Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991
smaa
letrið
Nú er komið haust. Þá koma
haustumræðuefnin. Það er
nefnilega tiska i þeim efnum
eins og öllum öðrum. Vortiskan
og sumartiskan i umræðuefn-
unum er úrelt. Dæmi: Nú tala
menn ekki lengur um góða
veðrið. Nú er það vonda veðr-
ið: rigningin, súldin, kuldinn,
trekkurinn. Veðrið er sem sagt
sigilt umræðuefni eins og
rnykingar og megrun og sjón-
varpsdagskráin. Vinnurðu í
banka? Þá eru allar líkur á þvi að
kaffitiminn fari i þessar umræð-
ur: Fyrst er farið yfir kladdann
og athugað hverjir hafa hætt að
reykja upp á siðkastið og at-
hugað hvernig það gengur.
(Innan sviga eru s agðar nokkrar
sögur af ættingjum og vinum
sem hafa hætt að reykja igegn-
um tiðina og árangur þeirra ti-
undaður.) Þeir sem eru hættir
að reykja segja frá raunum sin-
um — og þá er komið að öðru
umræðuefni. Það er að segja:
Þegar viðkomandi hætti að
reykja hlóðust aukakilóin upp!
Bömmer! Það þýðir aðeins eitt:
megrun. En hvernig erhægt að
vera i megrun og vera líka ný-
hættur að reykja? Það er ein-
faldlega ekki hægt. Þess vegna
verður bara að byrja að reykja
aftur. Og ná af sér spikinu. Svo
er hægt að hætta aftur að
reykja, fitna, byrja að reykja,
grennast (kannski), hætta...
Þegar hér er komið sögu er
kaffitiminn i bankanum auðvit-
að búinn, en enginn nennir að
fara að vinna alveg strax. Það
beinir talinu að veðrinu og
samanburði við siðasta ár, þar-
siðasta ár og haustið 1983. Þeg-
ar veðrinu hafa verið gerð skil
er hægt að segja sögur af par-
ketti, þvi það er alltaf einhver
sem er að leggja parkett en
ennþá fleiri sem ætla að leggja
parkett. Þegar allir eru búnir að
leggja sitt til málana um parkett
og aðrar umbætur heima við er
talinu vikið að sjónvarpsdag-
skrá gærkvöldsins, rennt yfir
framhaldsþáttinn og örlög per-
sónanna hörmuð. Ef einhver
lumar svo á verulega djúsi
kjaftasögu er hún auðvitað lát-
in flakka. Nú talar enginn lengur
um Jón Óttar og Völu Matt
eða Jón Óttar og Elfu (ekki
einu sinni Jón Óttar og Mar-
gréti Hrafns) — nei, nú eru
komnar splunkunýjar sögu-
hetjur i frásagnir ef innlendum
% I «
ástum. Um hverja er kjaftað i
kaffitimanum i bankanum? Ja,
ef þú bara vissir það!
TVÍFARAKEPÞNI PRESSUNN-
AR - 10. HLUTI
Tvifarar vikunnar hafa afger-
andi sérstöðu að þvi leyti að
annar þeirra hefur smátt og
smátt orðið líkari hinum: Helgi
Guðmundsson, ritstjóri Þjóð-
viljans, hefur á dularfullan hátt
likst Svavari Gestssyni meira
og meira. Helgi byrjaði á hár-
greiðslunni og skegginu. Það
varauðvelt. Þeir eru líka svipað-
ir á hæð svo Helgi þurfti ekki að
gripa til aðgerða þess vegna.
En Helgi lét ekki þar við sitja:
Hann tileinkaði sér af hreinni
snilld göngulag Svavars, lima-
burð allan og takta; framburð,
ræðustil — já, og jafnvel skoð-
anir. Og nú er Helgi i gamla
starfinu hans Svavars, sem rit-
stjóri Þjóðviljans: formennska i
Alþýðubandalaginu hlýtur að
vera næst á dagskrá. Þetta er
þróun sem hefur staðið i tvo
áratugi — og sér ekki fyrir end-
ann á henni ennþá. Eða hvað?
Er maðurinn á Þjóðviljanum
kannski Sv, var r?t Hvar er
Helgi? Gáum
(Snobb ■■
IVtil
ANTIK
Hún er nauðsynleg til að
falsa ættarsöguna. Kaupa
kommóðu eða ottóman hjá
Fjólu í Antikhúsinu og segja
öllum að þetta sé ættargrip-
ur úr móðurætt.
BENZ 500 SEC
Eftir stutta útlegð er Benz-
inn aftur orðinn eina al-
mennilega stöðutáknið. Þeir
sendisveinar sem reyndu að
kaupa þá fyrir nokkrum ár-
um hafa allir misst þá í fjár-
nám.
X
CHANEL
Chanel-veski og -skartgripir
eru ómissandi nú þegar all-
ar þjónustustéttirnar eru
komnar með Cartier. Og því
þykkari sem gullkeðjurnar
eru því betra og þvi stærra
sem Chanel-merkið er því
betra.
DINNER
Fólk á ekki að láta sjá sig á
veitingahúsum á íslandi
nema í hádeginu. Kvöld-
verðarboð í heimahúsum
eru hins vegar allt annar
handleggur. Ef fólk vill fara
út að borða á það að
skreppa á Russian Tea
Room í New York eða Max-
im's í París.
EÐALVIN
Það er ekkert sem sýnir fág-
un betur en góður smekkur
á vínum. Því er nauðsynlegt
að sérpanta. Hægt er slá
tvær flugur í einu höggi og
panta einn kassa af flöskun-
um sem Lichtenstein hann-
aði fyrir Taittinger. Það er
ekki bara kampavín heldur
myndlist.
*1cemcuufo ufivpJýUtUýCiSi utn Uuesutúj, jxú yeiusi heypt jz&i oincíitufu cuuu+vta ocj,
itnjohoS- yjfiA. pieJúLkcut uppsuuui j%Uui
FERÐATOSKUR
Þótt það skipti miklu máli
að ferðast til réttra staða er
enn nauðsynlegra að hafa
réttu ferðatöskurnar. Þar
koma engar aðrar en Louis
Vuitton til greina.
GESTGJAFINN
Það er stórkostlegt að kom-
ast að með matarboð í
Gestgjafann og hafa nógu
frægt fólk í heimsókn. Næst-
besti kosturinn er að fá út-
tekt á heimilinu í Húsum og
híbýlum.
HEIMILISHJÁLP
Austurlensk heimilishjálp er
nauðsynlegri en uppþvotta-
vél. Au pair-stúlkur ganga
alls ekki. Þær eru ávísun á
úrlausnir á gelgjuskeiðs-sál-
arkreppum og of mikil
freisting fyrir húsbóndann.
IRISH SETTER
Þótt börn séu ekki jafnilla
séð og fyrir nokkrum árum
hafa þau ekki enn velt
heimilishundinum af stalli.
Og rétti hundurinn er Irish
Setter. Aðrir hundar eru
eins og innborgun á setter-
inn.
JEAN PAUL GAULTIER
Fyrir þá sem nota gleraugu
til að sýna fram á góðan
smekk er
Gaultier öruggasta valið.
Karabíska hafið er eina
sumarleyfið sem gildir. Ef
fólk hefur geymt hana til
brúðkaupsferðarinnar á það
að gifta sig strax. Ef það er
þegar gift á það að skilja og
gifta sig upp á nýtt.
LOVÍSA MATTHÍASDÓTTIR
Eini málarinn sem er óum-
ræðilega dýr og óumræði-
lega smekklegur er Lovísa
Matthíasdóttir.
KARABISKA HAFIÐ
Skemmtisigling um
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir þá sem vilja láta taka
mark á sér er nauðsynlegt
að skrifa í Morgunblaðið.
Það er þó ekki sama hvar
greinin birtist. Hún verður
að lenda á leiðaraopnunni.
Til þess þarf að skrifa eitt-
hvað sem Styrmi Gunnars-
syni líkar. Best er að skrifa
með veiðileyfasölu.
NÍTJÁN HUNDRUÐ
OG FIMMTÍU
Einbýlishúsið má ekki vera
miklu yngra en frá 1950 og
úr steinsteypu, — alls ekki
timbri. Það verður að vera
stórt og líta út fyrir að vera
dýrt. Rándýrt.
OPNANIR
Það er hrein lífsnauðsyn að
mæta á allar opnanir hjá
Listasafni íslands og á Kjar-
valsstöðum. Og það er jafn-
hættulegt að láta sjá sig á
öðrum opnunum nema ef
vera skyldi hjá Gallerí
Nýhöfn. Það eru ekki nema
alkar og partísjúklingar sem
þræða hvaða opnanir sem
er.
PERSNESK TEPPI
Eitt persneskt teppi er ekki
nóg heldur verður fólk að
eiga mörg. Og það verður
að þekkja frá hvaða héraði
þau eru og kunna söguna á
bak við hvernig því
áskotnuðust þau.
QUOTATION
Það er í sjálfu sér í lagi að
lesa einhverja góða quot-
ation-bók en enn betra að
geta vitnað til persónulegs
samtals við Halldór
Laxness, Jack Lang eða
Jóhannes Nordal.
ROLEX
Rolex er sett hér sem víti til
varnaðar. Tag Heuer er
rétta úrið í dag.
STYRKTARFÉLAG
ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
Eini félagsskapurinn sem er
algjörlega nauðsynlegur.
Þeir sem geta haldið úti
samsæti yfir mynd-
banda-óperum og fundið
rök fyrir því að Islenska
óperan standist samanburð
við helstu óperuhús heims-
ins eru á grænni grein.
TOYOTA LANDCRUISER
Ef fólk getur ekki átt bæði
bens og jeppa á það að
halda jeppanum en sleppa
Bensinum. Eini alvörujepp-
inn er Toyota Landcruiser af
stærri gerðinni.
UMRÆÐUEFNI
Það á helst aldrei að tala
um það sem er íslenskt eða
gerist á Islandi. Alþjóða-
pólitík er skárri en sú ís-
lenska en þó er albest að
ræða um næturklúbba í
New York, matsölustaði í
París og bera saman þjón-
ustuna á Business Class hjá
þekktum flugfélögum.
VIÐTÖL
Fólk á ekki að þiggja viðtal
ef því er boðið það af ein-
hverju tilefni. Alvörufólki er
boðið viðtal bara vegna
þess að það er það sjálft.
Eftir að glanstímaritin lögð-
ust í pólitískar ekkjur og
fallna viðskiptajöfra skal all-
ur vari hafður á þeim.
Opnuviðtal í Morgunblaðinu
er líkast til skásti kosturinn
ef Jóhanna Kristjónsdóttir
eða Elín Pálmadóttir tekur
það.
ÞINGVALLAVATN
Súmarbústaður með báta-
skýli á Nesjavallalandi er í
raun það eina sem má sætta
sig við með góðu móti. Þó
kemur til greina að kaupa
gamlan bústað í hvilftinni
inn af Valhöll.
ÉS
I
S7*500dölfsöi
ÆVISÖGUR
Á sama hátt og með viðtöl
er gallinn við ævisögur sá
að þær seljast ekki nema
aðalpersónan hafi gert ein-
hvern óskunda af sér eða
lent óþyrmilega milli
tannanna á fólki. í stað þess
að stefna á eigin ævisögu
fyrir ellilaun á fólk að láta
sér nægja að lesa ævisögur
amerískra viðskiptajöfra.
OFUND
Lykilorðið í umræðum um
menn og málefni er öfund. í
stað þess að taka þátt í árás-
um pöpulsins á að taka upp
hanskann fyrir þá sem
verða fyrir þeim. Árásirnar
á að skýra með því að
pöpullinn stjórnist af öfund.
Það bendir til að fólk hafi
ástæðu til að öfunda þig.
Gurtnar Smári Egilsson
m