Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 22

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 22
22 r.r r-r i,'.: nr ... r- k- . +^r-ry-.;n Fimmtudagur 19. júlí 1990 y\ lciís Schram — mcimmcL JEZwyndí&sur? EllGirts, iVfa*~gfjretaj~, E rœöir nrri jcifnrétti, bcirnciupjDelcli og hinci Að góðum og gömlum íslenskum sið þá bíður mín kaffi hjá Aldísi Schram. Hún er líkari sjálfri sér hún Reykjavík í dag en undanfarna daga, dumbungurinn ogsudd- inn er kunnuglegri en allt sólskinið síð- ustu vikur. Aldís er borin og barnfæddur Reykvíkingur og kannast við borgina hvernig sem veðrið lætur. Hún er fædd 1917 oghefuralist upp með borginni. Sjálf hefur hún á meðan komið sjö börnum til manns og hafa sum þeirra orðið mjög áberandi í þjóðfélaginu. Hún Aldís getur verið hreykin af börnunum sínum því hver kannast ekki við Bryndísi, Ellert eða Mag- dalenu? Hugur hennar stóð til mennta en hún hefur þurft að láta sér nægja að fylgja börnunum sínum menntabrautina. Hún er húsmóðir af gamla skólanum og telur sig ekki þurfa á jafnrétti að halda því alla ævi hafi karlmenn borið hana á höndum sér. Stórfjölskyldan er hennar líf. EFTlR G. PÉTUR MATTHÍASSON MYND: KRISTÍN BOGADÓTTIR „Ég man fyrst eftir mér mjög ungri, en þá leigðu foreldrar mínir tvö lítil súðarherbergi að Hverfisgötu 58. Eldhúsið var á stigapallinum og móðir mín deildi því með sjómannsekkju. Ekkjan bjó í þriðja herberginu á loftinu með þrjár dætur. For- eldrar mínir voru með 5 börn, þrjá syni milli fermingar og tví- tugs og mig svona litla og fimm árum eldri systir. Og ég dáist alltaf af því síðan hvað það fór lítið fyrir öllum og hvað það var friðsælt og gott að vera þarna." Foreldrar Aldísar, Brynjólfur Jónsson og Margrét Magn- úsdóttir, fluttu til Reykjavíkur 1908 eftir að hafa gefist upp á búskap í Ölfusinu. Þau eignuðust barn svo til á hverju ári en misstu þrjú. „Ég er yngsta barnið, númer níu í röðinni, og var þess vegna potturinn og pannan á heimilinu. Ég hafði mjög gott atlæti og þessir tímar á Hverfisgötunni eru minir uppá- haldstímar. En við fluttum í rýmra húsnæði í Vesturbænum þegar ég var sex ára.“ Foreldrar Aldísar fluttu með sér sveitamenningu í bæinn. Aldís gekk í heimaunnum fötum frá toppi til táar, yst sem innst. „Ég gekk bara í íslenskum fötum sem móðir mín vann og spann, hún var alltaf vinnandi. Ég minnist þess að kvöldin á Hverfisgötunni þegar við bjuggum þar voru svo skemmtileg. Þegar ég var látin fara að hátta heyrði ég í fólkinu, það var ver- ið að lesa upphátt eða spjalla um ýmislegt skemmtilegt sem hafði gerst. Og mamma mín sat alltaf annaðhvort við rokkinn að spinna eða teygja lopa. Pabbi minn, sem oftast var ekki heima því hann var þá á sjónum, sat heldur ekki aðgerðalaus á kvöldin. Á sunnudögum voru lesnir húslestrar og ég minnist þess að ég skildi aldrei orð í því sem pabbi minn var þá að lesa en ég vissi að það var eitthvað heilagt og ég átti að þegja." Reykjavík var ekki stór í þá daga. Það voru hestvagnar en ekki bílar sem áttu leið niður Hverfisgötuna og stoppuðu hjá Guðjóni á horninu. Aldís minnist þess einu sinni að hafa séð bíl og þá hleypt í sig kjark til að hlaupa yfir götuna á undan bílnum, en bræður hennar höfðu sagt henni að óttast ekkert og að hún ætti að vera sterk. Aldísi þótti borgin dýrleg eins og hún var á millistríðsárun- um. „Náttúran gægðist allstaðar fram einsog allir vita sem þá voru að alast upp. Það uxu allskonar blóm í friði undir hús- veggjunum, þar fengu baldursbrár, fíflar og sóleyjar að njóta sín, hrafnaklukkur og peningablóm. Við þekktum öll þessi blóm því þau voru alltaf við fætur okkar hvar sem við fórum. Systir mín var barnapían og tók mig með fram að vissum aldri í svona smáferðalög. Það var til siðs á vorin þegar fór að hlýna í veðri, að stelpur á hennar aldri færu uppá Skólavörðu- holt. Það var farið með mjólk á flösku og brauð. Franskbrauð og rúgbrauð lagt saman og kannski kæfa á milli. En mér þótti óskaplega gaman að leika mér þarna. Þá voru bara þúfur og ýmislegt hægt að finna á milli þúfnanna, blóm og steina og glerbrot og þarna var hægt að dunda sér allan daginn. Það var fyrir nokkrum árum að ég uppgötvaði það með sjálfri mér að ég öfunda nú ekki litlu börnin í dag. Sko, þetta er allt tilgert í Reykjavík í dag. Það er ekki að verða nein nátt- úra eftir í borginni. Það er búið að útrýma öllum þessum ís- lensku blómum." I skóla fer Aldís sex ára gömul og sest í Landakotsskóla. Fyrir áeggjan bræðra sinna, telur hún, því þeir vildu yngstu stelp- unni allt hið besta. „Það var heilt ævintýri fyrir mig að fara í Landakot. Þarna hétu stúlkurnar Jensen, Hansen og Petersen. Mér þóttu þetta voðalega falleg nöfn og ég man að ég var hálf- feimin við nafnið mitt, Aldís. Þarna var ég bara sett niður og lærði að lesa á dönsku og ég man ekki eftir að það ylli nokkr- um erfiðleikum. Allt námsefnið var á dönsku utan íslenska sem var einn tími á viku eða tveir. Ég gat ekki skilið afhverju það var verið að kenna okkur íslensku því ég hélt ég kynni ís- lensku. Ég áttaði mig ekki á því að ég átti að læra stafsetningu og annað slíkt. Ég var óskaplega hrifin af nunnunum, þær kenndu manni svo miklu meira en námsefnið. Þær kenndu manni allskonar siðareglur og óskaplega mikið um trú. Ég hef þá trú að það sem maður lærir svona á fyrstu árum ævi sinnar sitji í manni og það fái enginn útmáð. í Landakoti lærði ég það hvernig maður á að biðja og hvenær maður á að biðja Guð. Þær kenndu okkur auðvitað að biðja bænirnar okkar á kvöldin og þá áttum við að fara í huganum yfir það sem hafði gerst um daginn og ef við höfðum gert eitthvað af okkur áttum við að biðja Guð að fyrirgefa okkur en við áttum alltaf að vera búnar að leiðrétta misgjörðina áður en við báðum Guð. Við gátum ekki bara gert eitthvað af okkur og beðið Guð að fyrir- gefa okkur, það átti að vera búið að ganga frá því áður og svo mátti biðja Guð fyrirgefningar. Þá gætum við sofnað rólegar. Þetta kenndi manni að Ijúka deginum með uppgjöri við sjálfan sig. Eiginlega hefur þessi trú alltaf setið í mér, þó lífið hafi verið langt og stundum fengið mann til að efast.“ Strax á unga aldri fær Aldís tækifæri til að efast um lífið og tilveruna. Hún er ekki nema sjö ára þegar holskeflan skellur á heimilinu. Fjölskyldan var flutt i eigið hús á Lindargötunni með hjálp bræðra Aldísar þegar lífið breyttist hinn 8. febrúar 1925 með Halaveðrinu mikla. „Tveir bræður mínir voru á Leifi heppna. Annar fór ómunstr- aður, fór sem loftskeytamaður. Hann var búinn að skrá sig á Karlsefni sem stýrimaður og var að bíða eftir því en fór ómunstraður því sá sem ætlaði að taka við af honum hætti við það á síðustu stundu. Hann var 22 ára og hinn var 17 ára há- seti. Þetta skip kom aldrei að landi. Þessir tímar sem ég upp- lifði þá líða mér aldrei úr minni.“ Þó liðin séu 65 ár frá þessu mikla skaðaveðri þá á Aldís erfitt með að tala um slysið. Ekki nóg með að bræður hennar hafi verið henni hjartfólgnir meðan þeir voru lífs, þeir hafa líka fylgt henni í huganum alla hennar ævi. Hún segir að varla líði sá dagur að hún minnist þeirra ekki. En vegna þess að hún kynntist sorginni sem barn kann hún því betur að meta vel- gengni barna sinna sjö. „Það mundi náttúrulega enginn eftir mér á heimilinu því liver hafði nóg með sig. Það biðu allir í ofvæni. Ég vildi láta lítið fara fyrir mér, vissi hvað var að gerast en ég gleymi ekki stun- unum í henni móður minni á nóttinni. Pabbi læddist fram úr rétt fyrir dögun og ég heyrði hann fara í símann og spyrja: „Hefur nokkuð frést?“ Þetta gekk í tíu daga og aldrei kom skip- ið heim.“ Andrúmsloftið á heimilinu breyttist, það var varla brosað og aldrei hlegið hátt. Það var gerigið hægt um gleðinnar dyr því enginn vissi hvað morgundagurinn bæri í skauti sér. „Ég breyttist, ég hafði ekki eins mikinn áhuga á því að læra því það var enginn sem hafði áhuga á því eða mátti vera að því að sinna mér. Tíu ára gömul bað ég pabba minn að flytja mig í Miðbæjar- skólann því ég vissi að það kostaði peninga að vera í Landa- koti. Pabbi var einn orðinn fyrirvinna. Þriðji bróðirinn sem eft- ir lifði fór fljótlega að búa eftir þetta." Það voru mikil viðbrigði fyrir Áldísi að koma í Miðbæjarskól- ann. Þar var ekki sami agi og í Landakoti og ekki fylgst eins með námi barnanna. Eins var þar allt fullt af strákum sem var nýnæmi fyrir Aldísi. Þeir voru helst í því að stríða stelpunum og voru bara fyrir, segir Aldís. Hún lék sér á þessum árum oft við Menntaskólann í Reykja- vík og var draumurinn að komast í þann skóla, ekki vegna þess að hana langaði til að læra heldur vegna þess að hún taldi að þarna hlyti að vera gaman. En bið varð á því að hún kæmist í menntaskóla. Það voru teknir inn 25 á haustin sem var alls ekki nóg þannig að settur var á stofn gagnfræðaskóli í Lækjar- götunni sem Ágúst H. Bjarnason stýrði. Aldís þreytti nám þar í þrjá vetur. Á sumrin var Aldís nokkurskonar ráðskona hjá bróður sín- um vestur á Isafirði. En sumarið eftir þriðja bekk, sumarið 1932, skall kreppan á og Aldís var kölluð suður í ágúst, móðir hennar þá komin í síld en pabbi hennar atvinnulaus yfir sum- arið. „Pabbi var baðvörður í Miðbæjarskólanum og fékk ekki vinnu á sumrin og þeir vildu ekki borga honum kaup yfir sum- arið. Hann hafði stundum á sumrin fengið vinnu við húsbygg- ingar og það var margbúið að fara fram á það við Reykjavíkur- borg að hann fengi nú einhver laun sumarmánuðina en það var ekki við það komandi. Þegar ég kom frá ísafirði var hann heima, atvinnulaus. Hann var búinn að missa húsið því þeir sem leigðu hjá honum gátu ekki borgað húsaleiguna." Systir Aldísar hafði hætt í menntaskólanum og farið að vinna og vildi að Aldís fengi sér eitthvað að gera. „Ég sá aug- lýsingu í Morgunblaðinu en það var sjaldgæft þá að störf væru auglýst í blöðum. Það var auglýst eftir tveimur stúlkum í stóra verslun í Austurstræti, Braunsverslun. Svo ég ákvað um kvöld- ið að labba niðreftir um morguninn og skoða þetta.“ Þegar Aldís kemur að búðinni er þar margt ungra stúlkna í vinnuleit. Hún ætlar að snúa við en systir hennar segir að það kosti ekkert að athuga málið. Hún fékk vinnuna og 75 kr í laun á mánuði. „Þarna byrjaði ég að vinna 3. september. Og þá gat ég ekki farið að hætta eftir mánuð til að fara í skóla, ég gat það ekki. Ég hef alltaf séð eftir því og ég hálföfundaði krakkana sem voru að fara í skólann." í Braunsverslun vann Aldís svo í tæp fimm ár þangað til hún hitti fyrir unga fótboltahetju sem hún hreifst af. Hetjan var Björgvin Schram. Tvítug giftist hún honum, hætti að vinna og fór að búa. „Eftir giftinguna fór ég bara að vera heima sem er skóli útaf fyrir sig, því það er skóli þegar maður fer að eignast börn.“ Ári seinna fæðist svo Bryndís. „Það var varla að maðurinn minn mætti vera að því að vera heima því hann þurfti að fara til Færeyja að keppa. Þær myndu nú ekki líða það í dag, jafn- réttiskonurnar. Svo eignumst við fleiri börn, en ég minnist þess að þegar ég var lítil stúlka þá hugsaði ég oft að mig langaði mest til þess að verða góð mamma. Mér þótti hún móðir mín vera það besta sem ég átti. Ég veit ekki hvort mér hefur tekist það en ég hef reynt það. Ég hef aldrei haft neitt betra í huga en að vera heima. En ég hef gert margt annað um dagana, þegar ungbarnastússið fór að léttast fór ég t.d. í frönskutíma." Aldís eignaðist sjö börn á 19 árum. Bryndís og Ellert eru elst. Þá koma Margrét, Björgvin og Magdalena. Yngst eru Ólafur Magnús og Anna Helga. Mesta ánægju hafði Aldís svo af því þegar börnin fóru að ganga í skóla og hún gat hjálpað þeim við námið. „Ég hafði voða gaman af því þegar börnin fóru að ganga í skóla, ég fylgdist með öllu sem þau gerðu, ég lærði kvæðin með þeim. Ég fylgdist með öllu sem þau skrifuðu og reiknuðu. Kannski hef ég nú verið duglegust við elstu börnin. Ég hugsa það. Ég fylgdist t.d. með Bryndísi þegar hún fór að læra þýskuna og þá var ég nú klár að hjálpa henni, ég kunni ekki þessar þolmyndir en ég fann á mér hvernig þetta ætti að vera. Nú, og þegar hún fór að læra frönsku þá fór ég í frönsku- tíma til þess að geta hjálpað henni og fylgst með framförunum. Ellert var alveg á kafi í fótboltanun. Hann var mjög góður námsmaður en þegar hann kom í Verslunarskólann fór námið að dala því fótboltinn var orðinn svo mikið atriði hjá honum. Þegar hann kom heim með vetrareinkunnir í fyrsta bekk þá var hann eiginlega með mínus í reikningi og á sumardaginn fyrsta — áður en hann fór í vorprófin — þá fór ég bara yfir alla bókina með honum. Það var frekar auðvelt að kenna honum þetta þegar hann settist niður við það. Ég hef haft alveg ómælda ánægju af því að ala upp þessi börn.“ Þegar Aldís er spurð að því hvort það hafi nú ekki verið mik- ið verk að ala upp sjö börn svarar hún því til að hún hafi verið ung og hraust. „Ég var alltaf með börn en lét húshjálpina gera eitthvað annað, þ.e.a.s. þegar ég hafði húshjálp. Ég man ekki eftir að neitt hafi verið mér ofviða." Já, þeim hefur öllum vegnað mjög vel börnunum, segir Aldís. „Ég er alveg óskaplega lánsöm með þessi börn. Enda þakka ég eiginlega forsjóninni og Guði fyrir það.“ Aldís vill ekki meina að um mikið uppeldi hafi verið að ræða, frekar að þetta hafi verið starf sem hún hafði mikla ánægju af. „Það þarf ekki að hafa nein boð og bönn, maður setur reglur og ef for- eldrarnir fylgja þeim þá fylgja börnin þeim líka. Maðurinn minn var alveg fastur fyrir með það að þegar hann kom úr vinnunni þá vildi hann hafa matinn til á vissum tímum." Enda kannast nú flestir íslendingar við að matartími er klukkan tólf og klukkan sjö. Sú regla fylgdi matartímunum hjá Aldísi eins og víða að það skyldi þagað meðan húsbóndinn hlustaði á út- varpsfréttirnar. „Þau hlæja nú að mér börnin þegar ég er að segja svona skemmtilegar sögur af því hvað þau hafi verið þæg, þau halda að þetta séu einhverjir draumórar í mér en þetta var tilfellið. Ég lét þau aldrei komast upp með neitt. Og þegar maður sjálfur er ekki vanur neinu óstýrilæti þá lætur maður ekki krakkana komast upp með slíkt. Ég lærði í Landakoti að taka tillit til um- hverfisins og það hefur fylgt mér. Mér finnst mikið atriði þegar fólk ætlar að búa saman og fjöldi fólks er í heimili að hafa ein- hverjar reglur." Ekki segist Aldís hafa viljað að sinn maður væri að skipta sér mikið af uppeldinu einsog karlar eru ef til vill farnir að gera í dag. „Ég held að það eigi bara einn að stjórna heimilinu. Og

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.