Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 27

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 27
r,C(. | (!u( ,2r VJOSbutmrnH Fimmtudagur 19. juli 1990 kvikmyndir helgarinnar FIMMTUDAGUR 19. júlí Stöö 2 kl. 22.15 STJÖRNURYK *** (Stardust Memories) Bandarísk bíómynd frá 1980 Leiksljóri: Woody Allen Aöalhlutverk: Woody Allen, Charlotte Rampling og Jessica Harper Woody Allen leikur hér kvikmynda- gerðarmann sem svipar mjög til hans sjálfs. Hann er heimskunnur fyrir gamanmyndir sínar en afræð- ur að snúa við blaðinu og gera eina kvikmynd sem er alvarlegs eðlis. Sú fær heldur dapurlegar viðtökur og leitar kvikmyndagerðarmaðurinn þá huggunar hjá þremur ólíkum ást- konum sínum. Myndin gerist að mestu á helgarnámskeiði í kvik- myndun þar sem leikstjórinn er um- kringdur nemum, skyldmennum, aðdáendum og öðrum skrautlegum náungum sem veita honum engan frið. Meinhæðin og brosleg mynd um frægð og frama í Ameríku. Stöð 2 kl. 23.40 ÓÞEKKTI ELSKHUGINN *** (Letters To An Unknown Lover) Bresk/frönsk bíómynd frá 1985) Leikstjóri: Peter Duffel Adalhlutverk: Ralph Bates, Mathilda May og Cherrie Lunghi Fremur óvenjuleg en þó ófrumleg spennumynd sem gerist í Frakk- landi á árum síðari heimsstyrjaldar- innar. Trúverðug frásögn af lífi flóttamanns og sambandi hans við tvær konur. Andrúmsloftið undir hernámi nasista kemst vel til skila en eitthvað vantar á svo myndin geti talist verulega áhugaverð. FOSTUDAGUR 20. júlí Stöö 2 kl. 21.20 í BRIMGARÐINUM * (North Shore) Bandarísk bíómynd frá 1987 Leikstjóri: Randal Kleiser Adalhlutverk: Matl Adler, Gregory Harrison og Nia Peeples Hér segir frá ungum dreng sem hef- ur mikið dálæti á brimbrettaíþrótt- inni og flytur til Hawaii til að leita sér frægðar og frama. Drengurinn kemst fljótlega í kynni við unga inn- fædda stúlku á eynni. Svo blandast þetta saman í unglingaformúlunni; barátta piltsins í keppni við þá fremstu í brimbrettasiglingum með undurljúfum ástarsenum á suð- rænni strönd. Slöpp mynd að öllu leyti nema hvað kvikmyndatakan í brimgarðinum er hrífandi. Ríkissjónvarpiö kl. 22.10 ÁMÓRKUM LÍFS 0G DAUÐA ** (Vital Signs) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1986 Leikstjóri: Stuart Millar Adalhlutverk: Edward Asner, Gary Cole, Kate McNeil og Barbara Barrie I þessari mynd segir frá feðgum sem báðir eru læknar en svo illa er fyrir þeim komið að annar er alkóhólisti en hinn fíkniefnaneytandi. Áhuga- verð saga sem ekki tekst að gera sannfærandi. í meðallagi í heildina. Stöö 2 kl. 23.20 ÁKVÖRÐUNAR- STAÐUR: G0BI **» (Destination Gobi) Bandarísk bíómynd frá 1953 Leikstjcri: Robert Wise Adalhlutverk: Richard Widmark, Don Taylor og Casey Adams Stríðsmynd sem fjallar um hóp veð- urathugunarmanna í deild banda- ríska flotans sem sendur er til Mong- ólíu í síðari heimsstyrjöldinni. Til- gangur ferðarinnar að senda þaðan veðurfréttir til aðalstöðvanna en Japanir gera mönnum lífið leitt. Þá kemur mongólskur ættbálkur til skjalanna og á eftir að reynast þeim betri en enginn. Óvenjuleg en held- ur þreytuleg mynd ef undan eru skildar hörkugóðar stríðssenur. Stöö 2 kl. 00.45 UNDIR BERLÍNAR- • MÚRNUM (Berlin Tunnel 21) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1981 Leikstjóri: Richard Michaels Adalhlutverk: Richard Thomas, Horst Buchholz og Jose Ferrer Nokkrir fífldjarfir náungar í Vestur Berlín leggja á ráðin um að grafa göng undir Berlínarmúrinn og frelsa vini sína fyrir austan. Þetta er nokkuð safarík spennumynd en stranglega bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 21. júlí Stöð 2 kl. 15.00 KYSSTU MIG BLESS ** (Kiss Me Goodbye) Bandarísk bíómynd frá 1982 Leikstjóri: Robert Mulligan Adalhlutverk: Sally Field, Jeff Bridges og James Caan Létt og skemmtileg gamanmynd með rómantísku ívafi um ekkju sem fær hinn látna eiginmann sinn í heimsókn þegar hún er að fara að gifta sig í annað sinn. Þetta kemur af stað spaugilegri atburðarás. Stöö 2 kl. 20.50 PRINSINN FER TIL AMERÍKU *** (Coming to America) Bandarísk bíómynd frá 1988 Leikstjóri: John Landis Adalhlutverk: Eddie Murphy, Arsenio Hall og Madge Sinclair Bráðsmellin gamanmynd þar sem Eddie Murphy fer á kostum í hlut- verki prins nokkurs sem heldur til Ameríku til að leita sér kvonfangs. Konungur faðir hans hefur valið honum eiginkonu, sem hefur frá barnsaldri fengið þjálfun í að þjóna prinsinum en hann vill sjálfur ráða nokkru um þetta, gerir uppreisn og heldur til New York. Formúlan er gamaldags og sígild, ástarsaga með góðum endi og við hæfi allra aldurs- hópa. Ríkissjónvarpiö kl. 22.40 SANNANIR VANTAR **1/2 (Body of Evidence) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1988 Leikstjóri: Roy Campanella 11 Adalhlutverk: Margot Kidder, Barry Bostwick og Tony Lo Bianco Þetta er verulega góð spennumynd sem segir frá konu sem gengst fyrir stofnun íbúasamtaka í bæjarfélagi sínu þar sem nokkur óhugnanleg morð hafa verið framin. Öllum fórn- arlömbunum svipar til hennar og hún telur sig hafa ástæðu til að ótt- ast um líf sitt. Stöö 2 kl. 22.45 EKKI MÍN MANNGERÐ **% (But Not For Me) Bandarísk bíómynd frá 1959 Leikstjóri: Walter Lang. Adalhlutverk: Clark Gable, Carroll Baker og Lilli Palmer Ástarsaga sem er nokkurskonar endurgerð myndarinnar Accent on Youth. Segir hér frá leikhúsmanni sem hafnar ástum ungs einkaritara þegar hann fellur fyrir annarri og fágaðri dömu. Geysimikið var lagt í þessa mynd og stórstjörnur fengnar í aðalhlutverk og allt gekk upp. Prýðisgóð afþreying. Stöð 2 kl. 01.10 MANNAVEIÐAR *' (The Eiger Sanction) Bandarísk bíómynd frá 1975 Leikstjóri: Clint Eastwood Adalhlutverk: Clint Eastwood, George Kennedy og Varnetta McGee Þetta er fyrsta myndin sem Clint Eastwood leikstýrði og reynir hann hér með slökum árangri að feta í spor James Bond myndanna. Sögu- þráðurinn býður þó upp á mikla spennu. Greinir þar frá njósnara sem þarf að koma upp um svikara innan eigin vinahóps. Djarflegar fjallgöngusenur í lok myndarinnar urðu til að afla henni nokkurrar frægðar á sínum tíma. SUNNUDAGUR 22.júlí Ríkissjónvarpið kl. 22.35 HRINGURINN ** íslensk kvikmynd frá 1985 Leikstjóri: Friðrik Pór Friðriksson Tónlist: Lárus Grímsson Hér er fjallað um hringveginn, þjóð- braut nr. 1. Kvikmyndavélin var tengd við hraðamæli bíls og smellti af einum ramma á hverjum tólf metrum sem eknir voru allt í kring- um landið. Þetta sérstaka framlag Friðriks Þórs vakti verðskuldaða at- hygli á sínum tíma. Gagnrýnendur gáfu henni góða umsögn: „skemmtileg og frumleg” — „nokk- uð einhæf á köflum, svona rétt eins og landslagið. En fyrir okkur sem aldrei nennum út fyrir malbikið, er þetta kjörið tækifæri til að sjá hring- inn á einu bretti" — „kyndug mynd og einstök.” Stöö 2 kl. 22.55 ÞINN ÓTRÚR... ** (Unfaithfully Yours) Bandarísk bíómynd frá 1984 Leikstjóri: Howard Zeiff Aðalhlutverk: Dudley Moore, Nastassja Kinski og Armand Assante Hljómsveitarstjóri grunar konu sína um að vera sér ótrú og afræður að stytta henni aldur. Þetta er gaman- mynd, verulega fyndin og skemmti- leg og ágætlega leikin en missir dampinn þegar á líður. reinwsi eftir Mike Atkinson nj ée OQ SVO j+EFUR tAJÓUKl M ÖLFYMSr-' 27 dagbókin hennar Hún amma á Einimelnum var nú snobbuð fyrir, en eftir að blöðin fóru að skrifa um rottuganginn í Hlíðun- um hefur hún verið bókstaflega óþolandi, manneskjan. Ömmu hefur alltaf dauðlangað til að stofna sérstakt félag fyrir fólk, sem vill halda Vesturbænum hrein- um og ómenguðum af pakki úr öðr- um rottumenguðum hverfum — hvað þá öðrum löndum. Þetta með rotturnar varð til þess að hún lét verða af því að setja auglýsingu í Moggann og hringja tvisvar í Þjóð- arsálina og húsið á Einimelnum troðfylltist. (Hún hélt stofnfundinn sko þar svo það bæri ekki of mikið á því, ef enginn mætti.) Og auðvitað var amma kosinn formaður félags- ins, sem heitir Áhugamenn um tæran Vesturbæ í Reykjavík (ÁTVR). Aðalbaráttumál félagsins er að láta girða Vesturbæinn af, eins og gert er í fínustu hverfunum í útlönd- um. Þar þarf maður að fara í gegn- um hlið með verði, sem hleypir manni bara í gegn ef hægt er að sanna að maður eigi erindi í eitt- hvað af fínu húsunum. (Mamma grét úr hlátri, þegar hún heyrði þetta. Hún segir, að amma sé galin, ef hún haldi að rotturnar í Hlíðunum taki mark á einhverjum borðalögðum verði! Þær séu svamlandi í klóakinu og komi einfaldlega klifrandi upp úr klósettinu, þó þær eigi ekki nokkurt sannanlegt erindi.) En amma er ekki bara að hugsa um rotturnar, þó þær hafi náttúrulega orðið til þess að hún sannfærðist endanlega um að önnur hverfi en Vesturbærinn væru ekki mannabústaðir. Hún hef- ur ekki síður áhyggjur af þessu með litaða manninn, sem er fluttur í hús- iö skáhallt á móti. Amma vissi svo sem að það væri slangur af súkkulaðibrúnu fólki í hverfinu, en henni var allri lokið þegar einn biksvartur fór allt í einu að slá grasið á móti. Eftir það má sú gamla ekki heyra á annað minnst en að loka Vesturbænum fyrir meng- andi áhrifum, hvort sem þau eru fjórfætt eða tvífætt. (Það hallæris- legasta er, að þetta var auðvitað enginn negri eða þannig. Þetta var bara kallinn, sem á heima í húsinu — nýkominn úr fríi á Spáni!) ÁTVR vill að Vesturbærinn verði sérstakt og alveg óháð ríki á íslandi, með sérstakt vegabréf og allt. Svo megi enginn selja húsið sitt nema einhver yfirnefnd samþykki þá, sem ætla að kaupa það. Mömmu finnst þetta alveg ágætt, þó hún sé full- komlega á móti þessu fasistafélagi (eins og hún kallar það). Hún segir, að þarna sé loksins kominn sama- staður fyrir alla mestu kverúlanta borgarinnar og þá séu þeir ekki að efna til ófriðar annars staðar á með: an. Svo segir hún að stefnumál fé- lagsins séu svo svakalega geðveikis- leg að það sé engin hætta á að liðið verði tekið alvarlega. En ég er ekki alveg jafnviss um að öllu sé óhætt. . . Amma á Einimeln- um getur verið svo sjúklega sann- færandi, þegar hún tekur sig til. Ég er viss um að hún hættir ekki fyrr en pabbi og mamma láta loka hana inni í mjúku herbergi á viðeigandi stofnun — og þá flyt ég sko úr landi. Maður getur ekki verið þekktur fyr- ir að eiga ömmu á hæli! (Mamma segir, að ég sé sjálf svo fordómafull út í andleg veikindi að ég eigi að vera heiðursfélagi í kverúlantasel- skapinu hennar ömmu. En hvað veit hún um stríðnina í vinum mínum!?)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.