Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991
15
komið upp á í húsum Ör-
yrkjabandalagsins, rétt eins
og öðrum húsum.
— En hefur þetta mál kall-
að á breytingar hvað varðar
eftirlit með íbúum hússins?
„Þetta hefur verið hugsað,
en ég vil ekkert segja meira
um þetta,“ sagði Anna Ing-
varsdóttir.
Anna Ingvarsdóttir og Ás-
gerður Ingimarsdóttir sögðu-
báðar að í húsinu væru skrif-
stofur Öryrkjabandalagsins
og eins sæju vaktmenn um að
hleypa fólki inn í húsið.
EFTIR14 DAKA
,,Ég hefekkert um þetta að
segja. Ég var í sumarfríi þeg-
ar þetta kom upp. Eg tel þetta
ekki vera blaðamál," sagði
Ásgerður Ingimarsdóttir,
framkvœmdastjóri Öryrkja-
bandalagsins, þegar hún var
spurð um atvik sem varð í
húsi Öryrkjabandalagsins
númer tíu við Hátún í Reykja-
vík.
í síðasta mánuði, 21. júlí,
fannst einn íbúanna látinn í
íbúð sinni. Eftir því sem
PRESSAN kemst næst hafði
maðurinn, sem var rúmlega
fimmtugur, verið látinn í tvær
vikur þegar hann fannst.
„Það er einum of mikið að
segja tvær vikur,“ sagði Anna
Ingvarsdóttir, en hún hefur
yfirumsjón með íbúðum
Öryrkjabandalagsins.
Ánna sagði að í Hátúni 10
væri ýmis þjónusta fyrir íbú-
ana, en hún fer eftir þörfum
hvers og eins. Sumir þurfa
heimahjúkrun, heimilishjálp
eða annað. Anna sagði að
maðurinn, sem fannst látinn,
hefði ekki þurft neina slíka
þjónustu og lát hans hefði
komið á óvart, þar sem ekki
var vitað til þess að hann
væri veikur. Þeir íbúanna,
sem ekki þurfa þjónustu,
hefðu ekki tilkynningaskyldu
og því gæti tilfelli sem þetta
Hús Öryrkjabandaiagsins i Hátúni 10. Það var í íbúð á fimmtu
hæð hússins sem fimmtugur maður var látinn í tvær vikur án
þess að nokkur vissi.
Ibúi í Hátúni lOa, húsi Oryrkjabandalagsins
FANNST LÁTINN
Landsbanki Islands
Lögfræðiskrifstoía ættingja aðstoðarbankastjórans rukkar fyrir bankann
Bankastjórn Landsbanka
íslands hefur falið lögmanns-
stofu Bjarna Stefánssonar,
Guðmundar Péturssonar og
Péturs Guðmundarsonar og
fleiri lögfrœðinga að annast
innheimtu fyrir aðalbankann
í Austurstrœti. Samkvœmt
heimildum PRESSUNNAR
þykir ráðstöfun þessi gagn-
rýnisverð vegna þess að
Bjarni er sonur Stefáns Pét-
urssonar, aðstoðarbanka-
stjóra Landsbankans, Guð-
mundur er bróðir Stefáns og
Pétur bróðursonur.
Landsbankinn ákvað á síð-
asta ári að fela sjálfstæðum
lögfræðistofum innheimtu
einstakra útibúa bankans.
Innheimtumál bankans eru á
verksviði Sverris Hermanns-
sonar bankastjóra og Björns
Líndal aðstoðarbankastjóra.
Breytingin var á sínum tíma
gerð í andstöðu við vilja lög-
fræðideildar bankans. Stefán
var lengst af aðallögfræðing-
ur Landsbankans, en varð að-
stoðarbankastjóri 1989.
Guðmundur Pétursson,
sonur hans Pétur Guðmund-
arson og Bjarni Stefánsson
reka lögmannsstofu á Suður-
landsbraut 4a ásamt Hákoni
Árnasyni, Guðríði Guð-
mundsdóttur og Jakobi Möll-
er.
Að sögn Björns Líndal var
ákvörðun um að ráða lög-
fræðistofu þessara aðila í inn-
heimtustörf tekin án þess að
Stefán Pétursson kæmi þar
nærri málum. „í þessu litla
landi er oft erfitt um vik að
eiga við skyldleika og tengsl.
En Stefán kom þarna hvergi
nærri. Ákvörðun þessi var
tekin í ljósi þess að þessi stofa
hefur starfað fyrir bankann
og við búum við góða reynslu
af því samstarfi og störfum
hennar. Það eru nú nokkrar
lögfræðistofur sem annast
innheimtu fyrir einstök útibú
bankans og ekki annað að
heyra en útibúin séu ánægð
með þetta fyrirkomulag."
Sú stofa sem varð fyrst til
,að fá innheimtuverkefni af
þessu tagi frá Landsbankan-
um var lögfræðistofan Lög-
menn Höfðabakka 9, þar sem
reka saman stofu Vilhjálmur
Árnason, fv. stjórnarformað-
ur íslenskra aðalverktaka (og
um skeið meðeigandi Sverris
Hermannssonar og fleiri í
Ögurvík/Kirkjusandi), Ólaf-
ur Axelsson, Eiríkur Tómas-
son, Árni Vilhjálmsson og
Hreinn. Loftsson, sem nú er
aðstoðarmaður forsætisráð-
herra.
„Sigurður er mjög jákvæður á aðra en sjálfan
sig, þá sem í kringum hann eru. Hann er einarð-
ur við það sem hann er að gera, hvort sem það
er í íþróttum eða annað. Vegna þess hve jákvæð-
ur hann ér eignast hann mikið af vinum," segir
Stefán Jóhannsson, þjálfari hans. „Hann er
jákvæður og hefur góð áhrif á aðra. Það er gott
að vera riálægt honum á æfingum. Hann er líka
hreinskiíinn um það sem miður fer, en segir það
á réttan hátt," segir Geirlaug Geirlaugsdóttir
spretthlaupari. „Hann er blíður og tilfinninga-
næmur, barngóður og listakokkur. Hann er
mjög orðvar og hallmælir aldrei neinum, ekki
einu sinni helstu keppinautum sínum," segir
Vilhelmína R. Ólafsson, hálfsystir hans.
„Hann er ákveðinn og gerir allt til að ná þeim
markmiðum sem hann setur sér. Hann er góður
húmoristi og skemmtilegur félagi,“ segir Krist-
ján Harðarson, vinur hans og gamall félagi
úr íþróttunum. „Hann er traustur og sannur
íþróttamaður sem kann bæði að vinna og tapa,“
segir Ingibjörg Vagnsdóttir. „Sigurður er
heiðarlegur, bjartsýnn, ósérhlífinn og samvisku-
samur. Hann er ljóðelskur, mikill heimilismaður
og góður kokkur,“ segir móðir hans, Svanhvít
Sigurlinnadóttir.
„Þótt hann eignist mikið af vinum gleymir
hann þeim stundum. Hann kann sér ekki
hóf í mörgu, ofgerir sér til dæmis á æfing-
um,“ segir Stefán Jóhannsson, þjálfari Sigurðar.
„Hann er mjög áhrifagjarn og leiðist því
stundum út í ýmislegt," segir Geirlaug Geir-
laugsdóttir. „Hann er alltaf of seinn. Hann
skipuleggur tíma sinn ekki nógu vel. Svo er
.hann óttalegur grallari," segir Vilhelmína R.
Ólafsson. „Hann er stundum kærulaus, sér-
staklega ef vel gengur á æfingum. Þá slepp-
ir hann því heldur að mæta á stefnumót en
hætta á æfingunni áður en hann er búinn að
fá nóg,“ segir Kristján Harðarson. „Hann er of
hæverskur þegar að honum er vegið,“ segir
Ingibjörg Vagnsdóttir. „Hann er óþolinmóður
þegar hann þarf að gera eitthvað sem hann
hefur ekki áhuga á,“ segir Svanhvít Sigur-
linnadóttir.
Sigurður Einarsson
spjótkastari
Sigurður Einarsson lenti i 6. sæti í spjótkasti á heimsmeistaramótinu i frjálsum iþróttum i Tókýó i Japan.
UNDIR
ÖXINNI
Gunnar
Kristinsson
hitaveitustjórí
Nú er Ijóst að
greiðslustaða Hita-
veitunnar hefur aldrei
verið verri og kostn-
aður við veitingahús-
ið Periuna hefur farið
300 milljónum fram
úr áætlun. Getið þið
setið áfram þegar
svona er komið?
. „Ég reikna með því,
þar til annað kemur frá
borgaryfirvöldum. Ef
þú ert að leita að ein-
hverjum til að hengja
fyrir þetta mál finnur
þú hann ekki hér. Þú
ættir að tala við borg-
arstjóra. Við stýrum
ekki fjármálum borgar-
innar hér."
Því var haldið fram
að ekki þyrfti að taka
nein lán vegna Perl-
unnar. Nú er komið á
daginn að Hitaveitan
tók 300 milljóna
króna lán frá Raf-
magnsveitunni.
„Það er algengt að
fyrirtæki láni hvert
öðru."
Af hverju var al-
menningi ekki skýrt
frá því?
„Ég lít þannig á að
þetta sé innanhúss-
mál. Við reynum að
gera okkar fjárhags-
áætlanir. Stundum
standast þær, stund-
um ekki, og það er allt-
af pólitísk spurning
hvort á að taka lán eða
ekki. En þú ert að tala
við rangan mann
vegna þessa máls."
Hitaveitustjóri hefur svarad fyrir-
spurn borgarstjóra um viðbótar-
kostnað við útsýnishúsið í Öskju-
hlíð. Þar kemur fram að kostnað-
urinn hefur aukist um tæpar 300
milljónir króna frá því kostnaöar-
áætlunin var endurskoðuð í april
siðastliðnum.