Pressan - 08.11.1990, Qupperneq 29
þekktir. Þar skýtur hann menn
og flokka svo heiftarlega í kaf að
það er nánast óviðkunnanlegt að
sjá hann umgangast þá eins og
ekkert hafi í skorist á eftir.
Þessir tveir, og miklu fleiri,
nota líka aðra nokkuð sniðuga
aðferð, sem er að skipta einfald-
lega um umræðuefni. Þegar
spjótin taka að beinast að þeim
benda þeir föðurlega á að þarna
standi nú ekki hnífurinn í kúnni
heldur sé eitthvað allt annað í
raun kjarni málsins.
TRÉFÓTURINN
Þeir sem eiga erfitt með að
horfast í augu við ástæðuna fyrir
bágu ástandi sínu eiga það til að
draga eitthvað eitt fram og skýra
alla hluti með því. Ef aftur má
vitna til fyllibyttunnar þá getur
hún drukkið áratugum saman
vegna þess að foreldrar hennar
fóru illa með hana eða vegna
þess að hún missti fóstur þegar
hún var á unglingsaldri. Þetta
hefur verið kallað tréfóturinn.
Pólitíkusar hafa einnig notað
þessa aðferð og sjálfsagt hefur
enginn gengið lengra í að nota
hana en Steingrímur Hermanns-
son. A undanförnum árum hefur
hann kosið að kenna vöxtum
um allt sem miður fer. Það er
nánast sama hvað bjátar á í ís-
lensku efnahagslífi; alltaf dregur
Steingrímur fram háa vexti og
það jafnvel þó margsinnis hafi
verið sýnt fram á að vextir eru
hér nokkru lægri en í flestum
nágrannalöndum.
Eldra dæmi má nefna af Svav-
ari Gestssyni, sem talaði í rúm-
an áratug um heildsalagróðann.
Miðað við langar ræður hans um
það efni átti ísland að vera ein
allsherjar paradís, ef ekki væri
fyrir þessa andskotans heildsala.
ÞAÐ ER NÚ ÝMISLEGT GOTT
Á svipaðan hátt og mann-
skepnan getur dregið fram eitt-
hvað sem miður hefur farið og
kennt því um allt annað sem af-
laga fer notar hún það einnig í
erfiðleikum sínum að draga fram
eitt jákvætt atriði og einblína á
það.
Ef enn og aftur má vitna til
fyllibyttunnar þá grípa karl-
mennirnir oft til þess að segja að
þeir standi sig nú í vinnu þó svo
allt annað sé í rúst hjá þeim.
Koriurnar benda á sama hátt á
að þær haldi nú enn börnunum
og séu góðar mæður.
Ráðherrar þessarar ríkisstjórn-
ar notuðu svipaðar varnarað-
ferðir stuttu eftir að stjórnin
komst á legg. Þegar athyglin
beindist að einhverju sem miður
fór voru þeir vanir að benda á,
að þegar þeir tóku við hafi gjald-
þrot blasað við fjölda fyrirtækja.
Þeir hafi hins vegar stofnað at-
vinnutryggingasjóð og bjargað
þessu við.
Þegar fer að líða að kosning-
um fara einstakir þingmenn og
flokkar síðan að nota þessa
varnaraðferð í æ ríkari mæli. Þá
eru dregin fram í dagsljósið ýmis
mál sem þeir komu fram, til að
leiða athyglina frá því sem miður
fór.
GÁFUMENN
Önnur vinsæl varnaraðferð er
svokallað gáfumannatal. Sá sem
beitir henni á það til að tala lát-
laust um ákveðið mál án þess að
komast nokkru sinni að kjarna
þess. Hann dregur hins vegar
fram ýmsa athyglisverða og
gáfulega vinkla.
Eitt skýrasta dæmi um þessa
varnaraðferð í pólitík er hvernig
Steingrímur J. Sigfússon talar
um landbúnað. Hann fjölyrðir
um GATT-viðræðurnar, styrktar-
kerfi í öðrum löndum, vanda
bænda í fámennari hreppum,
tæknileg atriði um greiðslu á
fullvirðisrétti og hvaðeina. Allt
verða þetta hin áhugaverðustu
mál. Steingrímur talar hins vegar
aldrei um sjálfan landbúnaðar-
vandann; það er að búið sé að
skera niður framleiðslu hvers
bónda svo að hann getur ekki
lifað af henni án þess að selja
vöruna það dýrt að enginn hefur
efni á að kaupa hana af honum.
Jón Baldvin Hannibalsson not-
ar sömu aðferð í viðræðum um
evrópskt efnahagssvæði. Ólafur
Ragnar líka þegar hann dregur
athyglina frá ríkissjóðshallanum
og snýr umræðunni upþ í fjár-
mögnun hallans.
JÁ-MENN ÍSLANDS
Einfaldasta og jafnframt snið-
ugasta varnaraðferðin er sjálf-
sagt sú að játa bara allt saman
strax. Steingrímur Hermannsson
er snillingur í þessu, eins og svo
mörgu öðru.
Þekktasta dæmið um það er
þegar togari var fluttur til lands-
ins þrátt fyrir blátt bann Stein-
gríms, sem þá var sjávarútvegs-
ráðherra, en þá var öllum orðin
ljós offjárfestingin í sjávarútvegi.
Vegna þröngra hagsmuna úti í
kjördæminu höfðu framsóknar-
menn hins vegar hag af því að
þessi togari kæmi til landsins.
Þegar glæpurinn varð ljós var
rokið á Steingrím og hann
spurður hvernig stæði á því að
þessi togari kæmi til landsins
þrátt fyrir að öðrum hefði verið
meinað að kaupa togara. Stein-
grímur svaraði því til að hann
hefði verið gabbaður. Hann hef-
ur sjálfsagt vitað að mannskepn-
an er einfaldlega þannig innrétt-
uð að þegar einhver játar upp á
sig skömmina fallast henni
hendur. Af henni rennur allur
móður.
Steingrímur hefur margsinnis
notað þessa varnaraðferð. Hann
stóð fyrir fundaröð um efnahags-
ástandið í tíð ríkisstjórnar Þor-
steins Pálssonar undir kjörorðinu
„Róm brennur" og úthúðaði þar
efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar,
sem hann átti sjálfur sæti í.
Mörgum þótti þetta dálítið skrít-
ið. En þegar Steingrímur var
spurður hvort þetta bæri ekki
vott um dálítið ábyrgðarleysi
svaraði hann því til að hann
hefði lítið vitað af efnahags-
stefnu stjórnarinnar, þar sem
hann hefði verið lokaður inni í
fílabeinsturni í utanríkisráðuneyt-
inu.
TRÚÐAR, PÍSLARVOTTAR OG
BJARGVÆTTIR
Nefna má fleiri dæmi um
hvernig stjórnmálamenn beita
fyrir sig ýmsum vörnum.
Ólafur Þ. Þórðarson hefur til
dæmis vanalega kosið að koma
fram sem nokkurs konar trúður
með takmarkaða ábyrgð. Það
fær sig enginn til þess að krefja
hann svara um eitt eða neitt.
Albert Guðmundsson spilaði
sig alltaf sem einskonar píslar-
vott sem var ofsóttur af öllu og
öllum. Við hliðina á því gern-
ingaveðri voru verk hans sem
stjórnmálamanns nánast smáat-
riði.
Stefán Valgeirsson hefur
leikið bjargvætt fyrir kunningja
sína úr kjördæminu. Hann er
svo upptekinn af því að kippa
ýmsum málum í liðinn fyrir þá
að enginn getur í raun krafist
þess að hann hafi einhverja
heildstæða pólitíska stefnu.
Hver svo sem aðferðin er þá
einkennir það alla pólitíkusa að
þeir beita hreinni afneitun eða
þá ýmsum þekktum varnarað-
ferðum til að halda andlitinu.
Þetta er að sjálfsögðu skiljanlegt
og í raun óumflýjanlegt. Ef þeir
legðu raunverulegt ástand mála
fyrir kjósendur myndi enginn
kjósa þá; að minnsta kosti á
meðan allir aðrir eru að fegra
sjálfa sig.
Gunnar Smári Egilsson
39
Litlu munaði síðastliðinn mánu-
dag að Ólafur Ragnar Grímsson
og félagar í fjármálaráðuneytinu lok-
uðu Steypustöðinni
og BM Vallá. Þessir
aðilar hafa lengi
deilt um útreikning
á hlut aksturs í
steypuverði, en
akstur á jarðefnum
var undanþeginn
söluskatti í gamla kerfinu. Ráðu-
neytið hafnaði útreikningi steypu-
stöðvanna og rukkaði þær ríflega,
en þær skutu málinu til ríkisskatta-
nefndar. Ráðuneytið boðaði þá lok-
un fyrirtækjanna á mánudag, en
skyndilega var hætt við þær að-
gerðir. Steypustöðin Ós lenti ekki í
basli þessu, vegna þess að fyrirtæk-
ið skipti um nafn og því ekki hægt
að loka „gamla" fyrirtækinu vegna
söluskattsskulda...
I síðustu viku brá svo við að allir
helstu toppar SÍS, að stjórnarfor-
manninum undanskildum, voru
samankomnir í Ung-
verjalandi. Þeir
Guðjón B. Ólafs-
son forstjóri, Bene-
dikt Sveinsson,
framkvæmdastjóri
sjávarafurðadeildar,
og Magnús Frið-
geirsson, framkvæmdastjóri Ice-
land Seafood í Bandaríkjunum, áttu
allir erindi á alþjóðlega matvæla-
sýningu í Búdapest.. .
v
eitingahöllin er nú til gjald-
þrotameðferðar. Einn eigendanna,
Jóhannes Stefánsson, er eigi að
síður önnum kafinn við veitinga-
rekstur. Hann rekur Múlakaffi
ásamt fleirum úr fjölskyldunni. Það
er þó ekki Múlakaffi sem tekur mest
af tíma Jóhannesar, heldur þrjár
stórveislur sem hann mun sjá um á
næstunni. í veislunum þremur
verða gestir talsvert á annað þús-
undið. Stærsta veislan verður í
Laugardalshöll, en það er starfs-
mannafélag íslandsbanka sem held-
ur veisluna...
að sækja fleiri en Geir Magn-
ússon fast að fá stöðu bankastjóra
Landsbankans. Halldór Guð-
bjarnason, sem var bankastjóri Út-
vegsbankans þegar Hafskipsmálið
kom upp, ku hafa mikinn áhuga.
Hann nýtur mikils stuðnings þess
mikla fjölda manna sem tengdust
Hafskipsmálinu á einn eða annan
hátt. Eins munu vera til menn sem
telja að Halldór verðskuldi góða
stöðu eftir allt sem á honum hefur
dunið. Guðmundur G. Þórarins-
son alþingismaður mun vera út úr
myndinni sem næsti bankastjóri
Landsbankans...
lEnn hafa ekki verið ráðnir
menn i stað Baldvins Jónssonar,
auglýsingastjóra Morgunblaðsins,
og Björns Bjarnasonar aðstoðar-
ritstjóra. Hins vegar mun ákveðið
að hér eftir beri Ásgeir Sverrisson
blaðamaður titilinn fréttastjóri er-
lendra frétta. . .