Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 24
24 i framhjáhlaupi Guörún Halldórsdóttir skólastjóri „Hræddust við ú lifa sjálfa mig" — Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig? „í bernsku voru það foreldrar mínir. Á fullorðinsárum hef ég orðið fyrir einna mestum áhrif- um frá Rögnu vinkonu minni Jónsdóttur. Hún var einstök manneskja, vitur, góðgjörn og mikill húmoristi. Hún var kennari í Ármúlaskóla en er nú látin. Einnig mætti nefna Jón Á. Giss- urarson skólastjóra en mannúð- legt viðhorf hans í skólastjórn mótaði mig mjög í upphafi kennsluferils míns." — Án hvers gætirðu síst ver- ið? „Það er erfitt að vera án góðra vina. Það er illt að vera án vinnu sem veitir fullnægju, en verst mundi reynast að vera rúin sjálfsvirðingu. Sæmileg heilsa verður heldur ekki ofmetin." — Hvað finnst þér leiðinleg- ast að gera? „Taka til." — En skemmtilegast? „Kenna. Það er eins ánægju- legt að kenna þegar best gengur eins og það er óbærilegt þegar verst gegnir." — Hvaða eiginleikar eru eft- irsóknarverðastir í fari fólks? „Einlægni, góðvild og góð kímnigáfa." — Nefndu einn kost þinn og einn löst? „Ég held að minn helsti kostur og helsti galli sé sá sami: Ég á erfitt með að segja nei. Þetta getur leitt til þess að ég geri ým- islegt sem eigingirni mín segir mér að láta vera, en það veldur því líka að ég kemst oft í þrot bæði með tíma og orku." — Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Sjálfsvorkunn, hyskni og óheilindi." — Við hvað ertu hræddust? „Að lifa sjálfa mig, verða elli- ær." — Hvaöa starf myndirðu velja þér ef þú yrðir að skipta um starf? „Ég gæti vel hugsað mér að verða læknir eða fást við stjórn- mál." — Hvernig vildirðu helst verja sumarleyfinu? „Lesa góða bók, ferðast í fal- legu umhverfi innan lands og ut- an. Kynnast öðrum þjóðlöndum og sögu þeirra." — Hver er eftirlætisbílteg- undin þín? „Sá bíll sem ég á í það og það skiptið er mitt eftirlæti. Nú er það Ford Fiesta árgerð 1978." þeir ráða yfir." — Áttu þér draum sem þú vilt upplýsa? „Ég á mér draum um ísland, þar sem ríkir raunveruleg jafn- staða kynja og stétta, þar sem fólk er metið eftir því hvort það eru almennilegar manneskjur en ekki hvaða stétt og stöðu það hefur lent í. Land þar sem allir geta lifað af dagvinnukaupi sínu." — Hefurðu farið á miðils- fund? „Nei, en ég hef fengið alvarleg skilaboð frá miðilsfundi, um mál sem enginn gat vitaö en reynd- ust síðan rétt." — Trúir þú á líf eftir dauðann? „Já. Ég held einnig að það sé fullt af lífi í kringum okkur sem hin ófullkomnu skynfæri okkar eru ekki fær um að nema og vís- indamenn geta ekki fundið með þeirri takmörkuðu tækni sem kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Fantasíur Ástriðar Sæl Jóna, Mitt vandamál er mjög ein- kennilegt en ég er viss um að þú átt svör við því eins og við svo mörgu. Þú ert frábær í skrifum þínum. Kynlíf mitt er gott í alla staði, nema til að fá fullnægingu sé ég fyrir mér einhverja aðra konu í huganum þegar ég er með elskhuga mínum. Eg iæt hann hálfpartinn halda framhjá mér í huganum og það æsir mig — ég verð sem sagt áhorfandi að því þegar hann elskast með annarri konu — eða þá að ég ímynda mér að hann sé að segja eitthvað gróft við hana. Eg fæ þess vegna tómleikatilfinningu eftir sam- farirnar og skil raunar alls ekki hvers vegna ég hugsa þetta þeg- ar ég elskast. Kallast svona lesbískir tendensar? Með von um svör, Ástríður Takk fyrir bréfið, Ástríður, og fyrir hrósið í minn garð. í fljótu bragði sé ég ekki hvert vandamálið er ná- kvæmlega hjá þér. Þú tæpir reyndar á því í lokin að þú finnir tómleikatil- finningu eftir að hafa elskast. Tóm- leikatilfinning er algeng upplifun eftir fullnægingu. Það virðist stund- um eins og sjálf viðbrögð líkamans í fullnægingunni valdi henni. Tóm- leikatilfinningin þarf ekki endilega að stafa af því að þú beitir hugar- fluginu til að örvast að fullnægingu. Þú minnist einnig á það hvort þín- ir hugarórar bendi til þess að þú get- ir verið lesbísk. Svo þarf ekki að vera. Kona sem er lesbísk laðast kynferðislega að konum í daglegu lífi og hefur litinn áhuga á karl- mönnum sem kynverum. Það að örvast við að ímynda sér aðra konu með elskhuganum á ekkert skylt við samkynhneigð. Þessi ímyndaða kona er að elskast með aðila af gagnstæðu kyni. Ef þú værir lesbísk gætir þú haft fantasíur um að kær- astan væri að elskast með karli en það myndi ekki gera þig gagnkyn- hneigða fyrir vikið. Gódur öryggisventill Þú segist einnig ekkert skilja í því hvers vegna þér detti þetta i hug. Eitt langar mig að segja strax við þig. Fantasíur eru ekki raunveru- leiki heldur ímyndun. Fantasíur eru ekki heldur dulin ósk um það sem þú vilt láta gerast í raunveruleikan- um. Þeir sem framkvæma fantasí- una í raunveruleikanum verða oft- ast fyrir vonbrigðum. Fantasíur snú- ast mjög oft um hið forboðna sem við í rauninni hræðumst en náum með ímyndun að hafa vald á. Með því að gefa sjálfum sér leyfi til að leika sér í huganum að kynferðis- legum hugarórum setjum við lika skýr mörk á milli þess og raunveru- leikans. Þannig mætti segja að fant- asíur virki sem öryggisventill á að framkvæma í raunveruleikanum. Fantasíur geta þannig stuðlað að ábyrgri hegðun og því ekkert við þær að athuga. Hvaðan ætli konur fái hugmyndir að fantasíum sínum? Nancy nokkur Friday hefur mikið stúderað fantasí- ur kvenna og safnað þeim saman í þúsundavís. Onnur af tveimur bók- um hennar um fantasíur kvenna, „Forbidden flowers" (Pocket books 1975), leitast einmitt við að svara þeirri spurningu. Margar af fantasíum kvenna eiga upptök í minningum úr barnæsku — þegar flestir gera ráð fyrir að stelpur séu ekki kynverur heldur saklausir einstaklingar með borða í hárinu. Margar muna eftir læknis- leikjum, kelerí, könnun eigin lik- ama og hvernig þær voru skikkaðar til að haga sér af því þær voru stelp- ur. Unglingsárin hafa líka margt í pokahorninu sem er uppspretta ým- issa kynóra. Notagildi fantasíu er margvíslegt. Stundum eru þær hluti af dag- draumum — að geta gert nákvæm- lega það sem manni dettur í hug og án hindrana. Fantasía getur líka hjálpað til við að finna betur fyrir eigin líkama í sjálfsfróun og í sam- förum. Og það besta er jafnvel sú staðreynd að enginn þarf að vita neitt af því hvað þú ert að hugsa — þetta getur þú átt alveg með sjálfri þér og það er sjálfsagður hlutur. Ég vona að þetta svari bréfinu að ein- hverju leyti, kæra Ástríður. Góðar stundir! Jóna Ingibjörg Fimmtudágur 19. júlí 1990 spáin 19.— 25. júlí (21 rnurs—20. upril) Veittu alla þá aöstoö sem þú getur í vanda sem steðjar aö vinnufélaga þínum. Hugsast getur aö þú veröir beöinn um aö taka aö þér flókin og erfið verkefni í þessu sambandi og þá verður þú aö axla byröarnar hvort sem þér líkar betur eöa verr. Þér eru allir vegir færir ef þú bara einbeitir þér og leggur þig allan fram. (21. upril—20. rnuí) Þú færö nýstárlega hugmynd og finnst freistandi aö hrinda henni í framkvæmd. Faröu samt aö öllu meö gát. Þér veitist stundum erfitt aö taka ákvarðanir ef þú færö ekki nægilega uppörvun vina þinna. Þú ert samt dálítill diplómat í eðlinu og ættir því aö ná settu marki ef þú hagnýtir þér eiginleika og persónutöfra þína t'il fulls. (21. rnuí—21. júni) Haföu hægt um þig á næstunni. Vertu sem mest heima viö og sinntu hugðarefnum þín- um þar. Þó ætti aö vera í lagi aö bregöa sér i heimsókn til kunningja eina kvöldstund en sýndu hófsemi í mat og drykk. Happatölur þínar þessa helgi eru 2, 9 og 11. (22 júni—22. júlí) Þú hefur í nógu aö snúast næstu dagana. Helgin fer nær eingöngu í aö hitta fólk og gleðskapur setur svip sinn á lífið. Þreytan sem virðist hafa tekiö sér bólfestu hjá þér hverfur á braut og þér líður vel bæöi andlega og líkamlega. (23. júlí—22. úgúst) Þú verður fyrir vonbrigöum meö framkomu einhvers sem þú væntir mikils af. Líttu í eig- in barm og athugaöu hvort þér sjálfum er ekki eitthvað ábótavant. Tíöar truflanir í vinnutímanum draga úr afköstum þínum. (23. úgúst — 23. scpt.) Þér mun þykja óþægilegt aö þiggja heimboð um helgina þar sem þú vilt eiga næöi heima viö. Vertu samt viss um aö þú verðir ekki valdur aö því aö ástvinir þínir fjarlægist þig. Happatala þín er 5. (23. sept.—2'l. okt.) Geföu þér nægan tíma til aö komast þangaö sem þú ætlar þér. Þér hættir til aö ganga helst til langt í skemmtanalífinu um þessa helgi og ættir aö hafa góöa gát á peninga- eyðslunni. (24. okl.—22. nóu.) Þú ert í skapi til aö taka áhættu og munt hugsanlega taka óviturlega ákvöröun í pen- ingamálum. Þaö er hætt viö aö þú lendir í orðasennu út af peningum. Spennuástand heima fyrir kann aö leiða til deilu á milli fjöl- skyldumeölima. (23. nóu.—2l. des.) Veisla sem þér veröur boðið til á eftir aö hafa áhrif á líf þitt. Þú kynnist betur manneskju sem þú hefur vitaö deili á í langan tíma og þau kynni veröa ykkur báöum til góös. Leiddu hugann frá leiöindum og einblíndu á góöar hliöar mannlífsins. (22. des.—20. jun.) Tilfinningarnar geta auðveldlega hlaupiö meö þig í gönur um þessa helgi. Þér hættir til aö taka loforð allt of alvarlega. Mundu sviknu loforðin frá sömu persónu og dragöu lærdóm af fyrri viðbrögöum þínum. (21. junúur—10. febrúur) Aðdráttarafl þitt hefuroft rutt hindrunum úr vegi. Nú verður þú áþreifanlega var viö slíkt. Þér virðast allir vegir færir. Þú hefðir gott af að leggja land undir fót um helgina. Bréf eöa símtal mun vekja upp áleitnar spurningar og þær ekki allar góöar. Láttu ekki neikvæðar tilfinningar ná yfirhöndinni í lífi þínu. (20. febrúar—20. mars) Nú er kominn tími til aö leggja öll spil á borö- iö. Þér er það óhætt, þú munt aö öllum lík- indum sleppa vel frá því. Einhverjar mikil- vægar breytingar eru í vændum og þú sérö fram á betri tíö. Persóna af gagnstæöa kyn- inu truflar hugsanir þínar, ekki síst um miö- bik næstu viku.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.