Pressan - 11.07.1991, Síða 22

Pressan - 11.07.1991, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.JÚU1991 ITENGSLl BÆNDUR ERU VÍST TVEGGJA MANNA MAKAR! Nú er loksins ordid skjalfesl ad bcendur eru hátt í tueggja manna makar. Samkvcemt Hagtölum landbúnadarins , eru 1,8 ársverk unnin á svo- kölludu grundvallarkúabúi. Umreiknað gerir þetta 3.784 vinnustundir á ári og er miðað við 22 kýr með geld- neytum, eða 400 ærgildi í nautgripum, svo málið sé út- skýrt á landbúnaðarhag- fræðimáli. Til sambanburðar eru 1,7 ársverk á sauðfjárbúi, sem telur 400 vetrarfóðraðar kindur, en það svarar til 3.560 vinnustunda á ári. Til glöggvunar fyrir lesend- ur er rétt að láta fylgja með línurit yfir aldursdreifingu þessara dugmiklu íslensku bænda. Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir fyrrverandi alþingismaður er mann- fræðingur eins og Haraidur Ólafsson lektor sem er framsóknarmaður eins og Siv Friðleifsdóttir sjúkra- þjálfari sem býr á Seltjarnar- nesi eins og Guðmundur Einarsson forstjóri Ríkisskips sem er prestssonur eiris og Árni Páil Árnason lög- fræðingur sem er í Birtingu eins og Mörður Árnason blaða- maður sem býr með Ijóð- skáldi eins og Unnur Ólafsdóttir veður- fræðingur sem á bróður sem er tónskáld eins og Guðmundur Árni Stefáns- son bæjarstjóri sem eitt sinn var blaðamaður á Helg- arpóstinum eins og Ólafur Hannibalsson blaðamaður sem einu sinni var í Alþýðubandalaginu eins °g Birgir Arnason hagfræð- ingur sem tók M.A.-gráðu í Bandaríkjunum eins og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir fyrrverandi alþingismaður. Hann sker sig ekki mikið úr, þótt ébúðarmikill svipurinn leyni sér ekki. Hver er hann þessi maður í hringnum sem verður 550 krónum ríkari ef hann hefur samband við ritstjórn PRESSUNN- AR? Starfsmaöur Eimskips gæti orðið 550 krónum ríkari Þad er ekki annad ad sjá en Eimskipafélagið hafi á aö skipa úrvals starfsfólki og samhentu. Meöfylgjandi mynd hefur birst víöa á und- anförnum mánuöum, í aug-, lýsingum og upplýsingaritum frá fyrirtœkinu. PRESSAN valdi af handa- hófi einn starfsmann sem verður svo lánsamur að fá 550 krónur í verðlaun ef hann gefur sig fram. Dreginn hefur verið hringur utan um hinn heppna, sem getur sótt verðlaunaféð á ritstjórn PRESSUNNAR eða látið senda sér það. Til hamingju! Skyggnigáfa hjá POLARIS „Sá sem hannaöi þetta merki hefur veriö skyggn. Hann gleymdi bara aö setja ártölin í línuritiö," segir at- hugull lesandi í bréfkorni til PRESSUNNAR. Það er óhætt að taka undir þetta með honum, því stund- um er eins og yfirnáttúrulegir hæfileikar ráði ferðinni hjá fólki. Hvernig gat sá sem hannaði merkið fyrir Pál G. Jónsson í Polaris vitað þetta allt saman? Merki Polaris Það getur borgað sig að þefa af kaffinu Hvaö mundir þú gera viö starfsmann hjá þér sem kœmi til þín og segöi ,,mig vantar 600 þúsund krónur á boröiö hjá mér“? Þessari spurningu varpar Sveinbjörn Högnason við- skiptafræðingur fram í frétta- bréfinu Tölvumálurm sem Skýrslutæknifélag Islands gefur út. Og Sveinbjörn svar- ar: „Ég myndi fyrst þefa af kaffinu hans og síðan vilja fá nokkuð nákvæma skýrslu um tilgang og áætlaða notk- un þessara peninga og einnig rökstuðning fyrir arðsemi þessarar fjárfestingar." I grein sinni fjallar Svein- björn um niðurstöður könn- unar sem hann gerði á kostn- aði við PC tölvu- og netvæð- ingu. Kannað var hvernig áætlanagerð og undirbúningi væri háttað og hvort tölvu- væðingin hefði skilað sér fjár- hagslega. I könnuninni var meðal annars spurt: Var gerð stofn- kostnaðaráætlun fýrir net- væðinguna? Af ríkisfyrirtækjum sögðu 22 prósent ,,já“, en af einka- fyrirtækjum sögðu 32 pró- sent ,,já“. 50 prósent ríkisfyr- irtækjanna sögðu „nei!“, en 36 prósent einkafyrirtækj- anna. Þegar síðan var spurt hvort netvæðingin hefði skilað sér peningalega svöruðu 44 pró- sent ríkisfyrirtækjanna „full- komlega", en 36 prósent ríkis- fyrirtækjanna. Tvö ríkisfyrir- tækjanna voru það hreinskil- in að segja að þau væru ekki rekin til að skila hagnaði og þar af leiðandi væri ekki hægt að svara þessari spurn- ingú. Lokaorð Sveinbjörns koma því líklega fæstum á óvart. „Niðurstöður könnunar minnar gefa til kynna að ís- lensk fyrirtæki séu með frek- ar ófullkomna áætlanagerð og leiti lítið til ráðgjafa með vandamál sín . ..“ Og að endingu nokkur hvatningarorð frá Sveinbirni: „Tíminn er dýrmætur, not- aðu þinn tíma þar sem hann nýtist best, þ.e. við að reka fyrirtæki þitt.“ KYNLÍF Eru karlar árásargjarnir í edli sínu Margir halda því fram að karlar séu árásargjarnari en konur í eðli sínu — að árásargirni sé karlmönnum í blóð borin. Þeir sem trúa þessu nefna gjarnah tvennt til að styðja mál sitt. Karl- kyns dýr sem eru vönuð verði Ijúf eins og lömb, og vegna þess að eistun fram- leiða testosterón-hormón hljóti það hormón að vera „árásarhormónið". Ekki er svo verra að testosterón er oft nefnt karlhormón þótt ekki sé rétt að það finnist bara í líkama karla. Konur framleiða líka testosterón, þó í minna mæli sé, og er framleiðsian til dæmis nægilega mikil til að þeim vaxi hár á kynfærum og i handarkrikum. Hitt atriðið er að fyrst karlar séu árás- argjarna kynið og hafi Y- krómósóm í genunum, en ekki konur, hljóti Y-króm- ósómið að vera „árásargen- ið“. Y-krómósómið hefur jafnvel verið nefnt „glæpa- genið“, sérstaklega meðal þeirra sem hafa tvö (47, XYY). John Money, frægur am- eriskur kynlífsfræðingur og læknir, hefur gagnrýnt þessa ofurtrú almennings og læknavísinda á að karl- ar séu í eðli sinu árásar- gjarnari vegna testosteróns og Y-krómósóms. Sú stað- hæfing sé of mikil einföld- un. í fyrsta lagi verður að greina árásarhugtakið í fleiri flokka, svo hægt sé að koma auga á hvað veldur hverju. Árásarhneigð megi til dæmis greina í þrennt ,,ógnun“, „að halda sínum rétti" og ,,vald“. Árás komi fyrst fram sem ógnun sem geti síðar orðið að árás. „Að halda sínum rétti“ sé auðskilið hugtak, en leiðin að því marki þarf ekki að vera með hnefanum heldur fyrst og fremst það að þora að tjá hug sinn með orðum. I „valdi“ sé fólgið það að stjórna hegðun annarra. Vald er hægt að öðlast með eða án árásar. Við mannfólkið lítum oft á það hvernig önnur dýr haga sér og heimfærum hegðun þeirra upp á mann- skepnuna. Sé litið til dýra þekkist vel sú hegðun að karldýrin keppi um hylli kvendýrsins og ráðist hvert á annað sem keppinautar. Hins vegar vill það gleym- ast að ýmiss konar önnur hegðun er líka þekkt á meðal dýra. Til dæmis að karldýrin hópi sig saman og bíði eftir að kvendýrin komi og velji sér karl. Sum- ar dýrategundir, sérstak- lega fuglar, para sig í róleg- heitum, án nokkurrar sam- keppni innbyrðis. Þá er það ekki alltaf karldýrið sem ræðst á önnur dýr. Kvendýr drepa líka sér til matar og ráðast á önnur dýr til að verja afkvæmi sín. Að drepa sér til matar er held- ur ekki það sama og að ráð- ast á önnur dýr til að verja ungana sína. Money telur nauðsynlegt að athuga vel hvers eðlis áreitið er, því það geti verið mismunandi eftir kyni og dýrategund. Innan sumra dýrategunda megi einnig greina erfðatil- hneigingu sem hefur áhrif á hvort viðkomandi dýr hagar sér friðsamlega eða hvort það hneigist til árása. Hormónaframleiðsla á fóst- urstigi hafi líka áhrif á hvort heilinn „forritast" að árás- arhneigð eða ekki síðar á ævinni. Hér áður fyrr var það tal- ið sjálfsagt að karlmaður- inn hefði vald yfir konunni. Feikimargar ástæður ýttu undir hefðbundin og njörv- uð kynhlutverk þar sem karlinn var fyrirferðar- meiri. í árdaga er hugsan- legt að karlmenn, líkt og frændur vorir prímatar, hafi „forritast" vegna starfs síns við að bægja óvel- komnum gestum frá búð- um sínum og orðið djarfari fyrir vikið. Fyrir fáeinum öldum náðu karlar og kon- ur ekki líkt því eins háum ... aö karlar hafi völd yfir konum hentar ekki lengur í nútíma þjódfélagi aldri og nú á tímum. Meiri- hlutann af sinni stuttu ævi gátu konur búist við því að vera barnshafandi og bundnar yfir börnum og búi — fyrir vikið varð „hreyfanleiki" þeirra minni. Ef kona varð kyn- þroska um sautján ára ald- ur og lifði fram að fertugu er þetta ekki fjarri lagi. Þá þarf ekki að fara mörgum orðum um hugmyndir þorra almennings um hvernig „sannur karlmað- ur“ og „sönn koná' eiga að vera. Ungabörn fá stereó- týpurnar beint í æð með móðurmjólkinni, síðan taka fjölmiðlar og mis- slæmar ruslbókmenntir við. Ranghugmyndir um „sanna karlmanninn og sönnu konuna" eru ein helsta ástæða þess að kon- ur hafa ekki staðið eins á rétti sínum og karlar. Fjöld- inn allur af sjálfsstyrkingar- námskeiðum og „kvenna- þetta og hitt“ til að efla trú kvenna á hæfileikum sín- um og getu sýnir að með æfingu geta konur alveg eins tjáð sig til að „standa á rétti sínum“. I dag getur fólk stýrt barneignum með getnað- arvörnum, lífslíkur okkar eru með þeim bestu i heimi og tæknin er búin að taka mesta okið af breiðu karl- mannsbökunum. Vegna þessa hefur hinn skýri munur kynhlutverka eins og hann var hér áður fyrr riðlast gífurlega á undan- förnum áratugum. Það að karlar hafi vald yfir konum hentar ekki lengur nútíma þjóðfélagi. Samvinna kynj- anna að betra lífi er það sem koma skal. Árásar- hneigð karla er þeim ekk- ert endilega í blóð borin ef við lítum á breyttar for- sendur í þjóðfélaginu. Ekk- ert frekar en svokallað móðureðli. En það væri efni í annan pistil. Spyrjiö Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRECSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.