Pressan - 27.09.1990, Page 10
10
Fimmtudagur 27. sept. 1990
Velta greiðslukorta
þrefaldast á
þremur árum
En þá komum við að
greiðslukortafyrirtækjunum.
Notkun greiðslukorta hefur
færst mjög í vöxt á undan-
förnum árum og eru þau nú í
æ ríkari mæli notuð til að
greiða ýmiss konar reikninga
og þegar um afborgunarvið-
skipti er að ræða. Þannig þre-
faldaðist velta þeirra frá árinu
1985 til 1989. Á þriggja mán-
aða tímabili, nánar tiltekið
frá apríl til júní á þessu ári,
var veltan 10.043 millj. kr. Á
mánuði eru þetta 3.348 millj.
kr. og þar af eru 465 millj.
vegna úttekta erlendis.
Þeir sem nota greiðslukort
borga enga vexti af úttekt
sinni, aðeins fast árgjald sem
er um 1600 kr. og 120 kr. út-
tektargjald af hverjum gíró-
seðli. Það þýðir þó ekki að
það kosti þjóðina ekki neitt
að velta milljörðum á
greiðslukortum í hverjum
mánuði. Miðað við tölurnar
hér á undan má gera ráð fyrir
að innanlandsvelta á
greiðslukortum verði á þessu
ári um 34 milljarðar. Það er
að vísu fremur fátítt að kaup-
menn veiti staðgreiðsluaf-
slátt en þeir sem það gera
miða oft við 5% afslátt af upp-
gefnu verði. Það má reyndar
færa rök fyrir því að sá af-
sláttur sé of lítill, en ef hann
næði til alls þess sem nú er
greitt með greiðslukortum
mætti spara um 1,7 milljarða
á ári.
í júlíhefti af Hagtölum mán-
aðarins er fjallað nokkuð um
greiðslukortaviðskipti og þar
kemur m.a. fram að miklar
sveiflur eru í veltu greiðslu-
kortanna innan ársins. Hún
er minnst á fyrsta ársfjórð-
ungi, þegar fólk er að ná sér
niður eftir jólavertíðina, en
mest á þeim þriðja en þá
standa sumarfríin sem hæst.
Að óreyndu gæti maður
haldið að aukin notkun
greiðslukorta hefði dregið úr
notkun ávísana en sú virðist
ekki raunin. Heildarvelta
ávísana hefur aukist milli ár-
anna 1986 og 1989 en hún
byggist á því að fleiri ávísanir
eru gefnar út en áður þó
meðalupphæð hverrar sé
heldur lægri. Þetta gefur
manni vísbendingu um að
fyrst nýti fólk heftið og það
sem út úr því er að hafa, en
síðan snúi það sér að
greiðslukortunum.
Fyrirframgreidd
laun
Það mun almennt ekki
tíðkað að greiða dagvinnu-
laun út fyrirfram nema hjá
ríki, sveitarfélögum og bönk-
um, en þessir aðilar greiða
fastráðnum starfsmönnum
laun sín fyrirfram. Ekki tókst
að fá neinar tæmandi tölur
um heildarupphæð þessara
greiðslna á mánuði en það er
hægt að fara ansi nærri
henni. Áætlað er að um
80% opinberra starfsmanna í
þjónustu ríkisins séu með fyr-
irframlaun. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Launaskrif-
stofu ríkisins eru stöðugildi
hjá ríkinu 16.246 talsins og
meðaldagvinnulaunin
75.766 kr. Ríkið greiðir því
tæpan milljarð, eða 984 millj.
kr., fyrirfram í laun við hver
mánaðamót. Samkvæmt
upplýsingum sem fengust hjá
launadeild Reykjavíkur-
borgar má áætla að borgin
greiði mánaðarlega um 115
millj. kr. í fyrirframlaun.
Um 95% af öllum banka-
starfsmönnum eru á fyrir-
framgreiddum launum en í
öllum bönkum landsins eru
um 3.000 árs^erk og meðal-
dagvinnulaun um 82.000 kr. í
bönkunum eru því greiddar
um 240 millj. fyrirfram í laun
„Lendir i hring sem
eriitt er að komast
út úr"
Einstœö móöir meö eitt barn.
Vinnur á skrifstofu.
„Vinnan tekur mið af
ógreiddum areiðslu-
korlareiknfngi"
Opinber starfsmaður meö þrjú
börn. Maki vinnur viö
verslunarstörf. Bœöi í rúmlega
fullu starfi.
„Greiðslukortid er
okkar vítahringur. Við
erum ekki með yfir-
dráttarheimiidir eða
launalán en við veltum
60—80 þúsund krónum
á mánuði í gegnum
greiðslukortið. Við höf-
um reynt að einskorða
notkun greiðslukorts
við matarinnkaup, en
þegar harðnar á daln-
um er freistandi að
grípa tii þess til ann-
arra nota.
Við byrjuðum að nota
greiðslukort þegar ég var í
barneignarfríi. Þá ákváðum
við að fá okkur kort vegna
þess einfaldlega að ein laun
dugðu ekki til að framfleyta
fjölskyldunni. Þá fórum við
að borða út á krít og þá fór
maður að telja sér trú um að
það væri ágætis fyrirkomu-
lag að halda bara heimilis-
bókhald út á greiðslukortið.
Ég verð líka að segja það að
mér hafði aldrei tekist að
hafa yfirlit yfir matarkostn-
aðinn fyrr en með greiðslu-
kortinu. Þetta var að vissu
leyti hagkvæm lausn því
maður borgar ekki vexti af
kortinu. í grundvallaratrið-
um er ég hins vegar á móti
greiðslukortum því þau
hækka vöruverð og þjónustu.
í raun og veru eru þessi
neyslulán sambærileg við
skattana áður en staðgreiðsl-
an var tekin upp. Þá gat fólk
ekki minnkað við sig vinnu af
því að það átti alltaf eftir að
borga skattana frá síðasta ári.
Á sama hátt verður öll vinna
núna að taka mið af því að þú
átt ógreiddan greiðslukorta-
reikning. Hjá okkur fara al-
veg önnur íaunin í greiðslu-
kortið. Hin fara í afborganir af
húsnæðinu en þær eru nú
sem stendur um 100 þúsund
krónur á mánuði og verða
þannig næsta hálfa annað ár-
ið. Við erum nýbúin að
stækka við okkur húsnæði og
það hefur auðvitað sett strik í
reikninginn og þýtt það að
veltan á greiðslukortinu er
hærri en hún var. Nú fara
skólaföt barnanna líka á kort-
ið af því að það eru ekki til
peningar fyrir þeim.“
, ,Greiðslukortareikn -
ingurinn hjá mér er um
60 þúsund krónur á
mánuði og ég er með yf-
irdráttarheimiid upp á
10 þúsund krónur sem
ég nýti ailtaf.
Ég veit ekki af hverju ég er
að velta þessu á undan mér.
Maður lendir í einhverjum
hring sem er erfitt að koma
sér út úr. Yfirdráttarheimild-
ina tók ég vegna þess að mér
hætti til að fara yfir á heftinu
og þá var eins gott að vera
bara með heimild. Upphaf-
lega tók ég greiðslukortið af
því að ég var að fara utan. Ég
ætlaði ekkert að nota það
innanlands en þetta vatt bara
upp á sig. Ég festi kaup á
tveggja herbergja íbúð í
Verkamannabústöðum fyrir
þremur árum og þarf að
borga af henni og lífeyris-
sjóðsláni sem ég þurfti að
taka fyrir útborguninni. Og
það lán er hryllilega erfitt.
Ég hef reynt að koma mér
út úr þessu og mér tókst það
einu sinni en það var þegar
ég átti barnið og var heima í
fjóra mánuði og gerði ekki
neitt. Mér finnst að ég gæti
ekki komist af með minni
neyslu og eyðslu. Það kostar
að fæða og klæða krakka og
mér finnst ég ekki leyfa mér
neinn stórkostlegan munað.
Ég hef t.d. ekki farið utan í
mörg ár. Ég er með ákveðna
fasta veltu á greiðslukortinu,
eins og t.d. afborganir af
þvottavél sem ég keypti mér.
Þetta fer í daglega neyslu og
annað ekki.“
Haustið er komið, skólarnir byrjaðir, styttist til jóla og börnin þurfa sitt. Einmitt á þess-
um árstíma standa margir foreldrar andspænis því að snjógallarnir og kuldaskórnir sem
dugðu í fyrra eru orðnir of litlir og allur glans farinn af gömlu jólafötunum. Og þá er nær-
tækt að grípa til greiðslukortsins.
á mánuði.
Kemur að
skuldadögunum ?
En heildarupphæðin sem
við veltum á undan okkur er
semsagt um 9,3 milljarðar
króna á mánuði, sem svarar
til 56% af allri einkaneyslu
landsmanna á mánuði. Ef
þessar stærðir eru færðar
nær hvunndegi venjulegs
fólks má segja að hvert heim-
ili í landinu velti að meðaltali
um 103 þúsund krónum á
undan sér í mánuði hverjum.
Ef fyrirframgreiddu launin
eru dregin frá, þar sem mjög
afmarkaður hópur nýtur
þeirra, lækkar upphæðin í
rúmlega 88 þúsund krónur á
mánuði. Og eins og ævinlega
þegar meðaltöl eru annars
vegar er rétt að hafa í huga að
sumir eiga þarna engan hlut
að máli en aðrir stóran.
Hreinn kostnaður af þess-
ari veltu er ekki undir 2,4
milljörðum á ári, en til sam-
anburðar má geta þess að
það er ríflega sú upphæð sem
Reykjavíkurborg áætlar í all-
ar sínar byggingarfram-
kvæmdir á þessu ári.
Það má því ljóst vera að við
lifum um efni fram. En af
hverju? Eru efnin of lítil, þ.e.
launin okkar of lág, til að end-
ar nái saman eða erum við
kannski of neysluglöð —
nema hvort tveggja sé? Auð-
vitað eru flottræflar á meðal
vor sem vilja hafa mikið um-
leikis og leita til þess allra
leiða sem færar eru. En marg-
ir hafa líka lent í erfiðri víxl-
verkun kaupgjalds og lána,
þ.e. þegar kaupgjaldið rýrnar
aukast lántökurnar.
En kemur að skuldadögun-
um og þá hvenær? Hjá sum-
um getur þetta gengið
snurðulítið fyrir sig ár eftir ár
og kemur ekki að sök meðan
launin berast reglulega og
bankinn múðrar ekki. Það er
því rétt eins og skuldadagarn-
ir komi aldrei. En ef upp kem-
ur atvinnuleysi, veikindi eða
verkfall er hætt við að marg-
ur átti sig á því að boltinn sem
hann veltir á undan sér er
þyngri en hann ræður við
með góðu móti.
„Þetta er spumingin
um að hafa rjóma
ofan ú vöfflurnar"
Bankastarfsmaður meö tvö börn.
Maki nýbyrjaöur í námi.
„Ég er með viðvar-
andi yfirdráttarheimild
upp á 65 þúsund og svo
er ég á fyrirframgreidd-
um launum sem eru 85
þúsund á mánuði. Ég
reyni að nota greiðslu-
kortið mjög lítið en það
er samt 20—30 þúsund
um hver mánaðamót.
Við tókum yfirdráttarheim-
ildina í tengsium við tvær af-
borganir af íbúðinni sem við
vorum að kaupa okkur og
okkur hefur ekki tekist að
greiða hana niður. Greiðslu-
kortið tók ég þegar ég þurfti
að skreppa til útlanda fyrir
rúmum tveimur árum. Éftir
það var kortið við höndina og
þegar mjög þröngt verður í
búi er svo auðvelt að leiðast
út í að nota það.
Reynsla mín úr bankanum
er sú að fólk taki gjarnan yfir-
dráttarheimild í tengslum við
greiðslur vegna íbúða, t.d.
þegar það þarf að greiða af
veðdeildarláni eða fasteigna-
gjöldin. Allar slíkar greiðslur
setja hinn daglega fjárhag úr
skorðum. Núna finnst mér
líka mjög áberandi að fólk
biðji um nýjar heimildir eða
hækki þær sem fyrir eru.
Ástæðan er oftar en ekki sú
að það reiknaði með vaxta-
bótum inn í greiðsluáætlun
sína en svo brugðust þær.
Margir eru með 70—80 þús-
und króna heimild og eru að
fara upp í 110 þúsund og sjá
ekki fram á að geta borgað
það niður. Mánaðarlaunin
duga jafnvel ekki fyrir heim-
ildinni og fólkið fer aldrei nið-
ur á núllið. Þetta er bara eins
og að vera með viðvarandi
lán sem er endurnýjað en
aldrei greitt neitt niður. Ef
fólk ætlar að losa sig út úr
slíku á það engra annarra
kosta völ en taka tveggja til
þriggja ára lán og greiða það
niður með föstum mánaðar-
legum afborgunum.
Verkalýðshreyfing-
in tekur ekki á
málinu
Rótin að þessum vanda
finnst mér fyrst og fremst
vera sú að fjárhagur fólks er
of þröngur, launin eru of lág.
Meðölin sem í boði eru við
þessu eru „reddingar", sem
fólk skilar fullum tryggingum
fyrir. Þannig tryggja bank-
arnir sig fullkomlega og svo
einn góðan veðurdag, þegar
þeim finnst nóg komið, þá
segja þeir bara stopp; þú færð
ekki meiri heimild, þú verður
að fara að athuga þinn gang,
þú eyðir um efni fram. Þetta
er verið að segja við fólk sem
er kannski með 50—100 þús-
und króna laun og sér ekkert
fram á að það breytist. En
þetta fólk situr uppi með sekt-
arkennd yfir eyðsluseminni.
Allt þjóðfélagið bendir á við-
komandi og segir: Þú hefur
eytt um efni fram. Þá verður
fólk að fara að gera eitthvað í
málunum og getur það jafn-
vel ekki. Það hefur enga út-
gönguleið.
Ég vil ekki samþykkja það
að fjölskylda eins og mín eyði
um efni fram. Við erum kom-
in yfir þrítugt, eigum tvö
börn, þriggja herbergja íbúð
og bíl. Það er ekki um það að
ræða að fara í utanlandsferðir
eða aka um á dýrum bíl.
Þetta er í rauninni spurningin
um að hafa öðru hvoru rjóma
ofan á vöfflurnar. Svo geta
ráðamenn í bankanum, sem
sjálfir eru á miklu hærri laun-
um, sagt við mann að maður
eyði um efni fram. Mér finnst
það mjög lítilsvirðandi.
Verkalýðshreyfingin tekur
ekkert á þessu máli vegna
þess að það er búið að gera
þetta að svo miklu einstakl-
ingsvandamáli. Verkalýðs-
hreyfingin nær ekki til fólks
og það leitar ekki þangað
með vandamál sín. Því finnst
það ekki hafa neitt að segja.
Þeir sem stjórna verkalýðs-
hreyfingunni eru ekki á því
kaupi sem fólk almennt er á
og þurfa því ekki að standa
frammi fyrir þessu. Mér
finnst að verkalýðshreyfingin
eigi að taka á þessu máli en
hvernig veit ég svo sem ekki.
En þetta er orðið viðvarandi
ástand hjá fólki."