Pressan - 08.11.1990, Qupperneq 28
FIMMTUDAGUR PRESSÁN 8. NÓVFVÍBF.R-
Stjórnmálamenn þurfa starfs
síns uegna aö vera meistarar í
aö draga athygli frá því sem
miður fer. Til þess beita þeir aö-
feröum sem þekktar eru meöal
þeirra, sem lent hafa í þaö vond-
um málum aö þeir geta ekki
horfst í augu við þau.
Góöir pólitíkusar eru því snill-
ingar í aö koma sökinni yfir á
aöra, gera lítið ár vandanum,
snúa vörn í sókn, finna blóra-
böggla, skipta um umrœöuefni,
drepa málinu á dreif meö gáfu-
mannatali eöa hreinlega neita
að horfast í augu viö vandann.
Viö skulum líta á nokkur
dœmi um þennan galdur okkar
manna.
Þegar mannskepnan stendur
frammi fyrir einhverju sem hún
á erfitt með að horfast í augu
við grípur hún til varna eða jafn-
vel algjörrar afneitunar. Þetta
gerir henni mögulegt að lifa við
ótrúlegustu aðstæður og harð-
æri.
GÓÐKYNJA OG ILLKYNJA
AFNEITANIR
Stundum er þessi geta manns-
ins til góðs eins. Dæmi eru um
menn sem hafa skráð sig til
margra ára háskólanáms stuttu
eftir að hafa fengið fregnir um
að þeir væru haldnir banvænum
sjúkdómi og ættu einungis fá-
eina mánuði eftir ólifaða. Sjálf-
sagt telja flestir að ef sami mað-
ur horfði blákalt á staðreyndir
málsins ættu honum að fallast
hendur og leggjast í kör. En sök-
um þess að mannskepnan getur
útilokað óþægilegar staðreyndir
algjörlega úr huga sér getur hún
aldið lífinu áfram nánast eins
g ekkert sé, þrátt fyrir að raun-
veruleikinn sé yfirþyrmandi.
En afneitanir geta líka verið til
trafala og leitt af sér slæmt eitt.
Þetta þekkja fyllibyttur, og þeir
sem þurft hafa að umgangast
slíkt fólk, mæta vel. Þó fyllibytt-
an sé með allt niðrum sig tekst
henni að afneita ástandinu. Oft
tekst þetta svo fullkomlega að
henni tekst að telja sjálfri sér og
öðrum trú um að líkast til sé fátt
í betra lagi en hún sjálf og það
sem að henni snýr. Þessi galdur
fyllibyttunnar er náttúrulega
engum til góðs — nema kannski
áfengis- og tóbaksversluninni.
En ein er sú stétt manna sem
á nánast atvinnuöryggi sitt undir
að henni takist að beita afneitun
og ýmiss konar vörnum þannig
að enginn taki eftir. Þetta eru að
sjálfsögðu pólitíkusarnir okkar.
AÐ REKA GJALDÞROTA
FYRIRTÆKI ÁN ÞESS AÐ
VITA AF ÞVÍ
Fyrst skulum við aðeins líta
nánar á þessar varnir sem mað-
urinn hefur komið sér upp.
Fyrst skal telja hreina og klára
afneitun. Dæmið um dauðvona
manninn sem skráði sig í háskól-
ann er um algjöra afneitun. Hún
er hins vegar „góðkynja".
Það ber á hinn bóginn vott um
illkynja afneitun þegar menn
koma til skiptaráðanda og óska
eftir greiðslustöðvun til handa
fyrirtæki sem þeir hafa rekið
með öfugan höfuðstól í fjögur ár,
eins og þeir Arnarflugsmenn
gerðu um daginn. Þar sem ekki
er hægt að gera ráð fyrir að þeir
hafi rekið fyrirtækið allan þenn-
an tíma, vitandi vits að þeir ættu
ekki krónu upp í þær skuldir
sem þeir stofnuðu til, verður að
gera ráð fyrir að þeir hafi algjör-
lega afneitað ástandi fyrirtækis-
ins. Það var einfaldlega svo
slæmt að þeir gátu ekki horfst í
augu við það.
Alkaspekingar hafa fundið
sama eiginleika hjá fyllibyttum.
Þrátt fyrir að þær hafi drukkið
frá sér konu, börn, hús, vinnu,
bíl, kunningja og jafnvel hundinn
líka, geta fyllibytturnar staðið
kokhraustar og sagt fullum fet-
um að hjá sér sé allt í sómanum.
Og þarna komum við að póli-
tíkusunum.
Hvernig fara þeir að því að
koma fram fyrir alþjóð í hvert
sinn sem líða fer að kosningum
og telja sjálfum sér og öðrum trú
um að ef þeim verði ekki faldir
stjórnartaumarnir hið fyrsta sé
voðinn vís?
FALLEINKUNNIR
Það er kannski ljótt að líkja
pólitíkusunum við fyllibyttuna
en kannski ekki alveg úr lausu
lofti gripið. Það vill nefnilega
þannig til að á undanförnum
misserum hafa íslensk stjórn-
völd, og þar með íslenskir stjórn-
málamenn, fengið hverja fall-
einkunnina á fætur annarri.
Sérfræðingar Efnahags- og
framfarastofnunarinnar í París,
hagfræðingar Alþjóðabankans
og meira að segja íslenskir koll-
egar þeirra hafa dregið upp þá
mynd að efnahagsstjórn ís-
lenskra stjórnvalda á undanförn-
um árum sé á góðri leið með að
keyra þetta annars efnilega hag-
kerfi okkar íslendinga í kaf. Ef
fram heldur sem horfir verði ís-
lendingar meðal fátækustu þjóða
á vesturhveli um næstu aldamót.
Einstök fyrirbrigði innan hag-
kerfisins hafa einnig fengið sína
dauðadóma. Húsnæðiskerfið,
sem stjórnmálamennirnir bjuggu
til í samráði við verkalýðsforyst-
una og vinnuveitendur, er vítis-
vél. Jafnsorglega sögu má segja
um Lánasjóð íslenskra náms-
manna, Byggðastofnun, lífeyris-
sjóðina og Guð má vita hvað
ekki af velferðarkerfinu okkar.
En þrátt fyrir allar þessar fall-
einkunnir þarf pólitíkusinn að ná
endurkjöri og þarf því að telja
fólki trú um að í raun sé allt í
þessu fína.
EKKI ÉG - HELDUR HINN
Fyrir utan algjöra afneitun
grípur mannskepnan til ýmiss
konar varna til að líta framhjá
óþægilegum aðstæðum.
Algengasta vörnin gegn því að
taka á sig sökina er að kenna^
öðrum um. Á sama hátt og SÍS
riðar til falls vegna „erfiðra
rekstrarskilyrða í þjóðfélaginu"
og á sama hátt og fulli kallinn
getur ekki látið renna af sér af
því konan hans skilur hann ekki;
þannig er bágt ástand í þjóðfé-
laginu alltaf síðustu ríkisstjórn að
kenna.
Jafnvel þó meirihluti ráðherr-
anna í þessari ríkisstjórn hafi set-
ið í þeirri á undan var allt eftir
sem áður ríkisstjórninni hans
Þorsteins Pálssonar að kenna. Sú
ríkisstjórn þurfti að glíma við
frjálshyggjufyllerí fyrstu ríkis-
stjórnar Steingríms Hermanns-
sonar, sem aftur átti í stökustu
vandræðum með óstjórnina sem
ríkisstjórn Gunnars Thorodd-
sen skildi eftir sig.
Þó Steingrímur Hermannsson
hafi setið í öllum þessum ríkis-
stjórnum hefur hann jafnframt
verið forsöngvari í þessum kór-
um öllum. Að hann komst upp
með það sýnir betur en margt
annað hversu mikill töframáttur
getur falist í því að beita vörnun-
um rétt.
Annað dæmi um svipaðar
ásakanir hefur komið fram hjá
Þorvaldi Garðari Kristjáns-
syni eftir að hann tapaði próf-
kjörinu fyrir vestan. Hann hefur
spunnið listilegan þráð, sem nær
allt aftur til sjötta áratugarins, og
hengt á hann röð skýringa fyrir
falli sínu. Á þeim þræði er
hvergi að finna nafn Þorvaldar
Garðars sjálfs.
SVO SKAL BÖL BÆTA
Samanburður er svipuð varn-
araðferð. í samanburðinum felst
hins vegar ekki bein sýknun
heldur er einfaldlega bent á að
ástandið sé nú verra hjá ein-
hverjum öðrum. Megas útlistaði
þessa aðferð einu sinni í söng-
texta þannig að; svo skal böl
bæta að benda á annað verra.
Þegar Ólafur Ragnar Gríms-
son er spurður út í skattahækk-
anir er hann vanalega fljótur að
benda á að skattar séu hærri í
Hollandi, Svíþjóð eða jafnvel á
Bretlandi. Á sama hátt hefur
verið vinsælt að benda á hver
verðbólgan var í tíð ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsen þegar ekki
hefur tekist að ná þeim mark-
miðum í verðlagsmálum sem að
var stefnt. Svipuð rök hafa verið
notuð til að verja landbúnaðar-
kerfið. Þó öllum sé ljóst að
styrkjakerfið er að sliga íslenskt
hagkerfi hafa landbúnaðarfor-
kólfarnir bent á að styrkjakerfi
Evrópubandalcigsins sé næstum
því verra.
Önnur aðferð og svipuð er sú
að draga úr og reyna að telja
öðrum trú um að ástandið sé nú
ekki alveg svona slæmt. Þegar
dökk sýn hagfræðinga á fram-
tíð íslenska efnahagskerfisins er
borin undir pólitíkusa beita þeir
þessari aðferð nær undantekn-
ingarlaust.
SÓKN BESTA VÖRNIN
Önnur varnaraðferð er árásar-
girnin. Þeir sem aðhyllast hana
trúa að sókn sé alltaf besta vörn-
in. Meistari þessarar aðferðar er
tvímælalaust Ólafur Ragnar
Grímsson.
Ólafur beitir árásunum af svo
miklum krafti að fólk finnur
vanalega til með þeim sem verð-
ur fyrir þeim. Hannes Hólm-
steinn Gissurarson lýsti þessu vel
þegar hann sagði að Ólafur ynni
vanalega andstæðinga sína en
tapaði jafnframt salnum.
Jón Baldvin Hannibalsson
beitir svipaðri varnartækni.
Palladómar Jóns um pólitíska
andstæðinga, sem hann birtir
með reglulegu millibili, eru vel