Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991 VnitVÖLO SÝNA PÆMRHÆTIMNI fll 1111 ■■ JH ■ ■■■ B ■■ ■ Nú mörgum árum eftir að fyrsti ■■ IjjJ 11H ■ IH I p| \yv L—l1 | íslendingurinn greindist með smit af mm Hrl ■ ■ Ih !■ H H™ li' ■ völdum alnœmisveirunnar er félagsleg 5pl| I I ■ ■ H ■ VH ■ H I BU ■ aðstoð við þá sem eru smitaðir i ■ ■■ ■HW BIhHH I H|l lamasessi og forvarnarstarf í lágmarki „Við fáum hvorki lágmarksstuðning frá yfirvöldum né einstaklingum. Ég spyr mig stundum hvar fjölskyldur okkar og vinir séu. Einu viðbrögðin sem ég fæ er þegar einhver deyr,“ sagði karlmaður smitaður af alnæmi í sam- tali við PRESSUNA. Árið 1983 greindist fyrsti íslenski homminn með smit af völdum alnæmisveirunnar, en það var ekki fyrr en þremur árum seinna að forvarnarstarf hófst meðal homma í Reykjavík og voru það Samtökin 78 í samvinnu við Landlæknisembættiðsem báru hitann og þungann af því. Samtökin 78 sáu sér ekki fært að halda algerlega uppi forvarnarstarfi meðal homma, enda örðugt fyrir fá- liðuð samtök að einangrast innbyrðis með vandamálið þegar dauðagildrurnar voru ekki síst þögn og fálæti þjóðfélagsins gagnvart þeim einstaklingum sem í hlut áttu. Samtökin 78 eiga nú fulltrúa í Landsnefnd um al- næmisvarnir, Guðrúnu Gísladóttur. heiftúðugir út af þessu sjónarspili sem heitir nafnleynd í heilbrigðis- og félagsmálakerfinu," sagði Vetur- liði. „Staðreyndin er sú að það er eng- in nafnleynd möguleg meðan það er enginn fastur starfskraftur til að hjálpa jákvæðum til að glíma við fé- lagslega kerfið. Fólk þarf bókstaf- lega að „hrópa upp um sig“ í kerfinu til að fá lágmarksaðstoð og þá finnst mörgum betur heima setið en af stað farið." „Félagsmálastofnun, Trygginga- stofnun, tannlæknir og lífeyrissjóð- ur; það þarf alls staðar að framvísa læknisvottorði og fyrr eða seinna er þetta orðið „opinbert trúnaðarmál". Það er hreint óþolandi að við getum ekki gengið að félagsráðgjafa vísum sem hefur eingöngu með þessi mál að gera. Ef við tökum Félagsmála- stofnun sem dæmi þá situr þar alitaf ný og ný manneskja fyrir svörum," „Þaö eru margir HlV-jákvæöir heiftúöugir út af þessu sjónarspili sem heitir nafnleynd i heilbrigöiskerfinu," segir Veturliöi Guönason, meðlimur i Samtök- um áhugafólks um alnæmisvandann. 1988 voru síðan Samtök áhuga- fólks um alnæmisvandann stofnuð og var eitt af markmiðum samtak- anna að aðstoða þá einstaklinga sem þegar voru smitaðir af veir- unni. Pessi samtök fengu ekkert fjármagn á fjárlögum og það er ekki síst ástæðan fyrir því að vandamálið er vaxið þeim yfir höfuð. í samtali við PRESSUNA lýsa smitaðir ein- staklingar skilningsleysi yfirvalda og bágum félagslegum aðstæðum sínum: NÖTURLEGUR FÉLAGSLEGUR VERULEIKI Þeir einstaklingar sem nú lifa við alnæmi búa viö nöturlegan félags- legan veruleika. Stöðugur ótti viö atvinnumissi, húsnæðisekla og ein- angrun eru í stórum dráttum hlut- skipti þeirra auk vitundar um að sjúkdómurinn geti hvenær sem er stungið sér niður, hafi hann ekki þegar gert það. Það verkefni sem Samtök áhuga- fólks um alnæmisvandann tókust á hendur var ekki lítið, þegar litið er til þess að sjúkdómurinn hefur í för með sér geigvænlegar félagslegar afleiðingar og lítið sem ekkert hafði verið gert til að mæta þeirri stað- reynd. Það sem gerði hlutina enn erfiðari viðfangs var að hinir smit- uðu voru í flestum tilfellum homm- ar. „Yfirvöld veigra sér við þeirri fræðslu sem er í einhverjum tengsl- um við raunveruleikann. Ef ætti að koma til raunhæf fræðsla í skólum um þessi mál þyrftu þau um leið að leggja blessun sína yfir hornma- skapinn," sagði HlV-jákvæður mað- ur á fertugsaldri. EKKIEINIR - HELDUR ALEINIR „Hommar fjarlægjast fjölskyldur sínar í mörgum tilfellum, vegna þess að lífsstíll þeirra hefur ekki verið viðurkenndur; þaö er kjarni þessa svokallaða félagslega vandamáls. Þegar þetta bætist ofan á standa þeir ekki lengur uppi einir, heldur aleinir," sagði Veturliði Guðnason. „Félag áhugafólks um alnæmis- varnir er félag sem vill gera vel, en vandamálið er því ofviða, og út frá jjví hafa skapast samskiptaörðug- leikar sem nánast hafa gengið af fé- lagsskapnum dauðum. Málið snýst um að þaö þarf að vera manneskja á launum til að sinna þessu, en fyrir því hafa ekki fengist peningar. Stjórnmálamenn sýna þessu engan áhuga og þar hef- ur ísland algera sérstöðu," sagði Vet- urliði. NAFNLEYNDIN ER SJÓNARSPIL „Það eru margir HlV-jákvæðir sagði HlV-jákvæöur maður á fer- tugsaldri. FÉLAGSLEG AÐSTOÐ ER í RAUN FORVÖRN „Enginn vafi er á því að félagsleg aðstoð við smitaða einstaklinga er mjög mikilvæg, þannig að þeir geti lifað mannsæmandi lífi. Slík hjálp getur skipt sköpum varðandi það að halda útbreiðslu alnæmis í skefjum," segir Haraldur Briem læknir í grein sinni „Alnæmi — hvert stefnir?", sem birtist í upplýsingariti Land- læknisembættisins. Þessi orð segja stóran sannleika um mikilvægi félagslegrar aðstoðar við smitaða. Ef þjóðfélagið varpar af sér ábyrgðinni á þeim sem hafa sýkst af sjúkdómnum er það ekki aðeins ómannúðlegt, heldur einnig grunnhyggið og hættulegt. „Læknaaðhlynning er með því besta sem gerist hérlendis," sagði Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna 78. „Margur hefði fallið fyrr en hann gerði ef þeirrar þjónustu hefði ekki notið við. Það er hinsvegar ástæða til að benda á það að ónæmiskerfið er háð andlegri líðan og því snýst langlífi smitaðra einstaklinga ekki síst um andlega vellíðan þeirra." ÁFENGIS- OG VÍMUEFNA- MISNOTKUN „Stór hluti af vanda margra smit- aðra einstaklinga er vanhæfni til að takast á við annan persónulegan vanda, sem er áfengis- og vímuefna- misnotkun. Sá hiuti smitaðra sem er hvað rótlausastur týnir gjarnan öll- um möguleikum um heilbrigt líf í þeirri hringiðu," sagði Þorvaldur Kristinsson. „Það þýðir ekki að leita sér með- ferðar þegar þú ert HlV-jákvæður. Meðferðin er miðuð við aðrar að- stæður og sem smitaður einstakl- ingur ertu þar á öðrum forsendum. Ég fékk sjálfur fyrirmæli um að ræða þetta ekki, — hvorki við ráð- gjafa né sjúklinga. Ég gat því ekki rætt um það sem lá mér þyngst á hjarta," sagði HlV-jákvæður ein- staklingur. „Þó að ég sé ekki orðinn veikur ennþá og stundi vinnu mína, með þeirri yfirvinnu sem tíðkast, er ég alltaf þreyttur og slæptur. Ég hef þurft að lifa við gífurlega spennu undanfarin ár og nú er svo komið að ég er alveg að gefast upp. En ég vil stuðning til að halda áfram, það er að segja hjálp til sjálfshjálpar, en hún er alls ekki fyrir hendi. Það er alltaf verið að lauma okkur inn um bakdyrnar alls staðar vegna þess að kerfið gerir ekki ráð fyrir þessum sjúkdómi," sagði HlV-jákvæður maður á þrítugsaldri. ALNÆMI FLOKKAÐ UNDIR SJÁLFSKAPARVÍTI Það er forvitnilegt, i ljósi ofan- greindra viðtala, að skoða afstöðu Sighvats Björgvinssonar heilbrigðis- ráðherra til alnæmis, sem hann viðrar í athugasemd í Tímanum þann 9. ágúst. „Kostnaður samfélagsins í baráttu við sjúkdóma sem hljótast af reyk- ingum, ofneyslu áfengis og fíkni- efna, röngu mataræði, óhollum lífs- háttum, AIDS, streitu og öðrum þeim siðum og „ósiðum" sem flokka má undir sjálfskaparvíti er örugg- lega meiri en sá kostnaður sem sam- félagið hefur af sjúkdómum af öðr- um toga. Einmitt þess vegna leggja menn stöðugt meiri áherslu á for- varnir." Heilbrigðisráðherra kýs hér að kalla smitsjúkdóminn alnæmi „sjálf- „Ónæmiskerfiö er ekki síst háö and- legri líöan og þvi snýst langlífi ein- staklinga ekki síst um andlega vellíð- an þeirra," segir Þorvaldur Kristins- son. skaparvíti" af einhverjum orsökum. Hitt er annað mál að ráðherrann var formaður fjárveitinganefndar þegar úthlutað var níu og hálfri milljón til Landsnefndarinnar um forvarnir vegna alnæmis. Þeir peningar hrukku skammt. Samtök áhuga- fólks um alnæmisvandann fengu ekkert á fjárlögum. Þau samtök reka nú félagsheimili, þar sem HlV-jákvæði hópurinn hittist. Einu tekjur sínar hefur félagið af félags- gjöldum og styrkjum frá öðrum fé- lögum. ÞÖRFIN ER UMTALSVERÐ Auður Matthíasdóttir félagsráð- gjafi var í starfi á vegum borgar- læknis við að sinna smituðum ein- staklingum. Auður gegndi starfinu í tvö ár og hætti árið 1989. „Ég veit ekki til þess að staðan hafi verið lögð niður, en hinsvegar gegnir henni enginn eins og stend- ur," sagði Auður í samtali við PRESS- UNA. „Ástæðan fyrir því að ég „Það fer að koma sá tími að maður fer að kveðja marga vini sína á nokk- urra mánaða fresti og það er ekki laust við að ég finni til tómleika þegar ég horfi fram í tímann.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.