Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRIL 1991
JILAFOSS BWUR
RÍKW UMJUGEHI
SÉR PffllNM SEIM
FYWRTJHW Bl RÚH
Forsvarsmenn Álafoss hf. hafa eina ferðina enn farið
bónarveg til ríkisstjórnarinnar, með bréfi forstjórans til
forsætisráðherra þann 3. apríl síðastliðinn. Meðal óska í
því bréfi er að víkjandi lán sem ríkið veitti til sameigin-
legs dótturfyrirtækis Álafoss og Hildu í Bandaríkjunum
verði látið niður falla, en Hilda hf. er gjaldþrota. Sam-
kvæmt skilningi heimildarmanna PRESSUNNAR liggur
fyrir að Álafoss hafi tekið beint til sín hluta af láninu sem
nemur nú 82,5 milljónum króna, þar sem starfsemi nýja
fyrirtækisins hófst aldrei. Bent er á að 7 milljónir króna
af upphæðinni voru frystar á bankareikningi eftir að ljóst
var hvert Hilda stefndi.
Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss
neitar þeirri fullyrðingu að hluti af
láninu hafi runnið beint til Álafoss.
Hann segir að sameiginlegur rekst-
ur hafi þegar verið hafinn, forsvars-
menn Álafoss hafi strax gert stjórn-
völdum viðvart, auk þess sem Ála-
foss hafi þegar í stað stefnt Hildu fyr-
ir brot á samstarfssamningi. Því sé
við Hildu að sakast í þessu máli,
ekki Álafoss. Hanna Holton fulltrúi
Hildu í stjórn sameinaða fyrirtækis-
ins í Bandaríkjunum vildi ekkert tjá
sig um þetta mál í samtali við
PRESSUNA í gær.
1700 MILLJÓNIR
TÖPUÐUST Á ÞREMUR ÁRUM
Á þremur árum, 1988, 1989 og
1990 hefur Álafoss hf. tapað hátt í
1700 milljónum króna og nema
heildarskuldir nú ríflega 2000 millj-
ónum króna. Á sama tíma nemur
aðstoð ríkisins, Atvinnutrygginga-
sjóðs og Hlutafjársjóðs samtals ríf-
lega 700 milljónum króna. Miðað
við afkomu á síðasta ári, samkvæmt
heimildum PRESSUNNAR, bendir
flest til þess að aðgerðir í fyrra hafi
ekki dugað og tapið verði að
minnsta kosti 200 milljónir króna á
síðasta ári.
í fyrra voru miklar aðgerðir í
gangi gagnvart Álafossi. Lánar-
drottnar, bankar og sjóðir gáfu eftir
skuldir og félagið losaði eignir. Eitt
aðalvandamál fyrirtækisins hafði
frá upphafi verið, að ekki hafði tek-
ist að lækka eignir og skuldir nægi-
lega mikið miðað við veltu. Þannig
var efnahagsreikningur fyrirtækis-
ins um 2500 milljónir þann 30. sept-
ember árið 1988.
Árið 1989 var í heild stefnt að því
að ná efnahagsreikningnum niður í
um 2000 milljónir. Það virtist takast
í meginatriðum, samkvæmt niður-
stöðu opinberrar nefndar sem fór í
gegnum rekstur fyrirtækisins og
skilaði skýrslu í febrúar í fyrra. Eigið
fé félagsins var í lok ársins 1988 bók-
fært á 204 miiljónir, en tap það árið
nam 723 milljónum króna. I áætlun
sem gerð var í byrjun árs 1989 var
gert ráð fyrir að eigið fé ykist um
342 milljónir og yrði 546 milljónir.
Tap Álafoss árið 1989 varð hins veg-
ar ríflega 700 milljónir, eins og árið
á undan þannig að þær áætlanir
fóru gersamlega úr böndum. Á
þremur árum er fyrirtækið því búið
að tapa hátt í 1700 milijónum króna,
þar af 200 milljónum í fyrra.
MISLUKKUÐ SAMEINING
Ástæður hrikalegs tapreksturs
eru að mörgum taldar liggja í mis-
tökum við sameiningu Álafoss hf.
og iðnaðardeildar Sambandsins.
Samkvæmt greinargerð nefndar á
vegum stjórnvalda sem fór yfir
stöðu Álafoss í fyrra, er fyllilega tek-
stjóri og aðrir nýir yfirmenn komu
til starfa. Meðal árangurs sem
stjórnendur benda á nú er að sjórn-
unarkostnaður hjá fyrirtækinu
lækkaði um 50 prósent á síðasta ári
og framleiðni jókst um allt að 48
prósent. Flestir viðmælendur blaðs-
ins telja að almennt hafi horft til
ÁRANGURSLAUSAR
AÐGERÐIR
í byrjun árs í fyrra var búið að
veita fyrirtækinu 100 milljónir í
gegnum Hlutafjársjóð og 200 millj-
óna króna skuldbreytingarlán í
gegnum Atvinnutryggingasjóð. Til
viðbótar sótti fyrirtækið um 100
ið undir þessi sjónarmið. Jafnframt
er talið að fyrirtækið hafi gert fjöl-
mörg önnur mistök, meðal annars
hafi verðhækkanir á erlendum
mörkuðum árið 1988, að tillögu ráð-
gjafafyrirtækisins Boston Consult-
ing Group, valdið fyrirtækinu veru-
legu tjóni. Verðið var hækkað um
allt að 40 prósent í einum rykk og
urðu hækkanirnar að ganga til
baka. Bendir margt til þess að fyrir-
tækið hefði verðlagt sig út af vest-
rænum mörkuðum hefði það ekki
lækkað verðið aftur.
Þá er bent á að mánaðarlegt upp-
gjör hafi ekki legið fyrir hjá fyrir-
tækinu á árinu 1989. Þau mál hafa
hins vegar horft til betri vegar eftir
að Ólafur Ólafsson tók við sem for-
betra vegar eftir að Ólafur Ólafsson
kom inn í fyrirtækið fyrir 18 mánuð-
um, þótt óraunhæft hafi verið að bú-
ast við algjörum umskiptum í rekstr-
inum með tilkomu nýrra yfirmanna,
þar sem að svo miklu leyti var byggt
á sandi.
Auk ytri og innri aðstæðna fyrir-
tækisins er ljóst að það hefur mátt
glíma við vaxandi óvinsældir ís-
lensku ullarinnar og er hún nú að-
eins brot af því sem notað er til
framleiðslunnar.
milljónir til Atvinnutryggingasjóðs,
en fékk einungis 40 milljónir. í bréfi
til forsætisráðherra nú bendir for-
stjóri Álafoss á, að búið hafi verið að
lofa 100 milljónum króna.
Ríkið leysti einnig til sín Heklu-
húsið á Akureyri fyrir um 60 millj-
ónir króna, auk eftirgjafar húsaleigu
í sama húsi næstu tvö árin, samtals
að fjárhæð um 12 milljónir króna.
Að auki var veittur beinn styrkur
vegna ullarþvottastöðvar í Hvera-
gerði, sem nam 5 milljónum króna.
SKRIFST0FUR
...... ..........