Pressan


Pressan - 08.11.1990, Qupperneq 25

Pressan - 08.11.1990, Qupperneq 25
25 LISTAPÓSTURINN Nýtt útgáfufyrirtæki, Hring- skuggar, hefur gefið út ljóðabók- ina Gljáin eftir BALDUR ÓSKARS- SON. Þetta er áttunda ljóðabók höfundar, en síðast sendi hann frá sér Döggskál í höndum árið 1987. sem honum fylgdi. í raun er erfitt að draga annan út en Bubba af þeim sem fram komu á svipuðum tíma, því hreyfingin var mjög breið, hljómsveitir eins og Purrkur Pilnikk, Tappi Tíkarass, Grýlurnar og Þeyr voru allar mjög skapandi." Gestur fjallar um hina eilífu bar- áttu íslenskra poppara við að „meika það“ erlendis. Sú saga hefst á Hljómum en líklega er Change-ævintýrið það þekktasta. „Ástæða þess að þeim tókst aldrei að meika það er einfaldlega sú, að þessar hljómsveitir höfðu ekki upp á neitt sérstakt að bjóða. Það voru þúsundir sveita að gera svipaða hluti. Það er ekki fyrr en íslenska rokkið verður svolítið sérstakt, um miðjan áttunda áratuginn, og svo með nýju bylgjunni upp úr ’80 að það er orðinn grundvöllur fyrir út- flutningi, svo sem Sykurmolarnir, Risaeðlan og Bless.” NORÐURLANDABÚAR FORVITNIR Árangur þessara nýju íslensku hljómsveita hefur vakið athygli er- lendis og hefur Gestur nýlega flutt þrjá fyrirlestra á Norðurlöndum um íslenska rokkið og tveir fyrirlestrar eru fyrirhugaðir í janúar. „Fólki finnst þetta svolítið sérstakt, að ís- lendingum skuli ganga betur en öðrum Norðurlandabúum að selja tónlist sína á stórum markaði. Það hefur t.d. engin hljómsveit í þyngri kantinum náð jafniangt og Sykur- molarnir. Ég reyni að skýra þetta með því að hér hafi skapast ákveðin samfella í rokki, ákveðin hefð. Hér er fólk uppteknara af þjóðarvitund sinni og það eitt gerir aðrar kröfur. Auk þess hefur myndast hér skap- andi umhverfi fyrir þessar hljóm- sveitir, umhverfi sem hefur viðhald- ist allt frá pönkbylgjunni.” En þetta hefur lítið að gera með almennar vinsældir þessara hljóm- sveita á heimavelli. Gestur bendir á að Sykurmolarnir hafi ekki farið að seljast á íslandi fyrr en eftir „heims- frægðiná’. Fyrsta platan þeirra, litla platan með laginu Ammæli, seldist í einungis 200 eintökum, en fyrsta breiðskífan sem gerði það gott er- lendis seldist í 9.000 eintökum. Krístján Þorvaldsson Áttunda ljóða- bók Baldurs Óskarssonar Rokkið ekki lengur samheiti yfir Jónína sýnir lágmyndir og skúlptúra í Hafnarborg JÓNINA GUÐNADÓTTIR sýnir um þessar mundir lágmyndir og skúlp- túra úr leir og steinsteypu í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þetta er áttunda einkasýning Jónínu auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýningum innanlands og utan. Jónína var fyrsti deildarkennarinn í keramik- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og hefur tekið virkan þátt í fé- lagsstörfum myndlistarmanna, var m.a. kjörin formaður Norræna myndlistarbandalagsins í septem- ber síðastliðnum. Sýningin hennar í Hafnarborg er opin alla virka daga nema þriðjudaga frá klukkan 14—19 til 18. nóvember. æsku og uppreisn — segir gamli hippinn Gestur Guðmundsson, sem ritað hefur Rokksögu ís- lands — Frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna — og heldur nú fyrirlestra á Norðurlöndum um árangur íslenskra neðanjarðarhljómsveita á erlendum mörkuðum. „Rokk er ekki lengur samheiti yfir œsku og uppreisn. Það eitt dugar ekki til að uekja hneykslan," segir Gestur Guðmundsson félagsfræðingur og verðandi doktor, höf- undur Rokksögu Islands — Frú Sigga Johnnie til Sykur- molanna, sem kemur út hjá Forlaginu fyrir jólin. Síðustu ár hefur Gestur rannsakað þennan hluta íslandssöguhn- ar í framhaldi af hliðstœðum rannsóknum í Danmörku. Frá því í sumar hefur hann haldið þrjá fyrirlestra á Norðurlöndum um íslenska poppara og rokkmenningu og hefur verið beðinn að halda tvo fyrirlestra um efnið í janúar. Það er ekki síst árangur Sykurmolanna á erlendum markaði sem vekur for- vitni granna okkar, sem geta ekki státað af jafnfrægri og -góðri hljóm- sveit og Molunum. Sagan byrjar þegar rokkið kemur til íslands um 1956. Flest bendir til að íslendingar hafi verið vel mót- tækilegir fyrir nýjungum. „í fremstu röð í Evrópu,” segir Gestur. „Ungt fólk hér á landi hafði kannski meiri fjárráð en jafnaldrar erlendis og ekki voru miklir möguleikar fyrir það að eyða peningum, — innflutn- ingshömlur voru á öllu auk þess sem ekki var búið að finna upp ungl- ingatískuna. Unga fólkið var því ákaflega þakklátt fyrir að fá rokkið, sem gaf því möguleika til að skapa sinn eigin heim.“ VINSTRISINNAR í FYRSTU NEIKVÆÐIR Hvenœr fóru menn að greiða í „píku"? „Elsta myndin sem ég fann af „píku” var tekin 1. maí 1957. Ljós- myndarinn virðist hafa haft sérstaka ástæðu fyrir myndatökunni, sem bendir til að fyrirbærið hafi verið nýtt.” Hvaðan koma áhrifin? „Þau koma auðvitað frá Banda- ríkjunum og fá sérstakan blæ hér á landi vegna herstöðvarinnar, sem gerði t.d. að verkum að þjóðernis- sinnar og vinstrisinnar voru lengi mjög neikvæðir gagnvart rokkinu. Margir litu fyrst og fremst á þetta sem hluta af bandarískum menning- aráhrifum, en veltu minna fyrir sér að hér væri í fyrsta sinn að koma eitthvað fyrir ungt fólk.“ Gestur var framarlega í hópi ’68-kynslóðarinnar á Islandi og skrifaði ásamt Kristínu Ólafsdóttur bókina ’68, sem kom út fyrir þremur árum. — Var ekki erfitt fyrir hipp- ann Gest að berjast gegn hernum og bandarískum menningaráhrifum, en vera jafnframt á kafi í rokkmenn- ingunni? „Mér fannst þetta aldrei vera nein mótsögn, því maður var ekki að berjast gegn bandarískri alþýðu- menningu,” svarar Gestur, en bætir við að margir hafi verið þessu ósam- mála. Hann lenti m.a. í ritdeilu við Árna Björnsson, sem benti á að fólki væri nær að hlusta á Gylfa Þ. en Bob Dylan. „Það er ljóst að fólk þurfti að gera þetta upp- við sig. Ég byrjaði í menntaskóla '67. fram að þeim tíma þótti ekki tilhlýðilegt að menntskælingar hlustuðu á bítla- tónlist og rokktónlist. Megas pakk- aði t.d. sínum rokkplötum niður þegar hann byrjaði í menntaskóla. Þetta þótti lágmenning.” JÓN BANKAMAÐUR HAFÐI MIKIL ÁHRIF Hverjar eru áhrifamestu rokk- stjörnur íslandssögunnar? „Það er nokkuð misjafnt út frá tónlisí eða textum. Langt fram á sjö- unda áratuginn var íslenska rokk- tónlistin fyrst og fremst eftirlíking. Eina nýsköpunin var í textunum og nefna má Jón Sigurðsson banka- mann sem áhrifamann á alla síðari textagerð. Lóa litla á Brú er líklega þekktasti textinn eftir hann, en mér finnst þeir allir standa upp úr. Tón- listarlega vil ég fyrstan nefna Rúnar Gunnarsson dáta og síðar Megas og Stuðmenn, sem eiga stóran þátt í því að skapa íslenskt rokk. Ekki verður hjá því komist að nefna Gunnar Þórðarson, sem' hefur verið iðinn allan timann, og svo Bubba og það Foxtrot í 25 löndum Frostfilm gefur bíómyndina Foxtrot út á myndbandi í lok mánaðarins. Myndin var frum- sýnd hér á landi fyrir rúmum tveimur árum og hefur síðan verið dreift til 25 landa. Nú síðast kom hún út á myndbandi i Ástr- aliu, að sögn hlyns óskarsson- ar hjá Frostfilm, en hann fram- leiddi myndina ásamt karli ÓSK- ARSSYNI, sem var tökumaður, og jóni TRYGGVASYNI, sem leik- stýrði henni. S.ÞÓR

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.