Pressan - 08.11.1990, Page 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER
27
... fær hún Pat fyrir
að baka bestu og holl-
ustu brauð í heimi.
SJÓNVARPIÐ
Dauðasök Dadah is Death föstu-
dag kl. 22.25. Fyrri hluti af
tveimur um háska þess að
smygla heróíni inn til Malasíu og
vera ekki sáttur við refsingar
innfæddra. Það er stundum rosa-
legt hvað litaðir geta verið vond-
ir við okkur hvíta fólkið. Seinni
hlutinn er á laugardag.
hætti Sergios Leone með Clint
Eastwood og Lee van Cleef. Þótt
ótrúlegt kunni að virðast er það
Hrafn Gunnlaugsson sem hefur
kóperað Leone en ekki öfugt.
Milli skinns og hörunds The
Big Chill laugardag kl. 22.05. Á
sama hátt og upphaf viðreisnar-
áranna er íslenskum rithöfund-
um ótæmandi uppspretta endur-
minninga eru blómatímar
’68-kynslóðarinnar brunnur fyr-
ir bandariska kvikmyndamenn.
Þetta er útgáfa Lawrence Kasd-
an, sem hefur gert betri myndir
en reyndar verri einnig. Bara
nokkuð sæt mynd.
Ærsiadraugurinn III Polter-
geist III laugardag kl. 23.50.
Hryllingur — bæði að efni og
gerð.
Milljónahark Carpool laugar-
dag kl. 01.25. Gamanmynd um
þjófa, bófa og múltimilíjónpen-
ingaglás.
Góðir gæjar Good Fellas Bíó-
borginni kl. 4.50, 7.30 og 10.10.
Hvað sem hver segir er Martin
Scorcese höfuðsnillingur. Hér
kemur hann með mafíósa-mynd
sem gerir aðrar slíkar að ung-
mennafélagsrómantík. De Niro
er á sínum stað.
Ungu byssubófarnir II Young
Guns II Bíóhöllinni kl. 5, 7, 9 og
11. Ef einhver heldur að hann fái
svar við því hvers vegna fram-
hald var gert af fyrri myndinni
þá fæst það ekki í þessari mynd.
Síðustu afrek Ólsen-liðsins
Olsen bandens sidste bedrifter
Iaugardag kl. 22.00. Dönsk út-
gáfa af Með allt á hreinu þeirra
Stuðmanna, en ber þess nokkur
merki að hafa verið gerð um ára-
tug fyrr.
Fyllibyttan Fallet Sten Ander-
son sunnudag kl. 22.50. Mynd
um Svía í meðferð en hann Þór-
arinn á Vogi segir að sænskir
kunni lítið til verka í þeim fræð-
um. Neytist þvi sem skáldskapur
en ekki fræðiefni.
Saklaus ást An Innocent Love
fimmtudag kl. 23.00. Ástir íjórt-
án ára stærðfræðisnillings og
nítján ára blómarósar. Þokkaleg
fyrir þá sem eru hrifnir af sér
eldri konum.
Góður, illur, grimmur The
Good, the Bad and the Ugly föstu-
dag kl. 23.00. Spaghetti-vestri að
Sögur að handan Tales from the
Dark Side Regnboganum kl. 5,7,
9 og 11.10. Fín mynd fyrir þá sem
vilja fyndinn hrylling og hrylli-
lega fyndni.
Rekinn að heiman Where the
Heart Is Laugarásbíói kl. 5, 7, 9
og 11. Mynd eftir þann mistæka
leikstjóra John Booreman,
byggð á ævi hans sjálfs. Allt í lagi
en ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Draugar Ghost Háskólabíói kl.
5, 7, 9 og 11. Ástarsaga um par
þar sem annar helmingurinn er
dauður og á erfitt með að sætta
sig við það. Fyrir utan þennan líf-
vana er myndin bara enn ein
vellan.
Nýneminn The Freshman
Stjörnubíói kl. 5, 7, 9 og 11.
Kannski er það vegna þess að
Brando hefur áunnið sér góða
forgjöf — það fer kliður um sal-
inn þegar hann birtist — en lík-
Iega er það vegna þess að hann
er góður. Myndin er líka fín.
LÁRÉTT: 1 kona 6 áköf 11 imyndun 12 sárakanni 13 dúa 15 galgopi
17 barn 18ræna201eikföng21 eirir 23 mánuður 24 hljómi25 kram-
in 27 fé 28 tregðu 29 smámælt 32 ræfils 36 erfiða 37 dýr 39 skrifaði
40 ótta 41 brotlegur 43 svelg 44 manns 46 fjasar 48 væmin 49
hæverska 50 seinni 51 liflát.
LÓÐRÉTT: ,1 dáleiðum 2 sefaðir 3 grjót 4 gabb 5 vofu 6 gráta 7 dvöl
8 trylli 9 gjall 10 hafnir 14 kvenmannsnafn 16 stara 19 stjórnmál 22
krota 24 hákarlar 26 veiðarfæri 27 deila 29 vatnsbóls 30 eld 31 varp-
tími 33 fatta 34 seðla 35 steypibað 37 keðja 38 trjábúta 41 fönn 42
glufa 45 flaustur 47 planta.
Ig geng ekki með sendi-
herrann i maganum
kemur fram sem alvarlegur og
þenkjandi myndhöggvari með
yfirlitssýningu á Kjarvalsstöð-
um. Ein athyglisverðasta sýning
ungs listamanns í mörg ár.
INGI BJÖRN ALBERTSSON
LEIKHÚSIN
Dauði Dantons eftir Georg Búc-
hner. Verðandi leikstjörnur í að-
alhlutverkum. Þetta er fyrsta
sýning Nemendaleikhússins í
vetur. Þýðinguna gerði Þorvarð-
ur Helgason en leikgerð og leik-
stjórn er í höndum Hilde Helga-
son.
lög eftir höfuðsnillinga á borð
við Mozart, Katsjaturian, Sig-
valda Kaldalóns, Dvorák og Jón
Nordal.
MYNDLISTIN
Brynhildur Þorgeirsdóttir,
fyrrum pönk- og nýbylgjustúlka,
Eskimóalist á Kjarvalsstöðum.
Eskimóarnir við Beringshaf
trúðu því að hver einasti hlutur
ætti sér anda, eða inua, sem væri
nauðsynlegur hluti af uppbygg-
ingu heimsins. Svona sýningar
eru sjaldséðar hér landi. Það eitt
er næg ástæða til að bregða sér
á Kjarvalsstaði.
Björg Örvar og Anna Líndai í
Nýlistasafninu. Tvær ólíkar sýn-
ingar frá ólíkum konum sem
Vinsœlustu
myndböndin
1. Sky Patrol
2. Sea of Love
3. My Left Foot
4. Fabulous Baker
Boys
5. Flashback
6. Shirley Valentine
7. Skin Deep
8. War of the Roses
9. Let it Ride
10. Major League
að reskjast að öðru leyti. Lög
af plötunni hafa þegar náð
eyrum plötusnúða á útvarps-
rásunum og líklega munu
þau heyrast í samhljómi á
bylgjunum fram að jólum.
Það er alltaf þess virði að
hlusta á Bubba.
VEITINDAHÚSIN ■
Ópera við Lækjargötu var lengi
vel einn best heppnaði veitinga-
staður bæjarins en virðist ætla
að sanna að slíkir staðir eldast
frekar illa. Innréttingin er enn
sem fyrr mjög góð. Maturinn og
þjónustan eru hins vegar þreytt-
ari. Þó það sé ekki öllum gefið að
búa til skemmtilega veitinga-
staði er mun erfiðara að láta þá
ekki sofna. í upphafi finnst öllum
gaman og frumherjakrafturinn
smitar út frá sér. En til lengri tíma
litið ræður úthaldið því hversu
góður staðurinn verður. Ópera
g þyrfti að missa nokkur kíló og
$ auka úthaldið ef staðurinn ætlar
| að halda sér á toppnum.
NÆTURLIFIÐI
g Óperukjallarinn í gamla Al-
£ þýðuhúsinu er endurgerð af
g Þjóðleikhúskjallaranum nema
œ hvað gestirnir eru með um 150
| þúsund krónum hærri mánaðar-
> tekjur. Þær konur sem ekki vilja
w láta klípa sig bláar verða að fara
,3 í stál-nærbuxur. Ekki heppilegur
staður fyrir fátæklinga. Það er
næsta víst að þeir finni þar fyrir
lögfræðingana sem eru að rukka
þá. Þá er betra að hitta gömlu
kennarana í Þjóðleikhúskjallar-
anum.
Medea eftir Evripídes í þýðingu
Helga Hálfdanarsonar er sýning
sem ber merki um dirfsku og dug
Alþýðuleikhússins. 2400 ára
gamalt leikrit sem á fullt erindi
við leikhúsgesti í dag. Leikstjóri
er Inga Bjarnason.
Fló ó skinni eftir Georges Fey-
deau á stóra sviðinu í Borgarleik-
húsinu. Áttræður franskur farsi
sem eldist með eindæmum vel.
Ástarflækjur, misskilningur,
ráðabrugg og tóm vitleysa.
Klassískt.
Ég er hættur. Farinn. Sýning
sem kemur flestum á óvart, jafn-
vel leikurunum sjálfum. Miklu
betri sýning en búist var við, eftir
verðlaunahöfundinn Guðrúnu
Kristínu Magnúsdóttur í leik-
stjórn Guðjóns Pedersen.
Ég er meistarinn eftir Hrafn-
hildi Hagalín á litla sviðinu í
TÓNLISTIN
Píanósnillingurinn Valdemar
Malicki leikur píanókonsert nr.
1 eftir Chopin í kvöld ásamt Sin-
fóníuhljómsveit íslands. Að
venju eru tónleikarnir í Háskóla-
bíói og hefjast kl. 20. Á tónleik-
unum leikur hljómsveitin einnig
Euryanthe-forleikinn eftir Web-
er og sinfóníu í d-moll eftir César
Franck. Stjórnandi er Jan Krenz.
Sólrún Bragadóttir syngur á
tónleikum í Háskólabíói á laug-
ardaginn klukkan 15 undir leik
sinfóniuhljómsveitarinnar. Á
efnisskránni eru aríur og söng-
með ólík efni á ólíkum
myndflötum.
Jónína Guðnadóttir sýnir í
Hafnarborg. Jónína er á vissan
hátt brautryðjandi í keramiklist
og nytjalist. Listakona sem kveð-
ur að.
Sögur úr Skuggahverfinu heit-
ir ný bók eftir Olaf Gunnarsson
sem hefur að geyma tvær ærsla-
Chateauneuf-
duPape
Þetta rauðvín frá
Rhone-héraðinu hefur
verið á vínlistum flestra
vínveitingahúsa í fjöl-
mörg ár. Lengi vel var
það eitt dýrasta rauðvín-
ið í ríkinu og á veitinga-
húsunum.
Þetta er dálítið höfugt
vín með þokkalegum
keimi og ilm. Það er í
sjálfu sér ágætt, en líður
fyrir að hafa verið ofmet-
ið til margra ára.
Flaskan kostar 1.450
krónur í ríkinu.
fullar og angurværar sögur. Ólaf-
ur hefur þegar getið sér gott orð
sem rithöfundur og hafa margir
beðið nýju bókarinnar með eftir-
væntingu, en fjögur ár eru liðin
frá því „Heilagur andi og englar
vitis” kom út.
PLATAN ■■■■■
Sögur frá landi heitir ný
plata frá Bubba Morthens.
Eins og venjulega er nýjasta
platan hans sú besta hingað
til, enda maðurinn ennþá að
taka út þroska sem texta- og
lagahöfundur, þótt farinn sé
FJÖLMIDLAR ■■
Ég held að blaðamennska á
íslandi sé íhaldssamari en hún
þarf að vera.
Hæfileg íhaldssemi er vissu-
lega af hinu góða en í miklu
magni getur hún verið dauð-
anum leiðinlegri.
íhaldssemi byggir á hefð-
inni. Hefðin í islenskri blaða-
mennsku er hins vegar frekar
vond, enda blaðamennskan
alin við brjóstið á forkólfum
stjórnmálaflokkanna.
Nýjungar verða til þegar
hefðinni er gefið langt nef og í
stað hennar byggt á tiðarand-
anum i samfélaginu.
í fáein skipti í seinni tíð hafa
blaðamenn reynt að byggja
frekar á tíðarandanum en
hefðinni. Það hefur leitt til nýs
tóns i blaðamennsku. Þessar
tilraunir eru hins vegar fáar og
því miður einangraðar.
íhaldssemi, byggð á vondri
hefð, einkennir því íslenska
blaðamennsku frekar en nýj-
ungar, þróun og kraftur.
Ástæðan er náttúrulega sú
að það er miklu hlýrra og nota-
legra i faðmi hefðarinnar en
einhvers staðar úti á berangri.
Sökum þess er meginein-
kenni íslenskrar blaða-
mennsku það sem Sigurður
Þór Guðjónsson kallaði
„óbærilegan slappleika tilver-
unnar".
En það á við svo margt ann-
að.
Gunnar Smári Egilsson