Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 3

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 3
Fim{T)tjudagutF ,19r júJí 199p, 3 PRESSU u siðustu helgi rann út um- sóknarfrestur um stöðu listdans- stjóra hjá Þjóðleikhúsinu. Staðan hefur verið laus um nokkurt skeið eða frá því að Hlíf Svavarsdóttir hætti, en síðan þá hefur Auður Bjarnadóttir gegnt stöðunni til bráðabirgða. Staðan var auglýst bæði innanlands og erlendis og bár- ust þó nokkrar umsóknir. Sú ákvörðun hefur hins vegar verið tekin að fresta ráðningu frá 1. sept- ember til áramóta og auglýsa stöð- una aftur. Einnig var auglýst staða framkvæmdastjóra íslenska dans- flokksins og er fresturinn úti. Munu 5 umsóknir hafa borist. Ekki fengust uppgefin viðkomandi nöfn, en ákvörðun um ráðninguna verður tekin á næsta hálfa mánuði... I mola í síðustu viku var sagt frá því að Sigurbjörn Magnússon, fyrrum formaður stjórnar Lána- sjóðs íslenskra námsmanna væri farinn að innheimta fyrir LÍN. Sigur- björn sagði við blaðamann Press- unnar að það væri hart barist um verkefni og því hefði hann rætt við Þorbjörn Guðnason fram- kvæmdastjóra LÍN og fengið inn- heimtuverkefni, Það var skilið sem svo aö um verkefnaskort væri að ræða á lögmannsstofu Þórðar S. Gunnarssonar, en þar starfar Sig- urbjörn. Það var ekki réttur skiln- ingur blaðamanns því verkefni eru næg á lögmannsskrifstofunni. Hins- vegar bítast Sigurbjörn og vinnufé- lagar hans um að útvega stofunni sem mest og best verkefni. Eða það er sá skilningur sem blaðamaður leggur nú í þá fullyrðingu Sigur- björns að hart sé barist um verkefni á stofunni... Í^yrir hálfum mánuði héldu end- urskoðendur málþing á Hótel Örk í Hveragerði. Þar flutti Helgi V. Jónsson, hæstaréttarlögmaður og löggildur endurskoðandi, er- indi um lagalegt gildi reiknings- skilastaðla og leiðbeinandi reglur fyrir íslenska endurskoðendur. Þar kom hann lítillega inn á nýgenginn dóm í Hafskipsmálinu og rakti þau atriði hans sem varða góða reikn- ingsskilavenju. Mun þetta vera fyrsti dómurinn um þetta hugtak og hefur hann því væntanlega fordæm- isgildi fyrir endurskoðendur. Ljóst er að dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að ýmislegt í bókhaldi Haf- skips væri andstætt góðri reiknings- skilavenju þó hann teldi ekki að um saknæmt athæfi væri að ræða. Var það niðurstaða málþingsins að dóm- urinn sýndi fram á nauðsyn þess að setja skriflega staðla og reglur um hvernig staðið skuli að reiknings- skilum fyrirtækja. Varð að öðru leyti lítil umræða um dóminn á þinginu enda er málið eflaust við- kvæmt umræðu fyrir stétt endur- skoðenda því félagar þeirra voru beggja vegna borðsins í málinu. . . ^Fyrirskemmstu kom út ný hljóm- plata með Megasi, en hún tafðist töluvert vegna erfiðleika, sem upp komu í prentsmiðju erlendis vegna prentunar plötuumslagsins. Bæði gyðingar og arabar, sem unnu í verksmiðjunni, neituðu að koma nálægt verkinu, vegna spakmæla sem valin höfðu verið á umslagið. Voru þau m.a. á sanskrít, hebr- esku, arabísku og forn-egypsku og valin af handahófi, en hvorugur fyrrgreindra hópa taldi sig geta tek- ið þátt í að koma þessum boðskap á framfæri. Varð því- að fella út eitt- hvað af spakmælunum til að friða mannskapinn, svo hægt væri að ljúka prentuninni... M ^^■skrifendur að Stöð 2 eru ævareiðir vegna 500 kr. opnunar- gjaldsins sem lagt var á um daginn og hefur það vart farið framhjá nokkrum manni. Heyrst hefur að nú sé í undirbúningi stofnun hags- munafélags eigenda myndlykla sem á að standa vörð um réttindi og haJgsmuni áskrifenda gagnvart Stöðinni. .. || Hafskipsdómurinn hefur að vonum vakið mikla athygli og talað um sprungna blöðru í því sambandi. Ekki síst kemur á óvart þegar dóms- forsendur eru lesnar hversu oft dómarar óbeint agnúast út í ákæru- valdið fyrir skort á sönnunum og óljóst orðalag. Einnig vekur athygli hversu óminnugir sakborningar hafa verið á tiltekin atriði. Þá virð- ast dómarar staðfesta að á banka- ráðsfundum dugi að fjalla aðeins almennt um stór vandamál af þessu tagi og að ekki þurfi að bóka neitt um slíkar umræður í fundargerða- bækur. Um margumrætt milliupp- gjör Hafskips segja dómarar ýmist að ósannað sé að um ranga reikn- ingsskilaaðferð hafi verið að ræða, að mistök hafi átt sér stað eða að þar sem þeir telja þó að óeðlilega hafi verið að málum staðið, þá hafi upp- hæðir verið það lágar að um blekk- ingar geti ekki hafa verið að ræða! Og um mikla einkaneyslu og gjafir stjórnenda skipafélagsins í gegnum biðreikninga/leynireikninga segja dómarar að þeim hafi verið þetta heimilt, þar sem stjórnarmenn Hafskips, þeir Albert Guðmunds- son, Ólafur B. Óiafsson og Sveinn R. Eyjólfsson, hafi skrifað upp á það — og gildir þá einu þó hin- ir ákærðu hafi ekki haldið sérstakt bókhald um reikningana. . . ^fyrir fáeinum dögum sagði Ár- sæll Harðarson upp störfum sem markaðsstjóri Bylgjunnar. Ár- sæll er fjórði markaðsstjórinn sem lætur af störfum hjá útvarpsstöðinni frá því hún fór í loítið fyrir fjórum ár- um. . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.