarinn- ar og lifðu í sífelldum ótta við óvel- komna þungun. Fáir læknar hafa átt jafn ríkan þátt í að minnka óttann i svefnherbergjunum og þeir Pincus, Rock, Fallopius, Oppenheimer og Ota. Þeir ættu það skilið, að sem flestir hugsuðu til þeirra með þakklæti og virðingu, þó ekki væri nema stöku sinnum að aflokinni óttalausri fullnægingu. ÓTTAR GUÐMUNDSSON f lófalestur á heimavelli VILTU LÁTA LESA ÚT ÞÍNUM LÓFA? AMY Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af hægri lófa ENGILBERTS (örvhentir Ijósriti þann vinstri) og skrifaðu eitthvert lykilorð aftan á blöðin, ásamt upp- lýsingum um kyn og fæðingardag. Utan- áskrift PRESSAN — lófalestur, Armúla 36, 108 Reykjavík. í þessari viku: Tvíburi (kona, fædd 11.6. 1974) Þetta er bjartsýn og hlýleg ung stúlka, sem er bæði fórnfús og skyldurækin, en hana skortir svo- lítið sjálfstraust. Hún hefur sterk tengsl við æskuheimili sitt og þannig mun það vera áfram. Hún er „jafnvægiskennd" að eðlisfari og verður hraustari sem fullorðin kona en á æsku- og ung- lingsárum, því sem barn hefur hún líklega verið fremur þreklítil. Þetta getur raunar átt við um andlegt þrek engu síður en líkamlegt og bent til að hún taki hlutina of nærri sér. Hún lætur tilfinningarnar stjórna sérfremuren skynsemina, þegar sambönd við karlmenn eru annars vegar. Um tvítugt hefur hún að öllum líkindum möguleika á að bindast (sambúð/gifting), en hún eignast ekki mörg börn — lík- eitt eða tvö. Líf þessarar stúlku verður frem- ur rólegt, stöðugt og í jafnvægi. Það ætti vel við hana að vinna í tengslum við börn eða unglinga. Hún hefur þörf fyrir að láta vernda sig, en vill einnig sjálf vernda aðra. Rabarbarabaka Nú er kominn sá tími sumarsins þegar rabarbarinn er orðinn vel sprottinn og margar húsmæður eru áreiðanlega búnar að gæða heima- fólki sínu nokkrum sinnum á rab- arbaragraut eða súpu í eftirrétt eftir bragðmikinn og þungan kjötrétt einhvern sunnudaginn. Rabarbara- grautur á vorin flytur okkur einmitt léttleika og ilm sumarsins sem ætti að setja svip sinn á allt okkar líí þennan árstíma, jafnt í mataræði sem öðru. Margir sjóða rabarbarasultu til ýmissa nota, og þá er einmitt rétti tíminn að gera það í júní eða fyrri hluta júlí meðan rabarbarinn er safamikill og ekki farinn að vaxa úr sér eða tréna. Þá er hann einmitt ljúffengastur. Rabarbarasulta þykir sumum ágæt með steiktu kjöti, aðr- ir hafa hana með kexi, ágætt er að blanda henni saman við berjamauk til drýginda innan í pönnukökur eða saman við annað ávaxtamauk í ýmsa eftirrétti eða kökur, svo sem eplaköku, furstaköku eða hjóna- bandssælu. Eplabitar, soðnir í sykurvatni, eru ágætir á botninn í ábætisskálina þegar við búum til ,,triflé“ t.d. blandaðir öðrum ávöxtum. Hér kemur uppskrift að eftirrétti sem er bæði einfaldur og fjótlegur: Rabarbara-eplakaka í móti: Um 500 g grannir rabarbaraleggir, 2—3 epli, 3 egg, 1 bolli sykur, 3 msk hveiti (má vera meira), 100 g möndl- ur eða kókosmjöl, þeyttur rjómi borinn með eða ís. Rabarbarinn þveginn og brytjað- ur frekar smátt, raðað á botninn í eldfast fat, sem smurt er innan. Epl- in afhýdd og rifin yfir rabarbarann. Eggin þeytt með sykrinum, hveitinu og kókosmjöli eða möndlum bland- að saman við og hellt í mótið. Sett í ofn og bakað í 35—40 mín. við um 175° C. Kakan borin fram volg með þeyttum rjóma eða ís. Þessi kaka er ágæt bæði sem eftirréttur og einnig á kaffiborð. Þegar búin er til eplakaka í skál úr eplamauki og brauðmylsnu, svo- kölluð Bóndadóttir með blæju er tilvalið að setja rabarbara saman við eplamaukið. Veljið þá einnig fín- gerða og granna leggi, þeir eru mildari og betri á bragðið og sjóöið þá augnablik, skorna eins og eplin í örlitlu sykurvatni. Kælið síðan svo- lítið og leggið þetta í ábætisskál í lögum á móti tvíbökumylsnu eða góöri kökumylsnu, skreytið svo skálina að ofan með þeyttum rjóma eða berið hann eða ís með. Þegar nógur rabarbari vex í garö- inum hjá okkur getum við vel leyft okkur að skera neðri hluta leggj- anna og nota í svona kökur til drýg- inda með eplum, en sjóða þá venju- lega rabarbarasultu eða jafnvel saft úr efri hluta þeirra. Hinn Ijósi neðri hluti leggjanna er mildari og betri á bragðið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.