Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 19. júlí 1990 23 örgfvins, IVÍst^dLsilGn u, Óiafs JVKagrk usar ^örmlu góðu Reyfejcizjík millistríöscírcinnci. m m og Onnu HdgnM — Aldís Schram: „Ekkert gefur meiri völd en aö lata einhvern eiska sig að sjálfsögðu þarf það að vera með samþykki hins, hvort sem maðurinn eða konan tekur það að sér.“ Það hefur alltaf verið mikill umgangur á heimili Aldísar í Sörlaskjólinu og það hefur ekki minnkað eftir því sem barna- börnunum hefur fjölgað. En það kom stundum fyrir — sérstak- lega áður fyrr — að brjóta þurfti reglurnar. ,,Einu sinni sátu hérna hjá mér konur sem höfðu verið í kaffiboði þannig að ég hafði ekki komist í að hafa til matinn. Ellert kemur heim og er eitthvað að flýta sér. Ætlar að fá matinn á sínum tíma og fara svo eitthvert annað — kannski í fótbolta. Hann gengur inn í stofu og segir svo þegar hann er búinn að heilsa öllum konun- um: ,,Er ekki maturinn til, mamma?“ Þetta fór svolítið í mig en þá voru þetta reglurnar og hann gat ekki skilið, krakkinn, að mamma gæti brotið reglurnar. Þær komu manni stundum í koll, manns eigin reglur." Aldís segir að sér hafi helst fundist erfitt að vera með börnin þegar þau voru ung en hún hafi farið að uppskera þegar krakk- arnir komu heim með kunningja og vini og höfðu hana með í umræðum. ,,Það opnast fyrir manni nýr heimur. Umtalsefnið á heimilinu verður annað og á víðara sviði. Eg var heppin að ég eignaðist tengdasyni og tengdadætur sem komu með ný viðfangsefni til að tala um. Já, ég tek þátt í umræðunum og er svo heppin að þetta unga fólk vill hafa mig með. Eg minnist þess hvað ég var undrandi þegar Jón (Baldvin Hannibalsson) gaf sér tíma til þess að hlusta á hvað ég hafði að segja. Það gaf mér afskaplega mikið." Börn þeirra Aldísar og Björgvins hafa mörg farið í pólitík eins og menn þekkja. En þau hafa farið hvert í sína átt í þeim efnum. ,,Hér hefur aldrei verið rifist um pólitík og það finnst mér skynsamlegt. Við Björgvin vorum upphaflega ekki af sama stofni, ég var komin af alþýðuflokksfólki." Þegar Aldís var nýgift vildi tengdapabbi hennar að hún kysi Sjálfstæðis- flokkinn í bæjarstjórnarkosningum og sagði við hana: „Ef þú kýst ekki rétt þá ert þú ekki vina mín." „Hann fór nú svona pent í þetta,“ segir Aldis. „En ég er það sem foreldrar mínir voru og því skyldi ég ekki styðja þeirra málstað?“ Ekki kaus Aldís Sjálfstæðisflokkinn í það sinn. Hinsvegar gat hún með góðri samvisku kosið þann flokk þegar sonurinn bauð sig fram því alþýðuflokksmaðurinn bróðir hennar, Jón Brynjólfsson, sagði að henni væri óhætt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn því Bjarni Benediktsson hefði breytt flokknum. Bryndís reyndi að fá móður sina til að fara í menntaskóla með sér þegar hún var að læra því Aldís hefur alltaf séð eftir því að fara ekki í menntaskóla á sínum tíma. „En þá var ég ófrísk og ég vildi ekki fyrir nokkurn mun fara ófrísk upp í skóla.“ Hins vegar var hún við nám í öldungadeildinni í Hamra- hlið 1983 og átti eina önn eftir þegar Björgvin átti við veikindi að stríða og hún gat ekki klárað námið. Núna finnst henni hún vera of fullorðin til að standa í að Ijúka menntaskólanum, þó geymir hún enn punktana sína. Hún lætur sér nægja það upp- lýsingastreymi sem fylgir ungu fólki og miklum umgangi á heimilinu. Aldís segist hafa hætt að stússast í félagsstarfi eftir að hún varð sjötug en nú stundar hún bridds af krafti og spilar hjá Briddsfélagi kvenna á þriðju- og fimmtudögum. Þess á milli spilar hún rommí og ólsen, ólsen við barnabörnin. „Tíminn líður svo fljótt og allt í einu færist ellin yfir. En það hefur verið lán yfir þessu heimili, meira af gleði en öðru. Við höfum losnað við stórar sorgir og áföll og það er svo mikils virði. Manni finnst að timinn hafi liðið svo óskaplega fljótt og maður sér mest eftir því að þetta skuli allt saman vera að verða búið. Þó endurlifir maður gleðina í gegnum það að vera með þessum litlu börnum en þau koma mikið til mín. Þá upplifir maður aftur þessi ungu ár. Við eigum 27 barnabörn og 3 barna- barnabörn, það fjórða er á leiðinni. Já, þetta er stór fjölskylda." Aldís segist ekki þurfa á jafnrétti að halda því hún hafi ekki viljað fást við annað en að koma börnunum sínum til manns. „Hugsaðu þér þá hamingju að vita til þess að ekkert stóróhapp hefur komið fyrir öll þessi börn, og hvað maður má vera þakk- látur þegar maður hugsar um það.“ Aldís veit hvað hún má vera þakklát því hún kynntist sorginni af eigin raun þegar hún missti bræður sína. Hún segist skilja vel þegar Laxness skrifi að fátt sé ungum börnum jafn hollt og að missa móður sína, því bræður hennar voru henni svo kærir. Hún segir líka að hún vilji ekki jafnrétti því karlmenn hafi alltaf borið sig á höndum sér. „En hafi ég sagt þér nógu vel frá mínu lífi þá hafa karlmenn borið mig á höndum sér, bræður mínir báru mig á gullstól, lyftu mér upp, pabbi minn tók mig á hné sér og ég hef ekki sagt nógu vel frá því hvaö maðurinn minn hefur borið mig á höndum sér. Synir mínir allir, þeir elska mig og hvað get ég beðið um meira? Það er ekkert sem gefur meiri völd en að láta einhvern elska sig.“ Kaffið er búið en suddinn úti er einhvernveginn ekki eins svartur og áður. Það lýsir nefnilega upp tilveruna að kynnast jákvæðu fólki.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.