Pressan - 08.11.1990, Síða 9

Pressan - 08.11.1990, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER 9 milljónir norskra króna í óaftur- kræfum lánum. Mestur hluti þessara lánsloforða var efndur. STÓRT GJALDÞROT Gjaldþrot Lindalax er stórt. Kröf- ur í búið voru um 1.100 milljónir króna. Den norske Creditbank og ís- landsbanki stofnuðu með sér félag- ið Laxalind til að freista þess að firra sig frekara tjóni. Laxalind keypti all- an fisk af þrotabúinu, fyrir 368 millj- ónir króna. Þá keypti Laxalind stöð- ina sjálfa á 317 milljónir. Kaupverðið miðaðist við veðkröfur sem bank- arnir áttu á hendur Lindalaxi. Auk þessa féllu bankamir frá 90 milljóna króna veðkröfum. Aðrar skuldir þrotabúsins eru miklar. Almennar kröfur eru 165 milljónir, aðrar veð- kröfur 160 milljónir og forgangs- kröfur eru 5 milljónir. Samtals eru þetta yfir 1.100 milljónir króna. Litlar sem engar eignir eru eftir til skipta. Lítið eða ekkert notuð súr- efnistæki, sem keypt voru á 17 millj- ónir, eru óseld. Þá er eitt riftunar- mál í gangi. Ef það vinnst koma 4,4 milljónir auk vaxta til skipta. Þá er eftir að sjá hvort hluthafar, í krafti dómstóla, verða látnir greiða inn þann hluta hlutafjár sem ekki var greiddur í reiðufé. MÁL VERÐUR HÖFÐAÐ „Þetta mál verður rætt á skipta- fundinum. Bústjórarnir tilkynna þá hvort grundvöllur sé til að höfða mál. Nokkrir af stærri kröfuhöfum hafa óskað eftir að þetta verði kann- að gaumgæfilega. Það hefur komið til tals að kröfuhafar reki málið sjálf- ir ef skiptastjórar telja ekki ástæðu Porvaldur í Síld og fisk og félagar REYNDU AÐ LOSNA ÚT Deilur eru milli þrotabúsins og landeigenda um hvort landeigend- ur hafi verið hluthafar þegar fyrir- tœkið varð gjaldþrota. Landeigend- ur hafa stofnað félagið Vatnsleysu til að fara með þetta mál afsinni hálfu. 10. maí 1989 gerðu Lindalax og landeigendurnir samkomulag eða viljayfirlýsingu um að Lindalax skyldi kaupa hlutabréf landeigend- anna í félaginu. TVÆR FLUGUR í EINU HÖGGI í skýrslu Sigurðar Pálssonar endurskoðanda segir um þetta mál: „Ætlunin var helst að Lindalax hf. útvegaði nýjan eða nýja hluthafa til að eignast þessi hlutabréf. Átti Lindalax að gefa út skuldabréf til Vatnsleysu fyrir andvirði hlutabréf- anna en nýr hluthafi eða hluthafar að greiða andvirðið inn í félagið. Sýnilega átti að slá tvær flugur í einu höggi. Annars vegar áttu land- eigendur að losna úr félaginu, en nokkurt ósætti mun hafa verið kom- ið upp í hluthafahópnum, og jafn- framt hefðu þeir jrannig fengið leigu sína greidda í reiðufé á leigutíman- um. I annan stað hefði félagið með þessu fengið verð bréfanna til sín í reiðufé en greitt það aftur til land- eigenda á löngum tíma.“ Aðilar voru sammála um að Lindalax skyldi leysa til sín skulda- bréfin þó nýir eigendur fyndust ekki. Það skyldi gerast eigi síðar en 10. maí 1990. Lindalaxi tókst ekki að finna nýja hluthafa áður en félag- ið varð gjaldþrota. Félagið hafði greitt landeigendum 4,4 milljónir. SAMNINGI VIÐ LANDEIGENDUR RIFT Skiptastjórarnir hafa höfðað rift- unarmál vegna samnings Lindalax og landeigenda. I skýrslu Sigurðar segir að ekki hafi verið ætlunin að Lindalax leysti til sín hlutabréf landeigendanna með þeim hætti að eiginfjárstofn fé- lagsins minnkaði. Hann segir að vandséð hafi verið hvernig slík áform gætu staðist hlutafélagalög, sérstaklega þegar þess er gætt að fé- lagið rambaði á barmi gjaldþrots. Landeigendur áttu fulltrúa í stjórn og sátu hluthafafundi fram á síðasta dag. „Að ofansögðu er það skoðun undirritaðs að landeigendur hafi enn verið hluthafar í Lindalaxi hf. þegar félagið komst í þrot. Leigu fyrir aðstöðuna að Vatnsleysu höfðu þeir á sínum tíma fengið greidda fyrirfram til 25 ára með hlutabréf- um í félaginu. Kaupandi laxeldis- stöðvarinnar, Laxalind hf„ hefur þannig um leið eignast fullan rétt til að nýta þessi réttindi án sérstakra greiðslna. Greiðslan til Vatnsleysu er fyrirframgreiðsla á sölu sem ekki varð, og er því endurkræf," segir í skýrslu Sigurðar Pálssonar endur- skoðanda. til að hefja málsókn," sagði Jóhann- es Sigurðsson, lögmaður Húsa- ness. Húsanes er með stóra kröfu á hendur Lindalaxi. „Vandamálið er að lítið hefur reynt á þessi ákvæði. Dómstólar hafa lítið fengist við túlkun á þess- um lagaákvæðum. Það yrði að taka á ákvæðum sem ekki hefur reynt á áður,“ sagði Jóhannes. Ef af málsókn verður, verður þetta þó prófmál? „Já. Þetta getur orðið mjög merkilegt mál. Það er heimilt að stofna hlutafélag án þess að greiða allt hlutafé með reiðufé. í þessu máli snýst allt um það að tilkynnt var til hlutafélagaskrár að hlutafé yrði greitt með reiðufé Við lítum þannig á að það megi treysta því sem til- X. kynnt er til hlutafélagaskrár," sagði Jóhannes Sigurðsson. KRAFA UM AÐ SKIPTASTJÓRI VÍKI Skiptastjórar í þrotabúi Lindalax eru tveir, Ingi H. Sigurðsson og Jón G. Briem. Þeir eru báðir lög- menn í Keflavík. Jón G. Briem hefur verið ráðinn yfirmaður lögfræði- deildar íslandsbanka. Hann tekur við því starfi um áramót. Kröfuhafar hafasett fram þá kröfu að Jón víki sæti sem skiptastjóri. Þeir segja hann ekki geta haldið þessu starfi sem í Ijósijress að hann hefur verið ráðinn til Islandsbanka. Þeir segja bankann eiga hagsmuna að gæta og eins segja þeir að Þor- valdur Guðmunckson, en hann á sæti í bankaráði íslandsbanka, eigi mikilla hagsmuna að gæta við með- ferð þrotabúsins. „Við erum ekki að segja að þetta hafi komið niður á störfum Jóns. Sú hætta er til staðar, og ég tel fráleitt að Jón haldi áfram að gegna starfi bústjóra. Hann var bústjóri Vogalax þegar hann var skipaður yfirmaður lögfræðideildar íslandsbanka. Hann sagði af sér starfi fyrir það þrotabú og sama á hann að gera í þrotabúi Lindalax," sagði lögmaður sem vinnur fyrir einn kröfuhafanna. ÆTLA EKKI AÐ VÍKJA „íslandsbanki hefur fengið allar sínar kröfur greiddar og á því ekki hagsmuna að gæta. Eg hef rætt þetta við Þorstein Pétursson skipta- ráðanda og ég er ákveðinn í að víkja ekki sæti sem skiptastjóri í þrotabúi Lindalax," sagði Jón G. Briem. Sigurjón M. Egilsson Eiríkur Tómasson ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ ÞETTA VERÐI SKOÐAÐ „Tvö atriði skipta miklu málisem ég tel nauðsynlegt að komi fram. Seafood Development og Draupn- issjóðurinn lögðu inn svokölluð víkjandi lán. Pau lán eru jafngildi hlutafjár þegar til gjaldþrots kem- ur. Þau tapast þar sem fyrir þeim eru engar tryggingar," sagði Eirík- ur Tómasson hœstaréttarlögmað- ur. Eiríkur var stjórnarformaður Lindalax. Hann lét af því starfi um tveimur mánuðum áður en fyrir- tækið var úrskurðað gjaldþrota. „Ef menn telja að hallast hafi á Seafood Development er ljóst að þeir hafa greitt peninga í formi víkjandi láns og það reiknast, ef einhver mismunur er, sem hluti hlutafjár. Það er Ijóst þegar þetta er skoðað að þeir hafa greitt inn, í reiðufé, sem nemur nokkurn veg- inn þeirra hlutafé ásamt mínu. Þetta breytir þessu dæmi mikið. Lánardrottnar eiga ekki kröfu á að meira liggi en það sem nemur hlutafénu. Þetta er allt rakið í ársreikning- um. Fyrirtækið var mikið í samn- ingaviðræðum við banka, bæði hér á landi og erlendis. Það var því farið rækilega í þetta allt saman. Þegar Draupnissjóðurinn kom inn með hlutafé kynnti hann sér ræki- lega hvernig hlutafé hafði verið greitt inn í félagið. Ég verð að segja að það kemur mér óskap- lega mikið á óvart að þetta skuli tekið upp. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn hafa stór orð í garð okkar sem stóðum að þessu félagi. Þau stóru orð hafa öll orðið að engu þegar málin hafa verið skoð- uð. Ég er óhræddur við að þetta mál verði skoðað," sagði Eiríkur Tómasson. |f I^Kaupmennirnir í Fjölmiðlun sf„ sem keyptu sig inn í Stöð 2, eru nú að láta lögmenn skoða viðskipti sín við Eignarhalds- félag Verslunar- bankans. Munu þeir meðal annars vera að láta athuga hvort þeir hafi fengið rétt- ar upplýsingar um efnahagsreikning fé- lagsins. Þeir sem hafa barist mest fyrir þessari endurskoðun eru þeir Bolli Kristinsson í 17, Skúli Jó- hannesson í Tékk-Kristal og Garð- ar Siggeirsson í Herragarðinum. Er búist við að í kjölfarið komi krafa um endurgreiðsíu... að urðu mikil fundahöld með- al fanga á B-gangi Litla-Hrauns um daginn, þegar þeir uppgötvuðu að þeirra á meðal væri eyðnisýktur fangi. Mikillar reiði gætti út í fang- elsismálayfirvöld fyrir að leyna þá þessari vitneskju, enda samlíf þarna allt mjög náið, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Fanginn mun nú vera kominn á spítala, en í þessu tilviki var hann að hefja afplánun á níunda fangelsisdómi sínum. Það sem kannski er hvað athyglisverð- ast í málinu er að sá fangi sem harðast mótmælti þessu „mannrétt- indabroti“ var Steingrímur Njáls- son... likill doði er sagður í próf- kjörsbaráttu Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi. Jafnvel svo að þátt- takan verði dræmari en oft áður. Sá eini sem sagður er geta sett strik í reikning- inn og skapað spennu er Árni Mathiesen, sonur Matthíasar, oddvita sjálfstæðismanna í kjördæminu, sem gefur nú ekki kost á sér. Árni er sagður eiga möguleika á að skjóta Salome Þorkelsdóttur aftur fyrir sig á listanum, þótt ekki fái hann haggað Ólafi G. Einarssyni í fyrsta sæti. Stuðningsmenn Árna eru hins vegar raunsæir og vilja tryggja hon- um þriðja sætið. Allt annað væri stórsigur. .. I síðustu viku mættu starfs- menn Ríkisendurskoðunar á skrif- stofur Bifreiðaprófa ríkisins og höfðu á brott með sér bókhald fyrir- tækisins. Gagnrýnendur stofnunarinnar eru ekki í vafa um að þetta sé vegna gruns um óreiðu hjá Guðjóni Andréssyni forstöðumanni og að Ríkisendurskoðun hafi m.a. verið bent á óeðlilega leigu stofnunarinn- ar á húsnæði á Bíldshöfða 8, sem stendur þó ónotað, og að stofnunin leigi vörubifreið til kennslu á fráleit- um kjörum, ríflega 300 þúsund krónum á mánuði. Þessu neitaði hins vegar Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi aðspurður og sagði að enginn grunur um óheiðar- leika væri á ferðinni, heldur reglu- bundin skyndiskoðun, sem títt væri framkvæmd meðal stofnana og fyr- irtækja ríkisins...

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.