Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 4

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 19. júlí 1990 lítilræði af haugfé I fráfræðí minni hef ég lengi haldið að Islend- ingum ætti að vera heldur hlýtt til virtra er- lendra fornfræðinga sem lagt hafa leið sína hingað til lands sumar eftir sumar. Þetta góða fólk hefur borgað með sér til að fá að liggja hér við, á grúfu, ofaní gömlum ruslahaugum, dægrin löng, líklega til þess að varpa enn skýrara Ijósi á gullöld íslenskrar menningar sem svo sannarlega virðist ekki í rénun, ef marka má atferli íslenskra fornmenn- ingarfrömuða uppá síðkastið. Nú er hinsvegar komið á daginn að erlendir fornfræðingar eiga ekki uppá pallborðið hjá umboðsmönnum „íslenskrar menningararf- leifðar", sem skipa svonefnt „Þjóðminjaráð" og telja, að því er manni skilst, að þeir einir sem læsir eru á forn handrit íslensk séu færir um að rannsaka hundabein, jarðvegssýni og mann- vistarúrgang frá miðöldum. Ef til vill gæti það líka verið tilfinningamál ef íslenskir fornfræðingar féllu í skuggann af er- lendum, þegar engir peningar fást á íslandi til fornleifarannsókna og útlendingar einir geta grafið, af því þeir gefa vinnu sína. Mönnum brá semsagt heldur betur í brún á dögunum þegar sú frétt barst í fjölmiðlum að lítið yrði um fornleifarannsóknir á vegum Þjóð• minjasafnsins í sumar þar sem engir fjármunir væru ætlaðir til rannsókna í ár. Að vísu tókst að fá Reykjavíkurborg til að halda áfram að kosta uppgröft í Viðey með því að sýna borgaryfirvöldum tvo steinsnældu- snúða sem þar voru grafnir upp. Nú hallast sérfræðingar að vísu að því að steinsnældusnúðarnir hafi báðir verið eitthvað annað en steinsnældusnúðar og þurfti forn- leifafræðinga sem hagvanir eru í menningar- sögu íslensku þjóðarinnar og læsir á skinn- handrit, til að benda á að Islendingar voru hættir að spinna ull með grjótverkfærum á þrettándu öld. Nú hafa verið færð rök að því að stein- snældusnúðarnir séu öskubakkar Engilberts Hafbergs eða Runólfs skúffu sem var í snatti hjá Engilbert í kreppunni fyrir stríð. Það styrkir þessa tilgátu að munnstykki úr pípusterti fannst í fjóshaugnum bakvið Viðeyj- arfjósið og var munnstykkið nagað með þeim hætti að ekki þykir leika vafi á því að eigandi pípunnar hafi verið með „skúffu" (underbid), hann hafi keðjureykt og þessvegna jafnan haft tvo öskubakka við höndina. í dag þykir fullvíst að steinklumparnir tveir sem fundust í Viðey séu ekki tóvinnuverkfæri steinaldarmanna, heldur öskubakkar frá síðari menningarskeiðum íslensku þjóðarinnar. Líklegt er talið að pípan hafi verið í eigu Run- ólfs skúffu, en varla verður hægt að rannsaka það til hlítar þar sem engir fjármunir eru í ár ætlaðir til fornleifarannsókna. Þessvegna mætti nú ætla að hljótt væri um fornleifagröft á íslandi um' þessar mundir, en það er nú eitthvað annað. Nú hafa þau firn og stórmerki skeð að vís- indamaður sem ekki er af íslensku bergi brot- inn hefur sótt um að fá að halda áfram að grafa í sorphaug norður á Ströndum að því er mánni skilst á fjölmiðlum til að reyna að komast til botns í því — „sem hingaðtil hefur verið nokk- ur ráðgáta" — hvernig húsdýr landsmanna hafi tímgast fyrr á öldum. Thomas McGovern heitir maðurinn, virtur vísindamaður og hefur, eftir því sem næst verður komist, eytt allri sinni starfsævi í það að kanna, með beinarannsóknum og haugleifa, hvað menn hafi étið til forna, hvernig húsdýra- haldi hafi verið háttað og yfirleitt virðist mað- urinn hafa lagt sig eftir því að rannsaka hver lífskjör fólk hafi búið við hér á norðurslóð fyrr á öldum. Thomas þessi McGovern hefur hingaðtil, eftir því sem næst verður komist, átt gott sam- starf við íslenska fornleifafræðinga, og hefur raunar, í krafti menntunar sinnar og frama, haldið rómaða fyrirlestra í Þjóðminjasafninu og verið þar fagnað af þjóðminjaverði, sem op- inberlega hefur óskað honum gæfu og gengis. Þessvegna hefur manngreyið kannski, og ekki að ástæðulausu, haldið að _með því að varpa Ijósi á lífskjör almennings á íslandi fyrr á öldum, væri hann að gera gustukaverk á ís- lenskri þjóð sem ekki tímir að spandéra eyri í fornleifarannsóknir, að minnsta kosti ekki þetta árið. En annað átti svo sannarlega eftir að koma í Ijós. Ef einhver skyldi ætla að fornleifa- og menn- ingarsöguspesíalistar íslensku þjóðarinnar sitji auðum höndum þessa dagana vegna verk- efna- og peningaskorts þá er rétt að leiðrétta þann misskilning strax. Fimm manna yfirstjórn þjóðminja, svonefnt „Þjóðminjaráð" starfar nefnilega — í umboði menntamálaráðherra — dægrin löng að því að hugsa um „þjóðminjavörslu" og hafa hönd í bagga með mistökum annarrar nefndar; fimm manna „Fornleifanefndar", sem fer með yfir- stjórn „fornleifavörslu" og fornleifarannsókna í landinu í umboði Þjóðminjaráðs. Allt er þetta gert eins flókið og hugsast get- ur, því það er nú einusinni tilhneigingin í vandamálaþjóðfélögum samtímans að flækja og af-einfalda augljósa hluti, svo réttu sérfræð- ingarnir fái launað djobb við að greiða aftur úr flækjunni. Nema nú er svo komið að Fornleifanefnd er búin að gefa McGovern leyfi til að halda áfram rannsóknum sínum á hnútum, hundabeinum, lærleggjum, sorpi og mannvistarúrgangi vest- ur á ströndum en Þjóðminjaráð hefur bannað þeim sama McGovern að hrófla við rusla- haugnum þar sem hann kunni til þess ekki nógu góð skil á íslenskri menningarsögu. Og hefur maðurinn þó, eftir því sem næst verður komist, helgað starfsævi sína menning- arsögu norrænna þjóða og hlotið fyrir það ótví- ræða viðurkenningu um allar jarðir. Ekki er um það deilt að íslenskir fornfræð- ingarséu bæði læsirog skrifandi og hafi því ráð á að tala úr háum tróni. Og auðvitað hafa þeir á réttu að standa. Svo höfðinglega er að fornleifarannsóknum staðið á íslandi um þessar mundir að líklega er ekki við hæfi að útlendir menn komi þar nærri. Síst af öllu kauplaust. Maður sem ekki er hagvanur í íslenskum skinnhandritum er tæplega fær um að rann- saka bein, jarðvegssýni og ruslahauga í kring- um forna bústaði fátæklinga til að reyna að fá vitneskju um mataræði, húsdýrahald og lífs- kjör fólks á liðnum öldum. Enda kannski ástæðulaust að vera að hnýs- ast mikið í lífskjör almennings á því skeiði ís- lenskrar gullaldar sem nefnt hefur verið mið- aldir. Nær að grafa á slóðum höfðingja, til dæmis að Bessastöðum og í Viðey, og reyna að kom- ast til botns í því hvort Rúnki skúffa átti ösku- bakkana sem fundust í Viðey á dögunum. NY/R BILAR A HAGSTÆÐU VERÐI HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BILINN TIL ÞIN BÍLALEIGAN sími: 688888 Sudurlandsbraut 16, Reykjavík, gengið inn frá Vegmúla. GEYSIR • Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor- olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station • FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta- tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patroi, Toyota Landcruiser, Ford Econoline • 5-12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5-7), Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11), Toyota Litace (8), Ford Econoline (12)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.