Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 11.07.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. JÚLf 1991 Tiskuvöruverslun, sem PRESSAIM sagöi frá að til stæði að opna í Þing- holtsstrætinu í byrjun júní, var loks opnuö síð- asta laugardag. Hún hef- ur hlotið nafnið UNDIR- GÖNGIN og var með tískusýningu í NASA um síðustu helgi. Eigandi Undirganga er nýgræð- ingur í viðskiptum, AGN- AR AGNARSSON. Skemmtistaðurinn NASA er þar sem Lídó var áður, en eins og kunnugt er fór sá staður á hausinn. Nú eru tveir ungir menn teknir við húsinu og hyggjast reka þar skemmtistað fyrir unglinga í sumar og kalla hann NASA. Ungu mennirnir heita SVERRIR J. RAFNSSON og BJÖRN KRISTJÁNSSON. Leikhúsfrömuðirnir í leikhúsi FRÚ EMILÍU, þeir GUÐJÓN PEDERSEN og HAFLIÐI ARNGRÍMSSON, eru þessa dagana stadd- ir á leiklistarhátíð i Köln, þar sem sá fyrrnefndi býr, að undirbúa framtíð Frú Emilíu. Meðal þess sem er i deiglunni er ör- verka- og örleikrita-sam- keppni, sem Frú Emilia og tímaritið BJARTUR munu standa fyrir í sam- einingu. Hafa allir prestar ^efist upp á aö kristna Isfirö- inga, Vigfús? ,,/Ve/, nei sídur en svo." Enginn sótti um þegar auglyst var eftir presti a Isafjörd fyrir skömmu. Isfirdingar eru þvi bædi kirkju- og sóknarprestslausir um þessar mundir. Vigfus Þor Arnason er for- madur Prestafelags Islands. förðun armeis tarinn s I förðun armeis taranu 03 Hún fardar fyrirsœlurnar á flestum forsíöum íslenskra tímarita, sem og í tískuþœtt- inum í Mannlífi og Nýju lífi, og sér auk þess um þáttinn stakkaskipti í Vikunni. Allt þetta gerir hún þó adeins í aukauinnu. Hún heitir Lína Rut Karls- dóttir og kom heim frá námi við förðunarskóla í París fyrir fjórum árum. Hún byrjaði reyndar á því að fara til Noregs, þar sem hún var í eitt ár, en kom síðan heim og innritaði sig í Myndlista- og handíðaskól- ann. Segist hafa komist að því þegar hún var í förðun-' arskólanum að hún gæti málað, en hluti af náminu fólst í því að teikna og mála á líkama. Og þó svo Lína Rut hafi alltaf verið teikn- andi segir hún það ein- hvernveginn aldrei hafa V O Ð A V Porttónleikum Útideildarinnar, sem halda átti í síðustu viku, var frestað vegna veðurs. En þeir verða, að öllu óbreyttu, haldnir i kvöld, með þátttöku fjölmargra bílskurssveita. Par á meðal er dauðarokkshljómsveitin Striga- skór nr. 42 úr Kópavoginum. Sveit- in var stofnuð fyrir ári, hefur tvisv- ar tekið þátt i Músiktilraunum og i bæði skiptin komist i úrslit, en aldrei i verðlaunasæti. Strigaskór Stelþunstan enu ö&iuoúU hvarflað að sér að hún gæti málað. Hún byrjaði í mynd- listaskólanum, en tók sér frí frá námi í nóvember síðast-- liðnum, þegar fyrirtækið hennar, Förðunarmeistar- inn, var farið að taka of mikinn tíma og hún eignað- ist auk þess barn. Lína Rut stofnaði Förðunarmeistar- ann í bakhúsi við Laugaveg- inn á sama tíma og hún byrjaði í myndlistaskólan- um, en er nú flutt inn í Borgarkringlu. Lína Rut býður viðskipta- vinum sínum upp á per- sónulegri þjónustu en geng- ur og gerist í snyrtivöru- verslunum. Leyfir þeim að prófa augnskuggana og bendir þeim á það sem bet- ur mætti fara í förðuninni. „Það er mikið um að konur kunni ekki að mála sig. Þær setja kinnalitinn á vitlausan stað, nota ranga liti og velja of dökka liti í meiki. En meikið er til þess að jafna húðina og gera mann frísk- legri,“ segir Lína Rut. Hún býður reyndar upp á nám- skeið í förðun auk þess sem hún gerir mikið af því að farða konur fyrir skemmtan- ir og sérstök tækifæri eins og brúðkaup. „Konurnar ættu að hugsa meira um það að taka karlmennina með sér í brúðkaupsförðun- ina, og þá ekki síst með O N D 1 R nr. 42 er ekki mjög dauöarokkslegt nafn, en hljómsveitarmeðlimir, þeir Kjartan, Ari, Gunnar og Hlyn- ur, segja nafnið vera meira áber- andi en venjuleg dauðarokksnöfn eins og Sororicid, Insectory, Gor og Immortal. Allt nöfn á sveitum, sem lika spila á porttónleikunum i kvöld. Strigaskór nr. 42 segjast ekki eiga sér neina ákveðna fyrirmynd. Tónlistin sé frumsamin og imynd ........ myndatökuna í huga. Það er fallegra, þegar brúðurin er vel máluð, að brúðgumi , sé líka farðaður." Lína Rut býður eingöngu uppá eitt merki af förðunarvörum, Make-up forever, sem hún segir mikið notað af fag- mönnum, og rakavörur frá Clinique, þar sem Make-up forever er einungis förðun- arvara. „Það er með hundr- að liti af möttum augn- skuggum, og breyta ekki mikið til nema einhver litur gangi alls ekki," segir Lína Rut. Þrátt fyrir velgengnina sem förðunarmeistari og tvöfaldan íslandsmeistaratit- il í förðun hyggst Lína Rut ekki gera hana að aðalstarfi í i.-amtíðinni. „Myndlistin er númer eitt, tvö og þrjú. Þegar ég fer aftur í skólann ætla ég að taka mér frí frá make-upinu, þó ég muni áfram taka að mér einhverja förðun og halda námskeið. En ég ætla þá ekki að taka að mér frekari aukavinnu," segir Lína Rut, sem dreymir um að búa uppi í sveit, þar sem nógur tími yrði fyrir myndlistina og börnin. sveitarinnar aö þeir séu voða vondir. Eöa þannig. Það er ekkert eitt í tísku og því fylgja ekki allir sömu tísk- unni. Flestir fylgja þó ein- hverri tísku. María í Spútnik kallar eina tískuna hip- hop-tísku. Það eru útvíðar buxur, ýmist gallabuxur eða íþróttabuxur, oft röndóttar. Og hnútabolir. „Þessu klæðast hiphoparnir mikið," segir Mar- ía. „íþróttafötin eru gömul og stórir kragar á jökkunum og svo eru þeir með allskonar dót um hálsinn. Strákarnir eru oft með húfu og strigaskór eru algjört „must"." Hvítar Le- vis-buxur tiiheyra þessum hópi og stundum er allt hvitt, en einnig eru notaðir skærir litir og þar eru stelpurnar í sérflokki. „Ákveðinn hluti af stelpunum er svolítið öðruvísi. Þær eru í marglitum bolum og stuttbuxum og háhæla skóm með kubbahæl og six- ties-hárgreiðslu. Þessi föt eru oft þröng og fara stelpunum vel, því þær eru margar rosa- kroppar." Þær þora líka að raða saman allskonar litum, sem María segir að geti verið mjög smart. Ekki klæða sig þó allir viðskiptavinir Spútnik samkvæmt þessu. Sumir eru hippar og aðrir fara algjörlega eftir eigin hentistefnu. LÍTILRÆÐI af hómópötum Mér var það ungum kennt að hlutverk læknavísind- anna væri umfram annað að auka á lífslíkur mannskepn- unnar og var lengi svo ein- faldur að ég hélt að einu mætti gilda hvaða lækninga- aðferðum væri beitt, ef þær bæru árangur í viðleitninni til að lengja lífið svo takast mætti að lifa dauðann af. Mér fannst til dæmis ekk- ert athugavert við það þegar Friðbjörn skóari fékk sig al- heilan af magasári með því að fá spákonu vestur á Grímsstaðaholti til að smyrja kviðinn á sér með frumgriðungsgalli blönduðu mergnum úr lærlegg á litför- óttu hestfolaldi blönduðum sauðataði úr þríhyrndri gols- óttri gimbur og fjórtán svita- dropum úr handarkrika óspjallaðrar jómfrúr. Mér fannst aðferðin ekki skipta minnsta máli heldur aðeins það að Friðbirni batnaði i maganum og varð allra kalla elstur. Mér fannst jafnvel að rak- ari sem gæti bjargað manns- lífi með því að fara með töfraþulu væri betri læknir en sá sem léti sama sjúkling drepast í höndunum á sér. Raunar hyggur margur að eftir að rakarar hættu að stunda lækningar hafi grein- inni hrakað verulega. Það er almælt og haft fyrir satt að hláturinn lengi lifið. Ef það er rétt ætti langlífi að blasa við íslensku þjóð- inni um næstu framtíð og það einmitt fyrir tilstuðlan lækna. Það vekur alltaf mikinn hlátur þegar læknir tekur vitlausan fót af vitlausri manneskju og með slíkum aðgerðum er auðvitað hægt að auka lífslíkur heilla þjóða. Þá hafa umsvif læknis nokkurs á Seltjarnarnesi. og viðbrögð annarra úr stétt- inni við þeim, vakið svo mikla kátínu meðal lands- manna að ætla mætti að hláturinn færði íslensku þjóðinni eilíft líf um langa framtíð. Þessi læknir hefur stund- að það sem á fínu máli er kallað „alternatívar" lækn- ingar, en það skilst mér að séu aðferðir rakara og spá- kellinga til að blása lífsanda í dauðvona fólk. Læknirinn varaði sjúkl- inga við lambaketi sem að hans dómi er „dauður mat- ur" og þessvegna víst bráð- drepandi, en hvatti til að matseðill heimilanna yrði tekinn úr Mósebók og stór- bætti með þessu heilsufarið, ekki bara á Seltjarnarnesi heldur um allar jarðir. Þetta blöskraði landlækni. sem þó er ágætur húmoristi. lokaði stofu kírópraktorsins og skipaði honum að sæta geðrannsókn. Hjá sálfræðingi var svo læknirinn látinn raða kubb- um í tvígang og þá kom í Ijós að hann var ekkert vitlaus- ari en hinir svo ráðherrann opnaði stofuna hans aftur. Og einsog til að auka lífs- líkur íslendinga með hlátrin- um birtist viðtal við þennan ágæta lækni í DV um síðustu helgi þrungið frumlegri lífs- speki doktorsins: — Ég er adeins mann- vera sem lifi á þessari jörd. — Sólin er frumundir- staða alls lífs. — Sjúkdómar hljóta aö vera afleiðing af því að vid höfum brotið þau lög- mál sem vid eigum að fylgja. — Kálfurinn vex hratt og stækkar og bætir á sig kjöti. Barniö þróast frá taugakerfinu og hreyf- ingalega séð. — Mikid einfaldad þá ertu það sem þú borðar. Þá veit maður hversvegna íslendingar eru upptilhópa hættir að éta skötu. Og það að hláturinn lengir lífið. Flosi Olafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.