Pressan - 08.11.1990, Side 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER
KYNLÍF
Hettan
JÓNA
INGIBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
„Hæ Jóna, hér er ein
spurning. Eg á í mestu
vandræðum með að fá p-
pillu sem hentar mér
vegna aukaverkana og
mér er illa við að nota
lykkjuna. Ég þoli ekki
tilhugsunina um að-
skotahlut inni í mér. Hvaða
getnaðarvarnir standa þá
eiginlega til boða?
RÁ.“
Aður en ég svara spurningu
þinni langar mig til að árétta
atriði sem kom fram í pistli
mínum í síðustu viku um
notkun hugtaksins „kynferð-
isleg misnotkun". Kynferðis-
leg misnotkun er til á skala —
frá vægum tilfellum upp í til-
felli af hryllingssögutaginu.
Alltof margir hugsa um síðari
tilfellin þegar kynferðislega
misnotkun ber á góma. Því er
skiljanlegt að sumir hafi
sjokkerast þegar ég talaði um
duldu misnotkunina. En stóra
spurningin er samt alltaf sú
hvort gerandinn örvast kyn-
ferðislega við hegðun sína —
á kostnað þolandans. Þá er
um misnotkun að ræða.
Jæja, nú skal ég svara
bréfinu. Þú ert ekki sú eina
sem átt í erfiðleikum með að
finna getnaðarvörn sem
hentar. Að undanskilinni p-
pillunni og lykkjunni stendur
konum hettan/til boða af
þeim getnaðarvörnum sem
þarf að fá tilvísún á frá lækni.
Enn er ekki kominn hingað
til lands svokallaður ,,koddi“,
en það er lítill, einnota
svampur í laginu eins og skál,
sem losar sæðisdrepandi efni
þegar hann er bleyttur. Aðrar
getnaðarvarnir sem þarf ekki
tilvísun á frá lækni eru
smokkurinn, sæðisdrepandi
krem eða smyrsl, að halda
frjósemisdagatal og fara í
ófrjósemisaðgerð. Og skírlífi
ef ég tíni allt til.
Sé gert ráð fyrir að þú viljir
ekki lifa skírlífi og hafir hugs-
að þér að eignast börn í fram-
tíðinni standa þér enn nokkr-
ir möguleikar til boða og mig
langar að kynna þér einn
þeirra, hettuna, en það er
getnaðarvörn sem því miður
alltof fáar konur hafa notað.
Notkun hettunnar lagðist
Geir Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð fyrir komandi kosningar, en
32 ár eru liðin frá því hann settist fyrst á þing.
„Hef áhuga fyrir fólki á öllum
tímum," segir Kristín Lofts-
dóttir, 22ja ára rithöfundur,
sem veigrar sér ekki viö að
nota söguöld sem sögusvið í
nýrri skáldsögu.
bók og penna, notaði jólafríið
í að vélrita og lauk sögunni
fyrir áramót. En Fótatak tím-
ans vann ég á allt annan
hátt;“
„Ég hef áhuga fyrir fólki á
öllum tímum,“ segir Kristín
þegar PRESSAN spyr hana
um sögusvið Fótataks tímans.
„Fortíðin og sagan eru alltaf
áhugaverðar og auðvitað
maðurinn sjálfur. En þetta er
ekki sagnfræðirit, heldur
saga af fólki."
Frá því Kristín man eftir
sér hefur hún haft mikla tján-
ingarþörf. Auk skriftanna
hefur hún gaman af að teikna
og mála og hestamennska og
ferðalög eru einnig ofarlega á
vinsældalistanum. Foreldrar
hennar, Loftur Magnússon,
skólastjóri Setbergsskóla, og
Erla Sigurðardóttir, kennari í
Engidalsskóla, hafa hvatt
hana með ráðum og dáð, auk
þess sem kærastinn, Árni
Víkingur, nemi í spænsku og
uppeldisfræði við háskólann,
styður vel við bakið á henni.
„Ég er alveg viss um að hvor-
ug þessara bóka hefði orðið
til ef hann hefði ekki stutt
mig. Fyrri bókina skrifaði ég
nánast sem framhaldssögu
fyrir hann. Tilhlökkunin að
Iesa næsta kafla fyrir hann
hvatti mig áfram.“
„Geir er vandaður og hljóðlátur stjórn-
málamaður sem hefur alltaf unnið verk sín
eins og best verður á kosið,"
sagði Matthías Á. Mathie-
sen alþingismaður.
„Hvort heldur hann hefur
unnið með samherjum sín-
um eða andstæðingum
hafa dómgreind hans og
sanngirni ráðið, enda
greindur maður með af-
brigðum," sagði Matthías.
„Geir er duglegur og hann
vann vel í fjarveitinga-
nefnd,“ sagði Ragnar Arn-
alds. „Geir er traustur og
öruggur í öllu. Hann tekur
ekki að sér verkefni án þess
að vera viss um að geta sinnt þeim. Við átt-
um mikið og gott samstarf," sagði Gils
Guðmundsson, rithöfundur og fyrrum
samþingmaður Geirs. „Ég get ekki annað
en talað vel um Geir. Við sátum saman í
skóla og sátum saman á þingi í 32 ár. Við
höfum aldrei setið saman í ríkisstjórn,"
sagði Matthías.
„Hann er ekki stjórnmálamaður sem
er í nánu sambandi við kjósendur sína.
Hann og Matthías Á. Mat-
hiesen vinur hans gerðu
samkomulag um að hafa
enga pólitíska fundi í
kosningabaráttunni
1987,“ sagði áhrifamaður
í Alþýðubandalaginu. „Eft-
ir að Geir hætfi í fjárveit-
inganefnd er hann kom-
inn út úr flestu og hann
hefur lítið beitt sér.
Hann hefur ekki fundið
sér neitt sérsvið," sagði
Ragnar Arnalds. „Geir er
íhugull og segir fátt. Ég
held að enginn stjórn-
málamaður hér á landi sé eins staðfast-
ur og Geir,“ sagði Valþór Hlöðversson,
bæjarfulltrúi í Kópavogi. „Hann er verka-
lýðssinni og herstöðvaandstæðingur,
reyndar bara í orði. Hann er enginn
Eykon í Alþýðubandalaginu. Geir hef-
ur ekki komið með neinar merkar til-
lögur í fjármálum. Hann er þessi þegj- >
andi týpa. Ég gæti trúað að hann hefði
vit til að þegja þegar hann veit ekki
hvað hann á að segja, og hann þegir,.
mjög oft. Geir var boðið að verða fjár-
málaráðhera 1978. Hann vildi það ekki
og það er dæmigert fyrir hann,“ sagði
samherji hans í Alþýðubandalaginu.
DEBET
KREDIT
Geir Gunnarsson
alþingismaður
Forsetabíllinn
fœst hjó
Hvernig tilfinning ætli
það sé að eiga bíl sem
nokkur af stórmennum
heimsins hafa setið í?
„Dásamleg," myndi ein-
hver segja, að minnsta
kosti er gefið mikið fyrir
slíka gripi víða um heim.
En á íslandi virðast gilda
önnur lögmál, því með
eindæmum brösuglega
hefur gengið að selja
glæsikerru af gerðinni
Chevrolet Capri Classic
árgerð '89, sem þjónaði
Vigdísi forseta fram á
þetta ár. Tvívegis hefur
verið reynt að selja grip-
inn á uppboði hjá Inn-
kaupastofnun ríkisins og
að sögn Kornelíusar Sig-
mundssonar forsetarit-
ara verður nú brugðið á
það ráð að selja hann í
bílabúð SÍS. I siðustu
viku barst innkaupa-
stofnun tilboð í bílinn frá
ungum manni, Sigurði
Sigurðssyni, upp á 2
milljónir og eitt þúsund
krónur, en þegar til kom
treysti hann sér ekki til
að standa við það.
MYHDUM
„Mig langaði til að reyna
eitthvað nýtt, þroska sjálfa
mig sem rithöfund. Það er
alls ekki svo, að ég ætli ekki
að skrifa fleiri barnabækur,
því það er alveg jafnverðugt
viðfangsefni og fullorðins-
bækur. í framtíðinni myndi
ég vilja gera sitt af hvoru
tagi,“ segir KRISTIN LOFTS-
DÓTTIR, rithöfundur og nemi í
mannfræði við Háskóla ís-
lands, nýorðin 22 ára gömul.
Þegar hún var 19 ára vann
hún íslensku barnabókaverð-
launin með sögunni „Fugl i
búri“ og nú hefur hún sent frá
sér „fullorðinsbókina" „Fóta-
tak tímans", sem gerist aftur á
söguöld.
Kristín vakti mikla athygli
fyrir Fugl í búri. Sagan segir
að hún hafi sest niður, sísona,
og ákveðið að skrifa bók. „Ég
var reyndar með ákveðnar
persónur í kollinum. Þetta
var samt hálffáránlegt, því ég
sá auglýsinguna um keppn-
ina í ágúst og keypti mér stíla-
mikið niður eftir að p-pillan
kom á markaðinn.
Hettan er hringlaga skál úr
gúmmíi sem er sett inn í
leggöngin og látin liggja yfir
leghálsinn. Til að hún virki
sem best verður að setja
sæðisdrepandi krem á brún-
ina og inn í skálina áður en
hettan er sett í leghálsinn.
Hettunni má koma fyrir sex
tímum fyrir samfarir en ekki
má taka hana út fyrr en að
sex tímum liðnum. Ekki má
hafa hettuna lengur inni en
sextán tíma. Hún hindrar
sæðið í að komast inn í legið
og virkar þarafleiðandi á
sama hátt og smokkurinn.
Finna verður út rétta hettu-
stærð hjá lækni. Eftir fæð-
... það er slæmt
ef konur eru
haldnar það
miklum tepru-
skap að þær fara
fyrir vikið á mis
við ágætis
getnaðarvörn.
ingu og ef konan þyngist mik-
ið eða léttist verður að máta
hana aftur. Sömu hettu er
hægt að nota í tvö ár og mið-
að við þann tíma er hún hlut-
fallslega ódýrari en til dæmis
p-pillan.
Aðalkostir hettunnar eru
að hún hefur afar fáar
aukaverkanir og truflar á
engan hátt eðlilega starfsemi
líkamans. Ákjósanleg að því
leyti fyrir konur sem er illa
við að gleypa hormónalyf
(p-pilluna) eða nota lykkjuna.
Einnig hentar hún vel þeim
konum sem geta gert það að
venju að koma hettunni fyrir
á ákveðnum tíma dags. Hugs-
anlegar aukaverkanir eru
aukin tíðni blöðrubólgu og
að sæðisdrepandi krem getur
lekið út úr leggöngunum eftir
samfarir (en það gerir sæði
líka). Sæðisdrepandi kremið
getur líka valdið ertingu á
slímhúð, en þá er oftast hægt
að nota aðrar tegundir krems
í staðinn. Sumar konur geta
ekki hugsað sér að snerta
eigin kynfæri, hvað þá að
setja fingur inn í leggöngin til
að koma hettunni fyrir.
Reyndar er til ákveðið áhald
til að setja hettuna inn, en
það er slæmt ef Ttonjir eru
haldnar það miklum tepru-
skap að þær fara fyrir vikið á
mis við ágætis getnaðarvörn.
Sum pör gera hettuísetningu
bara að ákveðnu „ritúali" í
ástaleiknum og hafa engar
áhyggjur af getnaði eða því
að leikurinn truflist.