Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 19.07.1990, Blaðsíða 5
5 Fimmtudagur 19. iúlí 1990 ÓGNVALDUR SMYGLARANNA: ÍKLÓM Í átta ár hefur starfað sérstök „vikingasveit## Tollgæslunnar — með æ betri árangri. Daglega heyja þeir einvigi við smyglara landsins. Sumir i genginu eru ótrúlega glúrnir — en hugvit smyglaranna er lika oft aðdáunarvert! Þeir eru sjö. Þeir eru „Svarta gengið“. Þeir eru óeinkennisklædd „víkingasveit“ tollaranna. Þeir birtast fyrirvaralaust, smyglurum landsins að óvörum. Við þá heyja þeir einvígiþar sem vígstaðan breyt- ist i hverri ferð!_____________________ EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Þann 14. júlí 1982, fyrir átta árum, var stofnuð „leitar- deild" hjá embætti Tollgæsl- unnar. Áður hafði verið vísir að rannsóknardeild, en nú var teningunum kastað og ákveðið að fjölga sérhæfðum leitarmönnum, sem skyldu vera óstaðbundnir og birtast fyrirvaralaust hvar sem er á landinu. Blómaskeið smygl- umræðunnar Tilefnið var svo sem ekkert sérstakt. Þó má geta þess að snemma í maí sama ár voru tæp 200 kíló af marijuana flutt til landsins sem „vara- hlutir" frá skipafélagi á Jama- ika, stíluð á fyrirtæki í Reykjavík. Ábendingin kom frá bandaríska sendiráðinu og var vel fylgst með send- ingunni — en enginn viðtak- andi gaf sig fram. Ekki var vitað hvort Island væri enda- stöð fíkniefnanna, en mark- aðsverð þeirra hér á landi var um 160—170 milljónir króna að núvirði. Að öðru leyti má segja að áratugurinn á undan, áttundi áratugurinn, hafi verið blómaskeið smyglumræð- unnar. Sérstaklega eru minn- isstæðar fréttir í kringum „Klúbbmálið" og Geirfinns- málið og árið 1976 náði spill- ingin að því virðist inn í hin helgu vé, er tveir yfirmenn Tollgæslunnar í Reykjavík voru handteknir, grunaðir um aðstoð við smygl úr milli- landaskipi. Tollyfirvöld höfðu rætt um hvernig ná mætti betri ár- angri gagnvart smygli. Það leiddi til þess að leitardeildin varstofnuðíjúlí 1982meðsjö stöðuheimildum. Árangurinn í stuttu máli ótrú- legur Að sögn Kristins Ólafs- sonar tollgæslustjóra leikur ekki vafi á því að mikill ár- angur hafi náðst með breyt- ingu þessari. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki greint frá aðferð- um leitardeildarinnar eða innra starfi. Hitt er ljóst að þarna var ákveðið að gera til- raun með hvort ekki væri hægt að ná betri árangri en fram að þeim tíma, með ákveðnum aðskilnaði og sér- hæfingu. Og árangurinn er í stuttu máli alveg ótrúlegur. Ég þekkti tímana fyrir þessa breytingu og get sagt það með góðri samvisku." Um þetta er einn viðmæl- enda blaðsins úr sjómanna- stéttinni sammála. „Þetta eru allt aðrir tímar nú en fyrir 20 árum og jafnvel skemur. Það var miklu betra að „hjálpa sér“ þá, minna lið hjá toll- gæslunni, aðrar aðferðir og mikið meiri kunningsskapur." Nánar tiltekið varð sú breyting fyrir 8 árum að leit- ardeildin var gerð að óstað- bundinni deild tollvarða — þeir hafa allt landið undir. Deildin fer fyrirvaralítið í sér- ferðir á ýmsa staði, oft að eig- in frumkvæði en einnig að ósk heimamanna. Þá koma vísbendingar frá tollyfirvöld- um erlendis og jafnvel Inter- pol. Hin erlendu tengsl hafa aukist í gegnum árin og eru bæði í krafti samninga og persónulegra kynna. Kókaín í stað bjórs: Vilja hund Breytingar hafa ekki að- eins orðið hjá tollyfirvöldum, heldur ekki síður hjá íslensk- um smyglurum. I gegnum tið- ina hefur mest borið á smygli á áfengi og tóbaki, kannski ekki síst á bjórnum. En eftir að bjórinn var lögleyfður urðu stakkaskipti þar á. Á síð- asta ári voru teknir 1.100 kassar af bjór í skipi rétt fyrir „bjórdaginn", en eftir þann dag hefur mjög lítið verið tek- ið af bjór. „Það var eiginlega lokaspretturinn í bjórnum, þótt hann hafi síður en svo horfið, samanber málið í síð- ustu viku, þegar 53 kassar fundust í Stuðlafossi," segir Kristinn. Hins vegar er enn nokkuð smyglað af sterku áfengi og tóbaki. Þá er alltaf nokkuð um smygl á hráu kjöti, eink- um kjúklinga- og nautakjöti og niðursoðinni skinku. Smygl á raftækjum hefur eitt- hvað minnkað að því er virð- ist, einkum eftir að tollar á slíkum tækjum voru nýverið lækkaðir. Augu tollyfirvalda liafa á hinn bóginn æ meir beinst að fíkniefnasmygli og þá eink- um að smygli á sterkum efn- um, t.d. kókaíni. 1 þeim efn- um er haldið uppi náinni samvinnu við Fíkniefnalög- regluna. Leitardeildin hefur t.d. fengið aðgang að hundi hjá Fíkniefnalögreglunni og hefur sótt um að fá eigin hund. Fjárveiting hefur hins vegar enn ekki fengist. Áfengi, tóbak, kjöt, vopn og tæki Tollyfirvöldum er eðlilega ómögulegt að meta hvort smygl hafi aukist eða minnk- að í gegnum tíðina — það er aldrei hægt að meta hvað fer framhjá leitarmönnum. PRESSAN fékk upplýsingar um hvað „Svarta gengið“, þ.e. leitardeildin, lagði hald á í fyrra, að fíkniefnum frátöld- um, en þau eru skráð á aðra aðila. Listi deildarinnar frá því í fyrra er all athyglisverður: 2.054 lítrar af sterku áfengi (ígildi ríflega 2.700 flaskna), 12.100 lítrar af bjór (ígildi ríf- lega 1.500 kassa, þ.a. um 1.100 í einu „kasti'), 79.800 vindlingar (tæplega 4.000 pakkar), 4,5 tonn af hráu kjöti, 1,1 tonn af niðursoðinni skinku, þrjú myndbandstæki, tíu þráðlausir símar, fimm 40-rása talstöðvar, ein hagla- byssa, eitt haglabyssuhlaup, ein loftskammbyssa, sjö- hundruð og fimmtíu kúlur í loftbyssu, einn lásbogi, tólf örvar, tveir slíðurhnífar, tvö sjónvörp og eitt hlustunar- tæki (Scanner). Nýjasta afrek deildarinnar hefur farið framhjá fáum. í síðustu viku var Georg Þór Kristjánsson, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum, handtek- inn í sendiferðabíl í Þorláks- höfn. í bílnum voru 846 lítrar af Smirnoff-vodka, 1.500 pakkar af vindlingum og tíu 40-rása talstöðvar. I heild var lagt hald á 1.218 lítra af vodka og er markaðsverðmæti þess miðað við útsöluverð talið vera um 3 milljónir króna. Oft býr mikið hug- vit að baki Af skiljanlegum ástæðum vilja meðlimir leitar- og rannsóknardeildarinnar ekki auglýsa sig eða upplýsa um algengustu smyglstaðina. „Hitt máttu bóka að þetta er aldrei leiðinlegt eða við- burðasnautt starf. En það er stressandi og viðkvæmt og í rauninni skítadjobb oft á tíð- um,“ sagði einn leitardeildar- manna í samtali við PRESS- UNA. „Þetta er starf sem er eiginlega ekki hægt að kenna eða læra af bókum. Aðferð- irnar við smyglið eru alltaf að breytast og í sjálfu sér er oft aðdáunarvert að sjá hversu mikið hugvit býr a(S baki! Ég man eftir lýsingu eins skip- stjórans, sem sagði mér að hann hefði af einskærri tilvilj- un komið að afar vel útbún- um smyglstað og orðið yfir sig hissa. Hann sagði sem svo að sennilega hefði atdrei ver- ið hægt að fá skipverjana til að smíða slíkt ef það væri fyr- ir skipið, en ekki þá sjálfa! En þetta er kannski með leitar- menn eins og í laxveiðinni, sumir virðast óvenju fisknir" Farmaður sem blaðið ræddi við tók undir þetta síð- asta. „Sumir þessara manna eru ótrúlega glúrnir og ég held reyndar að Svarta geng- ið hér á landi sé mjög framar- lega á alþjóðlegum mæli- kvarða. Sumir þeirra virðast búa yfir einhverju sjötta skilningarviti, ganga hrein- lega að hlutunum án nokk- urrar ábendingar." Einvígi en fullur skilningur Ætla mætti að leitardeild- armenn séu óvinsælir og samskiptin við sjó- og far- menn oft stirð, en því neita leitardeildarmenn. „Yfirleitt eru sjómenn og farmenn hinir almennileg- ustu menn og skilja vel hvað við erum að gera. Eins er það

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.