Pressan - 08.11.1990, Page 24
24
WS&at
íðtcHéfior
|)jóöðöj\iir
Á síðustu árum síðutog-
aranna gekk oft erfiðlega
að manna þá og gripu út-
gerðarmenn og skipstjórar
því oft til örþrifaráða. Það
fékk maður einn frá Ólafs-
vík að reyna seint á sjöunda
áratugnum.
Einn góðviðrisdag heima
í Ólafsvík bað kona manns-
ins hann að fara út í kaupfé-
lag að kaupa mjólk og taka
barnunga dóttur þeirra
hjóna með. Þegar hann var
kominn í búðina og ætlaði
að greiða fyrir mjólkina tók
hann eftir að í buddunni var
óvenjumikið af peningum.
Hann rauk því út úr búðinni,
skildi mjólkina og barnið
eftir og hélt út á flugvöll.
Þegar hann kom til Reykja-
víkur hélt hann beint á há-
degisbarinn og hóf drykkju
meðal fjölmargra nýrra og
gamalla félaga.
Segir nú ekkert af ferðum
mannsins fyrr en um miðj-
an daginn eftir. Þá vaknar
hann illa haldinn af gleð-
skap gærdagsins um borð í
síðutogaranum Maí á leið á
Grænlandsmið. Honum var
sagt að honum hefði verið
„shanghæjað" um borð þar
sem lá dauður á Lækjar-
torgi.
Rúmum mánuði síðar
kom Maí til Hull. Eftir langt
úthald hélt áhöfnin í land
og sletti ærlega úr klaufun-
um. Ólsarinn var þar eng-
inn eftirbátur annarra.
Reyndar gekk hann það
langt fram í fjörinu að þegar
hann kom aftur til sjálfs sín
í örmum bústinnar gleði-
konu fjórum dögum síðar
var Maí farinn heim á leið.
Ólsarinn var því veglaus
og peningalaus í Hull. Rúm
vika leið áður en bátur frá
Húsavík sigldi inn höfnina í
Hull. Skipstjórinn sá aumur
á Ólsaranum og bauð hon-
um pláss. Sá galli var hins
vegar á gjöf Njarðar að ætl-
unin var að hatda beint á
miðin eftir söluna í Hull og
afla upp í aðra siglingu.
Gengur þetta nú allt eftir. í
höfn lætur skipstjórinn
menn sína gæta Ólsarans
vel. Þó erfiðlega hafi geng-
ið tókst að koma honum
um borð aftur í bæði skipt-
in.
Þegar Ólsarinn kom loks
til Húsavíkur hélt hann til
Akureyrar. Þegar þangað
kom brast honum kjarkur
að halda lengra nær konu
sinni og fór í ríkið. Hálfum
mánuði síðar gekk hann í
flasið á tveimur sveitung-
um sínum. Þeir trúðu vart
sínum eigin augum, enda
vissi enginn í Ólafsvík hvar
hann hafði verið undan-
farna mánuði. Þeir helltu
hann fullan og keyrðu hann
heim til Ólafsvíkur. Þar
skildu þeir hann eftir á hús-
tröppunum þar sem eigin-
konan fann hann í morg-
unsárið daginn eftir; fjórum
mánuðum og einni viku
betur frá því hann fór út í
kaupfélag að kaupa mjólk.
(Úr drykkjumannasógum)
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER
Síðasti
Kaupmannahafnarhippinn
kemur í heimsókn
„Þaö er dálítiö um ad þess-
ir œvintýrahippar, sem eru
ordnir betri borgarar núna,
séu aö kíkja aftur í sumarfrí-
inu. Annars heyrir maður
varla íslensku lengur talaöa
á Strikinu. Þaö eru helst þess-
ir hippar og svo einstaka
dönskukennarar," segir Ólaf-
ur Sigurðsson, trommuleik-
ari og Kaupmannahafnar-
hippi, sem er kominn í heim-
sókn meö blúsband í fartesk-
inu.
Ólafur er eiginlega síðasti
Kaupmannahafnarhippinn.
Allir hinir eru komnir heim;
Benóný Ægisson, Lísa Páls,
Böggi, Árni Pétur og meira að
segja Gísli Víkingsson, sem er
orðinn virðulegur líffræðing-
ur úti í bæ. Ólafur er einn eftir
ásamt Stjána stjörnu. Margrét
Árnadóttir fór reyndar ekki
heim, heldur til Spánar.
Þetta var allt fólk sem setti
svip á Kaupmannahöfn á ár-
um áður. Þetta var kjarninn í
Kamarorghestunum, leik-
hópnum Kröku og fleiru
skemmtilegu. Þetta eru
kannski síðustu Kaupmanna-
hafnar-íslendingarnir. Síð-
asta kynslóðin sem leit á
Kaupmannahöfn sem aðra
höfuðborg íslands.
Innan um og samanvið
voru eldri menn og virðu-
legri sem slógust í hópinn
með reglulegu millibili; með-
al annars Jökull Jakobsson
og Alfreð Flóki, en þeir eru
báðir látnir.
„Dagur Sigurðarson kemur
reyndar ennþá. Hann er nú
aldrei lengi á sama stað, en
hann kemur reglulega annað
til þriðja hvert ár og er í þrjá
eða fjóra mánuði," segir ÓIi.
Hann segir að eftir 1986
hafi fáir íslendingar komið til
Hafnar í leit að ævintýrum.
Þeir sem hafi haft útþrá eftir
það hafi farið tii Ameríku.
„Það kemur náttúrulega
ennþá námsfólk. En það
kemur mikið í pörum og það
er ekki mikið líf í kringum
það þó það mæti á þorrablót
og önnur Íslendingafyllerí,"
segir Óli.
Sjálfur ætlaði hann aldrei
til Kaupmannahafnar.
„Ég ætlaði aldrei að fara tii
Kaupmannahafnar en Ómar
Óskarsson og Júlíus Agnars-
son, sem voru seinni útgáfan
af Pelikan og voru komnir
með plötusamning, spurðu
hvort ég væri til í að hjálpa
þeim. Síðan ílengdist ég og
skaut rótum."
Óli segir að Kaupmanna-
höfn hafi ekki mikið breyst
þó íslendingar láti minna sjá
sig þar. Tívolí sé enn á sínum
stað en Kristjanía sé að gefa
upp andann, enda er danska
ríkið farið að heimta sinn
skatt.
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
Strípihneigð á Laugardalsvelli
Öðru hvoru koma upp á
íslandi umræðuefni sem
allir þekkja til og hafa skoð-
un á. Dæmi um slík mál eru
deilurnar um frjáisan inn-
flutning á bjór, sala ung-
verskra Ikarus-strætis-
vagna til SVR eða þjálfara-
mál íslenska landsliðsins í
handbolta. Þessi mál eru
skeggrædd manna á meðal
og sýnist sitt hverjum en
allir hafa fastmótað álit á
umræðuefninu. Nýjast
þessara mála er strípaling-
urinn sem hleypur ber inn á
Laugardalsvöllinn þegar
útlend lið eru að spila í
beinni sjónvarpsútsend-
ingu. Allir íþróttafréttarit-
arar landsins ræða málið af
alvöruþunga og ná vart
upp í nef sér fyrir bræði.
Ráðamenn segja athæfi
bera mannsins mikið
hneyksli fyrir íslenskt
íþróttalíf og þjóðina alla.
Lesendadálkar blaðanna
hafa verið fullir af bréfum
frá ævareiðri alþýðu sem
kennir löggæslumönnum
eða læknum um að þessi
maður skuli ekki vera lok-
aður inni á hæli til lang-
frama. Leiðtogar íþrótta-
hreyfingarinnar hafa lýst
því yfir að bráðlega verði
Island sett í alþjóðlegt bann
vegna bera mannsins og
engir útlendingar fái að
koma hingað til að leika í
hálfrökkri haustsins. En
hver er skýringin á hegðun
þessa manns? Af hverju
hleypur hann út á völlinn
allsber í hvert skipti sem út-
lend lið koma til að spila
fótbolta? Ég þekki þennan
mann ekki neitt, en af lýs-
ingunum að dæma finnst
mér líkiegast að hann sé
haldinn því sem kallast
strípihneigð eða sýni-
árátta (exhibitionismi á
erlendum málum).
TEGUND AFBRIGÐI-
LEGS KYNLÍFS Sýni-
árátta er yfirleitt skil-
greind sem ein tegund af-
brigðilegs kynlífs. „Sýnar-
inn“ finnur öðru hvoru
fyrir ómótstæðilegri löng-
un til að sýna á sér kynfær-
in fyrir ókunnugu fólki.
Hann leitar þá uppi ein-
hverja sem æsa hann upp,
oftast ungar stúlkur, roskn-
ar konur eða unga stráka,
og dregur liminn fram úr
buxnaklaufinni og gælir
við hann og strýkur. Ein-
staka sýnarar svipta frá
sér frakka fyrir framan sak-
lausa vegfarendur og eru
berir undir. Stundum stend-
ur sýnaranum við þetta,
en það er ekki algilt. Sumir
fróa sér hratt og fá fullnæg-
ingu, aðrir fitla við og
teygja liminn smástund,
hneppa síðan að sér klæð-
unum og hraða sér á brott.
Sýningin tekur sjaldnast
meira en 1—2 mínútur og
sýnarinn finnur fyrir mik-
illi vellíðan eða spennulos-
un að henni lokinni. Ef
hann fær ekki fullnægingu
við að sýna sig fer hann oft
heim og fróar sér og minn-
ist sýningarinnar í æsingi.
HVERJIR ERU SÝNAR-
AR? Sýnarar eru yfirleitt
alltaf karlmenn; fullir af
ómótstæðilegri löngun eða
spennu sem rekur þá til að
sýna sig bera á almanna-
færi. Þeir eru yfirleitt
feimnir og kvíðnir einstakl-
ingar með alls konar kyn-
ferðislegar hömlur og
vandamál. Oft eru þeir
handteknir af lögreglu og
virðast jafnvel hætta á það
með því að fara ítrekað á
sömu staðina til að sýna
sig, en slíkt eykur spenn-
una. Sýnarar eru í lang-
flestum tilfellum algjörlega
hættulausir og gera engum
mein. Skaðinn af athæfinu
beinist fyrst og fremst að
þeim sjálfum en ekki um-
hverfinu. Margir eru óhain-
ingjusamir vegna athæfis
síns, sem þeir telja óeðlilegt
en jafnframt spennandi og
æsandi. Þeir finna fyrir því
hversu kaldranalegt,
ósveigjanlegt og gleði-
snautt þetta kynlíf er. Sýn-
ari nokkur sem ég hafði í
meðferð úti t Gautaborg
staðfesti þetta. Hann kvart-
aði undan þeim mikla til-
finningakulda sem hann
upplifði þegar hann sýndi
sig. Honum leið illa eftir
hvert tilvik, en hvötin til að
sýna sig var ailtaf fyrir
hendi og bar hann marg-
sinnis ofurliði, þrátt fyrir öll
góð fyrirheit. Sýnarinn lof-
ar sjálfum sér og umhverfi
sínu að gera þetta aldrei aft-
ur, en hann virðist rekinn
áfram af fíkn sem er sterk-
ari en öll varúð og góðar
fyrirætlanir. Maðurinn á
Laugardalsvellinum virðist
fá eitthvað út úr því að sýna
sig í beinni sjónvarpsút-
sendingu til stórra þjóða.
Hann notar því hvert tæki-
færi sem gefst til þess og
hefur tekist það til þessa,
þar sem Laugardalsvöllur-
inn er ekki hannaður til að
hafa hemil á svona mönn-
um og lögregluþjónar oft
þungir í spori og hafa ekki
við þessum unga manni,
sem líður allsber um völl-
inn eins og skógarhind á
vordegi.
AFLEIÐINGAR OG AÐ-
GERÐIR Ég hef hvergi séð
að „fórnarlömb" þessara
manna bíði eitthvert varan-
legt tjón af sýningunni, svo
skaðsemi verknaðarins er
næsta lítil. Flestir láta af
þessari iðju eftir fertugt, en
fram að því geta þeir verið
til ákveðinna leiðinda fyrir
saklausa vegfarendur, sem
hafa lítið gaman af því að
sjá unga menn draga fram á
sér liminn og teygja hann
og toga um stund. íslensk
íþróttayfirvöld hafa þó haft
ómæld leiðindi af Laugar-
dalsvallar-manninum. Ein-
hverjar refsingar virðast
hræða sýnarana til að láta
af þessari iðju, en flestir
þeirra vilja halda þessu
áfram og hafa engan áhuga
á að hætta, þar sem strípi-
hneigðin er forsenda kyn-
ferðislegrar fullnægingar.
Ýmiss konar meðferðarúr-
ræði hafa verið reynd en
ekkert gefið nógu góða
raun. Best reynist að gefa
lyf sem draga úr kynhvöt-
inni, en einstaklingurinn-
verður að vera til einhvers
samstarfs ef árangur á að
nást og það er hann sjaldn-
ast. Það er því næsta fátt
sem hægt er að gera við
bera manninn á Laugar-
dalsvellinum annað en
bíða þess að þessi árátta
eldist af honum eða erlend
knattspyrnulið hætti að
koma til landsins.