Pressan - 25.04.1991, Page 19

Pressan - 25.04.1991, Page 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 19 iGANNA FLOKK? JÓN SIG. VANN Á EN JÓN BALDVIN TAPAÐI Alþýðuflokkurinn vann ör- lítið á í kosningunum eða 0,3 prósent á landsvísu. Þegar ár- angurinn í hverju kjördæmi fyrir sig er skoðaður má hins vegar sjá meiri sveiflur en þetta. Gunnlaugur Stefánsson vann mest á í Austurlands- kjördæmi. Hann bætti 47,3 prósentum við fylgi flokksins. Til þess að ná því þurfti hann hins vegár ekki að finna nema 258 atkvæði. Jón Sig- urðsson og félagar á Reykja- nesi bættu hins vegar 1.962 atkvæðum við fylgið en það jafngildir 27,8 prósentum. Aðeins einn krati enn vann á og verður það að teljast óheppnasti frambjóðandi kosninganna. Það var Jón Sæmundur Sigurjónsson á Norðurlandi vestra sem jók fylgið um 14,2 prósent en féll samt af þingi. Stærsta tapið meðal krata á Sigurbjörn Gunnarsson á Norðurlandi eystra. Hann tapaði 32,3 prósentum af fylgi flokksins í kjördæminu. Næstur kemur Árni Gunn- arsson á Suðurlandi sem missti 18,7 prósent af fylgi flokksins í Suðurlandi. Sig- hvatur Björgvinsson tapaði lítið eitt minna á Vestfjörðum eða 17,5 prósentum. Næstur kemur formaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson, varaformaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson i Reykja- vík með 7,8 prósent tap og loks Eidur Guðnason á Vest- urlandi með 6,4 prósent tap. TAP STEINGRÍMS VÓ UPP SIGRA FRAMSÓKNAR Framsóknarflokkurinn stóð í stað í kosningunum. Eftir sem áður vann hann á í öllum kjördæmum nema Hjörleifur Guttormsson. Tapari Alþýöubandalagsins á landsbyggöinni. Ólafur Ragnar Grímsson. Tapaöi fylgi í Reykjanesi. Eiður Guönason. Tapaöi, en minna en Sighvatur og Árni. Páll Petursson. Eini tapari Fram- sóknar fyrir utan Steingrím. Halldór Asgrímsson. Bœtir viö fylgiö jafnt og þétt. Guömundur Bjarnason. Vann aftur sœti Stefáns Valgeirssonar. Jóhanna Sigurö- ardóttir. Stóö i staö. Sigbjörn Gunnarsson. Missti þriöjung af kratafylginu. Ossur Skarp- héöinsson. Engin viöbót i Reykjavík. Jón Baldvin Hannibalsson. Aö- eins fleiri atkvæði en Jón Sig. Anna Ólafsdóttir Björnsson. Stórt tap á Reykjanesi. Svavar Gestsson. Sami afli og síöast. Steingrimur Hermannsson. Tapaöi jafn miklu og Guö- mundur vann. Jón Sigurösson. Stór sigur á Reykjanesi. tveimur. Tapið þar var hins vegar nógu stórt til að vega upp sigrana í hinum. Stærstur sigurvegari Fram- sóknar er Ólafur Þ. Þórðar- son á Vestfjörðum sem bætti 35.6 prósentum við fylgi flokksins þar. Reyndar jók Guðmundur Bjarnason enn meira við fylgið á Norð- urlandi eystra en skýringin á því liggur að hluta til í fram- boði Stefáns Valgeirssonar árið 1983. Sé miðað við fylgi Framsóknar á Norðurlandi eystra árið 1983 þá hefur Guðmundur tapað 1,0 pró- senti síðan þá. En mesta viðbótin hjá Framsókn á eftir Vestfjörðum var á Vesturlandi hjá Ingi- bjðrgu Pálmadóttur. Hún jók fylgið um 10,8 prósent. Á eftir henni komu Halldór Ásgrímsson á Austurlandi með 6,0 prósent aukningu, Finnur Ingólfsson í Reykja- vík með 5,7 prósent meira fylgi og Jón Helgason og Guðni Ágústsson á Suður- landi með 3,3 prósent viðbót. Eini landsbyggðarþing- maður Framsóknar sem tap- aði var Páll Pétursson á Norðurlandi vestra. En stærsta tap Framsóknar mátti sjálfur formaðurinn, Stein- grímur Hermannsson, þola á Reykjanesi. Hann tap- aði 29,9 prósentum af því fylgi sem hann fékk árið 1987. BORGARARí ALGJÖRUM SÉRFLOKKI Eins og sjá má af þessari upptalningu máttu formenn ríkisstjórnarflokkanna, þeir Steingrímur, Jón Baldvin og Ólafur Ragnar, allir þola tap í sínum kjördæmum. Enginn þeirra fékk þó meiri skell en Júlíus Sólnes umhverfisráð- herra. Hann missti 92,6 pró- sent af fylgi sínu frá 1987. Þessi árangur Júlíusar skipar honum á bekk með vonlaus- ustu frambjóðendum lýð- veldissögunnar. Óli Þ. Guðbjartsson stóð sig bara vel á Suðurlandi mið- að við útreið Júlíusar. Óli fékk 65.7 prósent af fylginu frá 1987. Guðrún Jónsdóttir frambjóðanda frjálslyndra í Reykjavík tókst ekki að feta í fótspor Alberts Guðmunds- sonar sem var efstur á lista Borgaraflokksins í Reykjavík 1987. Guðrún fékk 91,5 pró- sent af fylgi Alberts. Gunnar Smári Egilsson VONLAUSUSTU FRAMBJÓÐENDURNIR Vonlausasta framboðið i kosningunum verðurað telj- ast framboð Heimastjórnar- samtakanna i Reykjanesi með Jón Oddsson hæsta- réttarlögmann i broddi fylk- ingar. Jón og félagar fengu ekki nema 88 atkvæði af 38810 gildum atkvæðum i kjördæminu eða 0,23 pró- sent atkvæða. Með þessum árangri hefur Jóni tekist að komast í þriðja sæti yfir vonlausustu frambjóðendur lýðveldissögunnar. Vonlausasta framboð lýð- veldissögunnar var framboð Freysteins Þorbergssonar fyrir hönd Lýðræðisflokksins í Reykjanesi árið 1974. Hann fékk 19 atkvæði eða 0,09 pró- sent gildra atkvæða. Næst vonlausasti frambjóðandi sögunnar var Jörgen Ingi Hansen sem bauð sig fram fyrir sama flokk í Reykjavík árið 1974. En það voru fleiri vonlausir frambjóðendur í kosningun- um um síðustu helgi en Jón Oddsson. Jafnir í næsta sæti voru Eiríkur Björn Ragnars- son fyrir Verkamannaflokk- inn í Rey kjanesi og Ingi G. Ár- sælsson fyrir heimastjórn á Suðurlandi. Þeir fengu 0,26 prósent fylgi og tryggðu sér 7. sætið yfir vonlausustu frambjóðendur lýðveldissög- unnar. Næstir komu þeir Tómas Gunnarsson hæstaréttarlög- maður fyrir heimastjórn í Reykjavík og Kjartan Jóns- son græningi í Reykjanesi. Þeir fengu 0,29 prósent at- kvæða. Það tryggir þeim 11. sætið á listanum yfir von- lausustu framboð lýðveldis- tímans. Á eftir þeim kom Örn Egilsson fyrir frjálsynda á Austurlandi. Örn fékk 0,32 prósent atkvæða. Hann og Þórir Hilmarsson hjá frjáls- lyndum á Norðurlandi vestra fengu aðeins 25 atkvæði eða fleiri atkvæði en aðrir fram- bjóðendur. En þar sem kjós- endur þar eru færri en á Aust- urlandi fékk Þórir hærra hlut- fall atkvæða en Örn eða 0,39 prósent. Jón Oddsson. Vonlausasti frambjóö andi kosninganna. Július Sólnes. Enginn tapaöi meiru hann. Næstur í röðinni kemur Guttormur P. Einarsson, frjálslyndur á Vestfjörðum, með 0,55 prósent atkvæða. Hann er áttundi vonlausasti frambjóðandinn. Sá níundi er Óskar D. Ólafsson, græningi i Reykjavík og sá tíundi von- lausasti er Július Sólnes, for- maður Borgaraflokksins og frambjóðandi frjálslyndra í Reykjanesi. Hann fékk 0,81 prósent atkvæða. Júlíus er í 21. sæti yfir vonlausustu frambjóðendur lýðveldissög- Pótur Guöjónsson. Fókk meira en Jóna Valgeröur. Jón Sœmundur Sigurjóns- son. Óheppnasti frambjóö- andinn. Sighvatur Björgvinsson. Tapaöi Karvelsfylg- inu en hólt velli. ÞINGMENN MEÐ AFSKAPLEGA LÍTIÐ FYLGI Sá þingmaður sem hefur minnsta fylgið á bak við sig erJóna Valgerður Kristjáns- dóttir. Hún fékk þingsæti þrátt fyrir að einungis 443 kjósendur hefðu greitt henni atkvæði. Efjafna ætti atkvæðamun milli þing- manna og tryggja Jónu Val- gerði jafnframt þingsæti þyrfti að fjölga alþingis- mönnum úr 63 i 364. Níu frambjóðendur fengu fleiri atkvæði en Jóna Val- gerður en komust samt ekki inn á þing. Þeir eru; Árni Steinar Jóhannsson Þjóðar- flokksmaður á Norðurlandi eystra (1.061), Pétur Guð- jónsson Þjóðarflokki í Reykjavík (845), Guðrún Jónsdóttir fyrir frjálslynda í Reykjavík (791), Málmfriður Sigurðardóttir Kvennalista- kona á Noröurlandi eystra (750), Jón Sæmundur Sigur- jónsson krati á Norðurlandi vestra (739), Danfríður Skarphéðinsdóttir Kvenna- listakona á Vesturlandi (591), Óli Þ. Guðbjartsson frjáls- lyndur á Suðurlandi (468), Drífa Kristjánsdóttir Kvennalistakona á Suður- landi (467) og Guðmundur Brynjólfsson öfgasinnaður jafnaðarmaður í Reykjanesi (459). Fjórir þessara fram- bjóðenda eru í flokkum sem náðu kjördæmakjörnum þingmönnum en fimm ekki. En það eru fleiri þingmenn en Jóna Valgerður með fáa kjósendur á þak við sig. Næstur kemur annar Vest- firðingur, Kristinn H. Gunn- arsson frá Alþýðubandalagi, en hann fékk 619 atkvæði. Gunnlaugur Stefánsson krati á Austurlandi kemur næstur með 803 kjósendur á bak við sig. Þar næst kemur Vilhjálm- ur Egilsson, sjálfstæðismað- urá Norðurlandi vestra. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk tvo þingmenn í því kjördæmi fyr- ir 1.783 atkvæði. Vilhjálmur komst inn á helmingi þess eða 891,5 atkvaeðum. Á eftir Vilhjálmi kemur enn einn Vestfirðingurinn, Sig- hvatur Björgvinsson krati. Hann fékk 893 atkvæði. Sá síðasti sem fékk minna en 1.000 atkvæði var Einar Kr. Guðfinnsson, sjálfstæöis- maður að vestan. Hann var annar maður á lista sjálf- stæðismanna og komst á þing fyrir helminginn af 1.966 atkvæðum eða 983 atkvæði alls.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.