Pressan - 08.11.1990, Side 30
Vaxmynd af Hall-
dóri Asgrímssyni
sett upp I Sea
World-safninu
— veröur varöveitt í hvala-
deildinni
FJÖLLEIKASÝNING í HLÉI Á
FUNDUM í BORGARA-
FLOKKNUM — aösókn hefur
skánað aðeins en er enn ekki
nógu góð, segir Júlíus Sólnes.
Sænsk au-pair-stúlka í Hlíðahverfinu
NEITAR AD SNÚA
AFTUR HEIM TIL
FJÖLSKYLDU SINNAR
— höfum reynt að
teija henni hughvarf
undanfarin fimmtíu
ár, segir Skafti
Jörmundsson banka-
fulltrúi
Lotta við störf á heimili Skafta Jör-
mundssonar.
6. TÖLUBLAÐ 1. ÁRGANGUR FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER STOFNAÐ 1990
Bolungarvík:
GAFU FYRIRTÆKIÐ
OG TÓKST AD
FLÝJA SJÓDINA
Bolungarvík, 31. október
„Okkur líður stórkost-
lega. Það er eins og við
höfum ekki áttað okkur
á því hvað þetta hefur
tekið á okkur fyrr en það
var afstaðið," sagði Jón-
atan Einarsson, fyrrver-
andi atvinnurekandi í
Bolungarvík og núver-
andi beitningamaður á
Sólrúnu frá Patreksfirði,
í samtali við GULU
PRESSUNA.
Jónatan og fjölskyldu
tókst að losna við fyrirtæki
sitt eftir margra ára til-
raunir.
„Málið er að ekkert okk-
ar kærði sig um þetta fyrir-
tæki eða vildi reka það
áfram. Við settum það hvað
eftir annað á hausinn en allt
kom fyrir ekki. Alltaf kom
einhver sjóðurinn, át upp
skuldirnar og dældi í það
nýju fjármagni. Við sátum
því uppi með það enn og
aftur," segir Jónatan.
Að sögn Jónatans var það
bróðursonur hans, Einar K.
Guðfinnsson, sem loks fann
aðferð sem blekkti sjóðina.
„Ég var að horfa á þátt
um hjátrú í sjónvarpinu og
datt þá í hug að kannski
gætum við gefið Strandar-
kirkju fyrirtækið og látið
það iíta út sem áheit," sag-
ði Einar í samtali við GULU
PRESSUNA.
„Þessi tíðindi komu okk-
ur að sjálfsögðu á óvart,“
sagði Guðmundur Malm-
quist, forstjóri Byggðastofn-
unar. „Við vonumst hins
vegar til að eiga ánægjulegt
samstarf við nýjan eiganda
fyrirtækisins.“
Þorvaldur Garöar Kristjánsson
STORKOSTLEGT
KOSNIN GAS VINDL
— hefnr notað ýmis nöf n í þingkosningum á
undanförnum árum
Isafirði, 8. nóvember
Samkvæmt fréttum dag-
blaðsins Tímans í Reykja-
vík hefur Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson orðið upp-
vís að meiriháttar kosn-
ingasvindli í prófkjörum
og þingkosningum á und-
anförnum árum. Upp
komst um svindlið þegar
Þorvaldur Garðar ætlaði
að bjóða sig fram í próf-
kjöri sjálfstæðismanna á
Norðurlandi vestra undir
nafni virts lögmanns, Þor-
valdar Ara Arasonar.
í kjölfar rannsóknar á mál-
inu hefur komið í Ijós að Þor-
valdur hefur í raun boðið sig
fram í ýmsum kjördæmum
undir mismunandi nöfnum
og fyrir ólíka flokka. Þannig
kom í ljós að hann hafði feng-
ið ágæta kosningu á þing fyr-
ir Reykvíkinga árið 1987 und-
ir nafninu Þórhildur Þorleifs-
dóttir, en hann notaði það
nafn innan Kvennalistans.
„Við töldum okkur örugga
Þorvaldur Garðar lætur ekkert
uppi varðandi ásakanir um
kosningasvindl.
Breskur miðill skrifar
ævisögu forsætisráðherra
Reykjavík, 7. nóvember
Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur hefur sagt
upp starfi sem ævisögurit-
ari Steingríms Hermanns-
Tillögur á boröi íslensku ríkisstjórnarinnar
KVÓTAKERFI TIL AD KOMA í VEG FYRIR ATVINNULEYSI
Indriði G. Þorsteinsson hefur gefist upp á Stelngrfmi... sem nú
er staddur í Austurríki á skíðum.
Þingvöllum, 7. nóvember
Á sérstökum fundi ríkis-
stjórnarinnar á Þingvöll-
um í dag voru Samþykktar
tillögur um aðgerðir gegn
atvinnuleysi. I þeim felst
að hverjum vinnufærum
manni verður úthlutað
sérstökum vinnukvóta.
Kvótinn samanstendur af
meðalvinnuframlagi hvers
vinnandi manns undanfarin
þrjú ár. Ríkissjóður mun síð-
an ábyrgjast laun mannsins
upp að þessum kvóta. Ef
maðurinn vinnur umfram
kvótann er það algjörlega á
hans eigin ábyrgð og at-
vinnurekandans.
Aðgerðir þessar hafa mælst
vel fyrir, bæði innan verka-
lýðshreyfingarinnar og eins
meðal atvinnurekenda.
Eini hópurinn sem hefur
hreyft mótmælum er Nem-
endafélag Hagaskóla. í sam-
þykkt stjórnar þess kemur
fram að nemendurnir óttast
að það muni reynast erfiðara
fyrir þá að fá vinnu þegar
fram í sækir. Samkvæmt til-
lögunum verða þeir sem ekki
hafa unnið á viðmiðunarár-
unum annaðhvort að kaupa
sér kvóta eða falast eftir hon-
um hjá ættingjum.
„Að sjálfsögðu er þetta
ekki fullkomið kerfi," sagði
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra eftir fundinn.
„Ekkert kerfi er fullkomið.
Aðalatriðið er að þessi niður-
staða er fengin í fullu samráði
við alla helstu hagsmunaað-
ila.“
sonar, forsætisráðherra
íslands.
í samtali við GULU PRESS-
UNA sagði Indriði að ástæð-
an væri alls ekki ósætti þeirra
tveggja eða skortur á sam-
starfsvilja af hálfu Steingríms.
„Ástæðan er einfaldlega sú
að eftir nokkurra mánaða
vinnu hef ég ekki einu sinni
efnivið til að smíða skrítlu,
hvað þá heila ævisögu. Það
virðist vera sama hvar borið
er niður í æviferlinum; Stein-
grímur man fátt og það litla
sem hann rámar í man hann
afskaplega illa,“ sagði Indriði.
Framsóknarflokkurinn hef-
ur nú ráðið breska miðilinn
Ray Logan til að rita sögu
Steingríms. Logan er gæddur
þeim eiginleika að honum
nægir að fá nafn Steingríms
og þarf því ekki að treysta á
stopult minni hans.
„Ég hef ekkert á móti Indr-
iða,“ sagði Steingrímur í sam-
tali við GULU PRESSUNA.
„Ef hann kemur á skrifstof-
una mína getur vel verið að
ég geti aðstoðað hann við að
fá þennan riðuveikiúrskurð
felldan úr gildi. Það held ég
nú.“
um að hafa fellt Þorvald af
þingi," sagði Matthías Bjarna-
son þingmaður í samtali við
GULU PRESSUNA, en sem
kunnugt er tókst Vestfirðing-
um að fella Þorvald niður í
fjórða sætið á lista Sjálfstæð-
isflokksins í prófkjöri um dag-
inn.
„En eftir þessi tíðindi er
ljóst að maður getur aldrei
verið öruggur. Hver er til
dæmis þessi Einar Kr. Guð-
finnsson?" spurði Matthías.
Nýjung
Slúðurlína
Landsímans
Reykjovfk, 8. nóvember_
Stjórn Pósts og síma
hefur ákveðið að hefja
rekstur Slúðurlínu
Landsímans.
„Við höfum verið að
breyta ímynd fyrirtækis-
ins að undanförnu. Fyrst
kom Bíólína Landsímans,
síðan Poppiínan og nú er
komið að Slúðurlínunni,"
sagði Jóhann Hjálmars-
son, blaðafulltrúi Pósts og
síma.
Að sögn Jóhanns mun
fólk geta hringt í síma
99-1010 og hlustað á heit-
asta slúður dagsins.
Aðspurður hvort Póstur
og sími væri þarna kom-
inn í samkeppni við viku-
blaðið PRESSUNA sagði
Jóhann að því færi fjarri.
„Slúðrið í PRESSUNNf
verður eins og Passíu-
sálmarnir við hliðina á
því sem við erum að fara
út í.“
Jóhann Hjálm-
arsson telur aö
Slúöurlína
Landsímans
muni slá slúör-
iö í PRESS-
UNNI út.