Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. júlí 1990 9 STARFSMENN ASÍ OG STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Kristján Valdimarsson, framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæöis- flokksins. Kristín Halldórsdóttir, Dóra Hafsteinsdóttir, skrif- starfskona Kvennalistans. stofustjóri Alþýðuflokks- ins. NJÓTA LÍFEYRISRÉTTINDA HJÁ RÍKINU Flestir starfsmenn ASÍ og stjórnmálaflokkanna greiða lífeyrisiðgjöld til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en ekki til almennra lífeyrissjóða á samn- ingssviði ASI eins ogætla mætti. Þeirnjóta því ann- arra og að flestu Ieyti betri lífeyrisréttinda en um- bjóðendur þeirra. Fyrir þessu er áratugagömul heimild í lögum frá þeim tíma þegar lífeyrissjóða- kerfið var mjög ófullburða. En síðan hafa forsend- ur breyst mikið. EFTIR INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR Gárungar hafa haldið því fram að starfsemi Alþýðu- sambands Islands gefi oft tilefni til að ætia að samband- ið sé deild í stjórnarráðinu — sú þeirra sem fer með at- vinnu- og launamál. Þó skoð- unin sé e.t.v. galgopaleg, þá vex sannleikskjarni hennar fremur en hitt við vitneskj- una um að starfsmenn á skrif- stofu ASI eigi aðild að Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkis- ins. Það mun þó ekki vera nýtilkomið heldur eiga rót sína að rekja tii fimmta ára- tugarins þegar Jón Sigurðs- son var framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Vann hann um tíma hjá Pósti og síma og mun hafa haidið að- ild að lífeyrissjóði opinberra starfsmanna þó hann færi yf- ir til ASÍ. Sögulegar skýringar Þó starfsmenn ASl eigi rétt á aðild að Lífeyrissjóði starfs- manna rikisins þá er ekkert sem segir að þeir geti ekki fullt eins verið í lífeyrissjóði á sínu starfssviði t.d. Lífeyris- sjóði VR. Þannig mun því líka vera háttað með þá konu sem svarar í símann hjá Ai- þýðusambandinu en hún er tiltölulega ný í starfi. í samtali við Ásmund Stef- ánsson forseta ASÍ kom fram að ASÍ hefði í hyggju að breyta lífeyrissjóðsaðild starfsmanna sinna og þ.a.l. hefði fólk ekki verið ráðið inn á þeim skilmálum sem lögin heimila nú í nokkurn tíma. ,,Það getur hins vegar verið nokkuð snúið að vinda ofan af svona hlutum, sérstaklega gagnvart starfsmönnum sem hafa verið lengi í starfi. Þann- ig að það er ekki endanlega frá gengið með hvaða hætti það verður gert. En þetta verður aflagt," sagði Ás- mundur. Það kom jafnframt fram hjá Ásmundi að starfs- menn á skrifstofu ASÍ væru í mismunandi verkalýðsfélög- um þar sem flestir þeirra hefðu haldið fyrri stéttarfé- lagsaðild þegar þeir hófu störf hjá Alþýðusambandinu. Þar gæti hvort heidur sem er verið um að ræða stéttarfélög innan eða utan ASÍ. „Ekki samleið með öðrum starfshópum“ Eins og fyrr sagði eiga starfsmenn stjórnmálaflokka einnig rétt á aðild að Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins. Hefur því verið þannig háttað frá árinu 1975 en þá var gerð breyting á lögum um Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins. Þá munu hafa verið keypt rétt- indi eitthvað aftur í tímann fyrir þá starfsmenn stjórn- málaflokkanna sem höfðu verið lengi í starfi. Rökin fyrir lífeyrisaðild starfsmanna stjórnmála- flokkanna voru þau að þarna væri um að ræða „fámennan hóp sem ekki á fyllilega sam- leið með öðrum starfshóp- um", eins og sagði í greinar- gerð með lagafrumvarpinu. Var þess sérstakiega getið að pólitísk verðabrigði gætu valdið því að starf þeirra væri ótryggt, líkt og þingseta al- þingismanna, eðli starfsins væri sérstakt, vinnutími ekki bundinn og launakjör ýmiss konar óvissu háð. Allt þetta má auðvitað til sanns vegar færa en ekki verður annað séð en að það sama gildi um alla almenna launþega sem aðild eiga að almennum líf- eyrissjóðum. Það gildir auðvitað það sama um stjórnmálaflokkana og ASÍ; þó heimildin sé til staðar þá ber þeim engin skylda til að nota hana. Þeir munu þó flestir gera það. Hjá Sjálfstæðisflokknum er málum þannig háttað, sam- kvæmt upplýsingum Kjart- ans Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra flokksins, að aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins tengist í raun fjórum framkvæmda- stjórastöðum. Þær eru: fram- kvæmdastjóri flokksins, þingflokksins, fulltrúaráðsins og verkalýðsráðsins. Aðrir starfsmenn á skrifstofu flokksins eru í Lífeyrissjóði VR. Kristján Valdimarsson framkvæmdastjóri AI- þýðubandalagsins og Dóra Hafsteinsdóttir skrifstofu- stjóri Alþýðuflokksins sögðu að sú regla gilti hjá þessum flokkum að ailir starfsmenn þeirra ættu aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins nema þeir óskuðu sjálfir eftir einhverju öðru. Hjá Kristínu Halldórsdótt- ur hjá Kvennalistanum fengust þær upplýsingar að þar hefðu starfskonur ýmist verið í Lífeyrissjóði verslun- armanna eða í Söfnunar- sjóði lífeyrisréttinda. Ekki fengust upplýsingar um líf- eyrissjóðamál starfsmanna annarra stjórnmálaflokka þar sem skrifstofur þeirra voru lokaðar vegna sumar- leyfa. Ríkið greiðir verðbætur Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem eru í almennum lífeyrissjóð- um eru að ýmsu leyti ólík. Þar munar kannski mest um mismunandi aðferðir sem notaðar eru við útreikning eftirlauna. Eftirlaunaréttur opinberra starfsmanna miðast við það starf sem viðkomandi gegndi síðast eða það starf hans sem hæst var launað síðustu 10. árin fyrir töku eftirlauna. Það þarf varla að fjölyrða um það að algengast er að menn gangi upp í stöðum og laun- um með hærri starfsaldri. Hjá almennu launafólki miðast eftirlaun aftur á móti við ið- gjaldagreiðslur til viðkom- andi lífeyrissjóðs og þó að þær séu kannski orðnar nokkuð háar við starfslok, þá er ekki þar með sagt að þær hafi verið það allan starfsald- urinn. Þá er iðgjaldaskylda í Lífeyrissjóði starfsmanna rík- isins ekki nema 32 ár þannig að sá sem byrjar að greiða þangað 25 ára gamall hættir því við 57 ára aldur en heldur þó áfram að ávinna sér rétt- indi. Makalaun munu líka vera heldur betri hjá opinber- um starfsmönnum en al- mennu launafólki en örorku- lífeyrir hins vegar vera lakari. Lífeyrisgreiðslur úr Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins eru verðtryggðar. Lífeyris- sjóðurinn ávaxtar auðvitað fé sitt eftir þar til gerðum leið- um en það sem upp á vantar að eftirlaunin haldi verðgildi sínu greiðir launagreiðand- inn. Á þessu er þó ein undan- tekning og hún varðar stjórn- málaflokkana. Sagði Hauk- ur Hafsteinsson, forstöðu- maður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að fjármálaráðuneytið greiddi verðbætur á eftirlaun starfs- manna stjórnmálaflokkanna og er áætlað fyrir þeim á fjár- lögum á hverju ári. Upphæð- in sem þarna er um að ræða mun vera um 2,5 til 3 milljón- ir á ári. Breyttar forsendur I ljósi alls þessa þarf engan að undra þó starfsmenn stjórnmálaflokka og ASÍ hafi ekki gengið fram fyrir skjöldu í því að breyta lífeyris- sjóðsaðild sinni. Hagsmunir þeirra eru betur tryggðir hjá Lífeyrissjóði starfsmanna rík- isins en í þeim sjóðum sem til- heyra Sambandi almennra lífeyrissjóða, en þeir starfa á samningssviði ASÍ. Það fyrirkomulag sem hér hefur verið sagt frá á sér sögulegar skýringar og er í samræmi við gildandi lög. Að því leytinu til er ekkert viö því að segja. Hitt er svo aftur annað mál hvort lögin séu eðlileg miðað við þær for- sendur sem ríkja í dag. Allt launafólk á rétt á og ber skylda til að vera í lífeyris- sjóði en hvorugu var til að dreifa fyrir 1970. Það hlýtur líka að vekja nokkra furðu — sérstaklega í ljósi þess að betri lifeyrisréttindi opin- berra starfsmanna hafa oft verið ASÍ-mönnum jryrnir í augum — að starfsmenn Al- þýðusambandsins skuli ekki sitja við sama borð og um- bjóðendur þeirra í lífeyris- sjóðamálum. Fjármálaráðuneytið greiðir árlega 2,5 til 3 millj. kr. vegna verðbóta á eftirlaun starfs- manna stjórnmálaflokkanna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.