Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991 LP LISTAPÓSTURINN Um lista- (manna)- bókstaf Pað er furðulegt huað listamenn eru almennt óánœgðir með þá góð- gerðarstarfsemi sem jafn- an er sett í gang fyrir kosningar. I stað þess að hirða þá sœlgœtismola fegins hendi sem jafnan falla af veisluborðum valdsmanna skömmu áð- ur en gengið er til at- kvœða eru þeir uppfullir af sjálfsmeðaumkun og hroka. Ná er liðin sú tíð aö flestir rithöfundar verði sjálfkrafa klapp- stýrur flokksgœðinga og þykir ýmsum mannkyns- lausnaranum miður að svo sé ekki. Myndalistar af listamönnum undir lit- sterkum flokksbókstöfum voru á einhvern hátt há- tíðlegri heldur en hin ströngu föðurlegu tillit landsfeöranna í auglýs- ingadálkum dagblað- anna. Minnti um margt á jólin. En nú er semsagt fátt um fína drœtti í flokksblöðunum. Eins og einn stjórnmálamaður orðaði það þegar hann stillti sér upp fyrir Ijós- myndara: ,,listin er alger- lega laus við hugsjónir". Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Krónósyn- klastískar infundibúlur á Kaffi Splitt Daniel Magnússon: Á tveimur stööum samtímis, Reykjavík og ísafirði. Daníel Magnússon mynd- listarmaður lætur sig ekki muna um að halda tvær sýn- ingar á íslandi á sama tíma. Fyrir skömmu var opnuð sýn- ing á verkum hans í Slúnka- ríki á ísafirði og nú hafa myndir eftir hann verið tekn- ar til sýningar í Reykjavík á Kaffi Splitt á Klapparstíg. Um myndir sínar þar sagði lista- maðurinn í spjalli við Lista- póstinn að þær væru „krón- ósynklastískar infundibúlur ásamt stillimyndum sjálf- stæðra astralstöðva í fáguð- um víðáttum í anda Majors Thoms og C0/7r Nikks“. Vid viljum leikhús sem þorir aó vera öðruvísi — segja þrír ungir höfundar sem ásamt ödrum hafa endurvakid Stúdentaleikhúsid ,,Pað eru um 20 leikarar sem fara með hlutverk en hátt í fimmtíu manns leggja hönd á plóginn við uppfœrsl- una,“ sögðu höfundar þriggja leikþátta sem Stúdentaleik- hásið frumsýnir 6. apríl í Tjarnarbúð. Höfundarnir þau Melkorka Tekla Ólafs- dóttir, Bergljót Arnalds og Sindri Freysson úttu jafn- framt þátt í því að vekja Stúd- entaleikhúsið af löngum dvala. í október var haldinn stofnfundur en eftir hann var ráðinn leikstjóri og sett á stofn sex vikna leiksmiðja. „Okkur fannst hreinlega ótækt að það væri ekkert leikfélag starfandi við stærsta skóla landsins. Við fengum styrki til þessarar uppfærslu bæði frá Háskólanum og stúdentaráði en það þyrfti samt meiri stöðugleika og sterkari fjárhagslegan grund- völl til að tryggja afkomuna," sagði Melkorka Tekla er Listapósturinn ræddi við höf- undana og Sindri bætti við: „Það er óskandi að Háskól- inn hjálpi til við að skapa þann grundvöll sem til þarf og að Stúdentaleikhúsið sé komið til að vera núna." LEIKHÚS SEM ÞORIR AÐ VERA ÖÐRUVÍSl „Ég held að þörfin á Stúd- entaleikhúsi sé mikil,“ sagði Bergljót. „Leikhúsi sem þorir að vera öðruvísi og færa til dæmis ný íslensk verk upp eftir unga höfunda. Það spil- ar hinsvegar inn í að í Háskól- anum er fólk komið í þyngra nám og margir með fjöl- skyldu. Það hefur því oft ekki tök á að leggja á sig jafn mikla vinnu og krakkarnir í leikfélögum menntaskól- anna.“ „Þegar Stúdentaleik- húsið var stofnað á sínum tíma kom þar við sögu mikið af fólki sem í dag er atvinnu- fólk í leiklist og margir núna hyggiast helga sig leiklist í framtíðinni," sagði Melkorka Tekla. TOGSTREITA MILLI KYNJANNA En um hvað fjalla leikþætt- irnir þrír? Er eitthvað sameig- inlegt með öllum verkunum? Sindri: „Mitt leikrit sem heitir Hungurdansarinn er einhverskonar kynferðisleg tragíkómedía og tengist ótt- anum við skuldbindingar og klafa vanans. Þetta er dans kynhungurs og aðalpersónan vill dansa óháður í gegnum lífið en rekur sig á önnur við- horf sem valda skilum í hans lífi. Þungamiðjan er kannski misræmið á milli hugsunar annarsvegar og orða hins- vegar. Ég nota til þess tvær persónur sem túlka hvor um sig sama karakter." Bergljót: „Leikritið mitt heitir Ein, tvær, þrjár, jafnvel fjórar og fjallar um þrjár, jafn- vel fjórar konur sem bíða dóms. í verkinu renna fimm tímaskeið saman í eitt og grunnurinn er sú hugmynd hversu refsingar eru mismun- andi eftir tíma; það sem er saknæmt á þessari öld er það ekki endilega á þeirri næstu. Tíminn í leikritinu spannar allt frá fimmtu öld pg fram til þeirrar tuttugustu. I leikritinu tala konurnar saman á ís- lensku nútímans og eru raun- sæislegar í öllum skilningi þó að tíminn sé absúrd. í byrjun lagði ég aðaláherslu á hið sjónræna en þegar leið á ^ skriftirnar má segja að text- 2 inn hafi tekið yfirhöndina.“ 00 Melkorka: „Mitt leikrit byggist upp á texta fremur en söguþræði. Það fjallar um elskendur, þeirra samband og margþætta afbrýði. Tog- streituna milli sköpunar og ástarinnar og hvernig hún birtist elskendunum. Draug- ur úr fortíðinni hefur síðan áhrif á framvinduna. Það má segja að allir leikþættirnir fjalli um togstreitu kynjanna þó að við höfum hreint ekki lagt upp með það í huga." STERK TILFINNING AÐ SJÁ VERKIÐ SITT Á SVIÐI Þið hafið öll verið að skrifa eitthvað áður, ekki satt? Melkorka: „Við Sindri höf- um bæði tengst ljóðagerð og skáldskap mikið og Bergljót samdi eitt leikverk í MH sem var að vísu algerlega sjón- rænt.“ Sindri: „Það væri auðveld- ara að sinna skáldskap ef rík- ið sinnti ungum höfundum betur. Það væri gaman að geta helgað sig honum alger- lega og þurfa ekki að sólunda orkunni í annað.“ En haldið þið ekki að hæfi- legur sultur og jafnvel tæring mundi auðga andann? „Það hafa allir í sig og á. Það er bara spurning hvernig þeir fara að því. Það er ekki til nein fátækt á íslandi," segir Melkorka ströng á svipinn og Sindri fiýtir sér að draga í land og segir: „Eðli þess að skrifa er það að þú færð ekki nein laun nema þú komir ein- hverju frá þér.“ Er ekki góð tilfinning að sjá verkið sitt á sviði? Melkorka: „Það er mjög sterk tilfinning þar sem þetta er okkar fyrsta leikrit. Það er samt með leiksýningu að hún er svo lítið höfundarins. Það koma svo margir aðrir við sögu. Ég hef svo sem fengið að heyra að höfundar eigi að halda sig víðsfjarri æfingum en það er mjög erfitt." Bergljót: „Ég er algerlega iaus við að vera hörundsár gagnvart verkinu. Þetta er ekki hjarta mitt sem ég er að úthella. Þegar ég byrjaði að vinna verkið var mér efst í huga hvaða leikarar yrðu í sýningunni og hvaða svið við fengjum. Ég reyndi svo að miða verkið við það.“ Sindri: „Ég fór Iíka af stað með þeim ásetningi en það gekk bara ekki upp. Ég held að þetta snúist fremur um að aðlaga hópinn verkinu en öf- ugt.“ NÝIR FERSKIR STRAUMAR INN í ÍSLENSKT LEIKHÚS Hvernig sjáið þið Stúdenta- leikhúsið fyrir ykkur í fram- tíðinni? Bergljót: „Það er svo mikil þörf á öðruvisi leikhúsi að ég vona að starfsemin leggist ekki niður. Það er í raun kraftaverk í hvert skipti sem áhugaleiksýning kemst á laggirnar." Sindri: „Fyrst og fremst þá vona ég að sá stóri hópur sem stendur á bakvið þessa sýn- ingu og hefur lagt á sig ómælda vinnu uppskeri laun erfiðisins í góðri sýningu sem við getum öll verið stolt af." Melkorka: „Mér þætti eðli- legt að Stúdentaleikhúsið nýtti sér sérstöðu sína og hefði til dæmis samstarf við aðra skóla líkt og við gerum núna en það er stór hópur úr MHÍ sem sér um gerð leik- myndar í þessari sýningu. í stuttu máli það að Stúdenta- leikhúsið muni veita nýjum og ferskum straumum frá þessum aldurshópi inn í ís- lenskt leikhús." Réttur okkar myndlistarmanna til vinnu er fótum troðinn — segir Kristinn E. Hrafnsson formadur Myndhöggvarafélagsins ,,Pað er á margan hátt sárt að horfa á eftir húsinu, þar á félagið sína sögu,“ segir Krist- inn E. Hrafnsson formaður Myndhöggvarafélagsins en myndhöggvarar hafa sem kunnugt er haft aðsetur á Korpúlfsstöðum en munu nú víkja fyrir annarri starfsemi í kjölfar mikilla breytinga á staðnum. „í upphafi," segir Kristinn „var gerður tuttugu ára leigu- samningur við borgina en hann er nú að renna út. Borg- aryfirvöld hafa þó áttað sig á því að ekki er hægt að henda á götuna heilli stétt manna til að byggja safn fyrir verk eins manns og nú er unnið að lausn þessara mála. Borgin hefur reynst félaginu að mörgu leyti betur en ríkið enda sýnir hún stuðning sinn í verki með fjárframlögum. Myndlistarfélögin í landinu hafa ekki fengið krónu frá ríkinu á þessu ári og þó svo að menntamálaráðuneytið sé of fjárvana til að styrkja ný- sköpun í listum er það fjár- veitingavaldið sem er verst. Skilningsleysið er algjört. Myndhöggvarafélagið er að reyna af veikum mætti að skapa aðstöðu fyrir sína fé- laga svo að þeir geti unnið að list sinni og með slíkri af- greiðslu er því stefnt í voða. Það eru allskyns hobbífélög á fjárlögum en réttur okkar myndlistarmanna til að vinna eins og annað fólk er fótum troðinn." En hvað með breytingar á launakerfi listamanna? Eru þær ekki til bóta fyrir mynd- listarmenn? „Það hefur vissulega rofað til með löngu tímabærum breytingum á launakerfi lista- manna og stofnun listahá- skóla. Það dugir bara ekki til að klóra yfir alla skömmina. Ég get tekið fáránlega út- flutningsmiðstöð menningar- innar sem dæmi. Hvað á að flytja út? Það liggur í augum uppi að ef allt skapandi starf leggst niður er ekkert hægt að flytja út. Það er því engin furða þó gripið sé til íslenskra poppara og reynt að gera þá heimsfræga í nafni ísienskrar menningar. Það er bara svo kaldhæðnislegt með poppið að það er eins allsstaðar í heiminum. Frakkar styðja sína dægurtónlist á allt öðr- um forsendum. Til dæmis í því skyni að vernda franska tungu. Hér er þessi hugmynd hinsvegar gripin hrá og skrumskæld á hlægilegan hátt. Það er hægt að nefna ár- lega skerðingu ríkisins til list- skreytingasjóðs en það dæmi sem sýnir hvað best viðhorf ríkisins til myndlistarinnar eru svikin við Richard Serra þann ágæta listamann. Það var samið um að stofnaður yrði sjóður í nafni Serra til styrktar ungum myndhöggv- urum og var sjóðurinn kaup- verð verks hans í Viðey, Áfanga. Smásálarskapurinn og virðingarleysið við þenn- an listamann er svo algjört að aðilar Listahátíðar hafa ekki staðið við sitt og þessi sjóður hefur ekki enn litið dagsins ljós þó svo að borgin hafi greitt fyrir uppsetningu verksins. Það sér hver heil- vita maður hverslags dóna- skapur þetta er við Serra svo og myndlistarmenn. Það læt- ur nærri að myndlistin hafi aldrei verið viðurkennd í þessu landi sem listgrein."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.