Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 8
8 1 Fimmtudagur 19. júlí 1990 PRESSAN mtmammammmmmmmammmmmmm VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Utgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Kitstjórar: Jónína Leósdóttir Omar Friöriksson Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Björg Kva Frlendsdóttir Friörik Pór (iuömundsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ljósmyndari: Rinar Ólason Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir Frófarkalestur: Magnea J. Matthíasdóttir Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36 simi: 68 18 66. Auglýsinqasími: 68 18 66. Askrift og dreifing: Armúla 36, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Askriftargjald 500 kr. á mánuöi. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöublaöiö: 1000 kr. á mánuði. Verö i lausasölu: 150 kr. eintakiö. GORBATSJOV STYRKIR NATO Sögulegt samþykki Gorbatsjovs Sovétleiðtoga við aðild samein- aðs Þýskalands að NATO kann að hafa úrslitaþýðingu fyrir framtíð- arskipulag öryggismála í Evrópu. Hrun kommúnismans í Austur Evrópu hefur gjörbreytt hlutverki og þýðingu hernaðarbandalag- anna. Því hafa hugmyndir um sameiginlegt öryggiskerfi álfunnar m.a. gengið út á afnám bandalaganna og að stofnun á borð við ráð- stefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu þróaðist yfir í öryggis- vettvang Evrópuþjóðanna. Samvinna Sovétríkjanna á þeim vett- vangi mymli tryggja stöðugleika í öryggismálum. Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu er hins vegar ófullnægjandi ef tryggja á pólitíska og hernaðarlega aðild Bandaríkjanna i Evrópu og skort- ir algerlega það skipulag sem nauðsynlegt er ef spennu- eða hættu- ástand skapast á milli Evrópuþjóða. Því virðist allt benda til þess að Atlantshafsbandalagið muni standa af sér hrun þess hernaðarmynsturs sem kalda stríðið skap- aði. Hiutverk þess muni breytast yfir í pólitískan samráðsvettvang og eftirlit með vígbúnaðarstjórn og afvopnun. Hernaðaráætlanir þess munu taka stakkaskiptum í samræmi við gjörbreytt andrúms- loft öryggismála. Þrátt fyrir þverrandi áhrif Bandaríkjanna í nýrri öryggisskipan Evrópu munu tengslin ekki verða slitin. Stórveldin í NATO og Sovét- ríkin eru sammála um að hagsmunum þeirra verði best borgið með því að halda lífinu í Atlantshafsbandalaginu og við það vill Gorbat- sjov semja. Sovétmenn munu hins vegar líkast til gera þá kröfu að Bandaríkjamenn dragi herafla sinn frá meginlandinu í samræmi við samdrátt í herafla Sovétmanna og niðurskurð í afvopnunarvið- ræðunum. Þyi er hætt við að vigbúnaðarógnun stórveldanna tveggja færist af enn meiri þunga yfir á höfin. I’að ógnar öryggis- hagsmunum Islands. Verður þá hlustað á kröfur Islendinga um af- vopnun í höfunum innan NATO? Eða mun bandalagið einkum ein- beita sér að því að stuðla að stöðugleika í öryggismálum á megin- landi Evrópu? Slík þróun getur leitt til þess að við einangrumst í út- jaðri álfunnar og að ekki verði tekið mið af hagsmunum eyþjóðar- innar í norðri þegar komið verður á nýju öryggiskerfi Evrópu. bankabro* Af nýyröi „T.d. fékk Ólafur Þorsteinsson hóls-, nef- og eyrnalæknir 3.250 kr. sem voru bundnar því skilyrði að hann veitti fótæku fólki ókeypis læknishjólp ó „tilteknum stað'V' „Fyrirgreiöslupólitík" er næstum því nýyrði í íslensku máli. Orðabók Háskólans hefur elstu heimildir um orð- ið frá árinu 1976. Það ár er fjallað um það í Sveitarstjórn- armálum og sagt að það merki „aðgerðir til að hafa áhrif á byggðaþróun". Annað orð þessu skylt er ,,kjör- dæmapot". Ekkert er til um það hjá Orðabókinni. Eg fór að velta fyrir mér hvers vegna þessi gífuryrði þekktust ekki fyrr á árum. Voru þingmenn sem hygluðu sínum ekki fyrirgreiðsíupólit- íkusar? Stundaði Ingólfur á Hellu t.d. ekki fyrirgreiðslu eða voru ‘ starfsaðferðir stjórnmálamanna hafnar yfir gagnrýni áður fyrr? Ef Alþingistíðindum er flett sést bærilega að þingmenn hafa auðvitað sinnt sínum kjördæmum (reyndar er kjör- dæmi væntanlega ekki tekið í brúk fyrr en með kjördæma- breytingunni 1959), hlutirnir voru einfaldari og bein leið frá kjósanda til þingmanns. -o-o-o- Fjárlög koma upp um sam- félagsgerðina á hverjum tíma. Þjóðfélagið eins og það var lýðveldisárið 1944 endur- speglast t.d. í fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 1945. Það var lagt fram haustið 1944, eins og lög gera ráð fyrir. Reyndar i seinna lagi, vegna þess að Nýsköpunarstjórnin var ekki mynduð fyrr en seint í október. Frumvarpið bar nokkurn keim af stríðinu. Tekjur voru til dæmis helmingur af stríðs- gróðanurjj og laun opinberra starfsmanna skiptust í grunn- laun, aukauppbót og verð- lagsuppbætur. Ráðherrar, sem þá voru 5, fengu 10 þús- und krónur í grunnárslaun hver, 2.620 kr. í aukauppbót og 14.805 kr. í verðlagsupp- bætur. Verðbólga var mikil og innfluttar vörur hækkuðu feiknarlega í verði m.a. vegna hækkana á farmgjöld- um. Af einstökum tekjuliðum voru verðtollar lang fyrir- ferðarmestir eða um 40% af heildartekjum ríkisins, sem voru samtals 57,5 millj. kr. Þá var ekki talinn með hagnað- ur af opinberum rekstri. Agóði af áfengisversluninni var t.d. tæp þrettán og hálf milljón, og gat fjármálaráð- herra þess sérstaklega þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði að gróðinn af vínsölu væri svo mikill, vegna þess að áfengi hefði hækkað mik- ið í verði og kaupgeta al- mennings væri mikil. -o-o-o- Útgjöld ríkisins voru stund- um nákvæmlega tíunduð. T.d. fékk Ólafur Þorsteinsson háls-, nef- og eyrnalæknir 3.250 kr. sem voru m.a. bundnar því skilyrði að hann veitti fátæku fólki ókeypis læknishjálp ,,á tilteknum stað" og gæfi skýrslu um. Menntaskólinn á Akureyri fékk 7.500 kr. ,,til dyravörslu" og Geir Þormar á Akureyri styrk til ,,að halda uppi kennslu á Norðurlandi í teikningu og tréskurði í þjóðr legum stíl“. Til „embættis- mannaekkna og barna" runnu nokkrar upphæðir en athygli vekur að „hvert barn í ómegð" var misjafnlega verðlagt. Sumar ekkjurnar fengu 100 kr. með hverju barni en aðrar 300 kr. Ríkis- stjórninni var heimilað að láta utanríkisráðherra í té leigulausa íbúð, reyndar bundið því að hann væri ekki jafnframt forsætisráðherra. Ýmsar fjárveitingar bera þess merki að þingmenn hafi stundað fyrirgreiðslu (þó að það orð væri ekki komið í tísku). Umræður um frumvarpið voru allskrautlegar en eru furðanlega nærri okkur í tím- anum. Fjárlagafrumvarpið var kallað „platan" sem fjár- málaráðherra hefði gefið út í þremur eintökum. Fram- sóknarflokkurinn var í stjórn- arandstöðu. Ekki hafði geng- ið að mynda ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar og Nýsköpunarstjórnin sat við völd. Ólafur Thors forsæt- isráðherra sagðist alltaf hafa verið veiktrúaður á ágæti stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. „Ég ótt- aðist að þótt hún hefði mikið þingfylgi, yrði hún svo veik út á við, að hún fengi við ekk- ert ráðið með verkalýðs- flokkana í harðvítugri and- stöðu," sagði Ólafur. Sú var tiðin. Sigfús Sigurhjartarson, þingmaður sósíalista, rétt- lætti samstarf við „íhaldið" og sagði m.a.: „Árangurinn af samstarfi vinnuafls og fjár- magns er sköpun arðs, sköp- un þeirra verðmæta, er þjóð- irnar lifa af." Ummæli Ólafs og Sigfúsar eiga enn við árið 1990. En þá var 1944 og aðrar áherslur. Árið sem Pétur Ottesen bar fram tillögu um að Alþingi „freistaði þess að fá því til vegar komið að Veðurstofan fái aðstöðu til að láta lands- mönnum í té veðurfregnir og veðurspár, er að haldi mega koma". Og árið sem þing- menn lögðu fram frumvarp um laun starfsmanna ríkisins. Um lægsta launaflokk var tekið fram: ,,í XIV launaflokk koma aðeins iðnmeyjar, eftir að hafa náð 6 ára þjónustu og starfsaldri." Veðrið batnaði ekki þó að Veðurstofan færi að spá. ÞORLÁKUR HELGASON 'Ni hin pressan „Yfir kaffisopa í sjávarþorpi er rætt um Palla Magg og Stefán Jón þar sem áöur var rætt um gæftir og gjöful mið." — Fjölmiðlagrein í Morgunblaðinu. „Alvarlega slösuðum hefur fækkað mikið.## — Fyrirsögn í Tímanum. „Við skulum loka spilavít unum og gefa Rauða kross- inum fiskikvóta í stað póker kassan na /# — Sæmundur Guövinsson í fréttagrein í Alþýöublaöinu. eímiMÉú immámvniinnivijMMi;) Miuiiia r ' „Það er allt of hlýtt og okkur vantar rigningu." — Jón Oddur Guðmundsson, veiði- vörður i Laxá i Leirársveit, i Timan- um. „Góða veðrið í júní og byrjun júlímánaðar virðist hafa kveikt í fólki." — Sólarlandaferðasali í Morgun- blaðinu. ,,Byrja mœtti á því ad setja upp vegabréfaskodun viö dyr Árnastofn- unar og prófbord viö hliöina, þar sem erlendir frœöimenn yröu látnir sanna fœrni sína í íslensku máli og lœsi á ís- : \\\ lenska menning- * arsögu.“ — Yfirlýsing frá Félagi islenskra ' fraeða í Alþýðublaðinu. „Ég held að flestir gefist upp á endanum og greiöi skuldir sín- ar þegar hótanir um eigna- upptöku berast frá fógeta. Þessu viljum við hnekkja." — Emil Als augnlæknir i Morgun- blaðinu, talsmaður Samtaka gegn nauðungarsköttum. „Svo viröist sem Júlíus Sól- nes umhverfisráöherra hafi hlaupið á sig þegar hann tal- aði um slæma samvisku Svía í kjarnorkumálum." — Frétt i Alþýðublaðinu. ';yy,,Þaö er nauösyn- legt fyrir kerfis- kalla aö fá stöku "' mum jarö- amband.“ — Ólafu Ólafsson landlæknir og héraðsi. knir i afleysingum á Þi 'eyri — DV. „Ég varð þess oft var að fólk hvíslaöist á um aö þarna færi einn Hafskipsmaðurinn." — Halldór Guðbjarnason, fyrrv. bankastjóri Útvegsbankans, í helgarviðtali fimans. „Ráðherraráð Efnahags- bandalagsins hefur samþykkt að nú skuli loksins stemmd stigu við óþarfa þreifingum og þukli karlmanna á starfs- mönnum af gagnstæðu kyni." — Frétt i Nýju helgarblaði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.